77 episodes

Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Umsjón: Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.

Heimskviður RÚV

  • News
  • 4.8 • 101 Ratings

Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Umsjón: Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.

  70 | Boko Haram sækir í sig veðrið og 27 ár án Kurt Cobain

  70 | Boko Haram sækir í sig veðrið og 27 ár án Kurt Cobain

  Í Heimskviðum þessa vikuna fjöllum við um hrðyjuverk, og tónlist. Að minnsta kosti áttatíu saklausir borgarar hafa verið myrtir af íslömsku hryðjuverkasamtökunum Boko Haram í norðurhluta Kamerún síðan í desember á síðasta ári. Samtökin komust í heimsfréttirnar fyrir nokkrum árum þegar liðsmenn þeirra rændu tæplega þrjúhundruð skólastúlkum í Chibok héraði í Nígeríu í apríl 2014. Frá 2013 hafa yfir tvær milljónir hrakist frá heimilum sínum af ótta við samtökin, og yfir 20 þúsund manns verið myrt af liðsmönnum samtakanna. Stjórnvöld hafa síðustu ár haldið því fram að samtökin væru að syngja sitt síðasta, en morðalda síðustu mánaða bendir til annars. Hvað er Boko Haram og hvers vegna gengur svona illa að kveða samtökin í kútinn? Í síðari hluta þáttarins fjallar Birta um tónlistarmanninn Kurt Cobain, en í vikunni eru 27 ár frá því hann lést, aðeins 27 ára gamall. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.

  69 | Stíflaður Suesskurður og Grænlendingar að kjörborðinu

  69 | Stíflaður Suesskurður og Grænlendingar að kjörborðinu

  Í Heimskviðum vikunnar förum við til Egyptalands og Grænlands. Við byrjum í Súes-skurðinum, þar sem flennistórt flutningaskip strandaði í vikunni. Það er umtalsvert vesen, sérstaklega ef það dregst eitthvað á langinn að losa skipið. Við fjöllum um sögu Súes-skurðsins og mikilvægi hans. Grænlendingar ganga að kjörborðinu þriðjudaginn eftir páska. Boðað var til kosninga þó að kjörtímabilið renni ekki út fyrr en eftir rúmt ár, síðast var kosið á vormánuðum 2018. Bogi Ágússtsson fjallar um grænlensk stjórnmál og ræðir meðal annars við Kristjönu Guðmundsdóttur Motzfeldt sem þekkir afar vel til. Hún er ekkja Jonathans Motzfeldts, sem var einn af helstu leiðtogum Grænlendinga og meðal annars fyrsti formaður Landsstjórnar Grænlands eftir að Grænlendingar fengu að hluta til stjórn eigin mála árið 1979. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.

  68 | Áratugur af stríði í Sýrlandi og March 4 Justice

  68 | Áratugur af stríði í Sýrlandi og March 4 Justice

  Í Heimskviðum vikunnar höldum við til Ástralíu og Sýrlands. Fjölmenn mótmæli fóru fram í Ástralíu og á Bretlandi fyrr í vikunni. Þó að sitthvort málið hafi verið mótmælendum innblástur þá eiga þau það sameiginlegt að snúast um ofbeldi gegn konum. réttlæti. Í um 40 borgum vítt og breitt um hina víðfemu Ástralíu komu konur saman og tóku þátt í hinni boðuðu samstöðu. Kveikjan nú eru tvö mál sem mikið hefur verið fjallað um í áströlskum miðlum undanfarið. Birta Björnsdóttir segir frá. Í síðari hluta þáttarins höldum við til Sýrlands. Þar hefur stríð geysað í áratug, en í vikunni voru tíu síðan frá atburðum borginni Deraa í suðurhluta landsins sem oft er talað um sem upphafið af þessari blóðugu styrjöld sem hefur dregið hundruð þúsunda ofan í gröfina og hrakið milljónir manna frá heimilum sínum. Og þessu stríði er hvergi nærri lokið. Guðmundur Björn fjallar nú um átökin í Sýrlandi, hvaða afleiðingar þau hafa haft og hvað framtíðin ber í skauti sér. Ólöf Ragnarsdóttir, sérlegur sérfræðingur okkar um Mið-Austurlönd, lítur við. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.

  67 | Réttað yfir Derek Chauvin og landamærabörnin í Bandaríkjunum

  67 | Réttað yfir Derek Chauvin og landamærabörnin í Bandaríkjunum

  Heimskviður staldra við í Bandaríkjunum þessa vikuna. Réttarhöldin yfir Derek Chauvin, lögregluþjóninum sem myrti George Floyd í maí í fyrra, hófust í vikunni. Guðmundur og Birta ræða um hvað gerðist í kjölfar morðsins á Floyd, Black Lives Matter, og sjálf réttarhöldin, í fyrri hluta þáttarins. Á síðasta ári hefur fylgdarlausum börnum, sem freista þess að komast yfir landamærin frá Mexíkó til Bandaríkjanna, fjölgað gríðarlega. Í janúar á þessu ári voru þau tvöfalt fleiri en á sama tíma í fyrra. Fyrir þessu eru ýmsar ástæður. Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti fór ekki leynt með andúð sína á nágrönnum sínum í suðri í forsetatíð sinni, og hóf meðal annars að reisa vegg á landamærunum. En þúsundir barna, fylgdarlausra, reyna eftir sem áður að komast til Bandaríkjanna í hverjum mánuði. Kemur þetta til með að breytast með nýjum forseta? Og hvað verður um þessi börn? Jóhannes Ólafsson ætlar að segja okkur nánar frá þessu í síðari hluta þáttarins. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.

