322 episodes

Fílalag er hlaðvarp um tónlist. Á hverjum föstudegi senda þeir Snorri Helgason og Bergur Ebbi frá sér nýjan þátt þar sem dægurlag er tekið fyrir og fílað í ræmur.

Í fíluninni felst að greina menningarleg fyrirbæri sem eru kynnt í laginu, tískustrauma í hljómi og tíðaranda í framsetningu. Farið er um víðan völl og fjallar þátturinn um poppmenningu í stærra samhengi.

Um málið er ekkert meira að segja. Fílið þetta bara og fokk svo off.

Fílalag Fílalag

    • Music
    • 4.9 • 307 Ratings

Fílalag er hlaðvarp um tónlist. Á hverjum föstudegi senda þeir Snorri Helgason og Bergur Ebbi frá sér nýjan þátt þar sem dægurlag er tekið fyrir og fílað í ræmur.

Í fíluninni felst að greina menningarleg fyrirbæri sem eru kynnt í laginu, tískustrauma í hljómi og tíðaranda í framsetningu. Farið er um víðan völl og fjallar þátturinn um poppmenningu í stærra samhengi.

Um málið er ekkert meira að segja. Fílið þetta bara og fokk svo off.

    Dag sem dimma nátt – Strenging húmsins

    Dag sem dimma nátt – Strenging húmsins

    Í Svörtum fötum – Dag sem dimma nátt Oft hefur Ísland nötrað. Undan hrolli jöklanna, undan jarðhræringum, undan hafísnum, landsins forna fjanda. Oft hefur hrollurinn læst sér í taugakerfi þeirra sem hér búa, refa, minka og manna. Og hrollurinn framkallar herping, þúfur á handarbaki, húð kennda við gæsir og fygl. Það eru milljón ástæður til […]

    • 1 hr 10 min
    Will You Love Me Tomorrow – Paradísarmissir, missir, missir, missir (bergmál)

    Will You Love Me Tomorrow – Paradísarmissir, missir, missir, missir (bergmál)

    The Shirelles / Carole King – Will You Love Me Tomorrow Hvað er þetta annað en paradísarmissir? Allt saman! Allar sögur! Nakið fólk að borða ávexti í vellystingum og búmm skömmustulegt fólk með fýkjublöð um klofið, grátbiðjandi um miskunn. Tveggja ára barn á bleyju, öskrandi og krotandi á veggi. Búmm. Sex ára barn í skóla, […]

    • 1 hr 4 min
    Quit Playing Games (With my Heart) – Tárin, árin, sárin

    Quit Playing Games (With my Heart) – Tárin, árin, sárin

    Backstreet Boys – Quit Playing Games (With my Heart) Höfrungasýning í skemmtigarði. Aflitaðir endar. Rigning inni í vöruhúsi. Uppásnúnir gallajakkar. Pýramídasvindlara-umboðsmaður. Vinir að eilífu. Plakötin yfir rúmstokknum. Tárin, árin, sárin. Skipt í miðju, uppfært andlit, skemmtiferðasigling um veröld sem var, horfnar ástir, skot í myrkri, ölvunarakstur, MTV í Þýskalandi. Það var hlegið að þeim. Að […]

    • 1 hr 7 min
    Gvendur á Eyrinni – Harmurinn, tyggjóið, eyrin og eilífðin

    Gvendur á Eyrinni – Harmurinn, tyggjóið, eyrin og eilífðin

    Dátar – Gvendur á Eyrinni Esjan er klædd flaueli. Handan hennar springur bomban. Sveppaskýið rís til himins. Faxaflóinn verður appelsínugulur. Við ströndina standa eyjaskeggjar með hnausþykk bítnikka-sólgleraugu og horfa á hamfarirnar en heyra ekkert hljóð. Svo fara allir heim til sín og sjóða ýsu og hlusta á aflafréttir í útvarpinu. Ekkert gerðist. Það er allt […]

    • 1 hr 8 min
    Perfect Day – Fullkominn dagur (Live frá Kex Hostel)

    Perfect Day – Fullkominn dagur (Live frá Kex Hostel)

    Lou Reed – Perfect Day Í tilefni tíu ára afmælis Fílalag var ákveðið að hóa saman fólki og henda í snar basic live-fílun á Kex Hostel. Það þýddi ekkert annað en að fullkomna daginn með því að fíla Perfect Day. Er hægt að hugsa sér fílanlegra lag? Rammpirraður Lou Reed í lautarferð. Þetta gerist ekki […]

    • 1 hr 3 min
    Heaven on their Minds – Stóru samskeytin

    Heaven on their Minds – Stóru samskeytin

    Carl Anderson og Jesus Christ Superstar leikhópurinn – Heaven on their Minds Sólbruni. Tímasprengja. Páskar. Heilaga landið. Gallabuxur. Aktivismi. Oflæti. Broadway. Hamas. Bringuhár. Langferðabílar. Vinátta. Stereo. Neysla. Biskupsstofa. Flugskeyti. Fótanudd. Mattheusarguðspjall. Leðurjakki. Vandarhögg. Þórscafé. Handsprengja. Klútar. Kynlíf. Carlsberg. Konseptplötur. Eyðimörk. Sviti. PLO. Koss. F16. Rómarveldi. Hellisheiði. Reipi. Brauð. Golgata. Banjó. Kross. Hass. Skegg. Kristur. Súperstjarna. […]

    • 1 hr 27 min

Customer Reviews

4.9 out of 5
307 Ratings

307 Ratings

Lxxi1991 ,

Frábært hlaðvarp sem lætur mér líða vel

Six seasons and a movie !

gojxifcw ,

Mjög gott

Kann að meta ástríðuna sem komið er til skila

Torfi Geir ,

Toppurinn

Þvílíka snilldin.

Legg til að þið farið í rækilega sjálfsskoðun og takið fyrir Glúm eða Verum í Sambandi. Það er liðinn nægur tími til að kryfja þetta úr fjarlægð.

Top Podcasts In Music

182 News
poppincurbs
Switched on Pop
Vulture
Besta platan
Hljóðkirkjan
One Song
SiriusXM
DISGRACELAND
Double Elvis Productions
Shred With Shifty
Chris Shiflett

You Might Also Like

Steve Dagskrá
Steve Dagskrá
Í ljósi sögunnar
RÚV
Chess After Dark
Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson
Dr. Football Podcast
Hjörvar Hafliðason
Beint í bílinn
Sveppalingur1977
Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars
Helgi Jean Claessen