500 episodes

Í hlaðvarpi Heimildarinnar, áður Kjarnans, má finna fjölbreytta þætti um allt frá pólitík til heiðarlegs skyndibita eða nýjustu græjunnar.

Hlaðvarp Heimildarinnar Heimildin

  • News
  • 4.1 • 42 Ratings

Í hlaðvarpi Heimildarinnar, áður Kjarnans, má finna fjölbreytta þætti um allt frá pólitík til heiðarlegs skyndibita eða nýjustu græjunnar.

  Raddir margbreytileikans - 38. þáttur: „Börnin hafna hefðbundnum leikreglum og skapa sínar eigin“

  Raddir margbreytileikans - 38. þáttur: „Börnin hafna hefðbundnum leikreglum og skapa sínar eigin“

  Þóra Björnsdóttir er viðmælandi í 38. þætti mannfræðihlaðvarpsins Raddir margbreytileikans. Þóra er fædd 1986 í Reykjavík. Hún lauk BA námi í mannfræði frá Háskóla Íslands árið 2009, MA gráðu í þróunarfræðum frá sama skóla 2011 og doktorsprófi frá HÍ 2023 sem fjallar um börn í Ghana sem ferðast frá norðurhluta landsins til höfuðborgarinnar í leit að betra lífi.
  Doktorsrannsókn Þóru varpar ljósi á líf barna sem flytja að heiman á eigin vegum fyrir átján ára aldur í Ghana og flutningsferli þeirra með áherslu á réttindi barnanna. Rannsóknin skoðar hvernig hefðbundin réttindi hagnast þessum börnum og hvernig þau móta sín eigin réttindi, svo-kölluð lífsréttindi, þegar hefðbundnu réttindin eru ekki fullnægjandi. Áhersla er lögð á sjónarhorn þátttakenda með raddir þeirra og atbeini í forgrunni.
  Þóra hefur starfað með börnum og ungu fólki í fjölda ára og starfar í dag sem verkefnastjóri frjálsra félagasamtaka þar sem hún, meðal annars, mótar og sinnir forvarnarfræðslu á ofbeldi gegn börnum. Hún hefur einnig starfað sem aðstoðarkennari og leiðbeinandi við HÍ, verið sérkennslustjóri á leikskólanum Holti, sem og verkefnastjóri Erasmus+ verkefnis sem snýst um andlega heilsu fólks. Í dag starfar Þóra sem verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheill – Save the Children in Iceland, en það verkefni snýst um kynheilbrigði barna.

  • 1 hr 2 min
  Raddir margbreytileikans – 37. þáttur: Róma­fólk sem fé­lags­leg­ar risa­eðlur á leið til glöt­un­ar

  Raddir margbreytileikans – 37. þáttur: Róma­fólk sem fé­lags­leg­ar risa­eðlur á leið til glöt­un­ar

  Mannfræðingurinn Marco Solimene er viðmælandi í 37. þætti Röddum margbreytileikans. Marco er ítalskrar ættar, fæddur í Róm árið 1976 en hefur búið á Íslandi um langt skeið. Marco er með MA-gráðu í félagsfræði frá La Sapienza háskólanum í Róm og doktorsgráðu í mannfræði frá Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa snúist um rómafólk frá Bosníu í Róm sem og á Balkanskaga og í Rúmeníu. Marco er nýráðinn sem lektor í mannfræði við HÍ. Í þessum þætti er rætt um yfirstandandi rannsókn Marco á stöðu rómafólks á Ítalíu gagnvart stjórnvöldum varðandi búsetu. Rómafólk hefur þá staðalímynd að vera varasamt flökkufólk, en staðreyndin er sú að sumt rómafólk færir sig reglulega frá einum stað til annars, á meðan margir hafa fasta búsetu. Þessi þjóðfélagshópur lifir við þá seigu hugmynd að vera sífellt á ferðinni, að „passa ekki inn“, að sniðganga lög og reglur, jafnvel að vera ógn við ríkið. Að hafa fasta búsetu er ráðandi hugmynd í flestum ríkjum og er forsenda fyrir viðurkenndri stöðu innan ríkisins og er einn af hornsteinum þjóðríkisins. Marco hefur rannsakað hvernig þessar hugmyndir hafa áhrif á þróunarverkefni ESB innan Evrópu, þar sem litið er á jaðarhópa eins og rómafólk sem „frumstætt“ og varasamt, og að vissu leyti ósjálfbjarga og hjálparþurfi. Þarna stangast á hugmyndin um stöðu „ríkisborgara“ og hóps sem fer sínar eigin leiðir við að lifa sínu lífi, og hefur sínar hugmyndir um búsetu, þar sem „þróunarhjálpin“ skilar ekki alltaf tilteknum árangri. Þessi þáttur er á ensku.

