150 episodes

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Spegillinn RÚV

  • News
  • 4.3 • 9 Ratings

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

  Spegillinn 20. janúar 2022

  Spegillinn 20. janúar 2022

  Spegillinn 20. janúar 2022 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Smitum fjölgar enn hjá íslenska karlalandsliðinu á Evrópumótinu í handbolta í Búdapest. Sex leikmenn eru úr leik fyrir viðureignina við Dani í kvöld. Frelsið bítur í skottið á sér, sagði heilbrigðisráðherra þegar hann varaði við því að of geyst væri ráðist í afléttingu sóttvarnaráðstafana. Þingmaður Sjálfstæðisflokks sagði löngu kominn tíma til að stjórnvöld leiddu þjóðina út úr ógöngum. Þrátt fyrir mikinn fjölda smita í samfélaginu er þróun mála á Landsspítalanum ánægjuleg segir sóttvarnarlæknir. Andstaða fyrirtækis á Flateyri varð til þess að fiskeldisfyrirtækið Arctic Fish ákvað að byggja laxasláturhús í Bolungarvík. Bæjarfulltrúi í Ísafjarðarbæ segir þetta vonbrigði. Í janúar á næsta ári taka í gildi lög um bann við urðun á lífrænum úrgangi. Akureyrarbær hefur unnið moltu úr lífrænum úrgangi í rúman áratug en þrátt fyrir það þarf sífellt að minna á mikilvægi flokkunarinnar og stendur nú yfir átak því til áminningar. Það spáir vonskuveðri á vestan- og norðanverðu landinu seint í kvöld og gul- eða appelsínugul viðvörun er í gildi frá miðnætti, fram eftir degi á morgun og alveg fram á aðfaranótt laugardags. Lengri umfjöllun: Undanfarnar kosningar hefur reynst erfitt að manna sveitarstjórnir sums staðar, jafnvel í þokkalega stórum sveitarfélögum og Eva Marín Hlynsdóttir prófessor í stjórnmálafræði við HÍ býst við því að svo gæti farið líka í ár og mannaskipti í sveitarstjórnum verði jafnvel 65%. Eftir um fjóra mánuði, síðasta laugardaginn í maí, þann 28. verður kosið til sveitarstjórna í um öllum sveitarfélögum landsins. Þau eru mörg og misfjölmenn, frá því minnsta með um 40 íbúa, upp í höfuðborgina með um 130 þúsund. Sveitarstjórnarstigið er eitt en sveitarfélögin næstum jafn ólík og þau eru mörg. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Evu Marín. Sprengigosið í Tonga eyjum í Kyrrahafi er hið stærsta á jörðinni síðastliðin 30 ár að mati jarðvísindamanna. Þegar gosið hófst með gríðarlegum hvelli á laugardag fylgdi flóðbylgja og mikið óskufall sem hefur haft mikil áhrif á daglegt líf íbúa eyríkisins. Þeir eru einangraðir, öll samskipti við umheiminn eru erfið og óttast er að marga daga og vikur taki að rjúfa þá einangrun að fullu. Á meðan er óljósar fréttir að fá af líðan þeirra og þörf fyrir hjálpargögn. Þau eru þó farin að berast því flugvélar frá bæði Ástralíu og Nýja Sjálandi hafa á síðasta sólarhring lent á stærstu eyjunni Tona-ga-tapu með neyðarbúnað. Kristján Sigurjónsson segir frá sögu og íbúum eyjanna.

