Jóns

Óli Jóns
Jóns

Hlaðvarp um sölu og markaðsmál

  1. Friðrik Guðjónsson Feed The Viking

    JAN 27

    Friðrik Guðjónsson Feed The Viking

    Í þessum þætti ræðir Óli Jóns við frumkvöðulinn og athafnamanninn Friðrik Guðjónsson stofnanda Feed the Viking. Friðrik er athafnamaður og frumkvöðull og ótal margt til lista lagt. Hann hefur komið víða við á lífsleiðinni. Hann hefur kennt á brimbretti á Hawaii, bjargað fólki úr lífsháska sem meðlimur í björgunarsveit og stofnað nokkur farsæl fyrirtæki, hér segir Friðrik sögu sína og frá hans hugmyndafræði á bak við velgengni. Friðrik vildi verða bankastarfsmaður eftir að hafa orðið fyrir miklum áhrifum af verðbréfamiðlurum Wall street. Hann byrjaði í verkfræði í Hí til að geta farið þaðan að vinna í banka en það var of mikið stökk frá framhaldsskólanum, það átti ekki við Friðrki að sitja í Þjóðarbókhlöðu að diffra. Friðrik segist svo hafa gefist upp á háskólanáminu keypt sér Playstation tölvu og ekki farið út úr húsi í tvær vikur. Friðrik skráði sig í viðskiptafræði 2003 hjá Háskóla Reykjavíkur og hóf nám þar um áramót, uppgvötvaði þar að hann gæti lært. Hafði gaman af að læra þar og kynntist mikið af góðu fólki. Útskrifaðist 2006 og fór í fyrsta atvinnuviðtalið á ævinni, fékk vinnu í banka, svo í verðbréfamiðlun. Friðrik er einnig með fyrirtækið the Optimistic food group sem framleiðir Happyroni eða vegan “pepperóní”. Friðrik var búinn í tvö ár að reyna að koma Fish Jerky til Icelandair án árangurs en þá kom fram á fundi að þau hefðu lengi verið búin að leita að kjötsúpu til að hafa í vélunum. “Við keyptum frostþurrkunarvél og fórum að framleiða frostþurrkaðar súpur meðal annars kjötsúpu sem Icelandair tók í sölu í vélunum sínum” Til varð ný vörulína af frostþurrkuðum mat sem Friðrik þekkti mjög vel áður úr björgunarsveitastarfinu. Eina sem þarf er heitt vatn, hræra og bíða í 8 mín. Að frostþurrka mat er aðferð sem hefur verið notuð frá aldamótunum 1800/1900 og var notuð í fyrri heimstyrjöld og mun meira í seinni heimstyrjöld. Allur matur sem fer í alþjóðlegu geimstöðina og allur hermannamatur er frostþurrkaður, þessi frostþurrkunar aðferð tekur langan tíma og er mjög kostnaðarsöm, en þetta er talin besta aðferð til varðveislu á mat í heiminum í dag. Best til að varan haldi næringargildi sínu. Varan missir rakann, en þegar þú bætir honum við er hún eins og hún var áður, eða ný. Frostþurrkaður matur varðveitist í 20 ár mögulega 50 ár. “Erum komin með 5 máltíðir, pakkaðar fyrir göngufólk og svo til að nota heima eða í vinnu, börn að koma svöng heim úr skóla, þetta á meðal annars að vera heilsusamlegur valkostur við núðlusúpuna.” Hjá Feed The Viking eru einnig framleitt frostþurrkað nammi sem slegið hefur í gegn hér á landi. Regnbogasprengjur sem er frostþurrkað Skittles er fyrsta varan í þeirri línu, þær fást hjá N1, Krónunni og í vefverslun feedtheviking.is.

    1h 4m
  2. Inga Hlín Pálsdóttir Framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins.

    08/08/2023

    Inga Hlín Pálsdóttir Framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins.

    Inga Hlín Pálsdóttir Framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins. Inga Hlín kom einnig í viðtal janúar 2021 þar sem við ræddum meðal annars áskoranir ferðaþjónustu fyrirtækja í Covid. Inga Hlín hefur undanfarin ár starfað sem alþjóðlegur ráðgjafi og fyrirlesari. Helstu verkefni hafa snúið að samstarfi fyrirtækja og opinberra aðila, stefnumótun, markaðssetningu, breytingastjórnun og sjálfbærni í tengslum við svæði og borgir. Hún hefur starfað með ýmsum aðilum í tengslum við ráðgjöf og má þar helst nefna Austurbrú, Reykjavíkurborg og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Samhliða starfaði Inga Hlín hjá norrænu ráðgjafarfyrirtæki á sviði þróunar, nýsköpunar og markaðssetningar svæða. Inga Hlín er með B.Sc. próf í viðskiptafræði frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst og M.Sc. próf í alþjóðamarkaðsfræði frá The University of Strathclyde í Skotlandi. Hún starfaði áður í yfir áratug hjá Íslandsstofu og Útflutningsráði, lengst sem forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina. Þar stýrði hún meðal annars kynningar- og markaðsstarfi á áfangastaðnum Íslandi í samstarfi við hagaðila og fór allt markaðsstarf fram undir merkjum Inspired by Iceland. Þá stýrði hún samstarfsverkefnunum Ísland allt árið og Iceland Naturally auk þess sem hún sat í stjórn NATA ferðamálasamstarfsins. Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins ses. var stofnuð 3. apríl 2023. Stofnendur stofunnar eru Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Ferðamálasamtök höfuðborgarsvæðisins. Að undirbúningi stofunnar komu sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og atvinnulífið í gegnum Ferðamálasamtök höfuðborgarsvæðinu, Samtök ferðaþjónustunnar og Samtök verslunar og þjónustu, auk þess sem stjórnvöld studdu við verkefnið. Eitt af hlutverkum Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins er að vera áfangastaðastofa fyrir höfuðborgarsvæðið. Skilgreining stjórnvalda á áfangastaðastofu er eftirfarandi: „Áfangastaðastofa (e. Destination Management Organisation) [er] svæðisbundin þjónustueining á vegum opinberra aðila og einkaaðila sem hefur það meginhlutverk að styðja við ferðaþjónustu í viðkomandi landshluta og tryggja að hún þróist í takt við vilja heimamanna þar sem sjálfbærni er höfð að leiðarljósi“.

    45 min

Ratings & Reviews

5
out of 5
2 Ratings

About

Hlaðvarp um sölu og markaðsmál

To listen to explicit episodes, sign in.

Stay up to date with this show

Sign in or sign up to follow shows, save episodes, and get the latest updates.

Select a country or region

Africa, Middle East, and India

Asia Pacific

Europe

Latin America and the Caribbean

The United States and Canada