150 episodes

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Spegillinn RÚV

  • News
  • 4.1 • 7 Ratings

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

  Landsbankinn stærsti hluthafi Icelandair

  Landsbankinn stærsti hluthafi Icelandair

  Tap Isavía á fyrri hluta ársins nemur hátt í átta milljörðum. Tekjur fyrirtækisins drógust saman um 97% á öðrum ársfjórðungi. Tilkynningar um hópuppsagnir tæplega 300 manns hafa borist Vinnumálastofnun nú fyrir lok mánaðar. Talið er mögulegt að fimm skipverjar togara sem er á leið til Seyðisfjarðar séu smitaðir af kórónuveirunni. Verkefnastjóri á hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi segir að litlar heimtur séu úr bakvarðasveit velferðarþjónustunnar. Fimm starfsmenn eru í sóttkví. Landsbankinn er stærsti hluthafinn í Icelandair eftir hlutafjárútboð fyrr í mánuðinum, með sjö og hálfs prósents hlut, og Íslandsbanki er þriðji stærsti hluthafinn, með sex og hálft prósent. Gildi lífeyrissjóður kemst upp á milli þeirra með 6,6 prósenta hlut. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Icelandair birti í Kauphöllinni. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins er fjórði stærsti hluthafinn með rúmra sex prósenta hlut og Brú, lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga, sá fimmti með tæpra fimm prósenta hlut. Foreldrar eiga rétt á að fá greidd laun á meðan þeir annast börn í sóttkví. Smitist börnin fellur þessi réttur úr gildi. Flugvirkjar sem starfa hjá Landhelgisgæslunni hafa boðað verkfall í lok næsta mánaðar. Nýr meirihluti í Múlaþingi vill að Björn Ingimarsson bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði verði bæjarstjóri nýja sveitarfélagsins. Flestir eru sammála um að fyrstu kappræður frambjóðendanna í bandarísku forsetakosningunum í nótt hafi verið ómálefnalegar, rætnar og háværar, og hvorugur þátttakandinn hafi grætt á þeim. Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur telur að þær geti helst orðið til þess að fæla óákveðna kjósendur frá kjörstað. Það sé Joe Biden og Demókrötum í óhag. Sigríður Hagalín Björnsdóttir talar við Silju Báru Ómarsdóttur. Svo getur farið að allsherjarverkföll hefjist í tveimur álverum í byrjun desember. Í álverinu í Straumsvík og álveri Norðuráls á Grundartanga. Atkvæðagreiðsla hefst á föstudaginn meðal starfsmanna Ísals í Straumsvík um að skæruverkföll hefjist 16. október og allsherjarverkfall 1. desember. Arnar Páll Hauksson talar við Kolbein Gunnarsson og Vilhjálm Birgisson. Eftir fjármálakreppuna 2008, þegar ríkisstjórnir víða um heim tóku á sig skuldir til að bjarga fjármálakerfum landa sinna, var víða tekið á auknum ríkisskuldum með miklum niðurskurði. En það er röng nálgun að líta á opinberar skuldir líkt og skuldir fyrirtækja eða heimila, segja hagfræðingar eins og Stephanie Kelton. Ef ríki skuldar hefur einhver fengið fé og þá skiptir öllu að féð sé vel nýtt, ekki hvort skuldirnar vaxi. Sigrún Davíðsdótti

