500 episodes

Í hlaðvarpi Heimildarinnar, áður Kjarnans, má finna fjölbreytta þætti um allt frá pólitík til heiðarlegs skyndibita eða nýjustu græjunnar.

Hlaðvarp Heimildarinnar Heimildin

    • News
    • 4.1 • 41 Ratings

Í hlaðvarpi Heimildarinnar, áður Kjarnans, má finna fjölbreytta þætti um allt frá pólitík til heiðarlegs skyndibita eða nýjustu græjunnar.

    Raddir margbreytileikans – 34. þáttur: Að mynda bandalög hér og þar

    Raddir margbreytileikans – 34. þáttur: Að mynda bandalög hér og þar

    Gestur hlaðvarpsins er Stella Samúelsdóttir. Stella er fædd 27. febrúar 1975 í Reykjavík en hefur auk þess búið í Ísrael, Ítalíu, Malaví og í New York og New Orleans í Bandaríkjunum.

    Hún lauk BA prófi í mannfræði frá Háskóla Íslands 1999. Árið 2003 útskrifaðist hún með Post Graduate Diploma í alþjóðasamskiptum frá The Johns Hopkins Unversity og 2004 með Post Graduate Diploma í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands. Einnig hefur hún D-vottun í verkefnastjórnun Endurmenntun HÍ (verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun) sem hún lauk 2010.

    Áhugasvið Stellu snúa að ferðalögum, mannréttindum og alþjóðamálum.

    Í gegnum tíðna hefur hún meðal annars starfað á verkfræðistofu, sem sérfræðingur á skrifstofu Þróunarsamvinnustofnunar í Malaví og haft yfirumsjón með ýmsum verkefnum þar, sem sérfræðingur hjá fastanefnd Íslands til Sameinuðu þjóðanna í New York, sjálfstætt starfandi ráðgjafi í þróunarmálum og rekið eigið fyrirtæki. Í dag starfar Stella sem framkvæmdastýra UN Women á Íslandi.

    • 55 min
    Í austurvegi – Litið um öxl á ár tígursins

    Í austurvegi – Litið um öxl á ár tígursins

    Nú þann 22. janúar gengur nýtt ár kanínunnar í garð samkvæmt hinu kínverska dagatali. Þau Anna og Magnús staldra því við og líta um öxl á ár tígursins sem reyndist nokkuð viðburðaríkt.
    Í hlaðvarpsþætti dagsins eru meðal annars rifjuð upp viðtöl við góða gesti og spiluð brot af því besta sem á boðstólum var.

    • 56 min
    Tæknivarpið: CES - Þvagskynjari, bílar sem breyta um lit og bíll frá Sony

    Tæknivarpið: CES - Þvagskynjari, bílar sem breyta um lit og bíll frá Sony

    Mun gervigreind þvinga íslenska skóla til að endurskoða námshögun? Apple gæti mögulega gefið út sýndaveruleikagræju í ár, eða hvað? CES hátíðin er nýafstaðin og við gerðum upp nýtt og spennandi þaðan.

    Stjórnendur eru Atli Stefán, Elmar Torfason og Gunnlaugur Reynir.

    • 1 hr 18 min
    Tæknivarpið - Þáttur ársins og Tækniverðlaun 2022

    Tæknivarpið - Þáttur ársins og Tækniverðlaun 2022

    Við erum komnir úr jólafríi! Tæknivarpið fjölmennti og fór yfir árið 2022 í tækni.

    Stjórnendur: Andri Valur, Atli Stefán, Elmar Torfa, Gunnlaugur Reynir, Kristján Thors, Vöggur Mar og Sverrir Björgvins.

    • 2 hrs 38 min
    Í austurvegi – Eitt veðmál, eitt teningakast 孤注一掷

    Í austurvegi – Eitt veðmál, eitt teningakast 孤注一掷

    Saga þessa málsháttar er frá tímum Song-veldisins sem frægt var fyrir öflug viðskipti og efnahag, menningarlíf, matargerðarlist og fjölmargt fleira. En þrátt fyrir þetta mikla blómaskeið var Song-veldi raunar umkringt óvinum. Við fylgjumst með viðbrögðum Zhēnzōng keisara og ráðgjafa hans þegar Khitanar úr Liao-veldi norðursins gera innrás, sumarið 1004. Þátturinn er þýddur og birtur með leyfi Lazlo Montgomery hjá ©Teacup Media.

    • 10 min
    Í austurvegi - Lína Guðlaug Atladóttir - skrifaði og gaf út bók um Kína

    Í austurvegi - Lína Guðlaug Atladóttir - skrifaði og gaf út bók um Kína

    Lína Guðlaug Atladóttir, viðskiptafræðingur og Austur-Asíufræðingur, segir okkur frá bók sinni Rót sem hún gaf sjálf nýverið út. Bókin er uppfull af spennandi fróðleik um Kína og þá ævintýralega nútímavæðingu sem þar hefur átt sér stað, skrifuð á léttum og persónulegum nótum.
    Lína hóf Kínavegferð sína árið 2003 þegar hún fór til Kína að sækja dóttur til ættleiðingar og hefur æ síðan haldið áfram að kafa dýpra inn í þennan menningarheim.

    • 48 min

Customer Reviews

4.1 out of 5
41 Ratings

41 Ratings

Oddur Þórðarson ,

Kvikan er best

Kvikan er minn allra uppáhalds þáttur í hlaðvarpi Kjarnans. Góð umfjöllun um málefni líðandi stundar — allt sem maður þarf að vita á einu stað.

Jón Pétur S ,

Of mikið kraðak

Mestallt gott efni en væri betra ef því væri skipt upp eftir þáttum, líkt og hljóðkirkjan gerir. Fer upp í 4-5 stjörnur hjá mér ef það verður gert.

Score17774 ,

Vandaðir þættir og áhugaverður

.....

You Might Also Like

Hjörvar Hafliðason
Tal
Hugi Halldórsson
Steve Dagskrá
Ásgrímur Geir Logason
Helgi Ómars