222 episodes

Um litróf mannlífsins.
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Helga Arnardóttir

Mannlegi þátturinn RÚV

    • Society & Culture
    • 4.2 • 10 Ratings

Um litróf mannlífsins.
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Helga Arnardóttir

    Ljósmyndaverkefni á Minjasafni Akureyrar, Þín leið og veðurspjall

    Ljósmyndaverkefni á Minjasafni Akureyrar, Þín leið og veðurspjall

    Minjasafnið á Akureyri hefur að undanförnu staðið fyrir vinsælum sýningum á verslunarsögu Akureyrar fram að síðustu aldamótum, og þar hafa ljósmyndir frá liðinni tíð leikið stórt hlutverk. Nú hefur safnið gert samstarfssamning við Áhugaljósmyndaraklúbb Akureyrar um að taka myndir af verslunum dagsins í dag svo safnafólk framtíðarinnar geti gengið í sögulegar heimildir þegar fram líða stundir. Við ræddum þetta framtak við Harald Þór Egilsson safnstjóra Minjasafnsins.

    Þögnin er í útrýmingarhættu segir Hrönn Baldursdóttir náms- og starfsráðgjafi en hún hefur einnig starfað sem gönguleiðsögumaður og hefur verið að tvinna þetta saman í nokkur ár með því að fá fólk út í náttúruna til að fá meira næði til að íhuga sjálfa sig og sína nútíð og framtíð. Við ræddum við Hrönn og forvitnumst í leiðinni um nokkuð sem kallast ?Þín leið? þar sem hún styður fólk við að finna sína leið í lífinu.

    Við ræddum um veðrið við Elínu Björk Jónasdóttur en hún segir í frétt á mbl.is að um hræðileg gröf sé að ræða þegar skoðaðar eru mæl­ing­ar frá­vika í yf­ir­borðshita­stigi sjáv­ar. Hún seg­ir mæl­ing­arn­ar benda til þess að sjór­inn sé ofboðslega hlýr, en það geti valdið vand­ræðum víða um Evr­ópu. Á Íslandi birt­ist það helst í auk­inni rign­ingu.

    Tónlistin í þættinum:
    In the summertime/Mungo Jerry(erl)
    You can't make old friends/Dolly Parton og Kenny Rogers(erl)
    You are my everything/Real thing(erl)
    Sól mín sól/Anna Pálína(Aðalsteinn Ásberg)

    • 50 min
    Póstkort frá Magnúsi, Baldvin í Flugkaffi og Sumarlestur á Bókasöfnum

    Póstkort frá Magnúsi, Baldvin í Flugkaffi og Sumarlestur á Bókasöfnum

    Í þessu póstkorti sagði Magnús frá nokkrum áhugamálum sínum sem hann hefur verið að sinna eftir að hann gerðist pensjónisti. Hann sagði frá dansiðkun sinni, sem hann stundar í laumi, aleinn. Hann sagði líka frá hljóðfærunum sínum og músíkupptökum, sem taka heilmikinn tíma á hverjum degi. Tungumálanámið er líka alltaf hluti af hverjum degi og nú er það þýska sem hefur mesta ástundun þetta sumarið.

    Við litum við á flugstöðinni á Akureyri en þar eru miklar breytingar fram undan, bæði utanhúss en ekki síst innan úss. Í kaffiteríunni hefur hann Baldvin Sigurðsson veitingamaður staðið vaktina í ein 20 ár, en nú er komið að tímamótum í hans lífi enda er síðasti dagurinn hans á morgun. Við settumst niður með Baldvini í Flugkaffi og spjölluðum um lífið og tilveruna.

    Sumarlestur er ókeypis lestrarhvetjandi námskeið fyrir krakka í 3.-5. bekk. Börnin koma á bókasafnið einu sinni í viku í 4 vikur þar sem þau fá skemmtilega fræðslu og taka þátt í lestrarhvetjandi uppákomum enda markmiðið að viðhalda lestrarhæfni og kynna ævintýraheim bóka fyrir börnunum. Sumarlesturinn á bókasafni Árborgar á Selfossi hófst 7. júní og verður alla daga miðvikudaga mánaðarins kl. 13:00. Við heyrum í Heiðrúnu Dóru Eyvindardóttur sem er bókasafnsstýra þar á bæ.

