23 episodes

Spursmál er nýr og beinskeyttur umræðuþáttur á mbl.is

Þar eru stóru mál samfélagsins krufin með afdráttarlausum hætti undir stjórn Stefáns Einars Stefáns­sonar sem fær til sín valinkunna gesti í settið alla föstudaga kl. 14.

Fylgstu með lifandi, fjölbreyttri og kraftmikilli umræðu í Spursmálum
á mbl.is.

Spursmál Ritstjórn Morgunblaðsins

    • News
    • 4.0 • 4 Ratings

Spursmál er nýr og beinskeyttur umræðuþáttur á mbl.is

Þar eru stóru mál samfélagsins krufin með afdráttarlausum hætti undir stjórn Stefáns Einars Stefáns­sonar sem fær til sín valinkunna gesti í settið alla föstudaga kl. 14.

Fylgstu með lifandi, fjölbreyttri og kraftmikilli umræðu í Spursmálum
á mbl.is.

    #21. - Baldur svarar erfiðum spurningum

    #21. - Baldur svarar erfiðum spurningum

    Bald­ur Þór­halls­son for­setafram­bjóðandi sit­ur fyr­ir svör­um í Spurs­mál­um. Krefj­andi spurn­ing­um verður beint að Baldri og fram­boði hans til embætt­is for­seta Íslands.


    Auk Bald­urs mæta þau Hall­dór Hall­dórs­son, for­stjóri Íslenska kalkþör­unga­fé­lags­ins, og Stef­an­ía Óskars­dótt­ir, lektor í stjórn­mála­fræði, í settið til að fara yfir helstu frétt­ir líðandi viku. 

    • 1 hr 12 min
    #20. - Fyrsta stóra viðtal Katrínar í forsetaframboði

    #20. - Fyrsta stóra viðtal Katrínar í forsetaframboði

    Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóðandi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra, sit­ur fyr­ir svör­um í nýj­asta þætti Spurs­mála.

    Er þetta fyrsta stóra viðtalið sem Katrín veit­ir eft­ir að hún ákvað að gefa kost á sér til embætt­is for­seta Íslands.

    Auk Katrín­ar mæta þau Börk­ur Gunn­ars­son, kvik­mynda­gerðarmaður og fyrr­ver­andi upp­lýs­inga­full­trúi hjá NATO, og Ásdís Kristjáns­dótt­ir, bæj­ar­stjóri Kópa­vogs, í settið og rýna helstu frétt­ir líðandi viku.

    Bú­ast má við að upp­lýs­andi umræða skap­ist um átök­in sem eiga sér stað fyr­ir botni Miðjarðar­hafs. Fregn­ir af árás­um Írans og Ísra­el í báðar átt­ir eru mikið áhyggju­efni fyr­ir heims­byggðina og vekja upp ýms­ar spurn­ing­ar hér á landi sem og ann­ars staðar. 

    Þá hef­ur þróun rík­is­fjár­mál­anna einnig skotið upp koll­in­um í vik­unni sem verður komið inn á í þætt­in­um. Fjár­mál rík­is­ins brenna oft­ar en ekki á land­an­um enda um eitt stærsta hags­muna­mál þjóðar­inn­ar að ræða og margt sem þykir bet­ur mega fara í þeim efn­um.





     

    • 1 hr 8 min
    # 19. - Ný ríkisstjórn tifandi tímasprengja og 12 stig Brynjars

    # 19. - Ný ríkisstjórn tifandi tímasprengja og 12 stig Brynjars

    Staðan í póli­tík­inni og ný­myndað stjórn­ar­sam­starf er í brenni­depli í Spurs­mál­um. Þau Hanna Katrín Friðriks­son, þing­flokks­formaður Viðreisn­ar, og Elliði Vign­is­son, bæj­ar­stjóri Ölfuss, mæta í settið og ræða ný­myndað rík­is­stjórn­ar­sam­starf sem hlotið hef­ur tölu­verða gagn­rýni síðustu daga. 

    Brynj­ar Ní­els­son, lögmaður og fyrr­um þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, mæt­ir í settið ásamt Kol­brúnu Bergþórs­dótt­ur, blaðamanni og bóka­gagn­rýn­anda til að rýna helstu frétt­ir í liðinni viku. Mörgum þykir Brynjar vænlegur í að lýsa Eurovision-keppninni í ár í fjarveru Gísla Marteins Baldurssonar og í þættinum mun hann máta sig við hlutverkið.

