1 hr 12 min

Raddir margbreytileikans – 37. þáttur: Róma­fólk sem fé­lags­leg­ar risa­eðlur á leið til glöt­un­ar Hlaðvarp Heimildarinnar

    • News

Mannfræðingurinn Marco Solimene er viðmælandi í 37. þætti Röddum margbreytileikans. Marco er ítalskrar ættar, fæddur í Róm árið 1976 en hefur búið á Íslandi um langt skeið. Marco er með MA-gráðu í félagsfræði frá La Sapienza háskólanum í Róm og doktorsgráðu í mannfræði frá Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa snúist um rómafólk frá Bosníu í Róm sem og á Balkanskaga og í Rúmeníu. Marco er nýráðinn sem lektor í mannfræði við HÍ. Í þessum þætti er rætt um yfirstandandi rannsókn Marco á stöðu rómafólks á Ítalíu gagnvart stjórnvöldum varðandi búsetu. Rómafólk hefur þá staðalímynd að vera varasamt flökkufólk, en staðreyndin er sú að sumt rómafólk færir sig reglulega frá einum stað til annars, á meðan margir hafa fasta búsetu. Þessi þjóðfélagshópur lifir við þá seigu hugmynd að vera sífellt á ferðinni, að „passa ekki inn“, að sniðganga lög og reglur, jafnvel að vera ógn við ríkið. Að hafa fasta búsetu er ráðandi hugmynd í flestum ríkjum og er forsenda fyrir viðurkenndri stöðu innan ríkisins og er einn af hornsteinum þjóðríkisins. Marco hefur rannsakað hvernig þessar hugmyndir hafa áhrif á þróunarverkefni ESB innan Evrópu, þar sem litið er á jaðarhópa eins og rómafólk sem „frumstætt“ og varasamt, og að vissu leyti ósjálfbjarga og hjálparþurfi. Þarna stangast á hugmyndin um stöðu „ríkisborgara“ og hóps sem fer sínar eigin leiðir við að lifa sínu lífi, og hefur sínar hugmyndir um búsetu, þar sem „þróunarhjálpin“ skilar ekki alltaf tilteknum árangri. Þessi þáttur er á ensku.

Mannfræðingurinn Marco Solimene er viðmælandi í 37. þætti Röddum margbreytileikans. Marco er ítalskrar ættar, fæddur í Róm árið 1976 en hefur búið á Íslandi um langt skeið. Marco er með MA-gráðu í félagsfræði frá La Sapienza háskólanum í Róm og doktorsgráðu í mannfræði frá Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa snúist um rómafólk frá Bosníu í Róm sem og á Balkanskaga og í Rúmeníu. Marco er nýráðinn sem lektor í mannfræði við HÍ. Í þessum þætti er rætt um yfirstandandi rannsókn Marco á stöðu rómafólks á Ítalíu gagnvart stjórnvöldum varðandi búsetu. Rómafólk hefur þá staðalímynd að vera varasamt flökkufólk, en staðreyndin er sú að sumt rómafólk færir sig reglulega frá einum stað til annars, á meðan margir hafa fasta búsetu. Þessi þjóðfélagshópur lifir við þá seigu hugmynd að vera sífellt á ferðinni, að „passa ekki inn“, að sniðganga lög og reglur, jafnvel að vera ógn við ríkið. Að hafa fasta búsetu er ráðandi hugmynd í flestum ríkjum og er forsenda fyrir viðurkenndri stöðu innan ríkisins og er einn af hornsteinum þjóðríkisins. Marco hefur rannsakað hvernig þessar hugmyndir hafa áhrif á þróunarverkefni ESB innan Evrópu, þar sem litið er á jaðarhópa eins og rómafólk sem „frumstætt“ og varasamt, og að vissu leyti ósjálfbjarga og hjálparþurfi. Þarna stangast á hugmyndin um stöðu „ríkisborgara“ og hóps sem fer sínar eigin leiðir við að lifa sínu lífi, og hefur sínar hugmyndir um búsetu, þar sem „þróunarhjálpin“ skilar ekki alltaf tilteknum árangri. Þessi þáttur er á ensku.

1 hr 12 min

Top Podcasts In News

Teboðið
Birta Líf og Sunneva Einars
Spursmál
Ritstjórn Morgunblaðsins
Heimildin - Hlaðvörp
Heimildin
Skoðanabræður
Bergþór Másson & Snorri Másson
Þetta helst
RÚV
Spjallið
Spjallið Podcast