  19. janúar 2022. Þriðjungur launamanna í erfiðri fjárhagsstöðu

  19. janúar 2022. Þriðjungur launamanna í erfiðri fjárhagsstöðu

  Fólk sem er í einangrun vegna covid má nú fara í gönguferðir nálægt heimili sínu tvisvar á dag og krafa um sýnatöku í tengslum við smitgát hefur verið afnumin. Fjárhagsstaða innflytjenda og einstæðra foreldra hefur versnað milli ára, Ný könnun Vörðu - rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins sýnir að tæplega þriðjungur vinnandi fólks á erfitt með að ná endum saman. Bjarni Rúnarsson talaði við Kristínu Hebu Gísladóttur, framkvæmdastjóri Vörðu, Drífu Snædal ASÍ og Sonju Ýr Þorbergsdóttur BSRB. Matvælastofnun hefur ákveðið að bændur á bæ í Dalvíkurbyggð verði sviptir 150 nautgripum. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar sagði á Alþingi í dag að hún væri algerlega ósammála gagnrýni Vilhjálms Árnasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins um að skort hafi lýðræðislega umræðu um COVID faraldurinn. Eldur kviknaði í þaki íbúðarhúss á Framnesvegi í Vesturbæ Reykjavíkur á þriðja tímanum í dag. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var með talsverðan viðbúnað en búið er að slökkva eldinn. Sólveig Klara Ragnarsdóttir ræddi við Vernharð Guðnason deildarstjóra hjá Slökkviliðinu. Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra standa fyrir samfélagsmiðladegi landsbyggðarfyrirtækja í samvinnu við aðila frá þremur öðrum löndum. Anna Þorbjörg Jónasdóttir ræddi við Sveinbjörgu Rut Pétursdóttur, atvinnuráðgjafa fyrirtækja hjá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Nýlunda var tekin upp á söfnum og tónleikasölum víðs vegar um Holland í dag þegar almenningi var boðið að þiggja þar klippingu eða stunda líkamsrækt. Yfirvöld skipuðu stöðunum umsvifalaust að láta af athæfi sínu. Markús Þór Þórhallsson sagði frá. Fyrsti leikurinn karlalandsliðsins í milliriðli á EM í handbolta er gegn Dönum annað kvöld. Hægri hornamaðurinn Sigvaldi Björn Guðjónsson segir sjálfstraustið mikið í íslenska liðinu þó að lið Dana sé sterkt. ------------- Könnun Vörðu - Rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins sýnir að fjárhagsstaða félagsmanna í ASÍ og BSRB hefur versnað síðasta árið en í fyrra var sambærileg könnun gerð í fyrsta skipti. Bjarni Rúnarsson ræddi við Kristínu Hebu Gísladóttur, framkvæmdastjóri Vörðu, Drífu Snædal ASÍ og Sonju Ýr Þorbergsdóttur BSRB. Liðsflutningar til Gotlands, rússnesk herskip í Eystrasalti, tölvuárásir á sænsk fyrirtæki og stofnanir. Ógnin frá Rússlandi er mjög raunveruleg í sænskri fjölmiðlaumræðu, þótt engin viti hvort hún sé raunveruleg eða nákvæmlega í hverju hún felst.Kári Gylfason sagði frá. Heyrist í Gudrun Persson, Rússlandssérfræðingi Kenny Vedin og Gunillu Axén íbúum á Gotlandi, Mich

  Spegillinn 18. janúar 2022

  Spegillinn 18. janúar 2022

  Spegillinn 18.1.2022 Umsjónarmaður: Bjarni Rúnarsson Tæknimaður: Markús Hjaltason Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala segir tilefni til að tempra viðbrögð við veirunni í ljósi mikillar fækkunar innlagna, sérstaklega í eldri aldurshópum. Tólf mál eru í vinnslu hjá teymi þjóðkirkjunnar gegn einelti og kynferðislegri eða kynbundinni áreitni og ofbeldi. Átta þeirra voru tilkynnt formlega á síðustu tveimur mánuðum. Forstöðumaður farsóttarhúsa segir stöðuna þar vera nokkuð góða. Flestir sem þar dvelja nú eru Íslendingar. Færri ferðamenn og rýmkaðar reglur hafa sitt að segja. Forstjóri Sjúkratrygginga segir að ákvæði um tveggja ára starfsreynslu talmeinafræðinga verði numið á brott á næstu dögum. Talmeinafræðingar kalla hins vegar eftir því að Sjúkratryggingar standi við orð sín, þau hafi ekkert heyrt frá Sjúkratryggingum. Atlantshafsbandalagið hefur boðið Rússum til nýs fundar, til að ræða ástandið sem fjölmennt herlið þeirra við landamæri Úkraínu hefur valdið. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna er á leið til Úkraínu til að sýna stjórnvöldum samstöðu í deilunni við Rússa. Lengri umfjöllun: Fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik biður um lausn til reynslu úr öryggisgæslu og algerri einangrun. Hann mætti fyrir rétti í dag og notaði tækifærið til að ítreka fyrri boðskap um hinn hvíta kynstofn. Engar líkur eru á að hann sleppi. Gísli Kristjánsson fór yfir réttarhöldin. Það hefur andað köldu á milli Sjúkratrygginga Íslands og talmeinafræðinga undanfarin misseri. Fram til þessa hefur verið skilyrði fyrir nýútskrifaða talmeinafræðinga að þeir ljúki tveggja ára starfsreynslutímabili eftir útskrift áður en þeir fá samning við Sjúkratryggingar Íslands. Í desember lofaði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra bót og betrun og sagðist vilja afnema ákvæði um tveggja ára starfsreynslu. Í vikunni vöktu talmeinafræðingar máls á því að ekkert hefði þokast í málinu, og engin breyting hefði orðið. Biðlistar halda áfram að lengjast og um 900 börn bíða þess að komast að, á meðan nýútskrifaðir talmeinafræðingar sitja heima með hendur í skauti. Willum var spurður að því að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun hvernig hann sæi þessi mál fyrir sér nú. Bjarni Rúnarsson fjallar um málið. Staðan í heilbrigðiskerfinu var til sérstakrar umræðu á Alþingi í dag. Málshefjandi var Oddný Harðardóttir, Samfylkingu og orðum hennar sérstaklega beint til Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra. Oddný hóf ræðu sína á því spyrja hvort nokkur velktist í vafa um að allt heilbrigðiskerfið og Landspítalinn glímdi við fjárhags- og mönnunarvan