  Spegillinn 29. September 2020

  Spegillinn 29. September 2020

  Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Samtök atvinnulífsins hafa valdið óþarfa óöryggi og usla meðal fólks með því að draga gildi lífskjarasamninganna í efa, segir forseti Alþýðusambands Íslands. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar milda höggið sem fyrirtækin í landinu hafa orðið fyrir segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Ljóst er þó að mörg fyrirtæki verði áfram í miklum vanda. Formaður Samfylkingarinnar segir ýmislegt gott í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar, en ekki sé gengið nógu langt. Hann kallar sérstaklega eftir aðgerðum í þágu atvinnulausra. Armenar saka Tyrki um að hafa skotið niður flugvél armenska flughersins. Þeir segjast hvergi hafa komið nærri. Hátt í eitt hundrað hafa fallið í bardögum um Nagorno-Karabakh. Dómsmálaráðherra ætlar að leggja fram frumvörp í byrjun þings sem skýra refsiákvæði gagnvart kynferðislegri friðhelgi og umsáturseinelti. Stærstu hluthafar í Icelandair Group fyrir hlutafjárútboð eru það ekki lengur. Lífeyrissjóður verslunarmanna var stærstur með tæp 12 prósent en á nú rúmlega tvö prósent. Fjárfestingasjóðurinn PAR Investment Partners átti tíu en á nú tæplega tvö prósent. Hvorugur sjóðurinn tók þátt í útboðinu. Samtals hafa átta starfsmenn hjá VÍS, Vátryggingafélagi Íslands, greinst með kórónuveirusmit. Flestir þeirra greindust fyrir tíu dögum og þá fóru 75 starfsmenn í sóttkví og unnu að heiman. Fyrstu kappræður bandarísku forsetaframjóðendanna Joes Bidens og Donalds Trumps verða í nótt. Chris Wallace, fréttamaður FOX News, stýrir umræðunum í Cleveland í Ohio. Sýnt verður beint frá kappræðunum í sjónvarpinu og á ruv.is og hefst útsending klukkan eitt í nótt. Lengri umfjallanir: Forsætisráðherra vonast til að þær aðgerðir sem kynntar voru í dag, létti undir hjá atvinnulífinu og auðveldi atvinnurekendum að taka afstöðu til þess að hvort segja eigi upp kjarasamningum. Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins ákvað í dag að hætta við atkvæðagreiðsluna meðal félagsmanna um hvort segja ætti upp samningum. ASÍ vill að stjórnvöld gefi vilyrði fyrir því að atvinnuleysisbætur verði hækkaðar. Katrín Ólafsdóttir hagfræðingur tekur undir þessa körfu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti aðgerðir ríkisstjórnarinnar að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Arnar Páll Hauksson tekur saman og talar við Katrínu Ólafsdóttur. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesskaga þurfa að búa sig undir jarðskjálfta af stærðinni sex til sex komma fimm í náinni framtíð. Það sama á við um Húsvík og nágrenni. Þetta er mat Freysteins Sigmundssonar jarðe

  Spegillinn 28. september 2020

  Spegillinn 28. september 2020

  Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Búist er við að ríkisstjórnin kynni á morgun aðgerðir til að koma í veg fyrir uppsögn kjarasamninga. Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins og ríkisstjórnarinnar sitja nú á fundi. Róðurinn er að tekinn að þyngjast innan heilbrigðis og velferðarkerfisins vegna Covid-19 segir landlæknir. Fimm eru á Landsspítalanum með sjúkdóminn, einn á gjörgæslu. Þrír íbúar á hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi hafa greinst með smit. Formaður Sjómannasambands Íslands hvetur útgerðir fiskiskipa til að vera á varðbergi gagnvart kórónuveirunni og láti skima allar áhafnir fyrir brottför. Spænska ríkisstjórnin hótar að grípa til harðra aðgerða ef borgaryfirvöldum í Madríd mistekst að draga úr tíðni kórónuveirusmita. Starfsfólk Sjúkrahússins á Akureyri hefur verið beðið um að takmarka samgang við fólk af höfuðborgarsvæðinu vegna smithættu. Búist er við að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna komi saman til lokaðs fundar á morgun til að ræða ástandið í héraðinu Nagorno-Karabakh. Þrjú íslensk fiskiskip voru í síðustu viku staðin að meintum ólöglegum veiðum innan lokaðra svæða í íslensku efnahagslögsögunni. Lengri umfjallanir: Búist er við að ríkisstjórnin kynni aðgerðir til að koma í veg fyrir uppsögn kjarasamninga eftir ríkisstjórnarfund í fyrramálið. Atkvæðagreiðsla aðildarfyrirtækja SA um uppsögn Lífskjarasamningsins hefst á hádegi á morgun óháð því hvert útspil stjórnvalda verður. Framkvæmdastjóri SA segir að skiptar skoðanir séu meðal atvinnurekenda um hvernig bregðast eigi við. Arnar Páll Hauksson talar við Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóra SA. Vísindamenn hjá Jarðvísindastofnun Háskóla íslands og Veðurstofunni fylgjast grannt með þeim fimm eldstöðvum á Íslandi sem liklegastar eru til að láta á sér kræla á næstunni. Bárðarbungu, Grímsvötnum, Heklu, Kötlu og Reykjanesskaga. Spegillinn settist niður með Freysteini Sigmundssyni jarðeðlisfræðingi hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og fékk hann til að fara yfir hverja eldstöð fyrir sig. Í dag tökum við fyrir Bárðarbungu, Grímsvötn, Heklu og Kötlu og bætum reyndar Öræfajökli við. Í Speglinum á morgun fjöllum við svo sérstaklega um Reykjanesskaga. Snarpur jarðskjálfti mældist um helgina í Bárðarbungu. Síðasta eldgosið á Íslandi, gosið í Holuhrauni 2024 til 2015 tengdist Bárðarbungu beint. Kristján Sigurjónsson talr við Freysteini. Öllum að óvörum hækkar verð á húsnæði þegar allt virðist takmörkunum háð í kóróna-kreppunni. Þetta hefur komið sérfræðingum mjög á óvart víða um lönd - og til dæmis í Osló, h

