55 episodes

Borgarmálin frá sjónarhóli þeirra sem sjaldan er haft samráð við í rekstri og uppbyggingu borgarinnar. Borgarfulltrúar Sósíalistaflokksins flytja fréttir frá málefnum borgarinnar.
Umsjón: Sanna Magdalena Mörtudóttir og Trausti Breiðfjörð

Reykjavíkurfréttir Sanna Magdalena Mörtudóttir, Laufey Líndal Ólafsdóttir

  • News

Borgarmálin frá sjónarhóli þeirra sem sjaldan er haft samráð við í rekstri og uppbyggingu borgarinnar. Borgarfulltrúar Sósíalistaflokksins flytja fréttir frá málefnum borgarinnar.
Umsjón: Sanna Magdalena Mörtudóttir og Trausti Breiðfjörð

  Andrými

  Andrými

  Reykjavíkurfréttir, þriðjudagur 14. maí
  Andrými

  Við fáum innsýn inn í starfsemi Andrýmis sem er róttækt félagsrými sem hefur fyrst og fremst það hlutverk að útvega aðstöðu fyrir grasrótarhópa og einstaklinga til að hittast og skipuleggja baráttu sína fyrir auknu jafnrétti og frelsi. Með sjálfstæðri starfsemi sinni og skipulagningu vill Andrými greiða leið fyrir frekari baráttu í anda valdeflingar, frelsis, jafnréttis og gagnkvæmrar hjálpar. Jakob Beat Altmann, Elías Snær Einarsson og Ragnheiður Freyja Kristínardóttir segja okkur frá Andrými.

  • 39 min
  Húsnæði, hótel, leikskólar og einhverfa

  Húsnæði, hótel, leikskólar og einhverfa

  Reykjavíkurfréttir, 30. apríl
  Húsnæði, hótel, leikskólar og einhverfa.

  Sanna Magdalena Mörtudóttir og Halldóra Hafsteinsdóttir fjalla um það helsta sem hefur átt sér stað í borgarmálum upp á síðkastið. Við fjöllum um fyrirhugaða 16 hæða hóteluppbyggingu sem á að reisa á Skúlagötu, umræður um byggingarfélag Reykjavíkurborgar, laun á leikskólum og fræðslumyndband velferðarsviðs um einhverfu.

  • 35 min
  Metnaðarleysi í Mjódd

  Metnaðarleysi í Mjódd

  Reykjavíkurfréttir, 23. apríl
  Metnaðarleysi í Mjódd

  Sanna Magdalena Mörtudóttur ræðir við Söru Stef Hildar um þjónustuleysið sem birtist á skiptistöðinni í Mjódd. Um er að ræða stærstu skiptistöðina í almenningssamgangnakerfi borgarinnar. Mikill þörf er á úrbótum til þess að gera svæðið aðlaðandi og laga að þörfum strætónotenda.

  • 49 min
  Eftirlit, sorp og mannréttindabrot

  Eftirlit, sorp og mannréttindabrot

  Reykjavíkurfréttir, 27. febrúar, 2024
  Eftirlit, sorp og mannréttindabrot

  Sanna, Andrea og Halldóra skoða nánar virkni eftirlitsmyndavéla en nýverið kom út skýrsla sem sýndi fram á að bæta þurfi verulega framkvæmd rafrænnar vöktunar og setja þarf fram leiðbeiningar um rafræna vöktun, t.a.m. varðandi aðgang að efni úr slíkri vöktun. Þá skoðum við hvernig söfnun á lífrænum úrgangi er háttað í öðrum sveitarfélögum á Norðurlöndunum og hvernig pokum undir lífrænan úrgang er komið til íbúa. Við ræðum einnig langa biðlista eftir húsnæði en í desember 2023 voru 207 manneskjur þar af eru 162 að bíða eftir fyrstu úthlutun í húsnæði sem hentar þörfum fatlaðra í borginni og 45 á bið eftir milliflutningi úr einu húsnæði í annað

  Skýrsluna um rafræna vöktun má nálgast hér https://www.innriendurskodun.is/utgefid-efni/eftirlitsmyndavelar-a-vegum-reykjavikurborgar---frumkvaedissko%C3%B0un.

  • 41 min
  Mótmæli í borgarlandinu

  Mótmæli í borgarlandinu

  Reykjavíkurfréttir 20. febrúar
  Mótmæli í borgalandi

  Í þætti dagsins ræðum við um nýtingu almannarýmis til mótmæla og samstöðufunda og einblínum á nýlega viðburði í Reykjavík til stuðnings Palestínu.
  Hjálmtýr Heiðdal formaður félagsins Ísland-Palestína kemur í þáttinn og ræðir við Sönnu Magdalenu og Halldóru um samstöðuaðgerðir og hvernig borgarrýmið nýtist til þess.

  • 48 min
  Reykjavíkurfréttir - Staðan í borginni

  Reykjavíkurfréttir - Staðan í borginni

  Í þætti dagsins ræðum við fjölbreytt mál sem hafa verið á dagskrá borgarstjórnar. Sanna Magdalena Mörtudóttir, Andrea Helgadóttir og Halldóra Hafsteinsdóttir kafa ofan í umræðu í kringum tillögu Sósíalistaflokksins um að hætta við fyrirhugaðar sumarlokanir borgarbókasafna, tillögu um umboðsmann borgarbúa. Þá fjöllum við einnig um umræður um mótmæli í borgarlandi og tekju- eignamörk til að komast í íbúðir Félagsbústaða.

  • 57 min

Top Podcasts In News

Pod Save America
Crooked Media
The Daily
The New York Times
The Tucker Carlson Show
Tucker Carlson Network
The Dan Bongino Show
Cumulus Podcast Network | Dan Bongino
The Ben Shapiro Show
The Daily Wire
Up First
NPR