83 episodes

Fyrir alla þá sem hafa gaman af hörmungum Íslandssögunnar, hvort sem það eru stórslys, morðmál, draugasögur, galdrar eða þjóðtrú.

Myrka Ísland Sigrún Elíasdóttir

    • History
    • 3.0 • 2 Ratings

Fyrir alla þá sem hafa gaman af hörmungum Íslandssögunnar, hvort sem það eru stórslys, morðmál, draugasögur, galdrar eða þjóðtrú.

    Ferðalangurinn Guðríður Þorbjarnardóttir

    Ferðalangurinn Guðríður Þorbjarnardóttir

    Förum nánast til upphafs Íslandssögunnar að þessu sinni og kynnumst hinni víðförlu konu Guðríði Þorbjarnardóttur sem samkvæmt sögum ferðaðist um allan hinn þekkta heim víkingatímans; frá Vesturheimi til Rómar. Sem er áhugavert út af fyrir sig. Enn áhugaverðara er hvernig hún hefur verið notuð til landkynninga og í þjóðernislegum áróðri. Jafnvel hægt að færa rök fyrir því að hún hafi verið tekin í nútímalega dýrðlingatölu.

    • 1 hr 24 min
    Rammíslensk óveður

    Rammíslensk óveður

    Enn köfum við í spurningalista Þjóðminjasafnsins sem eru hafsjór af frábærum heimildum. Í þessum þætti dugði mér þó að styðjast aðeins við einn sögumann, engan annan en Magnús frá Gilsbakka í Borgarfirði. Í spurningalistanum "Hamfarir" skrásetti hann fjöldann allan af óveðrum á 20.öldinni sem all flestir Íslendingar fyrr og síðar, kannast við lýsingarnar á.. Það er komið að því að Sigrún móðgi eldri borgara af Boomer kynslóðinni.

    • 1 hr 32 min
    Má ég eiga við þig morð?

    Má ég eiga við þig morð?

    Í miðjum Móðuharðindunum kom upp undarlegt mál á Suðurnesjum. Niðursetningurinn, og að okkar mati, breytingaskeiðskonan Elín tapaði lífi sínu við grunsamlegar aðstæður. Til að leysa úr málinu voru misgáfulegir menn sem gátu alls ekki orðið sammála um eitt eða neitt, enda blandaðir inn í klassíska, íslenska embættismannaflækju. Og hverjir liðu fyrir þá flækju aðrir en almúginn?

    • 1 hr 1 min
    Sögur af söndum

    Sögur af söndum

    Í sendnum fjörum Suðurlands má finna margar dularfullar sögur af yfirnáttúrulegum fótsporum og fyrirbærum. Þar fyrir utan býður þátturinn upp á heilmikinn haturspóst. Ekki aðeins vegna landafræði, heldur vegna mögulegra rangfærslna um vita og brýr landsins, að ógleymdri blessaðri málfræðinni. Það er af nógu að taka!

    • 1 hr 10 min
    Galdra Imba

    Galdra Imba

    Erfiðar konur hafa löngum þótt óþægilegar og þá getur verið gott að saka þær um nornaskap. Svo var um Ingibjörgu nokkra Jónsdóttur sem var uppi á hinni stórhættulegu 17. öld. Eftir að maður hennar hafði verið ásakaður um galdra, fluttist galdraorðið yfir á hana og spunnust um Imbu ótrúlegust þjóðsögur á  meðan hún lifði.

    • 1 hr 10 min
    Uppboð á Ströndum

    Uppboð á Ströndum

    Uppboð voru sorgleg og undarleg "skemmtun" í íslensku samfélagi áður fyrr. Við kíkjum á eitt þekkt uppboð ef svo má segja, af Kambi á Ströndum. Sem er ekki síst áhugavert vegna þess hversu vandræðalega stutt er síðan það gerðist. Gott er að vara við andkapítalísku reiðiranti þáttarstýru í lok þáttar. Gæti farið fyrir brjóstið á einhverjum hreintrúarsinna. Ég lofa þó hvorki bót né betrun á því sviði. 

    • 1 hr 1 min

Customer Reviews

3.0 out of 5
2 Ratings

2 Ratings

Top Podcasts In History

History's Secret Heroes
BBC Radio 4
The Rest Is History
Goalhanger Podcasts
American Scandal
Wondery
American History Tellers
Wondery
Everything Everywhere Daily
Gary Arndt | Glassbox Media
Dan Carlin's Hardcore History
Dan Carlin

You Might Also Like

Morðskúrinn
mordskurinn
Í ljósi sögunnar
RÚV
Morðcastið
Unnur Borgþórsdóttir
Eftirmál
Tal
ILLVERK PODCAST
ILLVERK PODCAST
Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars
Helgi Jean Claessen