Kennsluvarpið

Kennslumiðstöð Háskóla Íslands
Podcast Kennsluvarpið

Kennsluvarpið upplýsir kennara um stefnur og strauma á sviði kennslufræðinnar en er ekki síst ætlað að veita innblástur fyrir mismunandi kennsluaðferðir - bæði nýjar sem gamlar. Markmið kennsluvarpsins er að deila kennslufræðilegri þekkingu við Háskóla Íslands með opnum umræðum við kennara frá ýmsum deildum innan háskólans. Kennsluvarpið er framleitt af Kennslumiðstöð Háskóla Íslands.

  1. Að kveikja áhuga nemenda - með Sean Michael Scully

    27/02/2022

    Að kveikja áhuga nemenda - með Sean Michael Scully

    Sean Michael Scully, aðjúnkt við Háskólann á Akureyri á viðskipta- og raunvísindasviði, spjallar um leiðir til að vekja áhuga nemenda á námsefninu og notar til þess fjölbreyttar aðferðir.  Sean lítur á sjálfan sig sem eins konar leiðsögumann frekar en kennara. „Ég hef ekki öll svörin heldur vil ég að nemendur rannsaki og uppgötvi sjálfir,“ segir Sean sem lýsir sér sem einlægum, heiðarlegum og vingjarnlegum kennara og bætir við að kennsla sé frábær afsökun fyrir því að læra áhugaverða hluti. Hann leggur áherslu á að tengja námsefnið við raunveruleikann og áhugasvið nemenda og færa þannig  raunveruleikann inn í kennslustofuna. Hann reynir að finna leiðir þar sem nemendur fá tækifæri til að uppgötva í gegnum tilraunir. Sean reynir að búa til tækifæri til að eiga samtöl við nemendur til að skilja hvar áhugi þeirra liggur og einnig til að veita þeim endurgjöf. Hann hefur mikla ástríðu fyrir kennslu og að fá nemendur til að kafa dýpra í námsefnið til að þjálfa gagnrýna hugsun. Sean tekur dæmi úr eigin kennslu og einnig úr námi sínu í Bandaríkjunum þar sem hann vandist því að háskólar tengdust samfélaginu með ýmsum verkefnum. Sean situr í stjórn Kennsluakademíu opinberu háskólanna þar sem hann tekur þátt í því að ýta undir aukið samtal um kennslu. Þar sem Sean er bandarískur fer spjallið fram á ensku að þessu sinni.

    38min
  2. 17/01/2022

    Kennsluakademían með Margréti Sigrúnu Sigurðardóttur og Róberti H. Haraldssyni

    Margrét Sigrún Sigurðardóttir, dósent í Viðskiptafræðideild og stjórnarmeðlimur í Kennsluakademíu opinberu háskólanna og Róbert H. Haraldsson, Sviðsstjóri kennslumála spjalla um Kennsluakademíuna, hvað hún er, fyrir hverja og hvernig er hægt að sækja um. Háskóli Íslands tók forystu um stofnun Kennsluakademíunnar 2021 en ásamt honum standa Landbúnaðarháskóli Íslands, Háskólinn á Hólum og Háskólinn á Akureyri að Kennsluakademíunni sem styrkt er af stjórnvöldum.  Fyrstu meðlimir Kennsluakademíunnar voru teknir inn í nóvember 2021 og samanstendur fyrsti hópurinn af 11 kennurum sem eiga nú sæti í Kennsluakademíunni. Margrét Sigrún átti þátt í samtali um stofnun Kennsluakademíu frá upphafi en kúplaði sig út úr því samtali um leið og hún ákvað að sækja um í Kennsluakademíuna vorið 2021. Hún lýsir umsóknarferlinu, hvaða skref þarf að taka og hver ávinningurinn er fyrir kennara að gerast meðlimir í Kennsluakademíunni. Kennsluakademían er vettvangur að norrænni fyrirmynd sem ætlað er að stuðla að kennsluþróun. Meginmarkmið með Kennsluakademíunni er að efla samtal um kennslu og kennsluþróun innan og milli háskóla og lýsir Róbert þeim viðmiðum sem kennarar þurfa að uppfylla ef þeir hafa hug á að sækja um. Hann segir frá því hvernig sæti í Kennsluakademíunni er ætlað að umbuna þeim kennurum sem nú þegar draga vagninn í kennslu.  Hugmyndarfræði Kennsluakademíu opinberu háskólanna byggist á alþjóðlegri áherslu á fræðimennsku í kennslu (Scholarship of teaching and learning eða SoTL). Með Kennsluakademíunni er þeim kennurum sem hafa lagt sérstaka alúð við kennslu , haft nám nemenda að leiðarljósi og unnið markvisst að kennsluþróun veitt viðurkenning fyrir sín störf. Kennarar sem hafa hug á að fræðast um Kennsluakademíu opinberu háskólanna og jafnvel sækja um hafa mikinn ávinning af því að hlusta á þennan þátt. Nánari upplýsingar á :https://kennsluakademia.hi.is/

