221 episodes

Um litróf mannlífsins.
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Mannlegi þátturinn RÚV

    • Society & Culture
    • 4.1 • 9 Ratings

Um litróf mannlífsins.
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

    Afleiðingar áfalla, U3A og póstkort frá Magnúsi

    Afleiðingar áfalla, U3A og póstkort frá Magnúsi

    Sjónaukinn, árleg ráðstefna Heilbrigðis-, viðskipta og raunvísindasviðs Háskólans á Akureyri, verður haldin dagana 16.-17. maí. Þema ráðstefnunnar að þessu sinni er Horft til framtíðar - fólk og fjölskyldur í fyrirrúmi. Þar munu meistaranemar kynna meistaraverkefni sín og rannsóknir. Við fengum Sigrúnu Sigurðardóttur, dósent við háskólann á Akureyri til að segja okkur frá ráðstefnunni og með henni kom Rebekka Sif Pétursdóttir meistaranemi, en hún ætlar sagði okkur frá rannsókn sinni Erfið reynsla í æsku - ACE og heilsufarslegur vandi á fullorðinsárum.

    Flestir vita að Erasmus+ styrkir evrópska nema til að fara í skiptinám til annarra Evrópulanda og hafa íslenskir nemar verið duglegir að nýta sér þess styrki. Færri vita að nú getur fólk á þriðja æviskeiðinu sem er í einhvers konar námi gert það líka. Það að Erasmus+ sé farið að ná til fólks á þriðja æviskeiðinu sýnir viðhorfsbreytingu til fólks á eftirlaunaaldrinum. Hans Kristján Guðmundsson, frá U3A Háskóla þriðja æviskeiðsins, kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá skólanum og þessu nýja kosti frá Erasmus áætluninni.

    Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Krýning Karls þriðja bretakonungs var til umfjöllunar í póstkorti dagsins, en Magnús finnur til tengingar við konung vegna þess að þeir eiga sama afmælisdag. Í seinni hluta póstkortsins sagði hann frá því þegar Englendingar rændu Vestmannaeyjar árið 1614, en nú er talið að tengingar séu milli þess atburðar og svo Tyrkjaránsins þrettán árum síðar, 1627.


    TÓNLIST Í ÞÆTTINUM:

    Ingileif / Snorri Helgason (Snorri Helgason) -
    Desperado / Eagles (Glen Frey & Don Henley)
    Ég mun aldrei gleyma þér / Brimkló (Robbins og Jón Sigurðsson)
    Styttur bæjarins / Spilverk þjóðanna (Spilverk þjóðanna)

    UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

    • 50 min
    Klukkuþreyta, Bjartur lífsstíll og Felix í Liverpool

    Klukkuþreyta, Bjartur lífsstíll og Felix í Liverpool

    Færri unglingar sofa of lítið og klukkuþreyta minnkar þegar skólinn byrjar seinna samkvæmt nýrri rannsókn sem gerð var í Vogaskóla og tveimur samanburðarskólum. Að rannsókninni stóðu Betri svefn, Reykjavíkurborg, Háskólinn í Reykjavík og Embætti landlæknis. Klukkuþreyta myndast þegar fólk er vansvefta á virkum dögum en sefur mikið um helgar til að bæta það upp. Þetta er algengt meðal unglinga og hefur margvísleg neikvæð áhrif á heilsu og líðan. Við ræddum við Dr.Erlu Björnsdóttur sálfræðing frá Betri Svefni í þættinum í dag.

    Í janúar 2021 skilaði starfshópur skipaður af Heilbrigðisráðherra skýrslu með tillögum um fyrirkomulag samstarfsverkefna í heilsueflingu eldra fólks með það að markmiði að gera eldra fólki kleift að búa í heimahúsum eins lengi og kostur er. Verkefni fékk nafnið Bjartur lífsstíll, með það að leiðarljósi að hreyfing verði að lífsstíl hjá eldra fólki. Hægt er að kynna sér verkefnið á www.bjartlif.is Þær Ásgerður Guðmundsdóttir og Margrét Regína Grétarsdóttir eru verkefnastjórar heilsueflingar í Björtum lífsstíl og þær komu í þáttinn í dag.

    Svo hringdum við í Felix Bergsson, en hann er staddur í Liverpool með Eurovisionhópi Íslands. Diljá Pétursdóttir stígur á svið í seinni undanúrslitum keppninnar í kvöld og syngur lagið Power sem hún samdi ásamt Pálma Ragnari Ásgeirssyni. Við heyrðum hver stemningin er í íslenska hópnum og hvers megi vænta í kvöld.


    TÓNLIST Í ÞÆTTINUM:

    Nætur / Sigríður Beinteinsdóttir (Friðrik Karlsson og Stefán Hilmarsson)
    All Kinds of Everything / Dana (Derry Lindsay og Jackie Smith)
    Never ever let you go / Rollo and King (Stefan Nielsen, Sören Poppe og Thomas Brekling)
    Power / Diljá (Diljá Pétursdóttir og Pálmi Ragnar Ásgeirsson)

    UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

    • 50 min
    Villi og Vigdís föstudagsgestir og paellur með Sössu

    Villi og Vigdís föstudagsgestir og paellur með Sössu

    Föstudagsgestirnir okkar að þessu sinni eiga margt sameiginlegt, þau eru bæði í skemmtanabransanum, koma fram saman, til dæmis í uppistandi, og þau eru bæði Eurovision áhugafólk, Vigdís Hafliðadóttir, uppistandari, söngkona í hljómsveitinni Flott og handritshöfundur og Vilhelm Neto, leikari og uppistandari. Þau eru einnig saman með þáttinn Villi og Vigdís ferðast um heiminn sem sýndir eru hjá Sjónvarpi Símanum. Við spjölluðum við þau i dag meðal annars um Eurovision keppnina, mögleikann á því að þau taki þátt í henni og væntanlega grínplötu frá Villa.

    Það var óvenjulegt matarspjall í dag. Í fjarveru okkar konu, Sigurlaugar Margrétar, sem dvelur á Spáni um þessar mundir við rannsóknarstörf, þá var samt spænsk stemmning svífandi yfir vötnum í matarspjallinu. Sassa Eyþórsdóttir kom til okkar og fræddi okkur um paellur, spænska hrísgrjónaréttinn sem rekur sögu sína til Valencia. Það þarf að ýmsu að huga þegar góð paella er löguð.

    Tónlist í þættinum í dag:

    Calm After the Storm / The Common Linnets (Ilse Delange, JB Meijers, Rob Crosby, Matthew Crosby, Jake Etheridge)
    Siren / Malcolm Linhcon (Robin Juhkental)
    Det star et billede av dig pa mit bord / Rollo og King(Sören Poppe,Thomas Brekling og Stefan Nielsen)

    UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

    • 50 min
    ADHD í samböndum, Beothuk vinkill og Ragnhildur lesandinn

    ADHD í samböndum, Beothuk vinkill og Ragnhildur lesandinn

    Á fræðslufundi ADHD samtakanna í síðustu viku var yfirskriftin ADHD og náin sambönd og var athyglinni beint að pörum þar sem annar aðilinn er með ADHD en hinn ekki. Á fundinum töluðu Anna Elísa Gunnarsdóttir félagsráðgjafi og eiginmaður hennar Arnór Heiðarsson aðstoðarskólastjóri. Þau deildu reynslu sinni af ADHD í þeirra sambandi, hverjar helstu áskoranirnar, í samskiptum og verkaskiptingu heimilisins, eru og hvernig hægt er að takast á við þær áskoranir. Þau hjónin komu í þáttinn í dag.

    Svo fengum við vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni, skúffuskáldi og þjóðfræðiáhugamanni úr Flóanum. Í þetta sinn bar Guðjón vinkilinn að örlögum Beothuk þjóðarinnar í Austur- Kanada.

    Lesandi vikunnar í þetta sinn var Ragnhildur Vigfúsdóttir markþjálfi og fyrrverandi ritstjóri tímaritsins Veru. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Ragnhildur sagði frá eftirfarandi bókum og höfundum:
    Pensilskrift e. Gyrði Elíasson
    Ósýnilegar konur e. Caroline Criado Perez
    Hamingjugildran e. Hugrún Sigurjónsdóttir
    Heimurinn eins og hann er e. Stefán Jón Hafstein
    Portrait of a Marriage, Hamnet og The Vanishing Act of Esme Lennox e. Maggie O'Farel

    Tónlist í þættinum í dag:

    Tempó prímó / Uppáhellingarnir (Jón Múli og Jónas Árnasynir)
    Undir dalanna sól / Karlakórinn heimir (Björgvin Þ. Valdimarsson og Hallgrímur Jónsson)
    Sommerkjoledyr / Kari Bremnes (Kari Bremnes)

    UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

    • 50 min
    Magnavita, bleiki þríhyrningurinn og fellibylir

    Magnavita, bleiki þríhyrningurinn og fellibylir

    Magnavita er nýtt nám fyrir fólk á þriðja æviskeiðinu sem Háskólinn í Reykjavík býður upp á. Um 80 þúsund eru 60 ára eða eldri á Íslandi í dag og mun sá hópur nálgast 100 þúsund eftir 10 ár. Eftir að föstu starfi lýkur reynist mörgum erfitt með að fóta sig. Námið samanstendur af 10 fjölbreyttum námskeiðum sem snúa að líkamlegu, andlegu, fjárhagslegu og félagslegu heilbrigði. Benedikt Olgeirsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Landspítalans og einn stofnenda Magnavita námsins, kom í þáttinn í dag og sagði frá þessu nýja námi.

    Á morgun er alþjóðlegur dagur gegn fordómum í garð hinsegin fólks og á Árbæjarsafni býðst fólki að hlýða á erindi Guðjóns Ragnars Jónassonar Mennirnir með bleika þríhyrninginn, en samnefnd bók segir sögu ungs, samkynhneigðs manns, Josef Kohout, í fangabúðum nasista og er frægust þeirra ævisagna sem lýsa hlutskipti homma í þriðja ríki Hitlers. Þar þraukaði hann skelfilega vist í sex ár uns hann fékk frelsi í lok heimsstyrjaldarinnar síðari. Í tvo áratugi safnaði Josef kjarki til að sigrast á sársaukanum og segja sögu sína sem loks birtist á prenti árið 1972. Guðjón Ragnar kom í þáttinn í dag, en hann þýddi þessa bók og í erindi sínu talar hann um tilurð hennar og hvernig nýta megi hana í kennslu, en hann er rithöfundur og íslenskukennari í MR.

    Elín Björk Jónasdóttir kom svo til okkar í vikulega veðurspjallið í dag. Það hefur verið svalt á landinu og hefur jafnvel snjóað, amk. meira en við viljum á þessum árstíma. Hún fræddi okkur líka um gríðarlega sterkan fellibyl sem gekk á land í Bangladesh og Mijanmar í gær.

    TÓNLIST Í ÞÆTTINUM:

    Is it true / Jóhanna Guðrún (Óskar Páll Sveinsson, Cristhofer Neil, Tinatin Japarizde)
    Is it true / Eagles (Randy Meisner)
    It?s true / B.Sig (Bjarki Sigurðsson)
    True love in a way / Lena Anderson (Lena Anderson og Niclas Johannesen)

    UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

    • 51 min
    Hringfarinn, Már og Max í Englandi og Mannflóran

    Hringfarinn, Már og Max í Englandi og Mannflóran

    28. maí verða frumsýndir nýir íslenskir heimildarþættir um ferðalag hjónanna Kristjáns Gíslasonar og Ásdísar Rósu Baldursdóttur, en þau ferðuðust hringinn í kringum Ísland á mótorhjólum sumarið 2020. Í þáttunum er fylgst með hjónunum upplifa land og þjóð á nýjan hátt þegar þau hjóla 7000 kílómetra á 40 dögum. Þau Kristján og Ásdís komu í þáttinn í dag og sögðu okkur frá þessum þáttum og ferðalaginu.

    Síðastliðna 9 mánuði hefur Már Gunnarsson tónlistarmaður búið á Englandi þar sem hann stundar nám við enskan tónlistarháskóla. Hann segir það hafa verið áskorun fyrir hann og leiðsöguhundinn Max læra inn á nýjar aðstæður og bjarga sér útí hinum stóra heimi. Már segir að fjölmörg tækifæri hafi gefist og hann sé nú farin að koma fram á ýmsum viðburðum í London og nú sl. föstudag gaf hann út nýtt lag, Falling for you, sem hann tók upp í Liverpool í samstarfi við Dan Scholes pródúsent. Við heyrðum í Má og heyrðum nýja lagið í dag.

    Mannflóran eru sjónvarpsþættir um fjölmenningu í íslensku samfélagi í umsjón Chanel Bjarkar Sturludóttur. Þjóðarímynd Íslands er að breytast með auknum fjölda fólks af erlendum uppruna og íslensk mannflóra er fjölbreyttari en nokkru sinni fyrr. Í þáttunum er rætt við sérfræðinga og einstaklinga af erlendum uppruna, og ljósi er varpað á erfiðleikana sem þeir mæta í íslensku samfélagi sem og öllu því góða sem fjölmenningin færir okkur. Þær Chanel Björk og Álfheiður Marta Kjartansdóttir, leikstjóri þáttanna, komu til okkar í dag sögðu okkur betur frá Mannflórunni.

    TÓNLIST Í ÞÆTTINUM:

    La det svinge / Bobbysocks (Rolf Lövland)
    Little green apples / Garðar Cortes (Bobby Russel)
    Falling for you / Már Gunnarsson (Már Gunnarsson, Guðjón Steinn Skúlason og Tómas Eyjólfsson)
    Amar Pelos Dois / Salvador Sobral (Louísa Sobral)

    UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

    • 52 min

Customer Reviews

4.1 out of 5
9 Ratings

9 Ratings

Top Podcasts In Society & Culture

Á vettvangi
Heimildin
Í ljósi sögunnar
RÚV
Frjálsar hendur
RÚV
Einkalífið
einkalifid
Þjóðmál
Þjóðmál
Ein Pæling
Thorarinn Hjartarson

You Might Also Like

Helgaspjallið
Helgi Ómars
Podcast með Sölva Tryggva
Sölvi Tryggvason
Segðu mér
RÚV
Í ljósi sögunnar
RÚV
70 Mínútur
Hugi Halldórsson
Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars
Helgi Jean Claessen