182 episodes

Helgaspjallið er podcast útgáfa af lið á Trendnet.is

Helgaspjalli‪ð‬ Helgi Ómars

  • Society & Culture
  • 4.5 • 366 Ratings

Helgaspjallið er podcast útgáfa af lið á Trendnet.is

  Þáttur 183 - María Rut frá Pælum í Pólitík um stöðu ríkisstjórnar og framhaldið á mannamáli

  Þáttur 183 - María Rut frá Pælum í Pólitík um stöðu ríkisstjórnar og framhaldið á mannamáli

  Þátturinn er í boði:
  Nettó - www.netto.is - náið í Nettó appið í app-store og sparið!
  Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið
  Sleepy - www.sleepy.is - fæst í Vest Ármúla
  Bpro - www.bpro.is

  María Rut, okkar allra besta, pólitíkusarsjení á mannamáli og varaþingmaður settist á þingmannastól nýlega og sprengdi samfélagsmiðla þegar hún tók mál fyrir sem varða barnafjölskyldur hér á landi. Við fórum yfir þau mál, eins og svo mörg önnur. María deilir með okkur hvað gekk og gengur á á Alþingi þessa dagana, og förum yfir vonarneista framtíðarinnar í þessum málum. Því staðreyndin er sú, að fólk hefur aldrei fylgst eins mikið með og haft eins sterkar skoðanir, jú og tekið þátt. Sem er nákvæmlega það sem við þurfum hér á landi. Svo ef þið viljið recap á því sem gengið hefur á, á algjöru mannamáli. Þessi þáttur er handa ykkur.

  Hægt er að fylgjast með Maríu á samfélagsmiðlum undir @mariarut - algjört must follow ef þið spyrjið mig.

  Þessi þáttur var tekinn upp í Nóa Síríus Stúdíó-i Podcaststöðvarinnar

  • 1 hr 9 min
  Þáttur 182 - Ernuland um heimkomu, nýlega fóstureyðingu og tvöfalt sverð réttlætiskenndarinnar

  Þáttur 182 - Ernuland um heimkomu, nýlega fóstureyðingu og tvöfalt sverð réttlætiskenndarinnar

  Þátturinn er í boði:
  Nettó - www.netto.is - náið í Nettó appið í app-store og sparið!
  Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið
  Sleepy - www.sleepy.is - fæst í Vest Ármúla
  Bpro - www.bpro.is

  Erna Kristín betur þekkt sem Ernuland, er komin aftur til Íslands eftir danskt ævintýri og ég er svo þakklátur að ég hafi náð að grípa hana nánast ferska úr fluginu til mín í Helgaspjallið. Við höfum átt það inni eftir mikið af samtölum í gegnum samfélagsmiðla, sem kannski hlustendur gætu upplifað, þar sem við vorum bæði frekar hátt uppi að loksins ná að sitja undir fjórum augum og tengjast og kynnast. En Erna er eins og svo margir vita, algjörlega stórkostleg og þvílík ánægja að fá að hlusta á hana og einhvernvegin meðtaka það sem þú segir, sem kemur frá svo mögnuðum stað. Við ræðum svo ótrúlega margt, en hún deilir fallegri frásögn um næmni og fóstureyðingu sem hún tók ákvörðun um á krefjandi tímum. Lærdóm í gegnum krefjandi tíma og réttlætiskenndina, sem getur verið þyngri en margir gera sér grein fyrir og hvernig hún hefur einnig áhrif á líf okkar sem höfum atvinnu af því að vinna á samfélagsmiðlum á sturluðum tímum.

  Þessi þáttur var tekinn upp í Nóa Síríus Stúdíó-i Podcaststöðvarinnar

  • 1 hr 18 min
  Þáttur 181 - Kynnumst forsetaframbjóðendum 2024: Halla Tómas

  Þáttur 181 - Kynnumst forsetaframbjóðendum 2024: Halla Tómas

  Þátturinn er í boði:
  Nettó - www.netto.is - náið í Nettó appið í app-store og sparið!
  Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið
  Sleepy - www.sleepy.is - fæst í Vest Ármúla
  Bpro - www.bpro.is

  Það er var og er mér mikill heiður að fá Höllu Tómas í Helgaspjallið, og þá sérstaklega eftir þáttinn. Þegar tilkynnt var að kosinn yrði nýr forseti Íslands þá hafði ég hreinlega ekki kynnt mér Höllu, né hennar bakrunn eða vinnu, svo forsetaframbjóðendur urðu bara fleiri og fleiri og alltíeinu var maður dottinn í eitthvað raunveruleika sjónvarp sem var spennandi að sjá hvernig spilaðist út. Í hvert skipti sem ég hef séð kappræður og almennt þegar Halla Tómas opnar á sér munninn, þá hefur henni alltaf tekist að fanga mig. Þá áttaði ég mig á því að Halla er vissulega afl, sem er mikilvægt að við horfum ekki framhjá. Við ræðum svo ótrúlega margt, hjónabandið, bakrunninn, gildi og allt sem tengist mögulegri framtíð hennar sem forseti Íslands.

  Njótið vel!