  17. jan. 2022. Skortur á sóttvörum, sprengigos og kosningalög

  17. jan. 2022. Skortur á sóttvörum, sprengigos og kosningalög

  Litlu munaði að covid-sjálfspróf seldust upp hér á landi í síðustu viku. Framboð og eftirspurn sveiflast hratt og afhendingartíminn er langur segir Hermann Guðmundsson, forstjóri Kemi, sem sem flytur inn sóttvörur. María Sigrún Hilmarsdóttir talaði við hann. Ríkisstjórnin tekur stöðuna í faraldrinum ekki alvarlega að mati stjórnarandstöðunnar sem segir fjarveru fjármálaráðherra bera því vitni. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir tók saman. Jóhann Páll Jóhannsson (S), Birgir Árnason (D) og Andrés Ingi Jónsson (P). Tæplega fimm hundruð íbúðir eru á sölu í höfuðborginni við áramót. Miklu færri en þær voru fyrir tveimur árum þegar þær voru tvö þúsund og tvö hundruð á sama tíma. Arnar Björnsson talaði við Kára S. Friðriksson, hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Að minnsta kosti tólf létust í jarðskjálfta í vesturhluta Afganistans í dag. Hann var fimm komma þrír að stærð og fannst í nokkrum nágrannalöndum. Ásgeir Tómasson sagði frá. Byrjað var að bólusetja fimm ára börn á höfuðborgarsvæðinu í Laugardalshöll í dag. Dagný Hængsdóttir, hjúkrunarfræðingur á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að mæting hafi verið dræm og það séu vonbrigði. Arnar Björnson talaði við hana. ----------- Enn er ekki fulljóst hvað gerðist og hve mikill kraftur neðansjávareldgoss sem varð á eyjunum Hunga-Tonga og Hunga-Haapai um helgina segir Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur. En þetta var mjög stór atburður. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við Pál. Breytingar á kosningalögum hafa það í för með sér að framvegis verður leyfilegt að hafa færanlega kjörstaði. Eva H. Önnudóttur, prófessor í stjórnmálafræði vonar að það auki kjörsókn jaðarsettra hópa og yngri kjósenda. Bjarni Rúnarsson talaði við hana. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar fréttahluta: Valgerður Þorsteinsdóttir.

  Spegillinn 14. janúar 2022

  Spegillinn 14. janúar 2022

  Spegillinn 14.janúar 2022 Umsjónarmaður: Bjarni Rúnarsson Tæknimaður: Mark Eldred. Víðtækar lokanir voru meðal þeirra þriggja leiða sem sóttvarnalæknir tiltók í minnisblaði til heilbrigðisráðherra. Stjórnvöld völdu millileið með herðingum frá því sem nú er en slepptu nokkrum atriðum sem Þórólfur tiltók. Veitingamenn og viðburðarhaldarar furða sig á hertum aðgerðum. Lokunarstyrkir og viðspyrnustyrkir standa aftur til boða í kjölfar hertra aðgerða. Þá verður einnig komið til móts við veitingamenn og greiðslu opinberra gjalda slegið á frest. Starfandi fjármálaráðherra segir það mikil vonbrigði að grípa hafi þurft til hertra aðgerða. Vegabréfsáritun serbneska tenniskappans Novak Djokovic til Ástralíu hefur verið ógilt í annað sinn og óvissa ríkir um þátttöku hans á Opna ástralska meistamótinu í tennis. Verðbólga er aftur orðin vandamál í efnahagslífi í heiminum, hún var sjö prósent í Bandaríkjunum í desember, meiri en verið hefur í 40 ár. Hagfræðingar búast margir við vaxtahækkunum. Rætt verður við Gylfa Magnússon prófessor í Speglinum. Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að taka á móti allt að sjötíu afgöngskum flóttamönnum til viðbótar við þá sem fengu hér hæli fyrir jól, í ljósi þeirrar ólgu og upplausnar sem ríkir í Afganistan. Lengri umfjöllun: Ríkisstjórnin ákvað í morgun og herða samkomutakmarkanir úr 20 manns í 10.Aðgerðirnar taka gildi á miðnætti. Skólastarf verður óbreytt og skemmtistöðum, krám og spilasölum verður gert að loka en veitingastaðir mega hafa opið til klukkan 21. Líkamsræktarstöðvar og sundstaðir mega áfram taka á móti helmingi leyfilegs fjölda gesta. Viðburðahald með hraðprófum fellur úr gildi en sviðslistaviðburðir, svo sem leikhús og kvikmyndahús mega taka á móti 50 manns í rými með meter á milli ótengdra með grímu fyrir vitum sér. Það gildir einnig um útfarir og kórastarf og menningarviðburði. Íþróttaæfingar mega áfram fara fram, en án áhorfenda. Hertar samkomutakmarkanir taka gildi á miðnætti. Efnahagslegar aðgerðir eru í smíðum til að bregðast við vegna þessa. Spegillinn ræddi við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra, sem gegnir skyldum fjármálaráðherra þessi dægrin, en hann er í tímabundnu fríi frá störfum. Þórdís hefur verið talsmaður þess að hér séu ekki harðar samfélagslegar aðgerðir við lýði. Bjarni Rúnarsson ræddi við hana. Verðbólga hefur farið vaxandi á síðustu misserum um allan heim. Bogi Ágústsson leitaði skýringa á fyrirbrigðinu hjá Gylfa Magnússyni prófessor við Háskóla Íslands.

