31 Folgen

Konur í tækni er hlaðvarp Vertonet, samtaka kvenna í upplýsingatækni á Íslandi.
Í þáttunum deilum við sögum af konum í tækni, ræðum starfsferilinn sem þær hafa byggt upp, áskoranir sem þær hafa staðið frammi fyrir og af hverju þær elska að vinna í kringum tækni. Þátturinn er ýmist á íslensku eða ensku eftir því hvaða tungumál gestur þáttarins talar.
Umsjón hefur Hildur Óskarsdóttir.

Konur í tækni (Women in Tech) is a podcast by Vertonet, a non-profit organization of women in IT in Iceland.
The show is either in Icelandic or English, depending on the language the guest of the show prefers.

Konur í tækni Vertonet - samtök kvenna í upplýsingatækni á Íslandi

    • Wirtschaft

Konur í tækni er hlaðvarp Vertonet, samtaka kvenna í upplýsingatækni á Íslandi.
Í þáttunum deilum við sögum af konum í tækni, ræðum starfsferilinn sem þær hafa byggt upp, áskoranir sem þær hafa staðið frammi fyrir og af hverju þær elska að vinna í kringum tækni. Þátturinn er ýmist á íslensku eða ensku eftir því hvaða tungumál gestur þáttarins talar.
Umsjón hefur Hildur Óskarsdóttir.

Konur í tækni (Women in Tech) is a podcast by Vertonet, a non-profit organization of women in IT in Iceland.
The show is either in Icelandic or English, depending on the language the guest of the show prefers.

    Hvað er framundan hjá Vertonet?

    Hvað er framundan hjá Vertonet?

    Elísabet Ósk Stefánsdóttir er nýr formaður stjórnar Vertonet sem kosin var á aðalfundi félagsins sem haldinn var í maí. Í þættinum segir hún okkur bæði frá nýrri stjórn og sjálfri sér, ásamt því að við lítum um öxl yfir þá viðburði sem félagið hefur staðið fyrir í vetur. Við ræðum að auki spennuna fyrir haustinu og viðburða sem nýja stjórnin er byrjuð að huga að.

    Um leið og við þökkum ykkur fyrir samfylgdina í vetur kæru hlustendur tökum við okkur nú í sumarfrí en snúum aftur með þáttinn í haust ❤

    Styrktaraðilar Konur í tækni eru Sýn, Geko og Advania og þökkum við þeim innilega fyrir stuðninginn 🙌

    • 23 Min.
    28. Joice Tae Ozaki, VP of Product at Controlant

    28. Joice Tae Ozaki, VP of Product at Controlant

    Our guest in this episode is Joice Tae Ozaki, VP of Product at Controlant. Joice was born in Japan but grew up in different countries including France, Brazil, and the United States. She has been working in tech for over 20 years, starting her career as a Web Designer, and eventually finding a deep love for UX and Product Management.

    Joice has a BFA from Virginia Commonwealth University and an MFA from the California Institute of the Arts. She is also the 2023 Icelandic Finalist in the Nordic Women in Tech Awards for Innovator of the Year category.



    In their discussion, Hildur and Joice cover a range of topics, including:


    The normalization of frequently switching schools and adapting to new countries
    How her passion for animation led her to study at the California Institute of the Arts
    Her career at Nickelodeon
    Her role in a startup company created by women to make games for women
    What brought her to Iceland and her initial job-seeking experiences here
    Her career trajectory at Controlant and the company's dynamic atmosphere
    The evolving role of a Product Manager and potential future developments in this role
    The significance of fostering an inclusive company culture to create better products
    How starting her day early with exercise helps her maintain focus and balance



    Apps, Podcasts and books that Joice recommends:

    Bearable (self care) app

    No stupid questions (podcast)

    Grit: Why passion and resilience are the secrets to success by Angela Duckworth (book)

    Books by Adam Grant (LinkedIn profile)



    The show is sponsored by: Sýn, Geko and Advania 🙌


    Like what you heard and want to hear more? Follow the show on your favorite podcast platform to ensure you don't miss an episode.

