33 episodes

Helgaspjallið er podcast útgáfa af lið á Trendnet.is

Helgaspjallið Helgi Ómars

  • Society & Culture

Helgaspjallið er podcast útgáfa af lið á Trendnet.is

  Þáttur 32 - Helgaspjallið 3.0 - Sótthvíld, ráð og hjálpartæki á kórónutímum með Naglanum

  Þáttur 32 - Helgaspjallið 3.0 - Sótthvíld, ráð og hjálpartæki á kórónutímum með Naglanum

  Við Naglinn settumst niður og ræddum þessa ótrúlega skrýtnu tíma. Þar á meðal hvernig hægt er nýta tímann á uppbyggjandi hátt, hvernig við getum lært að þekkja og tækla heilsukvíðann og kvíðann almennt sem þessir tímar geta kallað fram. Ragga Nagli með síma þekkingu kemur með frábær ráð fyrir hlustendur.

  ATH Þessi þáttur var tekinn upp í 15 mars -
  .. og Söndru Bullock myndin sem við tölum um heitir Birdbox

  Þessi þáttur er í boði Smáralind

  Instagram:
  @helgiomarsson
  @ragganagli
  @smaralind

  Lag eftir Arnar Boga Ómarsson / BOJI
  Logo eftir Andreu Jóns hjá 29Línur

  • 1 hr 1 min
  Þáttur 31 - Helgaspjallið 3.0 - Meðvirkni masterclass og hróspungar með Röggu Nagla

  Þáttur 31 - Helgaspjallið 3.0 - Meðvirkni masterclass og hróspungar með Röggu Nagla

  Master Ragga Nagli, með nokkrar sálfræðigráður í vasanum og mögulega gáfaðasta manneskja sem ég þekki. Ég var spenntur að heyra frá henni varðandi meðvirkni, en það er hægt að grafa endalaust í það hugtak og hún kemur í öllum stærðum, gerðum, litum og tegundum.

  Þátturinn endaði með að vera hinn stórkostlegasti masterclass með Röggu, enda alveg frábært að fá upplýsingar frá sálfræðilegum sjónarhornum.

  Ásamt meðvirkni ræddum við að setja mörk, hvernig og afhverju. Hreinskilnu nei og já-in ásamt smá Eurovision, hróspungalífið og smá af allskonar.

  Njótið vel!

  Þessi þáttur er í boði Smáralindar -

  Instagram:
  @helgiomarsson
  @ragganagli
  @smaralind

  Heilsuvarp Röggu Nagla á Apple Podcast og Spotify

  Tónlist eftir Boji
  Logo eftir Andreu Jóns frá 29linur.com

  • 1 hr
  Þáttur 30 - Helgaspjallið 3.0 - Eva Dögg Rúnars, töfrar öndunar, sleipiefni & sjálfsást

  Þáttur 30 - Helgaspjallið 3.0 - Eva Dögg Rúnars, töfrar öndunar, sleipiefni & sjálfsást

  Eva Dögg er frumkvöðull af bestu gerð og er ein af stofnendum RvkRitual. Alfróð grasagudda, jóga gúru, og markaðskona. Við náum að fara yfir ótrúlega yfir alveg ótrúlega margt í þessum fræðandi þætti. Hvert er raunverulegt mikilvægi öndunar? En Eva segir meðal annars að ef við stjórnum önduninni þá stjórnum við lífi okkar. Stór orð en í þessum þætti segir hún okkur frá afhverju og hvernig. Tengingin okkar við boðefnin og líkamann okkar. Við ræðum samansem merki milli sjálfsaga og sjálfsástar ásamt því að fá mjög skemmtilega fræðslu um ilmkjarnaolíur og áhrif þeirra.

  Eva sprengdi Ísland um jólin með heimagerða sleipiefninu sínu og þar segir hún frá því ævintýri. Snar uppselt sleipiefni og biðlistar. Þið þurfið að heyra meira!