    Tónlistin í þættinum:

    Í kjallaranum - Óðinn Valdimarsson (Jón Sigurðsson)
    From the Start - Laufey
    You turn me on, I'm a Radio - Joni Michell
    Du elskling er som en ros - Kristian Rusbjerg

    • 50 min
    Rannsakar gömul hús, ráðskona Bakkabræðra og hreindýrasýning

    Rannsakar gömul hús, ráðskona Bakkabræðra og hreindýrasýning

    Framhaldsskólakennarinn Arnór Bliki Hallmundsson hefur lengi rannsakað og skrifað um sögu gamalla húsa á Akureyri og í nágrenni og birtast skrif hans meðal annars inni á svæðismiðlinum akureyri.net. Undanfarið hefur Arnór Bliki unnið að gerð bókar um hús og fólk á Eyrinni í samvinnu við Kristínu Aðalsteinsdóttur og mun bókin koma út innan tíðar. Við hittum Arnór Blika á Eiðsvellinum á Akureyri og ræddum bókina sem og áhuga hans á gömlum húsum.

    Við kíktum í heimsókn í Safnahúsið á Egilsstöðum en þar er meðal annars Minjasafn Austurlands til húsa. Þar hittum við Elsu Guðnýju Björgvinsdóttur sem sagði okkur frá einni af fastasýningu safnsins, sem fjallar um hreindýr.

    Kristín Aðalheiður Símonardóttir rekur veitingastaðinn Gísli Eiríkur og Helgi á Dalvík og við komum við hjá henni á ferð okkar um Norðurland fyrir stuttu og spjölluðum við hana um reksturinn, ferðafólkið sem nú flykkist norður og stóra verkefnið í vetur sem var True Detective sem var allt umlykjandi á Dalvík.

    Tónlistin í þættinum:
    Lipurtá - Bubbi
    Allt í góðu lagi - Móses Hightower
    Bewitched, bothered and bewildered - Cher og Rod Stuart.
    Moda Bo - Lura ásamt Cesaria Evora

    • 50 min
    Svandís Svavarsdóttir föstudagsgestur og í matarspjalli

    Svandís Svavarsdóttir föstudagsgestur og í matarspjalli

    Það er föstudagur sem þýðir föstudagsgestur og matarspjall og í dag var það föstudagsgestur sem sat áfram í matarspjalli og þetta var Matvælaráðherrann Svandís Svavarsdóttir. Svandís hefur setið í nokkrum ráðherrastólum, hún var Umhverfisráðherra 2009?2012. Umhverfis- og auðlindaráðherra 2012?2013. Heilbrigðisráðherr a 2017?2021. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 2021?2022. Matvælaráðherra síðan 2022.

    Við ræddum við hana um lífið og tilveruna, æskuna vorið og undrið eins og segir í dægurlagatextanum og hófum auðvitað þáttinn á lagi með Unu Torfa sem er dóttir Svandísar.


    Tónlist í þættinum:

    En/Una Torfa(Una Torfa)

    Fyrrverandi/Una Torfa(Una Torfa)

    Hooked on a feeling/ blue swede

    • 50 min
    Gracelandic, mótorhjólavinkill og Luciano Dutra lesandinn

    Gracelandic, mótorhjólavinkill og Luciano Dutra lesandinn

    Nýlega birtist á Vísi pistillinn Stígðu fram og taktu pláss eftir Grace Achieng, sem er stofnandi og framkvæmdastjóri tískufyrirtækisins Gracelandic, en Grace var nýlega kosin í stjórn Félags kvenna í atvinnulífinu. Hún er fyrsta svarta konan til að sitja í stjórn félagsins og önnur konan af erlendum uppruna. Í pistlinum segist Grace tengja við konuna sem hefur alltaf setið til hliðar, hikandi við að stíga fram og tala af ótta við að segja eitthvað vitlaust. Hún vill nota vettvang sinn í FKA til að vera ástríðufullur talsmaður þess að trúa á sjálfa sig og að fara óttalaus eftir draumum sínum og til að endurskilgreina fjölbreytileika í samfélaginu. Grace var gestur Mannlega þáttarins í dag.

    Við fengum svo vinkil í dag frá Guðjóni Helga Ólafssyni, skúffuskáldi og þjóðfræðiáhugamanni úr Flóanum. Í þetta sinn lagði hann vinkilinn að málnotkun og mótorhjólum.