    Follow Vertonet on social channels:

    LinkedIn

    Facebook

    Instagram

    Hosted by Hildur Óskarsdóttir

    • 59 Min.
    27. Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns, frumkvöðull og framkvæmdastjóri

    27. Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns, frumkvöðull og framkvæmdastjóri

    Gestur okkar að þessu sinni er Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns. Oktavía er frumkvöðull, framkvæmdastjóri og reyndur ráðgjafi á sviði heildræns nets- og upplýsingaöryggis. Hán hefur þróað og skapað verkefni og fyrirtæki sem tengjast öryggi, menningu og tækni um allan heim.

    Oktavía var meðstofnandi þankatanksins future404 ehf. og situr í ráðgjafahóp Sameinuðu þjóðanna um alþjóðlega stjórnsýslu internetsins.

    Í þættinum ræða Hildur og Oktavía meðal annars:


    Uppvaxtarárin í Danmörku
    Menntaskólaárið í Bandaríkjunum þar sem hán kynntist tölvum og möguleikum tækninnar
    Mikilvægi þess að vinna með höndunum og skapa til jafnvægis við nám sem leiddi hán að vinna hjá bifreiðaverkstæði með menntaskóla
    Árin í CBS í Kaupmannahöfn og starfið hjá Telia í Danmörku og lærdóminn sem fylgdi verkefnunum þar
    Meistaranámið sem endaði með tvöfaldri meistaragráðu frá háskólanum í Hróarskeldu
    Starfið fyrir International Media Support sem leiddi hán um allan heim og oft í hættulegar aðstæður
    Frumkvöðlaverkefni fjármagnað af utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna um heildrænt net- og upplýsingaöryggi
    Pólitíkina og setu á Alþingi Íslendinga eftir 30 ára búsetu erlendis
    Hlutverk háns í ráðgjafahópi Sameinuðu þjóðanna um málefni internetsins og undirbúning stórrar ráðstefnu um málefnið sem fer fram í Sádi-Arabíu
    Bíladelluna og hvað það er ekkert betra en að fara í sund og hvað það er líka gott að gera bara alls ekki neitt

    ----------------------------------------------------------------

    Líkaði þér við þáttinn og viltu heyra meira?

    Smelltu á follow á þinni uppáhalds hlaðvarpsveitu. Fylgdu Vertonet á samfélagsmiðlum:

    LinkedIn

    Facebook

    Instagram

    ----------------------------------------------------------------

    Um hlaðvarpið

    Stjórnandi er Hildur Óskarsdóttir

    Styrktaraðilar eru Sýn, Advania og Geko

    • 1 Std. 18 Min.
    26. Lena Dögg Dagbjartsdóttir, Senior Cloud Consultant hjá Crayon og verkefnastjóri átaksverkefnis Vertonet

    26. Lena Dögg Dagbjartsdóttir, Senior Cloud Consultant hjá Crayon og verkefnastjóri átaksverkefnis Vertonet

    Gestur okkar að þessu sinni er Lena Dögg Dagbjartsdóttir, Senior Cloud Consultant hjá Crayon og verkefnastjóri átaksverkefnis Vertonet sem gengur út á að auka hlut kvenna í upplýsingatækni.

    Lena Dögg mun leiða loka fasa átaksverkefnisins, sem felur í sér að koma skilgreindum aðgerðum í framkvæmd í samstarfi við styrktar- og stuðningsaðila. Lena Dögg hefur margra ára reynslu af verkefnastjórnun og er menntuð sem kennari, náms- og starfsráðgjafi og tölvunarfræðingur

    Í þættinum ræða Hildur og Lena Dögg meðal annars:


