88 episodes

Andri Jónsson og Ólafur Hersir Arnaldsson ræða sögu og sagnfræðileg málefni á léttu nótunum. 

Söguskoðun Söguskoðun hlaðvarp

    • History
    • 5.0 • 8 Ratings

Andri Jónsson og Ólafur Hersir Arnaldsson ræða sögu og sagnfræðileg málefni á léttu nótunum. 

    87 - Oppenheimer og kjarnorkusprengjan

    87 - Oppenheimer og kjarnorkusprengjan

    Í þættinum í dag ræða Ólafur og Andri um J. Robert Oppenheimer og fæðingu kjarnorskusprengjunnar

    Ólafur las bókina American Prometheus: The Triumph and Tragedy of J. Robert Oppenheimer eftir Kai Bird and Martin J. Sherwin en eftir henni var gerð kvikmynd um vísindamanninn með sínar ýmsu hliðar sem fékk mikla athygli á síðasta ári.

    Kjarnorkusprengjan var afrakstur rannsókna vísindamanna frá mörgum löndum og í stríðinu voru öll helstu stórveldin með einhverskonar kjarnorkuverkefni í gangi. Það voru Bandaríkjamenn sem kláruðu verkefnið og  urðu til þess að beita þessu gereyðingarvopni í fyrsta og eina sinn árið 1945,  og má segja að Sprengjan hafi haldið heiminum í heljargreipum allar götur síðan fram á þennan dag.
    Hlaðvarpið Söguskoðun má nálgast hér:
    Soguskodun.com | soguskodun@gmail.com
    Einnig á Facebook og Youtube.
    Hægt er að styrkja hlaðvarpið með því að bjóða okkur upp á kaffibolla.

    • 1 hr 43 min
    86 - Konstantínus mikli

    86 - Konstantínus mikli

    Í þættinum í dag ræða Söguskoðunarmenn rómarkeisarann Konstantínus I, sem er einn þeirra sem fengið hafa nafnbótina hinn mikli. 

    Konstantínus ruddist til valda í Rómaveldi árið 306 eftir talsvert valdabrölt innan fjórveldisins sem Díókletíanus kom á laggirnar eftir þriðju aldar kreppuna. Hann varð einvaldur árið 324 og ríkti sem slíkur í 19 ár. Var hann þaulsetnasti rómarkeisarinn á eftir Ágústusi. 

    Konstantínus hélt áfram umbótum Díokletíanusar og kom á stöðuleika í nokkur ár. Umgjörð síðrómverska ríkisins og síðar austrómverska ríkisins er arfleifð hans en hann stofnaði nýja höfuðborg Rómaveldis í Nýju Róm, Konstantínópel, sem átti eftir að vera miðpunktur nýs Rómaveldis í meira en þúsund ár. Þar fyrir utan var Konstantínus fyrsti kristni rómarkeisarinn og vann hann ötullega að því að koma kirkjunni á koppinn, en fyrir hans daga voru kristnir menn reglulega ofsóttir í Rómaveldi. 
    Hlaðvarpið Söguskoðun má nálgast hér:
    Soguskodun.com | soguskodun@gmail.com
    Einnig á Facebook og Youtube.
    Hægt er að styrkja hlaðvarpið með því að bjóða okkur upp á kaffibolla.

    • 1 hr 32 min
    85 - Þriðju aldar kreppan í Rómaveldi

    85 - Þriðju aldar kreppan í Rómaveldi

    Í þættinum í dag ræða Andri og Ólafur sögu Rómverska keisaradæmisins á 3. öld e. kr. en þá geisaði hin svonefnda þriðju aldar kreppa, sem varð ríkinu næstum að falli.

    Rómaveldi þanndist talsvert út á öldunum í kringum kristsburð. Fyrstu tvær aldir keisaradæmisins eru stundum talin gullöld ríkisins, en á 3. öldinni virtist allt ætla að fara á versta veg fyrir Rómverja. Á "tímabili herkeisaranna" var veldið þjakað af innbyrðis deilum, mjög svo óstöðugum valdaskiptum, klofningi ríkisins, innrásum Persa og Germana og stanslausum hernaði. 

    Á þriðju öldinni má sjá þróun þeirra þátta sem áttu eftir að einkenna síðrómverska ríkið, m.a. varanlega skiptingu þess í vestur- og austurhluta. Vesturrómverska ríkið féll endanlega á 5. öld. 


