9 episodes

Athafnafólk er hlaðvarpsþáttur þar sem talað er við fólk sem hefur náð eftirtektarverðum árangri í viðskiptalífinu. Umsjón með þáttunum hefur Sesselja Vilhjálmsdóttir.

Athafnafólk Sesselja Vilhjálms

  • Business
  • 5.0 • 3 Ratings

Athafnafólk er hlaðvarpsþáttur þar sem talað er við fólk sem hefur náð eftirtektarverðum árangri í viðskiptalífinu. Umsjón með þáttunum hefur Sesselja Vilhjálmsdóttir.

  9. Stefanía Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Eyris Vaxtar

  9. Stefanía Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Eyris Vaxtar

  Viðmælandi þessa þáttar er Stefanía Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Eyris Vaxtar sem er framtakssjóður sem fjárfestir í sprotafyrirtækjum á vaxtarstigi. Stefanía er fædd árið 1973 á Akranesi og ólst upp á Hólmavík. Hún kláraði stúdentinn í Austurríki og fór síðan í landfræði í Háskóla Íslands og eftir það fór hún í mastersnám í umhverfisfræði að hluta til í DTU í Danmörku. Stefanía hefur komið víða við og starfaði við vatnamælingar hjá Orkustofnun og í orkutæknilausnum og viðskiptagreind hjá HugurAx. Þaðan lá leið hennar í leikjaiðnaðinn, nánar tiltekið til tölvuleikjafyrirtækisins, CCP, þar sem hún vann meðal annars sem yfirþróunarstjóri hjá CCP í Shanghai og síðast sem framkvæmdastjóri CCP á Íslandi. Stefanía snéri síðan aftur í orkumálin þegar hún tók við sem framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun. Í dag starfar hún framkvæmdastjóri nýs 6 milljarða króna fjárfestingasjóðs sem ber heitið Eyrir Vöxtur.

  Þátturinn er kostaður af Kaffitár, VÍS og Bílaumboðinu Öskju.

  • 1 hr 36 min
  8. Mundi Vondi, stofnandi og framkvæmdastjóri Klang Games

  8. Mundi Vondi, stofnandi og framkvæmdastjóri Klang Games

  Viðmælandi þessa þáttar er Guðmundur Hallgrímsson eða Mundi Vondi eins og hann er alltaf kallaður. Mundi er fæddur árið 1987 og er alinn upp í Vesturbæ Reykjavíkur og víðar. Hann stoppaði stutt við í MH, Iðnskólanum og Myndlistaskóla Íslands en þaðan lá leið hans í Listaháskóla Íslands þegar hann var aðeins 18 ára gamall. Mundi hefur m.a. unnið sem grafískur hönnuður, myndlistarmaður og fatahönnuður áður en leið hans lá í leikjaiðnaðinn. Hann er framkvæmdastjóri og einn stofnenda leikjafyrirtækisins Klang Games sem vinnur nú að fjölspilunarleiknum Seed. Leikurinn á líkja eftir hinu raunverulega lífi og er hlutverk spilarans að leika manneskju sem er partur af fjölskyldu og stærra samfélagi með öllum hinum spilurunum. Þeir félagar hafa nú safnað um 36 milljónum bandaríkjadollara eða um 4,5 milljarða íslenskra króna og hyggja á útgáfu leiksins Seed í nánustu framtíð.

  Þátturinn er kostaður af VÍS, Kaffitár og Bílaumboðinu Öskju.