  • 1 hr 12 min
  Samtal við samfélagið: Hvers vegna virð­is­mat starfa?

  Samtal við samfélagið: Hvers vegna virð­is­mat starfa?

  Gestur vikunnar er Helga Björg Ragnarsdóttir, framkvæmdarstýra Jafnlaunastofu. Helga Björg er með BA-próf í félagsfræði og MS-próf í viðskiptafræði með áherslu á stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands. Jafnlaunastofa er sameignarfélag í eigu Sambands íslenskra sveitafélaga og Reykjavíkurborgar og hefur það hlutverk að stuðla að launajafnrétti starfsfólks sveitarfélaga og veita stjórnendum stuðning við að framfylgja slíku jafnrétti. Aðferðafræði sveitafélaganna er að leggja áherslu á virðismat starfa en sú leið virðist skila árangri, en árið 2019 var óleiðréttur launamunur kynjanna 14,8% á almennum vinnumarkaði, 14% hjá Ríkinu og 7,4% hjá sveitarfélögunum. Í hlaðvarpinu ræða þær Helga og Sigrún af hverju það hefur reynst svona erfitt að ná launajafnrétti kynjanna á vinnumarkaði og hvaða leiðir eru færar til að bregðast við kynjuðum launamun með sérstaka áherslu á hvers vegna virðismat starfa sé líklegra til að skila árangri en ýmsar aðrar leiðir.

  • 44 min
  Samtal við samfélagið: Af hverju hefur stjórnmálatraust minnkað í þróuðum lýðræðisríkjum?

  Samtal við samfélagið: Af hverju hefur stjórnmálatraust minnkað í þróuðum lýðræðisríkjum?

  Gestur vikunnar er Viktor Orri Valgarðsson, nýdoktor í stjórnmálafræði við háskólann í Southampton í Bretlandi. Viktor lauk doktorsprófi frá sama háskóla en í doktorsverkefni sínu skoðaði hann hvers vegna kosningaþátttaka hefur minnkað í mörgum þróuðum lýðræðisríkjum, með sérstaka áherslu á hvort og hvernig stjórnmálalegt sinnuleysi og firring geti útskýrt þessa þróun. Þessa stundina tekur hann þátt í alþjóðlegu rannsóknarverkefni, TrustGov, en það skoðar eðli, orsakir, afleiðingar og mynstur stjórnmálatrausts á heimsvísu. Hann hefur einnig beint sjónum að því hvernig stjórnmálatraust skiptir máli á tímum heimsfaraldurs COVID-19, til að mynda hvaða hlutverki slíkt traust gengdi í vantrausti til bóluefna. Í þætti vikunnar segir hann Sigrúnu frá doktorsverkefni sínu en einnig frá þeim verkefnum sem hann er að vinna í þessa stundina, sem meðal annars tengjast stjórnmálatrausti á Íslandi í alþjóðlegu samhengi.

