221 Folgen

Um litróf mannlífsins.
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Mannlegi þátturinn RÚV

    • Gesellschaft und Kultur

Um litróf mannlífsins.
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

    Heilbrigðisvísindaverðlaunahafi, Vinnuhjálp og Hlaupið um arkitektúr

    Heilbrigðisvísindaverðlaunahafi, Vinnuhjálp og Hlaupið um arkitektúr

    Það var tilkynnt í gær að Sædís Sævarsdóttir var verðlaunahafinn í ár þegar veitt var úr Verðlaunasjóði Árna Kristinssonar og Þórðar Harðarsonar. Sædís er prófessor og varadeildarforseti Læknadeildar H.Í., gigtarlæknir á Landspítalanum og vísindamaður hjá Íslenskri Erfðagreiningu. Hún á einkar glæstan feril sem læknir og vísindakona, hennar störf við gigtarlækningar, erfðafræði, sniðlækningar, rannsóknir, bæði hér á landi og í Svíþjóð, auk rétt um hundrað ritrýndar vísindagreinar í virtum vísindaritum bera vitni um að verðlaunin eru verðskulduð, þó er ekki næstum allt upp talið. Sædís kom í þáttinn í dag og segja okkur aðeins frá sér og sínum störfum og með henni kom Þórður Harðarson, prófessor emiritus, en hann fræddi okkur um þessi merkilegu verðlaun og valið á vinningshafanum í ár.

    Fyrirtækið Vinnuhjálp vill auka þekkingu og áhuga einstaklinga á mannauðsmálum, til að vera sjálfstæðari og skilvirkari er kemur að úrvinnslu og úrlausnum á eigin málum. Sunna Arnardóttir sérfræðingur í mannauðsmálum er manneskjan á bak við Vinnuhjálp en hún hefur einnig skrifað pistla um mannauðsmál hjá visi.is og nú hjá mbl.is. Nýlega skrifaði hún pistil um ofbeldi stjórnenda gagnvart starfsfólki og við ræddum efni pistilsins við hana í dag.

    Svo forvitnuðumst við um viðburðinn Hlaupið um arkitektúr. Arkitektafélag Íslands stendur fyrir hlaupi sem er hluti af HönnunarMars og er það svokallað upplifunarhlaup þar sem hlauparar munu skoða borgarlandslagið út frá sjónarhorni arkitektúrs, gamals og nýs. Þær Gerður Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Arkitektafélags Íslands og Ragnheiður Maísól Sturludóttir, verkefnastjóri kynningarmála hjá HönnunarMars, komu í þáttinn og sögðu okkur betur frá.


    TÓNLIST Í ÞÆTTINUM:

    Kramið hjarta/Valgeir Guðjónsson(Valgeir Guðjónsson)
    Húsin í bænum/Egill Ólafsson(Gunnar Þórðarsson-Tómas Guðmundsson)
    Young americans/David Bowie(David Bowie)
    UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

    • 50 Min.
    Björgvin Franz föstudagsgestur og áfram um samlokusalöt

    Björgvin Franz föstudagsgestur og áfram um samlokusalöt

    Björgvin Franz Gíslason leikari var föstudagsgestur Mannlega þáttarins í dag. Hann hefur komið víða við í skemmtanabransanum, hann sá um Stundina okkar í mörg ár, hann hefur auðvitað leikið í fjölda leiksýninga og í kvikmyndum og sjónvarpi, hann veislustýrir, syngur lögin hans Ragga Bjarna á öldrunarheimilum og nú síðustu ár hefur hann leikið hvert stórhlutverkið á fætur öðru hjá Leikfélagi Akureyrar. Í vetur hefur hann farið með stærsta karlhlutverkið í söngleiknum Chicago fyrir norðan og fékk frábæra dóma fyrir. Við ræddum við Björgvin Franz um lífið og tilveruna, ADHD, Jón Gnarr, Björn Hlyn, Ragga Bjarna og fleira og fleira.

    Matarspjallið með Sigurlaugu Margréti var svo auðvitað á sínum stað í þættinum. Í dag tókum við aftur upp þráðinn frá því í síðustu viku og héldum áfram að tala um samlokusalöt og einnig komu við sögu kartöflur og rauðmagi.