    Hlaðvarpið Söguskoðun má nálgast hér:
    Soguskodun.com | soguskodun@gmail.com
    Einnig á Facebook og Youtube.
    Hægt er að styrkja hlaðvarpið með því að bjóða okkur upp á kaffibolla.

    • 1 hr 22 min
    84 - Reconquista

    84 - Reconquista

    Í framhaldi af umræðum okkar um Al-Andalus ræðum við  í þættinum í dag um "endurheimtina", eða reconquista, þegar kristnu ríkin á Íberíuskaga endurheimtu land Vísigota úr höndum múslíma.

    Reconquista var ekki eitt stríð, heldur aldalöng hægfara barátta - af og á - á milli hinna ýmsu ríkja múslíma og kristnu konungsríkjanna, Astúrías, Navarra, Kastillíu, Aragon, León og Portúgals. Endurheimtin var oft vettvangur krossferða, einn fárra staða þar sem slíkur hernaður hafði varanlegan ávinning, auk þess sem hún var suðupotturinn sem nútímaríkin Spánn og Portúgal urðu til úr.




    Hlaðvarpið Söguskoðun má nálgast hér:
    Soguskodun.com | soguskodun@gmail.com
    Einnig á Facebook og Youtube.
    Hægt er að styrkja hlaðvarpið með því að bjóða okkur upp á kaffibolla.

    • 58 min
    83 - Al-Andalus: Veldi múslima á Spáni

    83 - Al-Andalus: Veldi múslima á Spáni

    Í þættinum í dag ræða Andri og Ólafur veldi múslima á Spáni 711-1492. 

    Á 7. og 8. öld breiddist íslam leiftursnökkt út frá Arabíu í allar áttir. Árið 711 féll ríki Vísigota á Íberíuskaga fyrir Aröbum og Berbum frá Norður-Afríku, og á nokkrum árum lögðu múslimar nánast allan skagann undir sig. 

    Ríki múslima á Spáni var kallað Al-Andalús. Það var hluti av heimsveldi Umayyada, um tíma sjálfstætt emírdæmi og kalífadæmi. Höfuðborgin Cordoba var blómleg heimsborg, sem iðaði af verslun og menningu, en Al-Andalús var einnig þjakað af stanslausum hernaði við kristnu ríkin í norðri. Frá 11. öld þrýstu kristnu ríkin múslímum hægt og rólega sunnar og sunnar. Síðasta vígi múslima á Spáni féll árið 1492 eftir nær 800 ára yfirráð. 
    Hlaðvarpið Söguskoðun má nálgast hér:
    Soguskodun.com | soguskodun@gmail.com
    Einnig á Facebook og Youtube.
    Hægt er að styrkja hlaðvarpið með því að bjóða okkur upp á kaffibolla.

    • 1 hr 18 min
    82 - Um stríðslög og stríðsglæpi

    82 - Um stríðslög og stríðsglæpi

    Þátturinn byrjar á 7. mínútu.

    Í framhaldi af umræðum okkar um Rauða krossinn ræða Söguskoðunarmenn í dag um málefni tengd Genfarsáttmálanum og öðrum alþjóðareglum sem gilda í stríði. 

    Menn hafa frá örófi alda reynt að hafa einhverjar hömlur á framgangi hernaðar. Í Evrópu á fornöld og á miðöldum þróaðist kenningin um réttlátt stríð, en á 19. og 20. öld urðu til umfangsmiklar alþjóðareglur um stríð og frið, um mannréttindi, og um viðurlög stríðsglæpa. 


    Hlaðvarpið Söguskoðun má nálgast hér:
    Soguskodun.com | soguskodun@gmail.com
    Einnig á Facebook og Youtube.
    Hægt er að styrkja hlaðvarpið með því að bjóða okkur upp á kaffibolla.

    • 1 hr 19 min

Customer Reviews

5.0 out of 5
8 Ratings

8 Ratings

Top Podcasts In History

Draugar fortíðar
Hljóðkirkjan
History's Secret Heroes
BBC Radio 4
Myrka Ísland
Sigrún Elíasdóttir
Short History Of...
NOISER
Dan Snow's History Hit
History Hit
Slow Burn
Slate Podcasts

You Might Also Like

Í ljósi sögunnar
RÚV
Þjóðmál
Þjóðmál
Chess After Dark
Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson
Steve Dagskrá
Steve Dagskrá
Dr. Football Podcast
Hjörvar Hafliðason
Þungavigtin
Tal