  66 | Bin Salman, morðið á Khashoggi og eldsvoðinn í Grenfell

  66 | Bin Salman, morðið á Khashoggi og eldsvoðinn í Grenfell

  Í Heimskviðum vikunnar höldum við Tyrklands, Sádí-Arabíu og Lundúna. Tæp tvo og hálft ár eru síðan Sádí-arabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi var myrtur í sendiráði Sádí-Arabíu í Istanbúl í Tyrklandi. Khashoggi hafði talað opinskátt fyrir opnara og gagnsærra stjórnkerfi í heimalandinu, og gagnrýnt krónprinsinn Mohammed bin Salman fyrir spillingu og mannréttindabrot. Prinsinn hefur ítrekað þvertekið fyrir að hafa skipulagt, eða vitað, um morðið á Khashoggi. Það verður að teljast ólíklegt að að hæstráðandi landsins hafi ekkert vitað, og því eru bandarísk stjórnvöld sammála. Þetta kemur fram í skýrslu bandarísku leyniþjónustunnar CIA um morðið á Khashoggi, sem var gerð opinber á dögunum. En hvað hún felur hún í sér? Munu Bandaríkin geta beita refsiaðgerðum gegn einum mikilvægasta bandamanni sínum í Mið-Austurlöndum? Guðmundur Björn kynnti sér málið. Flestum er eldsvoðinn í Grenfell fjölbýlishúsinu í Lundúnum sumarið 2017 enn í fersku minni en sjötíu og tvö létust þegar blokkin varð alelda á skömmum tíma. Tæpum fjórum árum eftir brunann búa um 650 þúsund Lundúnabúar búa enn í húsnæði með samskonar klæðningu og fuðraði upp í eldsvoðanum. Örvænting hefur gripið um sig í stað reiði, því þrátt fyrir fögur fyrirheit stjórnvalda hefur lítið verið gert fyrir þennan hóp. Birta Björnsdóttir fjallan um eldsvoðann í Grenfell og ræðir við Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara RÚV í Lundúnum. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.

  65 | Fótboltamót í skugga mannréttindabrota og verkefni Joe Bidens

  65 | Fótboltamót í skugga mannréttindabrota og verkefni Joe Bidens

  Í Heimskviðum vikunnar er meðal annars að fjalla um mannréttindabrot í Katar og helstu verkefni nýkjörins Bandaríkjaforseta, Joe Biden. Tæp tvö eru þar til heimsmeistaramót karla í fótbolta verður haldið í þessu smáríki á Arabíuskaganum. Íslendingar vonast til að vera þar meðal þátttökuþjóða, en undankeppni HM hefst í næsta mánuði þegar Íslendingar mæta Þjóðverjum ytra. Þetta er í fyrsta sinn sem heimsmeistaramótið fer fram í Arabalandi og í fyrsta sinn í landi þar sem múslimar eru í meirihluta. Þar sem hitinn á sumrin í Katar fer vel yfir fjörutíu gráður og stundum yfir fimmtíu, verður leikið frá miðjum nóvember fram í miðjan desember. En við ætlum ekki að tala um fótbolta hér, heldur þá staðreynd að það að Katarar hafi ákveðið að halda eitt stykki fótboltamót, hafi gert það að verkum að um sex þúsund og fimm hundruð farandverkavenn frá Indlandi, Pakistan, Nepal, Bangladesh og Sri Lanka hafa dáið við uppbyggingu á íþróttamannvirkjum og öðru sem tengist undirbúningi mótsins, á síðastliðnum áratug. Þetta kom fram í úttekt breska blaðsins Guardian í síðustu viku, og byggir hún á upplýsingum frá stjórnvöldum þessara landa. Þá er einnig farið yfir stöðu mála í Bandaríkjunum. Eða ekki við, Bogi nokkur Ágústsson ætlar að gera það, enda fáir betur til þess fallnir að fara yfir sviðsmyndina þar vestra. Hann ætlar meðal annars að segja okkur frá fystu verkefnum Bidens bæði í innanríkis- og utanríkismálum, stöðuna á Bandaríkjaþingi og líka áhrif fyrrum forseta Donalds Trumps, á Repúblikanaflokkinn. Á fyrsta degi í embætti undirritaði Joe Biden fjölda tilskipana til að afnema ákvarðanir fyrirrennara síns. Biden hyggst gerbreyta stefnu Bandaríkjastjórnar bæði í innanríkis- og utanríkismálum. Demókratar ráða báðum deildum þingsins, en það getur samt reynst þrautin þyngri að hrinda stefnumálum í framkvæmd og uppfylla loforð úr kosningabaráttunni. Bogi Ágústsson veltir fyrir sér við hverju megi búast í bandarískum stjórnmálum á næstunni og ræðir við Silju Báru Ómarsdóttur, prófessor í stjórnmálafræði. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.

Customer Reviews

4.8 out of 5
101 Ratings

101 Ratings

helenavattar ,

Frábærir þættir

Svo mikil synd að framleiðslu þáttana sé hætt. Vona svo sannarlega að þeir komi í loftið einhverntíma aftur.

Hrafnkell Á ,

Frábærir þættir

Skýrir, hnitmiðaðir og skemmtilegir.

Hannes Ingvar ,

Frábærlega fróðleg skemmtun.

Meira takk.

Top Podcasts In News

Listeners Also Subscribed To