    Svo var það lesandi vikunnar, sem í þetta sinn var Luciano Domingues Dutra. Hann fæddist í Brasilíu og kom fyrst til Íslands árið 2002. Hann hefur þýtt fjölmargar bækur af íslensku og öðrum norðurlandamálum yfir á portúgölsku og var annar tveggja sem hlaut heiðursviðurkenninguna Orðstír, sem Forseti Íslands afhendi honum í apríl, fyrir störf sín við þýðingar á íslenskum bókmenntum.Við fengum að vita hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Luciaon talaði um eftirtaldar bækur og höfunda:
    Mörkrets Makter e. Bram Stoker / A-e
    Merking e. Fríðu Ísberg
    Ef þetta er maður e. Primo Levi
    Í fangabúðum nasista og Býr Íslendingur hér e. Leif Muller
    og svo talaði hann um Jorge Luis Borges, en í gegnum ljóðin hans kynntist hann Íslendingasögunum sem vöktu fyrst áhuga hans á íslenskunni og íslenskum bókmenntum.

    Tónlist í þættinum:

    Morgunsól / GDRN, Magnús Jóhann Ragnarsson (Guðrún Ýr Jóhannesdóttir, Magnús Jóhann Ragnarsson og Ármann Örn Friðriksson)
    Falling Behind / Laufey (Laufey Lín Bing Jónsdóttir og Stewart Spencer)
    Ferðalag / Stuðmenn (Jakob Frímann Magnússon, Tómas M. Tómasson og Gunnar B. Jónsson)

    UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR

    • 50 min
    Fann alsystur sína í Oregon, Ævintýragarður Hreins og Söguboð

    Fann alsystur sína í Oregon, Ævintýragarður Hreins og Söguboð

    Við fengum í dag mæðgurnar Kristínu Valdemarsdóttur og Karólínu Ágústsdóttur í heimsókn til okkar. Þær deildu með okkur sögunni af því þegar Karólína, 15 ára, fann líffræðilega alsystur sína sem er 18 ára og býr í Bandaríkjunum, eftir að hafa sent DNA próf í alþjóðlegan gagnabanka. Þær voru báðar ættleiddar frá Kína og vissu ekkert hvor af annarri, áður en þær í sitt hvoru lagi prófuðu að nýta sér þessa þjónustu í von og óvon án þess að vita við hverju mætti búast. Þær Karólína og Kristín sögðu okkur þessa fallegu og áhrifaríku sögu í þættinum.

    Við litum svo við í Ævintýragarði alþýðulistamannsins Hreins Halldórssonar við Oddeyrargötuna á Akureyri en þar má finna ýmsar ævintýraverur sem Hreinn hefur skapað, mest úr timbri en líka gömlum verkfærum, krönum, skápahandföngum og tannburstum, til að nefna nokkur dæmi. Við hittum Hrein og ræddum við hann um hugsunina á bak við Ævintýragarðinn.

    Í dag er alþjóðadagur flóttafólks og þau Árni Kristjánsson, ungliða- og aðgerðastjóri Íslandsdeildar Amnesty International, og Gígja Svavarsdóttir, framkvæmdarstjóri tungumálaskólans Dósaverksmiðjunnar komu í þáttinn og sögðu okkur frá Söguboði, eða Story Sharing Café, sem fram fer í dag kl.17 í Húsi Máls og menningar á Laugaveginum. Tilgangur viðburðarins er að gefa öllum tækifæri, óháð þjóðerni, trú, kyni eða stöðu, til að setjast saman við borð og deila hversdagslegum sögum og heyra sögur annarra. Viðlíka viðburðir hafa verið haldnir víða um heim til að sporna við fordómum og einblína á hið sammannlega í fari okkar. Þau Árni og Gígja sögðu okkur frekar frá Söguboðinu í þætti dagsins.

    Tónlist í þættinum:

    Undir stórasteini / Út í vorið (Jón Múli Árnason og Jónas Árnason)
    Inni í eyjum / Baggalútur (Bragi Valdimar Skúlason)
    Styttur bæjarins / Spilverk þjóðanna (Spilverk þjóðanna)
    Stories To Tell / Krummi (Oddur Hrafn Björgvinsson)

    UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR

    • 50 min

Customer Reviews

4.2 out of 5
10 Ratings

10 Ratings

Top Podcasts In Society & Culture

Í ljósi sögunnar
RÚV
Þjóðmál
Þjóðmál
Á vettvangi
Heimildin
Ein Pæling
Thorarinn Hjartarson
Where Everybody Knows Your Name with Ted Danson and Woody Harrelson (sometimes)
Team Coco & Ted Danson, Woody Harrelson
Kvíðacastið
Podcaststöðin

You Might Also Like

Segðu mér
RÚV
Podcast með Sölva Tryggva
Sölvi Tryggvason
Helgaspjallið
Helgi Ómars
Í ljósi sögunnar
RÚV
Sunnudagssögur
RÚV
70 Mínútur
Hugi Halldórsson