  Stjórnvöld ræða við aðila vinnumarkaðarins

  Stjórnvöld ræða við aðila vinnumarkaðarins

  Stjórnvöld hafa í dag rætt við aðila vinnumarkaðarins vegna stöðunnar sem nú er komin upp á vinnumarkaði. Búist er við að fundað verði um helgina. Forsætisráðherra segir átök á vinnumarkaði það síðasta sem þurfi í miðjum heimsfaraldri og efnahagslægð. Ráðist verður fljótlega í endurskoðun á meðferð hælisumsókna. Skoða þarf kerfið í heild sinni. Þetta segir dómsmálaráðherra. Nýr leki afhjúpar enn á ný hvernig stórir bankar styðja glæpi og svik með því að veita þeim, sem véla með illa fengið fé, þjónustu. Mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna sakar öryggissveitir stjórnvalda í Venesúela um að hafa orðið yfir tvö þúsund stjórnarandstæðingum að bana það sem af er þessu ári. Flest fórnarlömbin eru ung að árum. Átta mismunandi tegundir myglusveppa greindust í húsnæði Fossvogsskóla fyrr í þessum mánuði. Stjórnvöld hafa í dag rætt við aðila vinnumarkaðarins og búist er að það samtal haldi áfram um helgina. Ljóst er að stjórnvöld hafa miklar áhyggjur af því ef allt fer í bál og brand á vinnumarkaði í haust og hér logi allt í vinnudeilum. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM segir að ef SA riftir kjarasamningum geti það ógnað bæði félagslegum og efnahagslegum stöðugleika í landinu. Forseti ASÍ segir að ef atvinnurekendur segi upp samningum séu þeir að bjóða upp á mikinn ófrið á vinnumarkaði. Formaður VR segir miklar líkur á að staðan á vinnumarkaði verði mjög erfið verði kjarasamningum sagt upp. Ábyrgð Samtaka atvinnulífsins sé mikil. En hvernig horfið málið við formanni BHM. Arnar Páll Hauksson talar við Þórunni Sveinbjarnardóttur og Ragnar Þór Ingólfsson. Þetta er að verða fastur liður: efni úr leka eða frá uppljóstrara sýnir hvernig bankar, í samspili við aflandsvæðingu, veita viðskiptavinum með illa fengið fé þjónustu. Bankarnir birta nánast orðrétt fyrri yfirlýsingar um að nú hafi þeir tekið sig á. Nýr leki frá bandarískri eftirlitsstofnun sýnir að varnir gegn peningaþvætti eru mjög haldlitlar því bankarnir telja sig fylgja reglum um leið og þeir gæta þess vandlega að líta framhjá samhengi viðskiptanna. Við fyrstu sýn er ekki að sjá að Íslendingar eða íslensk félög komi við sögu. Sigrún Davíðsdóttir segir frá. Aðskilnaður í sænska skólakerfinu hefur aukist hratt síðustu tíu ár. Fjórði hver grunnskólanemandi í Svíþjóð er nú í skóla þar sem greinilegur aðskilnaður ríkir hvað varðar uppruna og menntunarstig foreldra. Borås er ríflega hundrað þúsund manna borg skammt austur af Gautaborg, þekkt fyrir textílframleiðslu og dýragarð sem þar er. Tæpur þriðjungur þeirra sem búa í Borås fæddist erlendis eða á for