    Tónlist í þættinum í dag:

    Ég bið þig forláts / Raggi Bjarna (J.South og Iðunn Steinsdóttir)
    A ban I bin /Izhar, Cohen og Alpha Beta (Eurovision lag Ísraela 1978)
    OK / Langi Seli og Skuggarnir (Axel Hallkell Jóhannesson, Jón Skuggi og Erik Kvick)

    UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

    • 50 Min.
    Sálrænt öryggi, kaffivinkill og hjásólir og baugar

    Sálrænt öryggi, kaffivinkill og hjásólir og baugar

    Rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi þess að sálrænt öryggi ríki á vinnustöðum til að skapa og stuðla að velsæld starfsfólks og auknum árangri. En hvað er sálrænt öryggi? Hvernig er stuðlað að því og hvernig er hægt að viðhalda því á vinnustöðum? Hvað þurfa stjórnendur að vera meðvitaðir um í stjórnendastíl og hvaða áhrif hefur mismunandi framkoma stjórnenda á starfsmenn? Inga Þórisdóttir stjórnendaþjálfi kom í þáttinn í dag.

    Við fengum svo vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni þjóðfræðiáhugamanni og skúffuskáldi úr Flóanum. Í dag lagði hann vinkilinn að uppreisn og Bragakaffi í gulum pökkum.

    Svo kom Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur í vikulega veðurspjallið. Hitatölur á landinu stíga hægt og rólega, það er spurning hver þróunin er á næstunni. Eins fræddumst við um bauga og hjásólir sem sáust um helgina.

    Tónlist í þættinum í dag:

    Vor við Flóann / KK sextetinn og Ragnar Bjarnason (Leon René og Jón Sigurðsson)
    Vorið kemur (Vikivaki) / Diddú (Valgeir Guðjónsson og Jóhannes úr Kötlum)
    Vorið er komið / Magnús og Jóhann (Magnús Þór Sigmundsson)
    Sól bros þín / Bubbi Morthens (Bubbi Morthens)

    UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

    • 50 Min.
    Listir og velferð, Hamingjugildran og Hvað er að vera Íslendingur?

    Listir og velferð, Hamingjugildran og Hvað er að vera Íslendingur?

    Við kynntumst nýju meistaranámi í Listum og velferð hjá Listaháskólanum í þættinum í dag. Þar verður leitt saman fagfólk innan lista- og velferðargeirans sem hafa áhuga á að þróa leiðir til að nýta listir í þágu félags- og heilsueflingar. Kristín Valsdóttir, deildarforseti listkennsludeildar LHÍ, kom í þáttinn og sagði okkur betur frá þessu námi í dag.

    Bókin Hamingjugildran kom út fyrir nokkrum dögum í íslenskri þýðingu. Bókin heitir á ensku Happiness Trap. Sálfræðingurinn Hugrún Sigurjónsdóttir þýddi og hefur sjálf notað aðferðir bókarinnar í meðferðarvinnu með skjólstæðingum með góðum árangri. Í bókinni, sem selst hefur í yfir milljón eintökum um allan heim, er að finna einföld og gagnleg ráð til að takast á við erfiðar hugsanir og tilfinningar. Einnig er leitað svara í bókinni við þeirri grundvallarspurningu af hverju það sé svona erfitt að vera hamingjusamur og hvers vegna hamingjan geti ekki verið varanlegt ástand? Við töluðum við Hugrúnu í dag.

    Hvað er að vera Íslendingur? Þeirri spurningu var reynt að svara á fræðslufundi sem Íslensk erfðagreining stóð fyrir um helgina. 4 fyrirlesarar veltu fyrir sér þessari spurningu meðal annars út frá erfðum og nýjustu rannsóknum á uppruna okkar Íslendinga. Stangast hugmyndir þjóðarinnar, um uppruna sinn, ef til vill á við uppgötvanir á sviði mannerfðafræði? Einnig var því velt upp hvenær fólk verði Íslendingar, ef það á rætur í öðrum samfélögum. Tveir þeirra sem héldu erindi, Agnar Helgason, mannerfðafræðingur og Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, komu í þáttinn og hjálpuðu okkur að svara þessum spurningum.

