150 episodes

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Spegillinn RÚV

  • News
  • 4.3 • 9 Ratings

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

  TF-SIF seld, sorpmál í ólestri og mótmæli í Frakklandi

  TF-SIF seld, sorpmál í ólestri og mótmæli í Frakklandi

  Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir það gríðarleg vonbrigði og mikla afturför að þurfa að selja eftirlitsflugvélina TF-SIF . Hún sé ein af grunnstoðum gæslunnar. Húsleit stendur yfir í strandhúsi Bandaríkjaforseta í Delaware. Húsleitin er sú þriðja á tveimur mánuðum, en áður hafa fundist leynileg skjöl á skrifstofu forsetans og á heimili hans. Komi til verkfalls Eflingar tæmast eldsneytistankar bensínstöðva á nokkrum dögum. Framkvæmdastjóri Olís segir aðgerðirnar ábyrgðarlausar í ljósi almannahagsmuna. Allt kapp verður lagt á að tryggja Eyjamönnum rafmagn meðan viðgerð á Vestmannaeyjastreng þrjú stendur. Búist er við að bilanagreining og viðgerð taki langan tíma. Þó svo að samið yrði um nýjan urðunarstað nú þegar til að leysa Álfsnes af hólmi þá tæki það 3-5 ár að taka hann í notkun. Stefnt er á að flytja almennan úrgang úr landi í auknum mæli. Andstæðingar breytinga á lífeyrislögunum í Frakklandi segja að mótmæli gegn þeim snúist um fleira en áformaða hækkun á eftirlaunaaldri. -------- Það vilja fæstir hafa rusl í bakgarðinum hjá sér - og enn síður ruslahauga - en eitthvað þarf að gera við ruslið. Það styttist óðfluga í að starfsleyfi stærsta urðunarstaðar landsins renni út. Samkvæmt samkomulagi frá árinu 2020 á það að gerast í árslok. Engu að síður er ekki komin nein lausn um hvað eigi að taka við. Íslendingar henda mun meira af rusli en nágrannaþjóðirnar. Hver íbúi henti 666 kílóum af heimilissorpi í fyrra sem er aukning frá árinu á undan. Ísland á talsvert langt í land til að ná markmiðum ESB landanna um hlutfall endurvinnslu. Á þessu ári verður sorphirða á landinu samræmd sem þýðir að heimili þurfa að flokka sorp í fjórar tunnur; pappír, plast, lífrænt og almennt sorp.Regína Ásvaldsdóttir er bæjarstjóri í Mosfellsbæ og formaður Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Hvað eru sveitarfélögin að gera til að leysa Álfsnes af hólmi? Bjarni Rúnarsson ræðir við hana. Þótt skipuleggjendur mótmælanna í Frakklandi og lögregluna greini á um fjölda þeirra sem tóku þátt í andófsaðgerðunum í gær eru allir sammála um að fjöldinn var mun meiri en 19. janúar, - síðast þegar landsmenn létu í ljós andúð sína á áformum stjórnvalda um að hækka eftirlaunaaldurinn úr 62 árum í 64. - CGT, fjölmennasta félag opinberra starfsmanna í landinu, áætlar að 2,8 milljónir hafi mætt á mótmælafundi og í göngur í gær, þar af hálf milljón í Parísarborg. Lögreglan er töluvert hófsamari; fjöldinn hafi farið eitthvað yfir tólf hundruð þúsund á landsvísu og líkast til um 87 þúsund í höfuðborginni. Ásgeir Tómasson segir frá. Argentí