  Þessi þáttur var tekinn upp í Nóa Síríus Stúdíó-i Podcaststöðvarinnar

  • 1 hr 6 min
  Þáttur 180 - Ingileif Friðriks um glænýja bók, að fylgja ástríðunni og flogaveiki út frá streitu

  Þáttur 180 - Ingileif Friðriks um glænýja bók, að fylgja ástríðunni og flogaveiki út frá streitu

  Þátturinn er í boði:
  Nettó - www.netto.is - náið í Nettó appið í app-store og sparið!
  Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið
  Sleepy - www.sleepy.is - fæst í Vest Ármúla
  Bpro - www.bpro.is

  Hin ástsæla, hæfileikaríka og ein af mínum allra bestu vinkonum Ingileif Friðriksdóttir kom LOKSINS í Helgaspjallið, og við ræðum svolítið um það í þættinum. Ingileif er mikil fjöllistakona sem fylgir engum reglum um hvernig á að vinna í þessu lífi, hún gerir nákvæmlega þangað sem ástríðan tekur hana og gerir það allt með miklum sóma. Nýjasta verk hugarheim Ingileifar er skáldsagan Ljósbrot, ný bók sem komin er í verslanir. Ingileif segir okkur frá því hvernig þessi bók varð til og hvernig hún fann sjálfstraustið til að dýfa sér í það verkefni. Ingileif er eins insperandi og þær gerast og það er mér mikill heiður að vera vinur hennar og enn meiri heiður að fá hana í Helgaspjallið.

  Ljósbrot fæst í öllum helstu bókabúðum landsins og algjört must að kaupa sér eintak!

  Þátturinn var tekinn upp í Nóa Síríus Stúdíó-i Podcaststöðvarinnar

  • 1 hr 14 min
  Þáttur 179 - Kynnumst forsetaframbjóðendum 2024: Jón Gnarr

  Þáttur 179 - Kynnumst forsetaframbjóðendum 2024: Jón Gnarr

  Þátturinn er í boði:
  Nettó - www.netto.is - náið í Nettó appið í app-store og sparið!
  Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið
  IceHerbs - www.iceherbs.is
  Sleepy - www.sleepy.is - fæst í Vest Ármúla
  Bpro - www.bpro.is

  Næsti frambjóðandi í stólinn þekkjum við öll, Jón Gnarr. Hann hefur eflaust átt þátt í að gera dagana og kvöldin okkar skemmtilegri á skjánum, en vissulega líka þegar hann sat í stól borgarstjóra Reykjavíkur. Í þessum þætti fáum við einstaklega einlæga hlið af Jóni þar sem við kynnumst honum örlítið dýpra og var mín upplifun að ég sat með manni sem þekkir tilfinningarnar sínar, hefur vingast við þær og er óhræddur að tjá þær, sem ég tel sérstaklega góður eiginleiki einstaklings sem er að bjóða sig fram í embætti forseta Íslands.
  Jón Gnarr hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér sem opinber persóna, en að upplifa og hlusta á þessa hlið á honum sem hann leyfir okkur að kynnast í þættinum gaf mér nýja aðdáun og virðingu fyrir honum.

  Þátturinn var tekinn upp í Nóa Síríus Studíó-i Podcaststöðvarinnar

  • 1 hr 20 min
  Þáttur 178 - Kynnumst forsetaframbjóðendum 2024: Steinunn Ólína

  Þáttur 178 - Kynnumst forsetaframbjóðendum 2024: Steinunn Ólína

  Þátturinn er í boði:
  Nettó - www.netto.is - náið í Nettó appið í app-store og sparið!
  Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið
  IceHerbs - www.iceherbs.is
  Sleepy - www.sleepy.is - fæst í Vest Ármúla
  Bpro - www.bpro.is

  Steinunn Ólína er sá forsetaframbjóðandi sem ég hef verið forvitnastur um og var ég ekki vonsvikinn í þessum þætti, þvert á móti meira segja. Jafningi, sjálfsþekking og öryggi eru eiginlega orðin sem ég tók með mér eftir þetta spjall okkar Steinunnar. Við fórum um víðan völl í þessum þætti og verð að segja, að framboð hennar þykir mér sérstaklega spennandi. Slagorðið hennar í framboði sínu er "Með hjartanu" og tel ég það eiga mjög vel við. Ég mæli með að hlusta og fá að kynnast þessari mögnuðu konu enn betur!

  Þátturinn var tekinn upp í Nóa Síríus Studíó-i Podcaststöðvarinnar

  • 57 min

Customer Reviews

4.5 out of 5
366 Ratings

366 Ratings

annajjul ,

Helgi Ómars

Þetta var dásamlegt spjall hjá ykkur. Ætla að hlusta aftur á það. 👌🙏🤩 ég er eiginlega orðlaus því það er svo mikið sem ég er að hugsa um. Svo mikið sem ég meðtók. En samt ekki. Ætla að hlusta aftur og vera með blað og penna. Hjartans þakkir. Þið voruð báðir yndislegir. 🤩🤩🤩🤩🤩👋👋

Top Podcasts In Society & Culture

Í ljósi sögunnar
RÚV
Á vettvangi
Heimildin
Frjálsar hendur
RÚV
Jákastið
Tal
Scamfluencers
Wondery
Segðu mér
RÚV

You Might Also Like

Spjallið
Spjallið Podcast
Mömmulífið
Mömmulífið
Undirmannaðar
Undirmannaðar
Teboðið
Birta Líf og Sunneva Einars
Þarf alltaf að vera grín?
Þarf alltaf að vera grín?
Ólafssynir í Undralandi
Útvarp 101