  SA hótar uppsögn Lífskjarasamningsins

  SA hótar uppsögn Lífskjarasamningsins

  Alþýðusamband Íslands telur forsendur Lífskjarasamningsins hafa staðist en Samtök atvinnulífsins telja þær brostnar. SA segir í tilkynningu að samtökunum sé heimilt að segja upp samningum komi verkalýðshreyfingin ekki til móts við atvinnulífið og lagi kjarasamninga að gjörbreyttri stöðu efnahagsmála. SA boðar allsherjar atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna um uppsögn samninganna Ólíklegt er að grípa þurfi til róttækari aðgerða til að hamla útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Búist er við að faraldurinn gangi hægt niður Borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins hefur borist erindi vegna Íslendings sem liggur alvarlega veikur með COVID-19 á spítala á Kanaríeyjum. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að ný þjóðarsátt sé nauðsynleg á vinnumarkaði vegna þeirra aðstæðna sem nú ríkja. Á fjórða hundrað stjórnarandstæðingar hafa verið handteknir í Hvíta-Rússlandi frá því að Lúkasjenkó forseti sór embættiseið með leynd í gær. Rætt var við Drífu Snædal, forseta ASí og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóra SA um niðurstöðu launa og forsendurnefndar í dag. ÁSÍ telur að forsendur samninganna standist en SA telur þær brostnar. Fjárhagsstaða sveitarfélaganna hefur versnað talsvert vegna ástandsins sem nú ríkir. Tekjurnar hafa lækkað og útgjöldin aukist. Launakostnaður er um helmingur af útgjöldum sveitarfélaga. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands Íslenskra sveitarfélaga, segir að áætlað sé að á þessu ári vanti um 33 milljarða króna í rekstur sveitarfélaganna og annað eins á næsta ári. En hafa sveitarstjórnarmenn rætt um að til greina kæmi til greina að fresta launahækkunum sem verða um næstu áramót? Arnar Páll Hauksson talaði við Aldísi Hafsteinsdóttur.

  Ræða enn forsendur kjarasamninga

  Ræða enn forsendur kjarasamninga

  Forsendunefnd vegna Lífskjarasamningsins komst ekki að niðurstöðu í dag. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist gera þá kröfu til viðsemjenda sinna að þeir sýni sveigjanleika þegar allt hafi breyst eins og raunin sé nú. Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða tveimur systkinum samtals rúmlega tvær milljónir króna, auk vaxta, í miskabætur vegna mistaka á Landspítalanum sem urðu til þess að faðir þeirra lést árið 2014. Miðflokkurinn bætir við sig fylgi samkvæmt nýrri könnun MMR, en fylgi Samfylkingarinnar dalar. Björgunarskipið Alan Kurdi er á leið til hafnar í Frakklandi með á annað hundrað manns sem var bjargað undan ströndum Líbíu um síðustu helgi. Það ræðst væntanlega á morgun hver niðurstaða forsendunefndar kjarasamninga verður. Ekki er vilji innan verkalýðshreyfingarinnar að rifta samningum. Það myndi þýða að ekkert yrði úr boðuðum launahækkunum um áramótin. Hins vegar eru blikur á lofti að atvinnurekendur segi upp samningum. Þeir hafa ítrekað bent á að ekki sé innistæða fyrir boðuðum launahækkunum. Staðreyndin sé að forsendur kjarasamninga Lífskjarasamningsins séu brostnar miðað við það efnahagsástand sem ríkti þegar samningar voru undirritaðir í apríl í fyrra. Þorsteinn Víglundsson fyrrverandi þingmaður Viðreisnar og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins benti á þessa staðreynd í grein í Fréttablaðinu í dag. Arnar Páll Hauksson talaði við Þorstein Víglundsson. Í gær greindust 57 ný kórónuveirusmit, tekin voru rúmlega fimm þúsund sýni og um hemingur þeirra sem greindust var í sóttkví. Reyndar er það svo að á fimmta þúsund eru komnir í sóttkví. Tveir eru á sjúkrahúsi með COVID-19 eins og verið hefur síðustu daga. Frá því í lok síðustu viku hefur á þriðja hundrað smita greinst. Þessi fjöldi smitaðra í gær kemur ekki óvart? Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við Víði Reynisson. Norska flugfélagið Norwegian er enn á ný nær gjaldþrota og peningar sem ríkið lagði til í vor á þrotum. Því er unnið að björgun félagsins fyrir veturinn. Helst eru bundnar vonir við að norska ríkið kaupi hlut í félaginu. Gísli Kristjánsson sagði frá.

Customer Reviews

4.1 out of 5
7 Ratings

7 Ratings

Top Podcasts In News

Listeners Also Subscribed To