  Ofnýtt einangrun, efnahagshorfur heimsins og villta vindmylluvestrið

  Ofnýtt einangrun, efnahagshorfur heimsins og villta vindmylluvestrið

  Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var á Alþingi í dag sökuð um að láta almenning bera allan kostnað vegna aukinnar verðbólgu. Stjórnarandstaðan krefst þess að ríkisstjórnin taki ábyrgð. Ísland verður eins og villta vestrið ef vindorka fellur utan rammaáætlunar, segir verkefnisstjóri Landverndar. Hann sakar hagsmunasamtök orkufyrirtækja um að afvegaleiða umræðu um þessi mál. Formaður lögmannafélagsins segir að dómstólar beiti einangrun í gæsluvarðhaldsúrskurðum úr hófi fram. Breyta þurfi verklagi, lögum og kröfum um rökstuðning fyrir að beita henni. Blaðamannafélag Íslands tilkynnti í dag úrsögn sína úr Alþjóðasambandi blaðamanna. Formaður félagsins segir þetta eiga sér langan aðdraganda. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur efnahagshorfur í heiminum betri en spá sem birt var í haust gerði ráð fyrir. Þó er útlit fyrir samdrátt í Bretlandi á árinu. ----- Einangrunarvist í fangelsum landsins er beitt úr hófi fram, að mati mannréttindasamtakanna Amnesty International. Í nýrri skýrslu þeirra kemur fram að á tíu ára tímabili frá 2012 til 2021 hafi 825 sætt einangrunarvist, þar af tíu börn á aldrinum 15 til 17 ára. Amnesty segir að slíkt sé brot gegn banni við pyntingum. Lagt er að íslenskum stjórnvöldum að standa við skuldbindingar sínar á sviði mannréttinda og meðal annars setja í forgang að bannað verði að börn sæti einangrun í gæsluvarðhaldi. Eins verði tekið fyrir einangrunarvist fólks með geðraskanir, andlegar eða líkamlegar fatlanir. Regluverk skorti til verndar þessum hópum. Amnesty krefst umbóta enda afar skaðlegt hversu óhóflega einangrunarvist er beitt hérlendis og hvetur til að slíkt verði látið heyra til algerra undantekninga og vari stutt. Annað sé brot á alþjóðasamningum. Á tímabilinu 2012 til 2021 segir Amnesty að 99 manns hafi sætt einangrun lengur en í 15 daga. Slíkt sé brot gegn banni við pyntingum. Nánast undantekningalaust verða dómstólar við þeirri beiðni lögreglunnar að sakborningar skuli sæta einangrun. Amnesty beinir umbótatillögum sínum að ýmsum stofnunum og samtökum íslenskum, þar á meðal dómsmálaráðuneytinu, fangelsismálayfirvöldum, dómurum, lögreglu og lögmönnum. Sigurður Örn Hilmarsson er formaður Lögmannafélags Íslands. da við skuldbindingar sínar á sviði mannréttinda og meðal annars setja í forgang að bannað verði að börn sæti einangrun í gæsluvarðhaldi. Eins verði tekið fyrir einangrunarvist fólks með geðraskanir, andlegar eða líkamlegar fatlanir. Regluverk skorti til verndar þessum hópum. Amnesty krefst umbóta enda afar skaðlegt hversu óhóflega einangrunarvist er beitt hérlendis

  Óveður og miðlunartillaga ríkissáttasemjara

  Óveður og miðlunartillaga ríkissáttasemjara

  Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar fréttahluta: Valgerður Þorsteinsdóttir Austan stormur með snjókomu er skollinn á landinu sunnan- og vestanverðu. Appelsínugul viðvörun er í gildi fá Vestfjörðum suður og austur með landinu allt að Djúpavogi að höfuðborgarsvæðinu undanskildu. Þar er gul viðvörun fram á nótt en víða er bæði blint og hált. Magnús Geir Eyjólfsson fréttamaður hefur verið á ferðinni á Suðurlandi Rafmagn fór af í Vík, Landeyjum og Vestmannaeyjum um tíma síðdegis en ætti að vera komið á. Rimakotslína 1 er komin í lag, samkvæmt upplýsingum frá Landsneti. Varaafl var sett í gang í Vestmannaeyjum. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir sagði frá. Efling hefur lagt fram stjórnsýslukæru til félagsmálaráðuneytis vegna framgöngu ríkissáttasemjara í kjaradeilu félagsins og SA. Krafa ríkissáttasemjara um að Efling afhendi félagatal sitt, var tekin fyrir í héraðsdómi í dag. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar segir mjög ríkan vilja vilji til þess að fá úr því skorið hvernig fara á með þessa miðlunartillögu. Alexander Kristjánsson tók saman. Minnst 59 létust í sprengjuárás á mosku í Peshawar-borg í Pakistan í dag. Enginn hefur lýst ódæðinu á hendur sér. Forsætisráðherra landsins segir sprengjutilræðið vera árás á Pakistan. Oddur Þórðarson sagði frá. Vinna er hafin við úttekt á stöðu fjarskiptamála á Vesturlandi til að tryggja betur öryggi íbúa og ferðamanna á svæðinu. Páll Brynjarsson framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi segir víða gloppur í sambandi og úr því verði að bæta. Amanda Guðrún Bjarnadóttir talaði við hann. ---------- Í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur er ríkissáttasemjara heimilað að leggja fram miðlunartillögu er samningaumleitanir bera ekki árangur, honum beri að ráðgast við samninganefndir áður en hann ber fram miðlunartillögu. Gísli Tryggvason lögmaður segir engan vafa leika á því að ríkissáttasemjari sé bær til þess að setja fram miðlunartillögu en deila megi um hve mikið samráð felist í því að ráðgast, það kalli á meira samráð en að tilkynna bara um hana. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hann. Stjórnvöld í Tyrklandi hafa opnað á þann möguleika að Finnar geti sótt um aðild að Atlantshafsbandalaginu, NATÓ, en að Svíar verði úti í kuldanum. Ásgeir Tómasson sagði frá. Heyrist í Recep Tayip Erdogan, forseta Tyrklands, Magnus Christiansson, lektor í herfræðum við sænska varnarmálaháskólann, Bitte Hammargren, sérfræðingur í málefnum Tyrklands og Miðausturlanda. Pekka Haavisto utanríkisráðherra Finnlands og John Bolton, fyrrverandi

