11 episodes

Dagur Gunnarsson skiptist á sögum við fólk... ein saga leiðir til næstu sögu.

Alveg Dagsatt Hljóðkirkjan

    • Society & Culture
    • 4.9 • 15 Ratings

Dagur Gunnarsson skiptist á sögum við fólk... ein saga leiðir til næstu sögu.

    #10 Guðrún Helga Tómasdóttir

    #10 Guðrún Helga Tómasdóttir

    Guðrún Helga Tómasdóttir segir frá afspyrnulélegum smekk sínum á körlum. Það komu margar skondnar sögur af samskiptum hennar við hitt kynið og Dagur segir frá Viagraneyslu sinni og hvernig það er að koma nakinn fram.

    • 1 hr 2 min
    #9 Guðný Halldórsdóttir

    #9 Guðný Halldórsdóttir

    Guðný Halldórsdóttir kallar ekki allt ömmu sína, hún hefur lagt gjörfa hönd á margar kvikmyndir og í þessum þætti skiptast þau Dagur á sögum sem tengjast kvikmyndabransanum, fiskvinnslu og fleira. Þau hafa bæði búið í Svíþjóð og London og hafa rekist á undarlegt fólk á flækingi sínum, forðast sprengjur Írska lýðveldishersins og fleira og fleira.

    • 1 hr 11 min
    #8 Lóa Hjálmtýsdóttir

    #8 Lóa Hjálmtýsdóttir

    Lóa Hjálmtýsdóttir er listakona, teiknari, rithöfundur og hljómsveitatýpa. Hún segir okkur tvær útgáfur af sömu sögunni af dauða kattar. Önnur er sönn en hin er lygi. Dagur segir margtuggna pylsusögu og ljóstrar upp um áður óleystan glæp í Kringlunni.

    • 1 hr 30 min
    #7 Rósa María Hjörvar

    #7 Rósa María Hjörvar

    Rósa María Hjörvar stundar doktorsnám í bókmenntafræðum við Háskóla Íslands, hún hefur dvalið helming ævinnar í Danmörku og á nokkrar góðar sögur frá þeim árum. Hún getur spilað keilubilljard með lokuð augun og kann óbrigðult ráð til að sjá hvort unglingapartý hafi átt sér stað. Dagur segir frá húsgagnaviðgerðum eftir partý og hvernig hann fékk titilinn Guðfaðirinn.

    • 1 hr 12 min
    #6 Huld Óskarsdóttir

    #6 Huld Óskarsdóttir

    Huld Óskarsdóttir hefur ólæknandi áhuga á tölfræði og leiklist. Hún er sálfræðimenntuð og starfar á auglýsingastofu og eftir að hafa heyrt hana skiptast á sögum við Dag Gunnarsson er ljóst að hún er ofurkvendi sem getur allt. Leigubílstjórar í Kaupmannahöfn lækka róminn og fyllast lotningu ef minnst er á Huld. Dagur segir tröllasögu úr leikhúsinu og stóra sælgætissvindlinu.

    • 1 hr 8 min
    #5 Arndís Ásgeirsdóttir

    #5 Arndís Ásgeirsdóttir

    Arndís Ásgeirsdóttir er tónlistarkennari, þáttagerðarkona og íhlaupaþulur á Rás 1. Arndís hefur alið manninn bæði í sveit og borg með tónlistarmenntun frá bæði Frakklandi og Tékklandi og kann tökin á að segja skemmtilegar sögur.

    • 1 hr 6 min

Customer Reviews

4.9 out of 5
15 Ratings

15 Ratings

AKS• ,

Frábærir

Frábærlega skemmtilegir þættir, notalegt og skemmtilegt að hlusta. Bíð spenntur eftir nýjum þætti

Top Podcasts In Society & Culture

Á vettvangi
Heimildin
Í ljósi sögunnar
RÚV
Einkalífið
einkalifid
Frjálsar hendur
RÚV
Þjóðmál
Þjóðmál
Mannlegi þátturinn
RÚV