5 episodios

Orðanna origami á Rás 1. Hugað að öllu mögulegu á sviði bókmenntanna.

Orð um bækur RÚV

    • Arte

Orðanna origami á Rás 1. Hugað að öllu mögulegu á sviði bókmenntanna.

    Orð um útfiri og næði, íslenskan skáldskap á pólsku og ólíkar sögur

    Orð um útfiri og næði, íslenskan skáldskap á pólsku og ólíkar sögur

    Í þættinum er rætt við Áslaugu Jónsdóttur mynd- og orðlistakonu um fyrstu ljóðabók hennar Til minnis:. Einnig rætt við Jacek Godek sem hlaut heiðursviðurkenninguna Orðstírá dögunum en Jacek hefur um áratugaskeið þýtt íslenskar bókmenntir yfir á pólsku. Undir lok þáttar flytur svo Kári Tuliníus annan pistil sinn af fjórum þar sem hann skimar yfir bókmenntalandslag bókmenntaborgarinnar Reykjavíkur ofan af Móskarðshnúkum.
    Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir

    • 45 min
    Orð um útlendar bækur, barnabækurnar allar og kjörin í bransanum

    Orð um útlendar bækur, barnabækurnar allar og kjörin í bransanum

    Í þættinum er sagt svolítið frá nýafstaðinni árlegri bókakaupstefnu í Leipzig, einkum bókunum sem þar voru verðlaunarðar en það voru skáldsagan Deutschland. Ein Märchen (Þýskaland. Ævintýri eftir Dinçer Güçyeter; Bittere Brunnen (Beiskir brunnar) eftir Regine Scheer - ævisaga herthu Gordon-Walcher og þýska þýðingu Johönnu Schwering á skáldsögunni - La primas (þý: Die Cousinen (Frænkurnar)) eftir argentísku skáldkouna Auroru Veturini. Þá var í þættinum umræða um heimili fyrir barnabækurnar allar en nýverið var stofnað félag um að koma á fót samastað fyrir barnabókmenntir á Íslandi. Rætt var um þennan draum við Sigrúnu Klöru hannesdóttur fyrrulm landsbókavörð, Maríu Hjálmtýsdóttur ástríðuáhugakonu um barnabókmenntir og Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur sem líka sagði frá nýútkomin bók sinni Langelstur á bókasafninu. Að lokum flutti Kári Túliníus þriðja pistil sinn af fjórum um íslenskt bókmenntalíf.
    Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir

    • 45 min
    Orð um ljóð og aftur ljóð og líka um smásögur

    Orð um ljóð og aftur ljóð og líka um smásögur

    Í þættinum er litið við í Mengi við Óðinsgötu þar sem þann 11. maí 2023 var haldið fyrsta ljóðakvöld Yrkja, nýja ljóðakollektífu í Reykjavík. Rætt var við tvær Yrkjur þær Jönu Björgu Þorvaldsdóttur og Steinunni Kristínu Guðnadóttur en aðrar yrkjur eru þær Ragnheiður Guðjónsdóttir, Eyrún Úa Þorbjörnsdóttir og Ása Þorsteinsdóttir. Einnig mátti heyra þrjú af ljóðskáldunum sjö flytja ljóð. Þetta eru þau Sölvi Halldórsson sem flutti ljóðið „Heimalningar“; Katrín Lóa Hafsteinsdóttir flytur ljóðið „Græðgi“; Elís Þór Traustason flytur annað ljóð af tveimur úr „Samtalsþættir“ og nýtur þar aðstoðar Sölva Halldórssonar að lokum flutti Ása Þorsteinsdóttir ljóðið „Hjartað varð eftir“. Kynnir á ljóðakvöldi Yrkja var Steinunn Kristín Guðnadóttir.Þá var í þættinum rætt við Magnús Stefánsson útgefanda og formann Félags ljóðaunnenda á Austurlandi um starfsemi félagsins og nokkrar útgáfubækur þess. Lesin eru nokkur ljóð úr nýjustu útgáfubókinni Öræfanna andar svífa sem hefur að geyma ljóð systkinanna frá Heiðarseli, þeirra Einars Hjálmars Guðjónssonar og systranna Sólveigar Sigríðar, Arnheiðar og Hallveigar Friðriku Guðjónsdætra. Þá las Magnús ljóðið Munum við báðar fljúga úr samnefndri ljóðabók Stefaníu Gísladóttur. Að lokum flytur Kári Túliníus síðasta pistil sinn um bókmenntir í bókmenntaborg eins og þær blasa við honum ofan af Móskarðshnúkum.
    Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir

    • 45 min
    Orð um erlendar bækur og íslenskt skáld

    Orð um erlendar bækur og íslenskt skáld

    Í þættinum er útvarpað tveimur viðtölum sem tekin voru í tengslum við Alþjóðlega bókmenntahátíð í Reykjavík 2023.Annars vegar er rætt við Mariana Enriques frá Argentinu um smásagnasafn hennar Allt sem við misstum í eldinum sem kom úr árið 2022 í þýðingu Jóns Halls Stefánssonar. Hins vegar er rætt við metsöluhöfundinn Alexander McCall Smith um hina fjölmörgu bókaseríur hans einkum seríuna um kvenspæjarastofu nr. 1 í bænum Gaborone í Botzvana.
    Í byrjun þáttarins er Íslaks Harðarsonar skálds og þýðanda minnst en hann lést 12. maí 2023. Leikin eru tvo brot úr gömlum þáttum Orða um bækur. Annars vegar frá 18/10 2018 þegar sagt var frá útkomu ljóðabókarinnar Elleftir snertur af yfirsýn eftir Ísak og hins vegar frá 1/11 2021 þegar rætt var við Íslak um þá nýjar þýðingar eftir hann.
    Lesari: Anna María Björnsdóttir
    Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir

    • 45 min
    Orð um íslenskar bækur á útlensku og útlenskar bækur á íslensku

    Orð um íslenskar bækur á útlensku og útlenskar bækur á íslensku

    Í þættinum er litið inn á viðburð sem Tunglið forlag hélt í Mengi við Óðinsgötu 19. maí 2023 og nefndis Þýsk/íslensk ljóðbrú. Í þættinum heyrist brot úr tvímála flutningi Ragnasr Helga Ólafssonar og Wolfgangs Schiffer á Alfareiðinni eftir Goethe þar sem Wolfgang mælti frumtextann en Ragnar Helgi þýðingu Jónasar Hallgrímssonar. Einnig heyrðist þýsk/tyrkneska skáldið Dincer Gütcieter flytja ljóð sitt Ein Brief an Papa og Dagur Hjartarson flytja þýingu Gauta Kristmannssonar á ljóðinu. Þá er í þættinum rætt við Dincer Gücyeter um skáldsögu hans Unser Deutschlandmärchen - Þýskalandsævintýrið okkar sem hlaut í lok apríl verðlaun bókakaupstefnunnar í Leipzig í flokki fagurbókmennta. Einnig rætt við Dincer um útgáfuforlags hans Elif á íslenskri ljóðlist en hjá Elif hafa komið út tvímálaútgáfu þýðingar á um það bil einum tugi lljóðabóka eftir íslensk samtímaskáld. Þýðendur eru Jón Þór Gíslason og Wolfgang Schiffer og í þættinum er einnig rætt stuttlega við Wolfgang. Þá heyrist Wolfgang flytja upphaf ljóðs síns Damals als ich mich schämte og Sigrún Valbergsdóttir sömuleiðis upphafið á þýðingu sinni á ljóðinu. í síðari hluta þáttarins er svo rætt við natöshu S annan af tveimur ritstjórum ritgerðarsafnins Skáldreka sem nýlega kom út hjá Unu útgáfu. Einnig rætt við Margréti Tryggvadóttur fomann rithöfundasambands Íslands um afstöðu sambandsins til nýrra íslenskra höfunda sem eru af erlendum uppruna, skrifa ekki á íslensku en eru íslenskir rithöfundar.
    Lesari: Gunnar Hansson.

    • 40 min

Top podcasts de Arte

Un Libro Una Hora
SER Podcast
Hotel Jorge Juan
Vanity Fair Spain
Qué estás leyendo. El podcast de libros de EL PAÍS
El País Audio
Sororas
Podium Podcast / Thyssen
Está de Moda
Está de Moda
Mujeres Que Brillan, el podcast
ELLE.ES & PHILIPS LUMEA