208 episodes

Hér er rætt hispurslaust um stjórnmál, efnahagsmál, menningu og annað tengt þjóðmálum.

Þjóðmál Þjóðmál

    • Society & Culture
    • 5.0 • 10 Ratings

Hér er rætt hispurslaust um stjórnmál, efnahagsmál, menningu og annað tengt þjóðmálum.

    #220 – Hvernig borgum við fyrir framtíðardrauma?

    #220 – Hvernig borgum við fyrir framtíðardrauma?

    Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi og Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtæki í sjávarútvegi, fjalla um mikilvægi þess að viðhalda og auka við verðmætasköpun í sjávarútvegi, samanburðinn við önnur ríki, samskipti stjórnvalda og atvinnulífs, hvernig framtíðin kann að líta út, fyrirtækin sem verða til vegna nýsköpunar og þróunar og annað sem tengist þessari mikilvægu atvinnugrein okkar Íslendinga.

    • 1 hr 11 min
    #219 – Hvítasunnuhelgi með forsætisráðherra – Bjarni Benediktsson í viðtali

    #219 – Hvítasunnuhelgi með forsætisráðherra – Bjarni Benediktsson í viðtali

    Bjarni Benediktsson forsætisráðherra mætir í Þjóðmálastofuna og fer yfir stórum málin. Farið er yfir stöðuna í hagkerfinu, hvort að skrifa megi núverandi stöðu á efnahagsstjórn síðustu ára, stöðu og hlutverk Seðlabankans og aukin ríkisútgjöld. Þá er rætt um stöðuna í stjórnmálunum, stjórnarsamstarfið, hvort að tekist verði á við stór verkefni eins og málefni hælisleitenda og orkumál, fylgi Sjálfstæðisflokksins, hinn sístækkandi eftirlitsiðnað, hvort að hægt sé að segja að Sjálfstæðisflokkurinn styðji við atvinnulífið og margt fleira.

    • 1 hr 26 min
    #218 – Trúin á framtíðina – Heiðar Guðjóns í viðtali

    #218 – Trúin á framtíðina – Heiðar Guðjóns í viðtali

    Heiðar Guðjónsson, hagfræðingur og fjárfestir, ræðir um undarlegar tillögur stjórnvalda sem vilja leggja það til að Íslendingar gerist grænmetisætur og leggi af alla stóriðju, um stöðuna á Norðurslóðum og áhrif breytinga þar í efnahagslegu og samfélagslegu tilliti, um nýsköpun og sjálfbærni, umræðu stjórnmálamanna um atvinnulífið, stöðuna í hagkerfinu og horfurnar framundan, hræðsluna við erlendar fjárfestingar, stöðuna á hlutabréfamarkaði og margt fleira.

    • 1 hr 11 min
    #217 – Fallbyssan í Seðlabankanum – Katrín frambjóðandi elítunnar – Dagur missir kúlið

    #217 – Fallbyssan í Seðlabankanum – Katrín frambjóðandi elítunnar – Dagur missir kúlið

    Hörður Ægisson og Stefán Einar Stefánsson fara yfir ákvörðun Seðlabankans um að halda stýrivöxtum óbreyttum í heilt ár, þau áhrif og afleiðingar sem það hefur og margt fleira því tengt. Þá er rætt um komandi forsetakosningar og það helsta sem á sér stað í þeirri kosningabaráttu, umfjöllun um bensínstöðvarlóðir, allt það helsta á markaðinum, leiðréttingu á umræðu um tískumerki og margt fleira.

    • 1 hr 24 min
    #216 – Viðtal við David D. Friedman

    #216 – Viðtal við David D. Friedman

    Hagfræðingurinn og eðlisfræðingurinn David Friedman var nýlega staddur hér á landi. Hann kom við í Þjóðmálastofunni og ræddi þar um hinn frjálsa markað, hversu mikil völd hið opinbera ætti að hafa, um loftslagsmál, stöðu háskóla í hinum vestræna heimi og margt fleira.

    • 36 min
    #215 – Ásgeir er síðasta dúfan – Enn vetur á hlutabréfamarkaði

    #215 – Ásgeir er síðasta dúfan – Enn vetur á hlutabréfamarkaði

    Hörður Ægisson og Þórður Gunnarsson fara yfir allt það helsta, hver sé líklegur til að verða varaseðlabankastjóri og hvaða áhrif það mun hafa á peningastefnunefnd bankans, hversu líklegt það sé að vextir lækki í bráð, um aukna arðgreiðslu Landsvirkjunar og möguleikana á að skrá hluta félagsins á markað, um stöðuna á annars daufum hlutabréfamarkaði, dauf uppgjör bankanna og margt fleira.

    • 58 min

Customer Reviews

5.0 out of 5
10 Ratings

10 Ratings

Auðbergur ,

Langbesta þjóðmálahlaðvarp landsins

Frábært hlaðvarp með góðum og skemmtilegum efnistökum! Gísli er snillingur í að stýra umræðum. Hann er vel inni í öllum efnisatriðum á sama tíma og hann heldur sig til hlés og gerir sig ekki að aðalatriði eins og svo margir umræðustjórnendur gera.

KTG38 ,

Geggjað hlaðvarp!

Frábær þáttur sem gott er að hlusta á. Gott fyrir öll tilefni, sama hvort það sé að fara að sofa eða í langri bílferð þá passar nákvæmlega þetta hlaðvarp. Gísli stendur sig mjög vel í að undirbúa þætti með góðar spurningar og að vera fróður um viðfangsefnin.

Top Podcasts In Society & Culture

Fail Better with David Duchovny
Lemonada Media
Stuff You Should Know
iHeartPodcasts
Shawn Ryan Show
Shawn Ryan | Cumulus Podcast Network
This American Life
This American Life
Freakonomics Radio
Freakonomics Radio + Stitcher
The Ezra Klein Show
New York Times Opinion

You Might Also Like

Spursmál
Ritstjórn Morgunblaðsins
Chess After Dark
Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson
Í ljósi sögunnar
RÚV
Dr. Football Podcast
Hjörvar Hafliðason
Steve Dagskrá
Steve Dagskrá
70 Mínútur
Hugi Halldórsson