27 episodes

Umsjón: Ýmsir.

Sunnudagssögur RÚV

    • Music
    • 3.8 • 32 Ratings

Umsjón: Ýmsir.

    Rakel Sigurðardóttir

    Rakel Sigurðardóttir

    Hrafnhildur Halldórsdóttir ræðir við Rakel Sigurðardóttur andlegan einkaþjálfara um líf hennar og starf. Rakel ólst upp í Grafarvoginum, lífsglöð og hress stelpa sem var dugleg í íþróttum, félagslífi og leiklist en gekk ekki alveg jafn vel í skólanum. Rakel glímdi við lesblindu og skólinn reyndist krefjandi og á tímum erfiður fyrir hana. Með elju og dugnaði og hjálp foreldra tókst Rakel að klára stúdentspróf og þaðan lá leið hennar til Ástralíu þar sem hún starfaði sem Au Pair í 8 mánuði. Eftir það lá leiðin í HÍ en Rakel fann sig ekki og var hún staðráðin að sækja um í leiklistarnám. Hún komst ekki í gegnum síuna hér á landi en ákvað þá að fara til Englands í leiklistarnám. Rakel upplifði kvíða að námi loknu og fór að vinna með sjálfa sig í sjálfsrækt sem hún hafði alltaf haft mikinn áhuga á. Í dag starfar hún sem andlegur einkaþjálfari og nýtur sín mjög í því starfi.

    • 1 hr 15 min
    Pétur Már Halldórsson

    Pétur Már Halldórsson

    Gestur Hrafnhildar er Pétur Már Halldórsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Nox Medical og núverandi stjórnarmaður í Nox Health. Hann segir frá uppvextinum, hinum ýmsu störfum sem hann hefur fengist við í gegnum tíðina, fjölskyldunni og áhugamálunum. Hann segir sögu Nox Medical sem framleiðir lækningatæki sem notuð eru af heilbrigðisstarfsfólki um allan heim til greiningar á svefni og svefnvandamálum. Hann segir frá áföllum sem hann lenti í árið 2020 og hvernig hann vann sig út úr því og hvernig hann lítur lífið öðrum augum.

    • 1 hr 15 min
    Hrefna Sigfinnsdóttir

    Hrefna Sigfinnsdóttir

    Gestur Hrafnhildar er Hrefna Sigfinnsdóttir framkvæmdastjóri CreditInfo. Hrefna segir frá uppvextinum á sveitabæ á suðurlandi, árunum í MH, síðar HÍ og því hvernig hún endaði á því að starfa í fjármálageiranum. Hún segir frá fjölskyldu, áhugamálum, og því hvernig hún brennur fyrir starfinu sem snýr mjög mikið að sjálfbærniverkefnum. Hún segir frá slysi sem hún varð fyrir í skíðaferð og því hvernig slíkt áfall hefur áhrif á lífð og því hvernig maður lærir að meta það á öðruvísi hátt.

    • 1 hr 15 min
    Lilja Björk Einarsdóttir

    Lilja Björk Einarsdóttir

    Gestur Hrafnhildar er Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans. Hún sagði frá uppvextinum í Breiðholti, námsárunum í versló, síðar Hí og svo í Bandaríkjunum. Hún sagði frá starfi sínu á gróðrastöð ömmu sinnar og afa, valkvíðanum þegar kom að því að velja háskólanám, kærastanum og síðar eiginmanninum, fjölskyldunni og áhugamálunum. Hún sagði frá dvölinni í USA þar sem hún stundaði framhaldsnám í háskóla, flutningi til Bretlands og starfinu hjá Landsbankanum þar sem hún hefur starfað í fjölmörg ár og er nú bankastjóri.

    • 1 hr 15 min
    Thelma Kristín Kvaran

    Thelma Kristín Kvaran

    Gestur Hrafnhildar er Thelma Kristín Kvaran sérfræðingur í ráðningum og einn af eigendum Intellecta. Thelma segir frá uppvaxtarárunum í Garðabæ hvar hún lék sér mest með strákum í strákaleikjum. Hún sagði frá sárum foreldramissi, fyrirtæki foreldranna sem hún og systur hennar sátu með í fanginu eftir fráfall þeirra. Hún segir einnig frá fjölskyldunni, áhugamálunum og starfinu.

    • 1 hr 1 min
    Berglind Rán Ólafsdóttir

    Berglind Rán Ólafsdóttir

    Gestur Hrafnhildar er Berglind Rán Ólafsdóttir forstýra ORF líftækni. Berglind segir sögur af uppvexti í Kópavoginum, menntaskólaárunum í MS en hún ákvað að feta á nýjar slóðir þegar hún valdi menntaskóla. Hún sagði frá háskólaárunum, starfinu hjá íslenskri erfðagreiningu, meistaranámsárum á Spáni, starfi hjá orku náttúrunnar og núverandi starfi hjá ORF líftækni. Hún segir einnig sögur af fjölskyldu, áhugamálunum en Berglind ákvað að hefja nám í trommuleik fyrir nokkrum árum og stefnir á að sinna því áhugamáli betur ásamt ýmsu öðru meðfram vinnu og fjölskyldu.

    • 1 hr 15 min

Customer Reviews

3.8 out of 5
32 Ratings

32 Ratings

Top Podcasts In Music

Fílalag
Fílalag
182 News
poppincurbs
Switched on Pop
Vulture
Besta platan
Hljóðkirkjan
One Song
SiriusXM
DISGRACELAND
Double Elvis Productions

You Might Also Like

Podcast með Sölva Tryggva
Sölvi Tryggvason
Segðu mér
RÚV
Í ljósi sögunnar
RÚV
70 Mínútur
Hugi Halldórsson
Undirmannaðar
Undirmannaðar
Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars
Helgi Jean Claessen