  Spegillinn 13. janúar 2022

  Spegillinn 13. janúar 2022

  Spegillinn 13. janúar 2022 Umsjónarmaður: Bjarni Rúnarsson Tæknimaður: Mark Eldred. Ekkert skóla- og frístundastarf verður í hluta Seljahverfis í Reykjavík á morgun og á mánudag vegna mikillar útbreiðslu COVID-smita. Skólastjóri Seljaskóla segir ómögulegt að ná utan um smitin. Þremur skólum á Austurlandi verður einnig lokað á morgun. Um 200 heilbrigðisstarfsmenn vantar til starfa á Landspítalanum til að mæta auknu álagi vegna faraldursins. Börnum á covid göngudeild Landspítala fjölgar hratt. Þá er erfitt ástand á Sjúkrahúsinu á Akureyri og fjöldi starfsmanna í sóttkví eða einangrun. Kennarar kolfelldu kjarasamning við sveitarfélögin í dag. Stjórnarformaður sambands íslenskra sveitarfélaga segir niðurstöðuna dapurlega. Bandaríkjastjórn ætlar að kaupa fimm hundruð milljónir COVID-prófa til viðbótar við þann hálfa milljarð sem þegar hefur verið samið um. Prófin verða afhent endurgjaldslaust. Lengri umfjöllun: Það er þungur róður á Landspítala. Þetta kann að hljóma kunnuglega. Spítalinn hefur verið á neyðarstigi frá því rétt fyrir áramót og í vikunni lýstu almannavarnir yfir neyðarstigi sínu vegna farsóttarinnar. Sjúklingum sem liggja inni með COVID-19 fjölgar dag frá degi, í dag eru þeir 43, þar af sex á gjörgæslu. Lengi hefur verið vandamál að manna spítalann svo að allt gangi smurt fyrir sig. Ótti stjórnvalda er sá að innlögnum fjölgi á næstunni vegna þess geigvænlega fjölda smita sem hefur greinst frá því að yfirstandandi bylgja tók að rísa um miðjan desember. En nú, eins og svo oft áður, stendur spítalinn frammi fyrir risastóru verkefni. Að halda heilbrigðiskerfinu gangandi. Það vofir yfir að gripið verði til hertra samfélagslegra takmarkana. Landlæknir sagði til að mynda í hádegisfréttum að staðan hefði sjaldan eða aldrei verið þyngri frá því faraldurinn hófst. Bjarni Rúnarsson ræddi við Guðlaugu Rakel Guðjónsdóttur, starfandi forstjóra Landspítala. Grunnskólakennarar kolfelldu í dag kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga. Atkvæðagreiðslu um kjarasamninginn lauk á hádegi í dag og var niðurstaðan sú að Nei sögðu tæp 74% og tæpur fjórðungur sagði já. Lífskjarasamningurinn svokallaði, við heildarsamtök launafólks, var undirritaður í apríl 2019 en grunnskólakennarar sömdu í byrjun september 2020. Sá samningur var til sextán mánaða og náði til 5,400 kennara. Ekki náðist samkomulag um útfærslu á styttingu vinnutímans og álagsgreiðslur m.a. vegna kórónuveirufaraldursins. Kjaradeilunni var því vísað til sáttasemjara 11. desember og samningur undirritaður 30. desember. Rætt var við Aldísi Hafsteinsd

Customer Reviews

4.3 out of 5
9 Ratings

9 Ratings

Top Podcasts In News

Spjallið Podcast
Tortoise Media
Hismið hlaðvarp
RÚV
Brian Klaas
Deuxmoi & Cadence13

You Might Also Like

RÚV
Hljóðkirkjan
Hljóðkirkjan
Snorri Björns
Hjörvar Hafliðason
Beggi Ólafs