150 episodes

Hrafnhildur fær til sín góða gesti sem segja sögur úr lífi sínu, sögur sem á einhvern hátt hafa haft áhrif á líf þeirra og viðhorf. Ljúfur þáttur með notalegri tónlist. Umsjón: Hrafnhildur Halldórsdóttir.

Sunnudagssögur RÚV

  • Music

Hrafnhildur fær til sín góða gesti sem segja sögur úr lífi sínu, sögur sem á einhvern hátt hafa haft áhrif á líf þeirra og viðhorf. Ljúfur þáttur með notalegri tónlist. Umsjón: Hrafnhildur Halldórsdóttir.

  Þorbjörg Hafsteinsdóttir heilsufrumkvöðull og Einar Torfi Finnsson lei

  Þorbjörg Hafsteinsdóttir heilsufrumkvöðull og Einar Torfi Finnsson lei

  Þorbjörg Hafsteinsdóttir Ingveldardóttir sagði frá lífi sínu og starfi. Hún ólst upp í miðbæ reykjavíkur en flutti til Danmerkur 19 ára gömul. Hún hefur búið þar og starfað í yfir 40 ár en Þorbjörg á þrjár dætur sem allar búa í Danmörku. Hún sagði frá lífi sínu þar, ferðalögum á framandi slóðir, áhuganum á næringu og heilsu og starfinu sínu í því fagi. Hún hefur gefið út fjölmargar bækur og í dag býr hún bæði hér á landi og í Danmörku heldur námskeið og fyrirlestra, skrifar bækur og hjálpar fólki að ná betri heilsu. Einar Torfi Finnsson leiðsögumaður sagði frá uppvextinum í Kópavogi, gönguskíðamennsku, björgunarsveitarstörfum og starfi sínu sem leiðsögumaður. Hann sagði frá fjölskyldunni og áhugamálunum sem eru tengd útivist.

  Sigtryggur Baldursson tónlistarmaður og Alda Karen markaðskona og fyri

  Sigtryggur Baldursson tónlistarmaður og Alda Karen markaðskona og fyri

  Sigtryggur Baldursson sagði frá lífi sínu og starfi, uppvöxt í Kópavogi og Bandaríkjunum. Hann sagði frá fótboltanum og tónlistarbröltinu, Hann sagði frá hljómsveitarlífinu, fjölskyldunni starfinu hjá Útón, Bogomil Font og ýmsu fleiru . Alda Karen Hjaltalín sagði frá uppvextinum á Akureyri, fótboltanum þar sem hún átti sér stóra drauma, því þegar hún barðist fyrir því að fá söngvakeppni framhaldsskóla færða norður til Akureyrar, starfinu hjá Sagafilm, markaðsmálum, fjölskyldunni, fyrirlestrunum og ýmsu fleiru.

  Sigríður Pétursdóttir kvikmyndafræðingur og Snorri Engilbertsson leika

  Sigríður Pétursdóttir kvikmyndafræðingur og Snorri Engilbertsson leika

  Sigríður Pétursdóttir kvikmyndafræðingur sagði frá uppvextinum á Húsavík, árunum þar og síðar á Akureyri en hún fór í Menntaskólann á Akureyri. Hún sagði frá námi í textíldeild KHÍ, síðar kennslu og leikarastörfum sem hún elskaði. Hún ræddi kvikmyndaáhugann, fjölskylduna en ýmislegt hefur gengið á og Sigga hefur sjálf algerlega skipt um kúrs í lífinu og borðar nú sérstakt fæði og hugar vel að hreyfingu og heilsu almennt. Hún ræddi líka Óskarsverðlaunahátíðina sem hún hefur fylgst með í fjöldamörg ár ásamt Alexander syni sínum og hún fór yfir magnaðan feril Hildar Guðnadóttur. Snorri Engilbertsson leikari sagði frá uppvextinum í Hafnarfirði, dansinum sem hann stundaði um árabil, fjöldkyldunni, fráfall móður hans sem hafði mikil áhrif á líf hans. Hann sagði frá leiklistinni, mótorhjólaáhuganum og ýmsu fleiru.

  Bergrún Íris Sævarsdóttir rithöfundur og Arnar Sveinn Geirsson fótbolt

  Bergrún Íris Sævarsdóttir rithöfundur og Arnar Sveinn Geirsson fótbolt

  Bergrún íris Sævarsdóttir hlaut nýverið íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barnabóka en hún sagði frá uppvextinum í Kópavogi, fjölskyldunni, lúðrasveit Kópavogs og Kársneskórnum og ýmsu öðru. Hún sagði frá áhugamálunum, náminu í Kvennó og síðar Hí og myndlistarnámi sem hún stundaði frá unga aldri. Hún sagði frá kvíðanum sem hún fann alltaf fyrir, ADHD greiningu, strákunum sínum og ýmsu öðru. Arnar Sveinn Geirsson sagði frá uppvexti en rætur hans liggja bæði í heimi íþrótta og lista. Hann sagði frá því þegar mamma hans dó, hvernig að hann gróf tilfinningarnar niður en ákvað svö löngu síðar að stíga fram og tjá sig um þær. Hann ræddi íþróttaferlininn, áhugamáli, og störfin sem hann hefur fengist við, fjölskylduna og ýmislegt fleira.

  Haraldur Bóasson og Auður Ösp Guðmundsdóttir

  Haraldur Bóasson og Auður Ösp Guðmundsdóttir

  Gestir þáttarins eru Haraldur Bóasson eigandi Dalakofans á Laugum og Auður Ösp Guðmundsdóttir, leikmynda- og búningahönnuður. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir.

  Einar Þór Jónsson og Unnur Birna Karlsdóttir

  Einar Þór Jónsson og Unnur Birna Karlsdóttir

  Einar Þór jónsson sagði frá uppvextinum í Bolungarvík, góðum æskuárum í faðmi vestfiskra fjalla. Hann sagði frá veikindum móður sem mótaði líf fjölskyldunnar sem endaði með því að móðir hans lést langt um aldur fram. Hann sagði frá árinu á Laugarvatni, síðar í trésmíðanámi, og í framhaldinu dvöl í Bretlandi þegar Einar leitaði að sjálfum sér. Þar kom hann út úr skápnum, hann sagði frá árunum í framhaldi fordómum og öðru sem samkynhneigðir þurftu að glíma við á þessum árum. Hann sagði frá HIV og baráttunni við þennan alvarlega sjúkdóm, sínum veikindum og því að missa nána vini og kærasta. Hann sagði frá bróðurmissi sem tók mikið á alla fjölskylduna og hvernig er hægt að lifa af slíka reynslu. Hann sagði frá árunum í Svíþjóð, eiginmanninum Stig og góða tímanum þeirra saman, veikindum Stig, baráttunni hjá aðstandendum heilabilaðra og ýmsu fleiru. Unnur Birna Karlsdóttir sagnfræðingur sagði frá uppvextinum í sveitinni í Glæsibæjarhreppim, skólaheimavistinni í Þelamörk og síðar MA. Hún sagði frá sagnfræðinni, fjölskyldunni, og því hvernig það kom til að hún hefur nú sent frá sér bók um hreindýrin á Íslandi sem ber heitið Öræfahjörðin.

Top Podcasts In Music

Listeners Also Subscribed To