  • 54 min
  Samtal við samfélagið: Áhrif stefnu­mót­un­ar og for­eldra­menn­ing­ar á barneign­ir á Ís­landi

  Samtal við samfélagið: Áhrif stefnu­mót­un­ar og for­eldra­menn­ing­ar á barneign­ir á Ís­landi

  Í fyrsta hlaðvarpinu eftir langt hlé fær Sigrún til sín þau Sunnu Símonardóttur aðjúnkt og nýdoktor í félagsfræði og Ara Klæng Jónsson, nýdoktor. Þau stýra stóru rannsóknarverkefni, sem fékk öndvegisstyrk frá Rannís árið 2022. Verkefnið skoðar áhrif stefnumótunar og foreldramenningar á barneignir á Íslandi. Í stóra samhenginu hefur fæðingartíðni löngum verið há á Íslandi í en hún hefur þó farið hríðlækkandi síðastliðinn áratug. Þau Sunna og Ari sem leiða verkefnið ásamt Ásdísi Arnalds forstöðumanni Félagsvíndastofnunar skoða þessar breytingar og vilja öðlast skilning á ástæðum þeirra. Þau segja Sigrúnu frá verkefninu og ræða um þær niðurstöður sem að komnar eru fram, meðal annars um hvort að fjölskyldustefna á Íslandi styðji nægilega við barnafjölskyldur og fangi síaukinn fjölbreytileika og breyttar þarfir fjölskyldna, ásamt því að greina hvernig foreldramenning mótar ákvarðanir um barneignir.

  • 49 min
  Raddir margbreytileikans – 36. þáttur: „Það þarf sterkt afl til að við breytum til“

  Raddir margbreytileikans – 36. þáttur: „Það þarf sterkt afl til að við breytum til“

  Helga Ögmundardóttir fæddist í Neskaupstað árið 1965.
  Hún lauk Fil.kand. prófi 1992 frá Stokkhólmsháskóla, ásamt námi í heimspeki, vísindaheimspeki og -sögu, siðfræði, rökfræði, o.fl. frá sama skóla. Einnig lagði Helga stund á nám í lífvísindum við Háskóla Íslands og í Kaupmannahöfn, sem og garðyrkjufræði við Garðyrkjuskólann í Ölfusi. Helga lauk MA prófi 2002 í mannfræði frá Háskóla Íslands og doktorsprófi í mannfræði 2011 frá Háskólanum í Uppsölum. Megin rannsóknaráherslur Helgu eru umhverfis- og orkumál, auðlindanýting og samskipti manna og náttúru almennt. Helga er dósent í mannfræði við Háskóla Íslands.
  Í þessum þætti mun vera spjallað um mannfræði og umhverfismál, loftslagsbreytingar og aðra þætti sem tengjast breyttum lífsskilyrðum á plánetunni bláu, og þeim sporum sem maðurinn er að marka á hana. Mögulegar afleiðingar þessara spora eru ræddar, sem og þeir möguleikar sem eru í stöðunni, ef ekki á að fara illa, nokkuð sem kallað hefur verið „djúp aðlögun“. Í því sambandi hefur komið fram nýtt hugtak, „vistmorð“, þar sem litið er á umhverfismál sem mannréttindamál, og þar sem glæpum gegn náttúrunni er stillt upp sem glæpum gegn mannkyni.

  • 1 hr 10 min

Customer Reviews

4.1 out of 5
42 Ratings

42 Ratings

Oddur Þórðarson ,

Kvikan er best

Kvikan er minn allra uppáhalds þáttur í hlaðvarpi Kjarnans. Góð umfjöllun um málefni líðandi stundar — allt sem maður þarf að vita á einu stað.

Jón Pétur S ,

Of mikið kraðak

Mestallt gott efni en væri betra ef því væri skipt upp eftir þáttum, líkt og hljóðkirkjan gerir. Fer upp í 4-5 stjörnur hjá mér ef það verður gert.

Score17774 ,

Vandaðir þættir og áhugaverður

.....

You Might Also Like