15 episodes

Einkalífið eru þættir á Vísi þar sem rætt er við fólk sem skarar fram úr á sínu sviði. Hvort sem um er að ræða leikara, tónlistarfólk, afreksfólk í íþróttum, samfélagsmiðlastjörnur eða stjórnmálamenn, þá eru öll velkomin. Þáttastjórnendur eru Dóra Júlía Agnarsdóttir og Oddur Ævar Gunnarsson.

Einkalífi‪ð‬ einkalifid

    • Society & Culture
    • 4.0 • 2 Ratings

Einkalífið eru þættir á Vísi þar sem rætt er við fólk sem skarar fram úr á sínu sviði. Hvort sem um er að ræða leikara, tónlistarfólk, afreksfólk í íþróttum, samfélagsmiðlastjörnur eða stjórnmálamenn, þá eru öll velkomin. Þáttastjórnendur eru Dóra Júlía Agnarsdóttir og Oddur Ævar Gunnarsson.

    Einkalífið - Frosti Logason

    Einkalífið - Frosti Logason

    Frosti Logason fjölmiðlamaður er gestur Einkalífsins að þessu sinni og segir frá tímanum þar sem fyrrverandi kærasta hans steig fram í viðtali og sakaði hann um hótanir og andlegt ofbeldi. Hann segir frá tíma sínum á sjónum og stofnun eigin miðils, Brotkasts. Frosti ræðir umfjöllun sína um Eddu Falak og segist ekki hafa haft hana á heilanum. Hann ræðir líka fjölskyldulífið og væntanlega endurkomu Mínus.

    • 59 min
    Einkalífið - Kristrún Frostadóttir

    Einkalífið - Kristrún Frostadóttir

    Kristrún Frostadóttir er intróvert að eðlisfari sem var dregin út úr skelinni þegar foreldrar hennar fluttu til Bretlands. Hún ræðir æskuna í Fossvogi og spænskuskólann í San Sebastián þar sem hún kynntist fyrstu ástinni sem býr nú í Íran. Hún ræðir lífið á þingi og hvernig það fer saman að ala upp ung börn á meðan hún reisir Samfylkinguna upp úr öskustónni. 

    • 47 min
    Einkalífið - GDRN

    Einkalífið - GDRN

    Tónlistarkonan og leikkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN, er viðmælandi í Einkalífinu. GDRN skaust upp á stjörnuhimininn árið 2017 og það má með sanni segja að líf hennar hafi verið tilviljanakennt. Hún stefndi á atvinnumennsku í fótbolta frá ungum aldri en slasaðist og fór því í tónlistarnám. Hún gaf út plötu án þess að hafa sungið fyrir framan fólk, fór með aðalhlutverk í Netflix seríu án þess að hafa leikið áður og er í dag ein þekktasta listakona landsins. Hún var að senda frá sér plötuna Frá mér til þín og segir suma texta 100% samda um ákveðnar manneskjur á meðan hún gefur sér skáldaleyfi í öðrum lögum. GDRN ræðir hér meðal annars um feril sinn, tónlistina, ástina, móðurhlutverkið, að vera kona í bransanum, vináttu sína við Bríeti, að byggja sig upp og vera með breiðara bak í dag en nokkru sinni fyrr. 

    • 50 min
    Einkalífið - Þorsteinn V. Einarsson

    Einkalífið - Þorsteinn V. Einarsson

    Þorsteinn V. Einarsson kynjafræðingur er fótboltakappi að fornu fari sem lenti í erfiðleikum vegna fíkniefnanotkunar. Hann fann beinu brautina í kynjafræðinni en segir bakslag í umræðunni hafa haft sín áhrif á andlega heilsu hans. Þá ræðir hann fjölmiðlastorminn sem varð í kringum bók hans og eiginkonu hans Huldu Tölgyes um þriðju vaktina í aðdraganda síðustu jóla og áhrifin sem málið hafði á hann.

    • 59 min
    Einkalífið - Ástrós Traustadóttir

    Einkalífið - Ástrós Traustadóttir

    Dansarinn, áhrifavaldurinn og raunveruleikastjarnan Ástrós Traustadóttir var einungis 16 ára gömul þegar hún flutti erlendis til þess að leggja fyrir sig atvinnumennsku í dansi og varð Frakklandsmeistari í dansinum 17 ára. Nokkrum árum síðar lenti hún á vegg eftir að hafa glímt lengi við átröskun sem varð til þess að hún leitaði sér hjálpar og flutti heim. Ástrós er viðmælandi í Einkalífinu þar sem hún ræðir lífið og tilveruna, raunveruleikaþættina LXS, að vera þekkt á Íslandi, danslífið, andleg veikindi og bataferlið, erlendan hakkara sem hún varð fyrir, móðurhlutverkið og hlaðvarp hennar um móðurhlutverkið, ástina sem kom á erfiðum en samt hárréttum tíma og ýmislegt fleira.

    • 48 min
    Einkalífið - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir

    Einkalífið - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir

    Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata er skilnaðarbarn sem flutti reglulega í æsku. Hún varð fyrir einelti og Idol-ævintýri hennar lauk í sjúkrabíl. Arndís er gestur Einkalífsins og ræðir líka ástina, Eurovision, örlagaríka ferð á Kíkí og áhrifin sem málið hafði á fjölskyldu hennar. Einkalífið er í samstarfi við Mist. 

    • 54 min

Customer Reviews

4.0 out of 5
2 Ratings

2 Ratings

Top Podcasts In Society & Culture

Á vettvangi
Heimildin
Í ljósi sögunnar
RÚV
Þjóðmál
Þjóðmál
Frjálsar hendur
RÚV
Ein Pæling
Thorarinn Hjartarson
Lestin
RÚV

You Might Also Like

Undirmannaðar
Undirmannaðar
Podcast með Sölva Tryggva
Sölvi Tryggvason
Mömmulífið
Mömmulífið
Spjallið
Spjallið Podcast
70 Mínútur
Hugi Halldórsson
Teboðið
Birta Líf og Sunneva Einars