33 Folgen

Flosi Þorgeirsson fræðir Baldur Ragnarsson um áhugaverða liðna atburði.

Draugar fortíðar Hljóðkirkjan

  • Geschichte

Flosi Þorgeirsson fræðir Baldur Ragnarsson um áhugaverða liðna atburði.

  #A5 Hinn rafræni gapastokkur nútímans

  #A5 Hinn rafræni gapastokkur nútímans

  Á öldum áður tíðkaðist að dæma fólk til setu í gapastokki fyrir minni háttar brot. Hinn seki var þá festur á fótum en stundum einnig höndum. Gapastokkar voru ekki síst til háðungar og niðurlægingar og voru því yfirleitt á torgum í bæjum, svo allir sæju hinn seka. Fólk gat því tekið þátt í refsingunni með því að skopast að eða jafnvel pynta viðkomandi. Hér á Íslandi voru engin þorp og gapastokkar því hafðir hjá kirkjum svo messugestir gætu skemmt sér yfir smán hins seka. Gapastokkar voru bannaðir með lögum á Íslandi árið 1809. En erum við hætt að hæða og smána opinberlega? Við ræðum það í þessum aukaþætti af Draugum fortíðar.

  • 1 Std. 47 Min.
  #28 Góði nasistinn frá Nanjing

  #28 Góði nasistinn frá Nanjing

  Stundum fellur gott fólk í þá gryfju að hrífast af varhugaverðri hugmyndafræði. Það henti manninn sem við fjöllum um í þessum þætti. Í heimalandi sínu er hann nær óþekktur en í stóru og fjölmennu ríki, langt frá heimkynnum hans, er hann þjóðhetja sem bjargaði þúsundum mannslífa. Vert er að vara við óhugnaði í þættinum.

  • 1 Std. 33 Min.
  #27 Barist til þrautar

  #27 Barist til þrautar

  Flest höfum við heyrt um hetjulega baráttu Spartverja í Laugaskörðum árið 480 f.kr. Færri hafa líklega heyrt um orrustu í fjarrænu landi sem stendur okkur þó mun nær í tíma. Liðsmunurinn þar gerir það þó að verkum að þetta er eitt fræknasta dæmi sögunnar um herlið sem verst alveg til síðasta manns.

  • 1 Std. 23 Min.
  #26 Dularfull örlög Dupont de Ligonnès fjölskyldunnar

  #26 Dularfull örlög Dupont de Ligonnès fjölskyldunnar

  Nú beinum við sjónum okkar að einu óhugnanlegasta og sorglegasta sakamáli síðustu ára. Hvað gerðist eiginlega í rólegu úthverfi í frönsku borginni Nantes í aprílbyrjun 2011?

  • 1 Std. 28 Min.
  #25 Drephlægilegur dauðdagi?

  #25 Drephlægilegur dauðdagi?

  Stundum er sem sorgin og gleðin séu systur því svo hárfín lína virðist milli hláturs og gráturs. Í þessum þætti ræða Baldur og Flosi hvort hlæja megi að dauðanum eða ekki. Við skoðum sérstaklega ákveðin verðlaun, kenndan við heimsþekktan náttúrufræðing. Ólíkt öðrum verðlaunum þá vill enginn hljóta þessi.

  • 1 Std. 32 Min.
  #A4 Myrkur og meinlegar verur

  #A4 Myrkur og meinlegar verur

  Nú er komið að sérstökum aukaþætti. Menningarstofa Fjarðabyggðar kemur að hátíðinni "Dagar myrkurs" á þessum árstíma en Covid veiran hefur sett nokkur strik í reikninginn. Menningarstofa bað okkur Draugana að gera þátt fyrir sig. Við brugðumst vel við þeirri bón. Fjallað verður almennt um myrkrið og íslenskar þjóðsögur frá Austurlandi. 

  • 51 Min.

Top‑Podcasts in Geschichte

Zuhörer haben auch Folgendes abonniert: