71 episodes

Helgaspjallið er podcast útgáfa af lið á Trendnet.is

Helgaspjalli‪ð‬ Helgi Ómars

  • Society & Culture
  • 4.5 • 317 Ratings

Helgaspjallið er podcast útgáfa af lið á Trendnet.is

  Þáttur 70 - Hólmfríður Rut um andlegt ofbeldi og afhverju við eigum ekki að taka NEINU persónulega -

  Þáttur 70 - Hólmfríður Rut um andlegt ofbeldi og afhverju við eigum ekki að taka NEINU persónulega -

  Þátturinn er í boði:
  Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið
  Dominos - www.dominos.is -
  Fitness Sport - www.fitnesssport.is
  IceHerbs - www.iceherbs.is

  Hólmfríður Rut kom til mín í spjall en við sátum á Fjallkonunni að narta í salat þegar hún sagði mér frá einu besta ráði sem ég hef fengið og ég vissi að ég þyrfti að deila því með ykkur hér á Helgaspjallinu. Við Hófí eigum það einnig sameiginlegt að hafa verið í ofbeldissamböndum en höfðum hvorug hugmynd um það þrátt fyrir að hafa verið saman uppá dag þegar við vorum í þessum tilteknu samböndum. Við förum yfir hvernig og afhverju. Hvernig virkar ofbeldi? Hvernig fattar maður þetta? Og mikilvægast, hvað er til ráða? Eftir síðasta þátt og pistil minn á Trendnet.is hugsaði ég þennan þátt fyrir þá sem tengdu við þennan tiltekna pistil.

  Þessi þáttur var tekinn upp í Nóa Síríus stúdíó-i Podcaststöðvarinnar

  • 54 min
  Þáttur 69 - Elísabet Gunnars um flutningana heim, breytingarnar og drifkraftinn -

  Þáttur 69 - Elísabet Gunnars um flutningana heim, breytingarnar og drifkraftinn -

  Þátturinn er í boði:
  Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið
  Dominos - www.dominos.is -
  Fitness Sport - www.fitnesssport.is
  IceHerbs - www.iceherbs.is

  Elísabet Gunnars kom loksins í podcast! Þessi brjálaðslega hæfileikaríka og frábæra kona er eigandi og konan á bakvið Trendnet.is og hefur farið útum allt, en hún flutti út með manninum sínum Gunnari þegar hann fór að spila í atvinnumennsku í handbolta. Elísabet hefur stórkostlega vinnu-ethík og við fáum að kynnast henni betur. Við ræðum meðal annars mikilvægi hreyfingar, breytingarnar að vera flutt heim eftir 12 ár, hjónabandið hennar og hvernig það var að eiga mann í Þýskalandi, eitt barn á Íslandi og með annað barnið í Danmörku. Elísabet er ekkert nema innblásturinn og bensíngjöfin og var yndislegt að sitja á móti henni og fá að hlusta á hana.

  Njótið vel -

  Þátturinn var tekinn upp í Nóa Síríus stúdíó-i Podcaststöðvarinnar -

  • 1 hr 15 min
  Þáttur 68 - Sara María Forynja um sjálfsábyrgð, innra barnið og hugvíkkandi efni -

  Þáttur 68 - Sara María Forynja um sjálfsábyrgð, innra barnið og hugvíkkandi efni -

  Þátturinn er í boði:
  Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið
  Dominos - www.dominos.is -
  Fitness Sport - www.fitnesssport.is
  IceHerbs - www.iceherbs.is

  Vá vá vá - það þarf varla að kynna inn Söru Maríu Forynju. Hún er gúru, listakona, hönnuður, markþjálfi og allt hið fallega þar á milli. Ég er gríðarlega þakklátur fyrir að hafa fengið hana til mín aftur og hún gjörsamlega umturnaði lífi mínu í þessu spjalli. Hún er galaxía af visku og en hún tildæmis segir okkur á mannamáli hvar sveppir og hugavíkkandi efni standa í nútíma geðfræði, hvað það þýðir og hvað það gerir. Ég spyr hana stórra spurninga, meðal annars varðandi minn bata og hún kom með hverja sleggju á eftir annarri sem mögulega breytti öllu hjá mér. Við ræðum meðvirkni, innra barnið okkar þar sem ég hreinlega fór að skæla og sjálfsábyrgð ásamt svo mörgu öðru. Ég get ekki mælt meira með að hlusta á hana Söru með silkimjúku röddina. Njótið vel -

  Þessi þáttur var tekinn upp í Nóa Síríus stúdio-i Podcaststöðvarinnar -

  • 1 hr 21 min
  Þáttur 67 - Þorgerður Katrín og María Rut um sannleikann á bakvið pólitíkina -

  Þáttur 67 - Þorgerður Katrín og María Rut um sannleikann á bakvið pólitíkina -

  Þátturinn er í boði:
  Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið
  Dominos - www.dominos.is -

  Þorgerður Katrín, þingmaður og formaður Viðreisnar og aðstoðarkonan hennar og frábæra klára vinkona mín María Rut mættu í stólinn og förum við yfir alla liti pólitíkarregnbogans. Við fáum að kynnast Þorgerði betur og heyra söguna hennar. Áskorarnir, sjálfsskoðunin, skrefið að fara aftur í pólitík ásamt skemmtilegum sögum. María sem er að bjóða sig fram til þings segir einnig frá ferðalaginu sínu hvernig hún komst á þann stað sem hún er á í dag. Til dæmis kómíska sagan hvernig hún fékk stöðuna sem aðstoðarkona Þorgerðar. Það er nóg af fræðslu, hlátri og gleði í þessum þætti og mæli með að hlusta á þessar stórkostlegu konur.

  Þessi þáttur var tekinn upp í Nóa Síríus stúdíó Podcaststöðvarinnar -

  • 1 hr 30 min
  Þáttur 66 - Linda Sæberg part ll um krabbameinið, örlögin og hækkun tíðnar -

  Þáttur 66 - Linda Sæberg part ll um krabbameinið, örlögin og hækkun tíðnar -

  Þátturinn er í boði:
  Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið
  Dominos - www.dominos.is -

  Linda Sæberg mætti aftur í stúdíó-ið enda nóg um að ræða. Í síðasta þætti vorum við komin að veikindum Lindu, en hún fór í gegnum þá erfiðu reynslu að greinast með brjóstakrabbamein og hún deilir með okkur hvað hún tók með sér í kjölfarið og hvernig lífið hennar breyttist. Við ræðum um örlögin, alheiminn, tíðni, taka hluti í sátt og flæðið í lífinu. Það var yndislegt að hlusta á Lindu og gleður mig að deila þessum seinni þætti með ykkur -

  Þátturinn var tekinn upp í Nóa Síríus stúdíó Podcaststöðvarinnar -

  • 1 hr 17 min
  Þáttur 65 - Linda Sæberg um að fylgja tilganginum okkar og Bali flutningar með fjölskyldunni

  Þáttur 65 - Linda Sæberg um að fylgja tilganginum okkar og Bali flutningar með fjölskyldunni

  Þátturinn er í boði:
  Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið
  Dominos - www.dominos.is -

  Þessi þáttur er fyrsti partur af tveimur þáttum með Lindu Sæberg.

  Linda er fögur tilfinningasprengja sem vakti athygli á samfélagsmiðlum þegar hún gaf innsýn inní baráttu sína við krabbamein. Fyrir veikindin fæddi hún soninn sinn Esjar og til að forðast skammdegisþunglyndið í fæðingarorlofinu sínu þá tók hún þá ákvörðun að flytja til Bali með fjölskylduna. Þáverandi manninn sinn, dóttir sína og þriggja mánaða son, hún segir okkur frá ferðalaginu og það sem tók við þegar hún tók við. Það sem tók við þegar komið var heim var hið hefðbundna líf sem hún hélt og hún vildi en svo var ekki. Frásögnin hennar er ótrúlega einlæg og áhugaverð og það sem tók við í kjölfarið var eitt hennar stærsta verkefni lífinu, sem var baráttan við bjóstakrabbamein sem við förum betur yfir í næsta þætti -

  Þessi þáttur var tekinn upp í Nóa Síríus stúdíó Podcaststöðvarinnar -

  • 1 hr 14 min

Customer Reviews

4.5 out of 5
317 Ratings

317 Ratings

annajjul ,

Helgi Ómars

Þetta var dásamlegt spjall hjá ykkur. Ætla að hlusta aftur á það. 👌🙏🤩 ég er eiginlega orðlaus því það er svo mikið sem ég er að hugsa um. Svo mikið sem ég meðtók. En samt ekki. Ætla að hlusta aftur og vera með blað og penna. Hjartans þakkir. Þið voruð báðir yndislegir. 🤩🤩🤩🤩🤩👋👋

Top Podcasts In Society & Culture

Listeners Also Subscribed To