    Fjölbreytilegt námsval á menntaskólaárunum sem leiddi hana að textílkennaranámi í Kennaraháskólanum
    Hvað hún brennur fyrir að kenna og deila með öðrum
    Skortur á dagvistun árið 2006 sem varð til þess að hún fór í nám í náms- og starfsráðgjöf
    Starfið hjá Hljóðbókasafninu sem gaf henni möguleika á að vaxa og bæta við sig tækniþekkingu
    Hvernig hún fór „óvart“ í tölvunarfræði í Háskólanum í Reykjavik
    Hvað varð til þess að hún fór að starfa sem hugbúnaðarprófari og hvað felst í því starfi
    Þegar hún kynntist konum sem störfuðu hjá Crayon á stofnfundi Vertonet árið 2018 sem varð til þess að hún sótti síðar um starf hjá fyrirtækinu
    Hvað verkefnastjórastaðan hjá Vertonet kveikti neista sem hún gat ekki horft framhjá
    Markmiðið að hlusta á a.m.k. 52 bækur á ári og hvað sunnudagsbollinn er mikilvægur og setur tóninn fyrir komandi viku


    Lena Dögg minnist á þrjár bækur (hlekkir á Audible):

    Accelerate. Building and Scaling High Performing Technology Organizations

    The Unicorn Project. A Novel About Developers, Digital Disruption, and Thriving in the Age of Data

    Investments Unlimited. A Novel About DevOps, Security, Audit Compliance, and Thriving in the Digital Age

    ----------------------------------------------------------------

    Líkaði þér við þáttinn og viltu heyra meira?

    Smelltu á follow á þinni uppáhalds hlaðvarpsveitu. Fylgdu Vertonet á samfélagsmiðlum:

    LinkedIn

    Facebook

    Instagram

    ----------------------------------------------------------------

    Um hlaðvarpið

    Stjórnandi er Hildur Óskarsdóttir



    Styrktaraðilar: Advania, Sýn og Geko 🙌

    • 55 Min.
    25. Helga Björk Árnadóttir, deildarstjóri hjá rekstrarlausnasviði Advania

    25. Helga Björk Árnadóttir, deildarstjóri hjá rekstrarlausnasviði Advania

    Gestur okkar að þessu sinni er Helga Björk Árnadóttir, deildarstjóri hjá rekstrarlausnasviði Advania en Helga Björk tók þátt í átakinu „Konur í kerfisstjórnun“ og hefur verið áberandi í umræðunni um starfið og frábær fyrirmynd.

    Hún hóf starfsferilinn hjá Símanum árið 2007 þar sem hún starfaði við að veita tæknilega aðstoð til viðskiptavina og varð síðar tæknimaður í vettvangsþjónustu fyrirtækjasviðs og svo hópstjóri á upplýsinga- og tæknisviði. Eftir flutning á sviðinu yfir til Sensa árið 2014 hóf hún þar störf sem kerfisstjóri. Frá árinu 2017 hefur hún unnið hjá Advania sem hópstjóri og kerfisstjóri og nú sem deildarstjóri.

    Í þættinum ræða Hildur og Helga Björk meðal annars:


    Áhuga hennar á tölvum sem vaknaði þegar hún var fjögurra ára gömul
    Þegar hún bjó til sína fyrstu heimasíðu um 10 ára aldur
    Hvað notkun IRCsins varð til þess að hún fann fólk með sömu áhugamál
    Hvað spilun tölvuleikja hefur alltaf verið stór hluti af hennar lífi
    Hvað varð til þess að hún fór á hárgreiðslubraut í Iðnskólanum
    Hvað skortur á kvenkyns fyrirmyndum varð til þess að henni datt ekki í hug að hún gæti lært eitthvað tengt tölvum
    Hvað tækifæri sem hún fékk hjá Símanum varð til þess að hún fann sína réttu hillu og fékk áhuga á rekstri tölvukerfa og fór í gegnum kerfisstjórnunarnám
    Tækifærin sem hún hefur fengið hjá Advania
    Hvað nám í kerfisstjórnun hentar fólki með fjölbreyttan bakgrunn
    Ástríðu hennar á ferðlögum sem hefur orðið til þess að hún hefur komið til yfir 50 landa

    ------------------------------------------------------------------------

    Líkaði þér við þáttinn og viltu heyra meira?