  Ákært í hoppukastalamáli, deilt um miðlunartillögu, grágæsaveiðibann

  Ákært í hoppukastalamáli, deilt um miðlunartillögu, grágæsaveiðibann

  Spegillinn 27. janúar 2023 Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Mark Eldred Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir Fimm hafa verið ákærðir fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi vegna fjögurra barna sem slösuðust í hoppukastala á Akureyri fyrir átján mánuðum. Forseti bæjarstjórnar á Akureyri er meðal sakborninga, samkvæmt heimildum fréttastofu Ríkisútvarpsins. Ólöf Rún Erlendsdóttir sagði frá. Starfsgreinasambandið bættist síðdegis í hóp þeirra félaga sem gagnrýna ákvörðun ríkissáttasemjara að leggja fram miðlunartillögu í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Fyrr í dag sendu BHM, BSRB og Kennarasambandið út yfirlýsingu þess efnis. Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti Alþýðusambands Íslands, hefur áhyggjur af fordæminu sem fylgir ákvörðun ríkissáttasemjara. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, hefur áhyggjur af því hvaða áhrif miðlunartillagan hefur á komandi kjaraviðræður kennara. Andri Yrkill Valsson tók saman. Evrópusambandið framlengdi í dag viðskiptarefsingar sínar gagnvart Rússlandi um sex mánuði til viðbótar. Refsingarnar ná allt aftur til ársins 2014, þegar Rússar innlimuðu Krímskaga. Jóhanna Sigurðardóttir, sem var heiðruð af Kvenréttindafélagi Íslands í dag, segir baráttuna ganga of hægt þó hún sé bjartsýn fyrir hönd unga fólksins. Kvenréttindafélag Íslands fagnaði 116 ára afmæli sínu í Iðnó í dag og heiðraði þrjár félagskonur fyrir framlag sitt til kvenréttinda og femínískrar baráttu jafnt hér á landi sem og á heimsvísu, þær Esther Guðmundsdóttur, Kristínu Ástgeirsdóttur og Jóhönnu. Hafdís Helga Helgadóttir talaði við hana. Alþjóðalögreglan Interpol lýsir eftir singapúrskri konu á sextugsaldri sem var dæmd fyrir prófsvindl í borgríkinu. Hún var dæmd ásamt þremur öðrum konum sem allar sitja inni vegna málsins. Róbert Jóhannsson tók saman. Breytingar á alþjóðasamningi um verndun votlendis farfugla sem Ísland er aðili að felur medal annars i sér að banna skuli veidar a gragæsum. Bændur eru uggandi yfir þessu, enda gæsir ekki sérlega velkomnar á túnum og ökrum. Bjarni Rúnarsson sagði frá og talaði við Sigurð Á Þráinsson sérfræðing hjá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu. Forsætisráðherra Svíþjóðar segir stöðu Svía í öryggis- og alþjóðamálum þá alvarlegustu frá síðari heimsstyrjöldinni. Kári Gylfason sagði frá. Eldri borgurum fjölgar víða um heim. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti árið 2020 að lýsa árin 2021 til '30 áratug heilbrigðrar öldrunar. Ásgeir Tómasson sagði frá.