    • 1 hr 4 min
    #18. Stjórnarkreppa í kortunum?

    #18. Stjórnarkreppa í kortunum?

    Spurs­málaþátt­ur vik­unn­ar verður helgaður yf­ir­vof­andi for­seta­kosn­ing­um þar sem kafað verður ofan í kjöl­inn á þeirri for­dæma­lausu stöðu sem nú er kom­in upp í ís­lensk­um stjórn­mál­um.

    Þau Jón Gunn­ars­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og fyrr­ver­andi dóms­málaráðherra, Heiða Krist­ín Helga­dótt­ir, sem sit­ur í kosn­inga­stjórn hjá Jóni Gn­arr, og Snorri Más­son, rit­stjóri Rit­stjóra, mæta í settið til að ræða nýjasta útspil forsætisráðherra sem mun biðjast lausnar sem forsætisráðherra og hyggst bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Viðmælendur þáttarins velta fyrir sér með fróðlegum og athyglisverðum hætti hvers sé næst að vænta miðað við stöðuna sem nú er yf­ir­stand­andi.

    • 50 min
    #17. - Hvað tefur vaxtalækkanir?

    #17. - Hvað tefur vaxtalækkanir?

    Ásgeir Jóns­son seðlabanka­stjóri er aðalviðmæl­andi Stef­áns Ein­ars Stef­áns­son­ar í nýj­asta þætti Spurs­mála.

    Pen­inga­stefnu­nefnd Seðlabank­ans til­kynnti í vik­unni um að staða stýri­vaxta héld­ist óbreytt og yrði áfram í 9,25 pró­sent­um. Ákvörðunin hef­ur valdið þó nokkru upp­hlaupi einkum í sam­hengi við ný­und­ir­ritaða kjara­samn­inga sem ætlað var að hafa áhrif á lækk­un og þróun verðbólgu.
    Í þætt­in­um verður krefj­andi spurn­ing­um beint að seðlabanka­stjóra um horf­urn­ar á efna­hags­markaði hér á landi.


    Yf­ir­ferð á stærstu frétt­um vik­unn­ar verður í góðum hönd­um þessa vik­una. Þær Nadine Guðrún Yag­hi, sam­skipta­stjóri flug­fé­lags­ins Play, og Þór­hild­ur Þor­kels­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri hjá Brú Stra­tegy, mæta í settið til að rýna helstu frétt­ir líðandi viku.

    Sam­hliða störf­um sín­um halda þær Nadine og Þór­hild­ur úti hlaðvarpsþátt­un­um Eft­ir­mál sem notið hafa mik­illa vin­sælda.

    • 1 hr 5 min
    #16. - Forsetamambó, hvellsprungið fasteignamat og fiskeldiskarp

    #16. - Forsetamambó, hvellsprungið fasteignamat og fiskeldiskarp

    Í þætt­in­um tak­ast þeir Jens Garðar Helga­son aðstoðarfor­stjóri Fisk­eld­is Aust­fjarða og Jón Kal­dal, talsmaður Íslenska Nátt­úru­vernd­ar­sjóðsins og fyrr­ver­andi rit­stjóri Frétta­blaðsins á um sjókvía­eldi við strend­ur Íslands. 
    Þing­kon­an Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir fer yfir fréttir vikunnar sem er að líða ásamt Mörtu Maríu Win­kel Jón­as­dótt­ur frétta­stjóra dæg­ur­mála hjá Morg­un­blaðinu sem er vitaskuld þekkt fyr­ir að vera alltaf með putt­ann á púls­in­um.

    • 1 hr 13 min

Customer Reviews

4.0 out of 5
4 Ratings

4 Ratings

Top Podcasts In News

Teboðið
Birta Líf og Sunneva Einars
Heimildin - Hlaðvörp
Heimildin
Spjallið
Spjallið Podcast
Fókus
DV
Skoðanabræður
Bergþór Másson & Snorri Másson
Þetta helst
RÚV

You Might Also Like

Þjóðmál
Þjóðmál
Chess After Dark
Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson
Eftirmál
Tal
70 Mínútur
Hugi Halldórsson
Í ljósi sögunnar
RÚV
Dr. Football Podcast
Hjörvar Hafliðason