  • 1 hr 11 min
  7. Hrund Rudolfsdóttir, forstjóri Veritas

  7. Hrund Rudolfsdóttir, forstjóri Veritas

  Viðmælandi þessa þáttar er Hrund Rudolfsdóttir, forstjóri Veritas. Hrund er fædd árið 1969 og er alin upp í Fossvoginum í Reykjavík. Hún gekk í Menntaskólann við Sund og kláraði svo viðskiptafræði í Háskóla Íslands og eftir það kláraði hún framhaldsnám í alþjóðaviðskiptum við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn. Hrund hefur m.a. unnið sem framkvæmdastjóri hjá Lyf og Heilsu, Milestone og Marel en nú starfar hún sem forstjóri Veritas, sem er móðurfélag nokkurra fyrirtækja sem starfa á heilbrigðismarkaði. Ásamt því að vera reyndur stjórnandi hefur Hrund setið í hinum ýmsu stjórnum fyrirtækja t.d. eins og hjá fjármálafyrirtækinu Stefni, Eimskipum og Veritas. Í þættinum ræðir Hrund um uppvöxt hennar og menntun, árin í Danmörku, hvernig hún fótaði sig sem stjórnandi ung að árum og mikilvægi árangursríkrar stefnumótunar og stjórnarhátta innan fyrirtækja.

  Þátturinn er kostaður af VÍS, Kaffitár og Bílaumboðinu Öskju.

  • 1 hr 40 min
  6. Georg Lúðvíksson, stofnandi og forstjóri Meniga

  6. Georg Lúðvíksson, stofnandi og forstjóri Meniga

  Viðmælandi þessa þáttar er Georg Lúðvíksson, stofnandi og forstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Meniga en fyrirtækið býður upp á alls kyns stafrænar bankalausnir. Georg er fæddur árið 1976 og er alinn upp í Vesturbænum. Hann gekk í MR og þaðan lá leið hans í hugbúnaðarverkfræði í Háskóla Íslands og síðan Harvard háskóla þar sem hann lauk MBA gráðu. Georg stofnaði Meniga árið 2009 með bræðrunum Ásgeiri og Viggó Ásgeirssyni en í dag starfa um 150 manns hjá fyrirtækinu í fjórum löndum. Fyrirtækið hefur safnað 6,8 milljörðum íslenskra króna í hlutafé frá þekktum erlendum fagfjárfestum og eru með suma af stærstu bönkum Evrópu fyrir viðskiptavini.

  Þátturinn er kostaður af VÍS, Kaffitár og Bílaumboðinu Öskju.

  • 58 min
  5. Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis

  5. Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis

  Viðmælandi þessa þáttar er Katrín Pétursdóttur, forstjóri Lýsis, sem framleiðir meðal annars þorskalýsið sem allir Íslendingar þekkja. Katrín er fædd árið 1962 og er alin upp miðbæ Reykjavíkur. Hún gekk í Verzlunarskólann og lauk námi í rekstrarfræði í Tækniskóla Íslands sem núna er hluti af Háskólanum í Reykjavík. Katrín kom ung að árum að fyrirtækjarekstri enda alin upp í mikilli frumkvöðlafjölskyldu. Árið 1999 keypti hún fyrirtækið Lýsi og settist í forstjórastólinn og hefur Lýsi vaxið og dafnað undir hennar stjórn. 

  Þátturinn er kostaður af VÍS, Kaffitár og Bílaumboðinu Öskju.

  • 1 hr 2 min
  4. Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP

  4. Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP

  Viðmælandi þessa þáttar er Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP. Hilmar Veigar er fæddur árið 1973 og ólst upp í Kópavoginum og síðar Garðabænum og þaðan lá leið hans í Háskóla Íslands þar sem hann lauk tölvunarfræðiprófi. Hann gekk svo til liðs við CCP árið 2000 og gerðist síðar forstjóri félagsins. CCP eins og flestir Íslendingar þekkja er fyrirtæki sem býr til vinsæla tölvuleiki þ.á.m. geimtölvuleikinn Eve Online, sem fólk spilar saman í gegnum netið. Árið 2018 var síðan CCP selt til suður kóreyska tölvuleikjarisans, Pearl Abyss, fyrir hundruði milljóna bandaríkjadollara og starfar Hilmar þar enn sem forstjóri CCP.
  ------
  Kostunaraðilar þáttarins eru VÍS, Kaffitár og Askja.

  • 1 hr 34 min

Customer Reviews

5.0 out of 5
3 Ratings

3 Ratings

Top Podcasts In Business