    Tónlist í þættinum í dag:

    Við arineld / Erla Stefánsdóttir (Magnús Eiríksson-Kristján frá Djúpalæk)
    Everything is beautiful / Ray Stevens (Ray Stevens)
    Vor / Eyfi og Ellen (Eyjólfur Kristjánsson og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson)
    Chok Chok / PPCX

    UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

    • 50 Min.
    Sjúkt spjall, hláturjóga og Fílalag í sjónvarpinu

    Sjúkt spjall, hláturjóga og Fílalag í sjónvarpinu

    Fyrir rétt rúmu ári opnaði Stígamót nýja þjónustu sem heitir Sjúkt spjall en það er nafnlaust netspjall fyrir ungmenni 13-20 ára um sambönd, samskipti og ofbeldi. Algengast er að börn og unglingar velti fyrir sér hvort þau hafi orðið fyrir o?eldi, jafnvel nauðgun. Í spjallinu eru unglingar fræddir t.d. um samþykki og mörk í samskiptum. Birta Ósk Hönnudóttir, verkefnastýri Sjúks spjalls, kom til okkar í dag sagði okkur frá þjónustunni.

    Alþjóðlegi hláturdagurinn er á sunnudaginn, 7.maí, og hér á landi hefur Ásta Valdimarsdóttir verið leiðandi afl í hláturjóga og ber einnig titilinn hláturambassor. Hláturjóga er stundað víða um heim en líklega mest á Indlandi og þar býr upphafsmaður þess Dr. Madan Kataria. Rannsóknir hafa sýnt að einlægur hlátur bætir andlega og líkamlega heilsu og best er að stunda hláturjóga í hópi. Við heyrðum í Ástu í þættinum í dag.

    Svo komu þeir Snorri Helgason og Bergur Ebbi Benediktsson til okkar í dag. Þeir eru með sjónvarpsþáttinn Fílalag, en þeir höfðu gert á fjórða hundrað hlaðvarpsþætti af Fílalag áður en þeir hófu að gera þættina fyrir sjónvarp. Í hverjum þætti taka þeir fyrir eitt lag og fíla það. Með öllu sem því fylgir. Skoða tímabilið sem lagið er frá, tískuna, stemninguna og reyna að miðla sinni ástríðu og fílun til áhorfenda.

    Tónlist í þættinum í dag:

    My friend and I / Trúbrot (Magnús Kjartansson og Jóhann Hjálmarsson
    Girl from before / Blood Harmony (Örn Eldjárn)
    Það brennur / Egill Ólafsson og Sigrún Hjálmtýsdóttir (Egill Ólafsson)
    Þrek og tár / Erla Þorsteinsdóttir og Haukur Morthens (Otto Lindblad og Guðmundur Guðmundsson)

    UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

    • 50 Min.
    Kormákur og Skjöldur og matarspjall frá Spáni

    Kormákur og Skjöldur og matarspjall frá Spáni

    Föstudagsgestir Mannlega þáttarins í þetta sinn voru tveir, Kormákur Geirharðsson og Skjöldur Sigurjónsson. Þeir hafa verið félagar í hartnær þrjátíu ár og stærstan hluta af því hafa þeir rekið saman fyrirtæki, Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar og Ölstofu Kormáks og Skjaldar. Þeir ætluðu sér upphaflega að selja notuð föt í mánuð til að fá smá tekjur, en það þróaðist heldur betur og í dag er meira en helmingur sem þeir selja hannað og framleitt fyrir þá og þeir eru meira að segja að framleiða sitt eigið íslenska tweed.

    Matarspjallið var svo auðvitað á sínum stað og að þessu sinni heyrðum við í okkar konu Sigurlaugu Margréti frá Spáni hvar hún sinnir skyldum sínum við rannsóknir á mat og matarvenjum Spánverja. Eru Tapasréttir málið í Katalóníu eða alls ekki? Við komumst að því í matarspjalli dagsins þar sem auðvitað komu við sögu tómatar, paella og fransbrauð.


    TÓNLIST Í ÞÆTTINUM:

    Eitt lag enn / Stjórnin (Hörður Gunnar Ólafsson og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson)
    Sumarauki /Elly Vilhjálms (Sigfús Halldórsson og Guðjón Halldórsson)
    Fashion/David Bowie

    UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

    • 50 Min.

Top‑Podcasts in Gesellschaft und Kultur

FALTER Radio
FALTER
Frühstück bei mir
ORF Hitradio Ö3
Paarspektiven
Ischtar und Tommy
Alles gesagt?
ZEIT ONLINE
Seelenfänger
Bayerischer Rundfunk
Hotel Matze
Matze Hielscher & Mit Vergnügen

Das gefällt dir vielleicht auch

Í ljósi sögunnar
RÚV
Helgaspjallið
Helgi Ómars
70 Mínútur
Hugi Halldórsson
Segðu mér
RÚV
Þjóðmál
Þjóðmál
Beint í bílinn
Sveppalingur1977