    36min
  3. Leiðsagnarmat með Ásdísi Helgadóttur

    17/12/2021

    Leiðsagnarmat með Ásdísi Helgadóttur

    Ásdís Helgadóttir, dósent í vélaverkfræði, segir frá því hvernig hún notar leiðsagnarmat í kennslu, bæði í stórum og smáum hópum. Hún segir að leiðsagnarmat sé góð leið til að aðstoða nemendur við að tileinka sér efni námskeiðs. Hún segir að það sé mikilvægt að skoða hvað er gott, hvað má bæta og hvernig er hægt að bæta það. Hún segir einnig frá því hvernig hún notar jafningjamat og hvernig nemendur nýta sér slíkt mat til að bæta þekkingu sína og hæfni en hún hefur fundið leiðir til að virkja nemendur til að læra af jafningjum sínum. Ásdís útskýrir hvernig hún nýtir tól í Canvas á einfaldan hátt til þess að gefa nemendum endurgjöf með hljóðupptöku sem sparar töluverðan tíma. Hún talar um notkun matskvarða og mikilvægi þess að nemendur viti til hvers er ætlast af þeim. Ásdís hefur lokið viðbótardiplóma í kennslufræði á háskólastigi og segir frá því hvernig hún notar sömu nálgun á kennsluna sína og rannsóknir. Hún er óhrædd við að prófa sig áfram í kennslu og læra af mistökunum og segir nemendur kunna að meta það þegar kennarar gera sitt besta til að bæta kennsluna því það sýnir að þeir séu mannlegir. Hún er mikið fyrir að eiga samtal við nemendur og hefur lagt stuttar kannanir fyrir nemendur til að fá þeirra upplifun á mismunandi kennsluaðferðum. Ásdís segir að mikilvægasti þátturinn við þróun kennslu sé að taka lítil skref og reyna sitt besta.

    34min

Sobre

Kennsluvarpið upplýsir kennara um stefnur og strauma á sviði kennslufræðinnar en er ekki síst ætlað að veita innblástur fyrir mismunandi kennsluaðferðir - bæði nýjar sem gamlar. Markmið kennsluvarpsins er að deila kennslufræðilegri þekkingu við Háskóla Íslands með opnum umræðum við kennara frá ýmsum deildum innan háskólans. Kennsluvarpið er framleitt af Kennslumiðstöð Háskóla Íslands.

Para ouvir episódios explícitos, inicie sessão.

Fique por dentro deste podcast

Inicie sessão ou crie uma conta para seguir podcasts, salvar episódios e receber as atualizações mais recentes.

Selecionar um país ou região

África, Oriente Médio e Índia

Ásia‑Pacífico

Europa

América Latina e Caribe

Estados Unidos e Canadá