31 episodes

Hlaðvarpsþættir Bændablaðsins.

Hlaðan - Hlaðvarp Bændablaðsins Bændablaðið

  • News

Hlaðvarpsþættir Bændablaðsins.

  Hlaðvarp Bændasamtakanna - #2 – Tillaga um nýtt félagskerfi landbúnaðarins - 27. febrúar 2020

  Hlaðvarp Bændasamtakanna - #2 – Tillaga um nýtt félagskerfi landbúnaðarins - 27. febrúar 2020

  Tillaga að heildarendurskoðun á félagskerfi landbúnaðarins liggur fyrir Búnaðarþingi 2020. Meginmarkmiðið er að auka skilvirkni og bæta nýtingu fjármuna, ná fram sem breiðastri samstöðu meðal bænda og auka slagkraft hagsmunagæslunnar. Að auki á að finna leiðir til að fjármagna rannsóknir til að stuðla að framþróun og aukinni fagmennsku í landbúnaði.

  Guðbjörg Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá BÍ og fyrrum formaður Búnaðarsambands Suðurlands og Baldur Helgi Benjamínsson, bóndi á Ytri-Tjörnum í Eyjafirði og fyrrum framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, ræða málið í hlaðvarpi Bændasamtakanna. Þau hafa starfað með þriggja manna starfshópi bænda og teiknað upp tillögu að nýju félagskerfi. Hvað þýða breytingarnar fyrir bændur og hvað er það sem kallar á endurskoðun á félagskerfinu?

  Í þættinum er m.a. rætt um fjárhagshliðina og þá hugmynd að búa til ný Samtök landbúnaðarins að danskri fyrirmynd.

  • 47 min
  Kaupfélagið með Jóni Gnarr - #6 - 21. febrúar 2020

  Kaupfélagið með Jóni Gnarr - #6 - 21. febrúar 2020

  Kaupfélagsstjórinn Jón Gnarr rýnir í Bændablaðið, ræðir um veðrið, stórar dráttarvélar, kjallaradælur fyrir salerni og hellulagnastörf í Reykjavík forðum daga. Í lok þáttar boðar kaupfélagsstjórinn stórar fréttir um framtið sína og möguleg jeppakaup.

  • 1 hr 16 min
  Hlaðvarp Landgræðslunnar - #3 - Guðrún Schmidt fræðslufulltrúi LG - 21. feb. 2020

  Hlaðvarp Landgræðslunnar - #3 - Guðrún Schmidt fræðslufulltrúi LG - 21. feb. 2020

  Gestur í hlaðvarpi Landgræðslunnar að þessu sinni er Guðrún Schmidt fræðslufulltrúi Landgræðslunnar. Guðrún ræðir um loftslagsmál frá ýmsum hliðum og segir að Íslendingar megi gjarnan temja sér meiri nægjusemi – enda sé nægjusemi ein af frumforsendum þess að mannkyni takist að ná tökum á loftslagsvandanum. Sömuleiðis, segir Guðrún, verður að endurskoða hagkerfið sem þrífst fyrst og síðast á neyslu og aftur neyslu.

  • 30 min
  Ræktaðu garðinn þinn - #3 - Jarð- og moltugerð - 21. febrúar 2020

  Ræktaðu garðinn þinn - #3 - Jarð- og moltugerð - 21. febrúar 2020

  Vilmundur Hansen fjallar um jarðveg og jarðvegsgerð. Áhugi á jarð- eða moltugerð eykst sífellt og margir garð- og sumarhúsaeigendur eru með safnhaug í þeim tilgangi að nýta lífrænan úrgang sem fellur til úr eldhúsinu og garðinum. Góð safnhaugamold er besta mold sem hægt er að fá.

  • 13 min
  Víða ratað með Sveini Margeirssyni - #7 - Hlöðver Hlöðversson bóndi á Björgum - 19. feb. 2020

  Víða ratað með Sveini Margeirssyni - #7 - Hlöðver Hlöðversson bóndi á Björgum - 19. feb. 2020

  Hlöðver Hlöðversson bóndi að Björgum í S-Þingeyjarsýslu er viðmælandi Sveins Margeirssonar í Víða ratað. Þeir ræða skemmtilega vakningu bænda í Þingeyjarsýslum, nýtingu jarðvarma og fóðurframleiðslu. Einnig ber uppkaup á jörðum á góma.

  • 18 min
  Víða ratað með Sveini Margeirssyni - #6 - Hildur Ásta Þórhallsdóttir - 12. feb. 2020

  Víða ratað með Sveini Margeirssyni - #6 - Hildur Ásta Þórhallsdóttir - 12. feb. 2020

  Hildur Ásta Þórhallsdóttir stjórnmálafræðingur sem nýlega lauk námi tengdu sjálfbærni við Edinborgarháskóla í Skotlandi er viðmælandi Sveins í þessum þætti af Víða ratað. Þau ræða m.a. áskoranir og tækifæri í landbúnaði og við landnýtingu í ljósi loftslagsbreytinga.

  • 26 min

Top Podcasts In News

Listeners Also Subscribed To