95 episodes

Ungir sósíalistar ræða það sem skiptir þau máli.

Rauður Raunveruleiki Karl Héðinn Kristjánsson, Oliver Axfjörð Sveinsson, Aníta Da Silva Bjarnadóttir

    • News

Ungir sósíalistar ræða það sem skiptir þau máli.

    Umhyggja, siðferði, samfélag og Marx - Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson

    Umhyggja, siðferði, samfélag og Marx - Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson

    Í Rauðum raunveruleika í kvöld tölum við við nýdoktor í heimspeki, hann Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson. Doktorsverkefnið hans snérist um frásagnir fórnarlamba af ofbeldi. Um tengsl frásagna og samkenndar og hvaða takmörkunum við erum háð þegar við reynum að koma orðum að reynslu okkar þvert á lífheima.

    Við ræddum við Gústav um hryllinginn á Gaza, um siðrof, samkennd, firringu og Marxisma. Um misskiptinguna í heiminum, kapítalisma, arðrán og um hugmyndafræði. Rætt um stóru málin og spurningarnar á Samstöðinni klukkan 19:00.

    • 1 hr 6 min
    Kvennaverkföll, feminismi og stéttarbarátta

    Kvennaverkföll, feminismi og stéttarbarátta

    Í dag ætlum við að ræða um kvennaverkföll, feminisma og stéttarbaráttu með Sonju Þorbergsdóttir, formanni BSRB, Söru Stef Hildardóttur, verkefnastjóra hjá Landsbókasafni Íslands, Sönnu Magdalenu Mörtudóttir, borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins og Valgerði Þ. Pálmadóttir, nýdoktor í hugmyndasögu. Við byrjum á því að horfa á stutt brot frá kvennaverkfallinu 1975 og ræðum um árangur baráttunnar, um stöðuna í dag, um hugmyndasögu femínisma og um leiðina fram á við í baráttunni fyrir jöfnuði, réttlæti og mannsæmandi lífi fyrir öll!

    • 1 hr 1 min
    Hagfræði, pólitík og spilling / Þorvaldur Gylfason

    Hagfræði, pólitík og spilling / Þorvaldur Gylfason

    Þorvaldur Gylfason er hagfræðingur, prófessor emeritus og samfélagsrýnir.

    Við ætlum að ræða við Þorvald um hagkerfið, stjórnsýsluna á Íslandi og um spillingu. Af hverju virðist ekki vera tekið á spillingarmálum á Íslandi? Er hagkerfið að virka fyrir almenning í landinu? Hver eru áhrif ólígarka á íslenskt samfélag og samfélög almennt og hvað er til ráða, hvernig varðveitum við lýðræðið gagnvart ágengni ólíkarkismans?

    Þetta og fleira spennandi í kvöld í beinni útsendingu á Samstöðinni kl. 18.

    • 1 hr 31 min
    MFÍK & SHA: Baráttan fyrir réttlæti og friði

    MFÍK & SHA: Baráttan fyrir réttlæti og friði

    Guttormur Þorsteinsson er formaður Samtaka Hernaðarandstæðinga og Lea María Lemarquis er meðlimur MFÍK, Menningar og Friðarsamtaka Kvenna.

    Við komum beint af samstöðufundi fyrir Palestínu, laugardaginn 20. apríl, þar sem Lea og Guttormur voru með ræðu.

    Við ræddum um utanríkisstefnu Íslands, alþjóðalög, heimsvaldastefnu, mannréttindi og nauðsyn þess að beita sér fyrir friði.

    Á Samstöðinni kl. 20 í kvöld

    • 34 min
    Eimreiðarelítan: Auðvaldsklíkur og Spilling / Þorvaldur Logason

    Eimreiðarelítan: Auðvaldsklíkur og Spilling / Þorvaldur Logason

    Nýverið kom út bók eftir félagsfræðinginn og heimspekinginn Þorvald Logason sem ber nafnið Eimreiðarelítan - Spillingarsaga.

    Í þeirri bók er rakin saga þess hvernig fámennum hóp á Íslandi tókst að grípa óheyrileg völd og beita þeim til þess að hagnast sér og sínum, á kostnað almennings.

    Í þættinum í kvöld spjöllum við við Þorvald um sögu Eimreiðarinnar, spillingu, auðvaldsklíkur, um nýfrjálshyggju í heiminum og hvernig Eimreiðin naut hugmyndafræðilegs stuðnings af henni.

    Við munum einnig ræða um hvað sé til ráðs til að taka á slíkri spillingu, hvernig hægt er að fyrirbyggja hana og auðræði almennt.

    Kynnist spillingarsögu undanfarinna áratuga á Íslandi, fáum samhengið um hvernig við komumst hingað þar sem við erum stödd, í beinni útsendingu á Samstöðinni kl. 18:00

    • 51 min
    Leigjendasamtökin, húsnæðiskerfi braskara og baráttan fyrir réttlæti / Guðmundur Hrafn Arngrímsson

    Leigjendasamtökin, húsnæðiskerfi braskara og baráttan fyrir réttlæti / Guðmundur Hrafn Arngrímsson

    Guðmundur Hrafn Arngrímsson er formaður Leigjendasamtakanna.

    Anita Da Silva Bjarnadóttir og Karl Héðinn Kristjánsson ætla að ræða við Guðmund um húsnæðiskerfið á Íslandi í dag, um þörfina á öflugum leigjendasamtökum, um brotin loforð stjórnmálastéttarinnar og ríkjandi hagsmuni braskara á markaðnum og stjórnkerfinu í dag.

    Hvernig berjumst við gegn einokun og ofríki fjármálaaflanna í húsnæðiskerfinu?

    Þetta og fleira í beinni útsendingu á Samstöðinni kl. 18 í kvöld!

    Skráið ykkur í Leigjendasamtökin á vefsíðu samtakanna leigjendasamtokin.is

    • 1 hr 40 min

Top Podcasts In News

The Daily
The New York Times
Serial
Serial Productions & The New York Times
Up First
NPR
The Ben Shapiro Show
The Daily Wire
Pod Save America
Crooked Media
The Megyn Kelly Show
SiriusXM