  Þessi þáttur er gríðarlega fræðslumikill og hollur fyrir alla á öllum aldri.

  Þessi þáttur er í boði Smáralindar -

  Instagram:
  @helgiomarsson
  @evadoggrunars
  @smaralind

  • 1 hr 32 min
  Þáttur 29 - Helgaspjallið 3.0 - Birgitta Haukdal

  Þáttur 29 - Helgaspjallið 3.0 - Birgitta Haukdal

  Hin eina sanna Birgitta Haukdal. Hana þarf ekki að kynna en hún hefur verið idolið mitt frá því ég var lítill og forvitni mín fær svo sannarlega að njóta sín í þessum þætti. Við ræðum fyrst og fremst tímalínuna, hvaðan ferillinn byrjaði og keyrslan sem fylgdi lífinu á Írafár tímanum. Að sjálfssögðu spyr ég hana um Eurovision. Hvað tók við eftir Írafár? Hvernig var að búa í Barcelóna og hvernig fótaði hún sig þar eftir 10 ára keyrslu í bransanum. Við tölum um þakklætið, erfiðu og lærdómsríku tímana ásamt íkonísku tónleikana í Hörpunni og allt bæði fyrir og eftir. Við fórum út um víðan völl í þessum þætti og með einlægni að leiðarljósi kemur hún einnig með ótrúlega fræðandi mola og veitir innblástur með orðum sínum í gegnum spjallið.

  Instagram:
  @birgittahaukdal
  @helgiomarsson
  trendnet.is/helgiomarsson

  Þessi þáttur er í boði Smáralindar -

  Tónlist er eftir Arnar Boga Ómarsson / Boji á Spotify
  Logo-ið hannaði Andrea Jónsdóttir hjá 29 línur -

  • 1 hr 26 min
  Þáttur 28 - Helgaspjallið 3.0 - Sara Forynja um jóga, kakó og valdið innra með okkur

  Þáttur 28 - Helgaspjallið 3.0 - Sara Forynja um jóga, kakó og valdið innra með okkur

  Ég greip Söru Maríu Forynju eldsnöggt podcast á ferð minni til Íslands. En við ræðum hreint kakó sem ég smakkaði í fyrsta skipti og áhrif þess, hvað jóga er í raun og veru, markþjálfun og ræðum í raun og veru valdið sem hver og einn býr með innra með sér. Mæli með að hlusta í snöggum göngutúr eða bara smá innblástur inní daginn.

  Instagram:
  @helgiomarsson
  @forynja

  • 25 min
  Þáttur 27 - Helgaspjallið 3.0 - Sjálfsvinna 101 með Röggu Nagla

  Þáttur 27 - Helgaspjallið 3.0 - Sjálfsvinna 101 með Röggu Nagla

  Í þessum þætti förum við Ragga Nagli yfir sjálfsvinnuna, hvar hægt er að byrja, hver eru skrefin, hvenær er maður tilbúinn, og svo framvegis. Á mannamáli förum við yfir bæði persónuleg og eigin skref og einnig frá augum fagaðila, en eins og við vitum er Ragga Nagli sálfræðingur með fleiri en eina gráðu í þeim sálmum.

  Þessi þáttur er í boði Smáralindar -

  Instagram:
  @helgiomarsson
  @ragganagli
  trendnet.is/helgiomars

  • 49 min

Customer Reviews

annajjul ,

Helgi Ómars

Þetta var dásamlegt spjall hjá ykkur. Ætla að hlusta aftur á það. 👌🙏🤩 ég er eiginlega orðlaus því það er svo mikið sem ég er að hugsa um. Svo mikið sem ég meðtók. En samt ekki. Ætla að hlusta aftur og vera með blað og penna. Hjartans þakkir. Þið voruð báðir yndislegir. 🤩🤩🤩🤩🤩👋👋

Top Podcasts In Society & Culture

Listeners Also Subscribed To