    Smelltu á follow á þinni uppáhalds hlaðvarpsveitu. Fylgdu Vertonet á samfélagsmiðlum:

    LinkedIn

    Facebook

    Instagram

    ------------------------------------------------------------------------

    Um hlaðvarpið

    Stjórnandi er Hildur Óskarsdóttir

    Styrktaraðilar eru Advania, Sýn og Geko

    • 45 Min.
    24. Anna Helga Jónsdóttir, dósent við Raunvísindadeild á Verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands

    24. Anna Helga Jónsdóttir, dósent við Raunvísindadeild á Verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands

    Í þessum fyrsta þætti ársins bjóðum við velkomna Önnu Helgu Jónsdóttur dósent við Háskóla Íslands. Anna Helga lauk BS-gráðu í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2003, meistaraprófi í hagnýtri stærðfræði frá Danska tækniháskólanum (DTU) í Kaupmannahöfn 2005 og doktorsprófi í tölfræði frá Háskóla Íslands árið 2015. Anna Helga var ráðin dósent í tölfræði við Háskóla Íslands 2018.

    Í þættinum ræða Hildur og Anna Helga meðal annars:


    Hvernig stærðfræði vakti áhuga hennar strax á grunnskólaárunum
    Hvernig skiptinám til DTU í Kaupmannahöfn leiddi hana á braut tölfræðinnar og meistaranáms í hagnýttri stærðfræði og síðar kennslu við skólann
    Hvernig doktorsnám sem var blanda af tölfræði og kennslu reyndist draumastaðan
    Þróun og prófun kennslukerfisins tutor-web í stærðfræði og tölfræði
    Um rafmyntina SmileyCoin sem nemendur fá sem umbun inni í kennslukerfinu
    Þróun verkefnisins Education in a suitcase í Kenía þar sem kennslukerfið er notað og árangurinn sem hefur náðst og áhrifin sem það hefur haft á samfélagið
    Hvernig bálkakeðjutæknin er að greiða götu verkefnisins
    Um Stelpur diffra námsbúðirnar og mikilvægi þess að sýna fyrirmyndir
    Þá gríðarlegu þróun sem er í gagnavísindum og gevigreind
    Hvað það er dásamlegt að stunda hot yoga

    ⁠Þátturinn er í boði Sýn, Advania og Geko


    Bækur sem Anna Helga minnist á í viðtalinu:

    The Alignment Problem: How Can Machines Learn Human Values?

    Superintelligence: Paths, Dangers, Strategies

    ------------------------------------------------------------------------

    Líkaði þér við þáttinn og viltu heyra meira?

    Smelltu á follow á þinni uppáhalds hlaðvarpsveitu! Fylgdu Vertonet á samfélagsmiðlum:

    LinkedIn

    Facebook

    Instagram

    ------------------------------------------------------------------------

    Um hlaðvarpiðUmsjón fyrir hönd Vertonet hefur Hildur Óskarsdóttir

    • 57 Min.

Top‑Podcasts in Wirtschaft

Alles auf Aktien – Die täglichen Finanzen-News
WELT
Handelsblatt Morning Briefing - News aus Wirtschaft, Politik und Finanzen
Teresa Stiens, Christian Rickens und die Handelsblatt Redaktion, Handelsblatt
Handelsblatt KI-Briefing - Das News-Update zu Künstlicher Intelligenz
Larissa Holzki
OMR Podcast
Philipp Westermeyer - OMR
OHNE AKTIEN WIRD SCHWER - Tägliche Börsen-News
Noah Leidinger, OMR
Handelsblatt Today - Der Finanzpodcast mit News zu Börse, Aktien und Geldanlage
Solveig Gode, Sandra Groeneveld, Nele Dohmen, Anis Mičijević, Kevin Knitterscheidt

Das gefällt dir vielleicht auch

Heimskviður
RÚV
Þetta helst
RÚV
Í ljósi sögunnar
RÚV
Morðcastið
Unnur Borgþórsdóttir
Þjóðmál
Þjóðmál
Pyngjan
Pyngjan