  Miðlunartillaga og skriðdrekar

  Miðlunartillaga og skriðdrekar

  Miðstjórn ASÍ ræðir nú um ákvörðun ríkissáttasemjara að leggja fram miðlunartillögu í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Stjórn Eflingar lýsir vantrausti á ríkissáttasemjara. Hættustigi Almannavarna var lýst yfir á Patreksfirði í dag eftir að krapaflóð féll inn í bæinn. Enginn slasaðist í flóðinu, sem kom úr sama farvegi og mannskætt flóð sem varð fyrir fjörutíu árum. Níu Palestínubúar létust í aðgerðum Ísraelshers á Vesturbakkanum í dag. Heilbrigðisyfirvöld í Palestínu saka Ísraelsmenn um að hindra för hinna særðu á sjúkrahús. Halastjarna sem ekki hefur komið nærri jörðu í rúm 50 þúsund ár sést frá Íslandi næstu daga. Tugir manna sem mótmæltu ströngum Covid nítján reglum í Kína í nóvember eru enn í haldi lögreglu. Ekki er vitað hvar sumir þeirra eru niðurkomnir. ---- Það dró til tíðinda í kjaraviðræðum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins í dag. Deilurnar hafa verið í algjörum hnút og Efling sleit viðræðum fyrir rúmum hálfum mánuði. Boðað hafði verið til verkfalls sem beina átti gegn hótelum í Reykjavík, en atkvæðagreiðslu um aðgerðirnar er ekki lokið. Í dag lagði Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari fram miðlunartillögu til að reyna að höggva á hnútinn. Í grunninn felur tillagan í sér það sama og Starfsgreinasambandið samdi um í lok seinasta árs. Það er afturvirkni til 1. nóvember og sömu prósentuhækkanir og í öðrum samningum. Bæði Eflingu og SA ber skylda til að leggja samninginn fram til atkvæðagreiðslu og allir félagsmenn Eflingar eru á kjörskrá, ekki aðeins þeir sem kusu um boðað verkfall, sem voru um 300 manns. Skiptar skoðanir eru meðal almennings í Þýskalandi um þá ákvörðun Olafs Scholz kanslara að senda Úkraínumönnum fullkomna Leopard-2 árásarskriðdreka. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Forsa stofnunarinnar telja 53 af hundraði að ákvörðun kanslarans hafi verið rétt. 39 prósent eru alfarið á móti. Umsjón: Bjarni Rúnarsson. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn fréttaútsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir.

  Katrín og Scholz, loftslagskvíði og veiruskita

  Katrín og Scholz, loftslagskvíði og veiruskita

  Forsætisráðherra segir kröfur Tyrkja og vinnubrögð í tengslum við umsókn Finna og Svía um aðild að Nató alls ekki viðeigandi. Katrín og kanslari Þýskalands funduðu í Berlín í dag þar sem innrás Rússa í Úkraínu bar hæst. Bandaríkjamenn ætla að senda Abrams skriðdreka til Úkraínu. Sífellt fleiri ríki heita vopnasendingum til landsins. Lægðir eru væntanlegar á færibandi yfir landið á næstu dögum. Þeim fylgir ýmist snjókoma eða rigning. Parainflúensa er landlæg í kúm á Íslandi, en það kom í ljós eftir að sjúkdómurinn greindist í kúm sem höfðu veikst af veiruskitu. Sérfræðidýralæknir segir sjúkdóminn þó ekki áhyggjuefni. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna sakar Google tölvurisann um að hafa brotið samkeppnislög árum saman. ----- Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur höfðað mál á hendur Google tæknirisanum fyrir að hafa komið í veg fyrir eðlilega samkeppni á auglýsingamarkaði á netinu síðastliðin fimmtán ár. Merrick Garland dómsmálaráðherra fór hörðum orðum um skort á siðferði innan fyrirtækisins þegar hann kynnti stefnuna á fundi með fréttamönnum í Washington. Ásgeir Tómasson tók saman. Erum við á leið til helvítis? Er úti um okkur öll? Er Jörðin að stefna til glötunnar? Þessar spurningar heyrast reglulega í tengslum við loftslagsmál. Óneitanlega vekja loftslagsbreytingar og hörmungar tengdar þeim áhyggjur og kvíða meðal fólks - ekki síst meðal yngri kynslóðarinnar. Loftslagskvíði er fyrirbæri sem hægt er að lifa með og takast á við. Hann er tvíeggja, því hann getur hvatt fólk til góðra verka til að breyta venjum sínum og siðum í þágu betra loftslags. Í dag var haldinn hádegisfundur í Háskóla Íslands þar sem rætt var um loftslagskvíða og hvernig má lifa með honum. Meðal þeirra sem héldu erindi þar var Sverrir Norland, fyrirlesari, rithöfundur, útgefandi og þýðandi sem fjallað hefur um loftslagskvíða í verkum sínum, til að mynda í bókinni Stríð og kliður. Bjarni Rúnarsson fjallar um loftslagskvíða. Stríðið í Úkraínu veldur Norðmönnum búsifjum. Ekki vegna skorts heldur vegna mikillar eftirspurnar og peningaflóðs inn í landið. Stríðsgróðinn er að færa allt úr skorðum. Ráðherrar í ríkisstjórn keppast við að spara og skera niður til að koma í veg fyrir ofþenslu, verðbólgu og vaxtahækkanir. Þetta er öfugt við það flestar Evrópuþjóðir standa frammi fyrir. Gísli Kristjánsson segir frá. Umsjón: Bjarni Rúnarsson. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn fréttaútsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir.

Customer Reviews

4.3 out of 5
9 Ratings

9 Ratings

You Might Also Like

Tal
Snorri Björns
Hjörvar Hafliðason
Steve Dagskrá
Sölvi Tryggvason
Hugi Halldórsson