5 episodes

Allt á milli himins og jarðar en aðeins það sem hefur tengingu við brúðkaup!

Töfrandi brúðkaup Töfrandi brúðkaup

    • Society & Culture

Allt á milli himins og jarðar en aðeins það sem hefur tengingu við brúðkaup!

    Ásdís kjólameistari og eigandi Loforðs

    Ásdís kjólameistari og eigandi Loforðs

    Ásdís er kjólameistari og eigandi verslunarinnar Loforð sem er líka saumastofa. Þar selur hún brúðarkjóla, fylgihluti, skó og ýmislegt sem tengist þessum degi auk þess sem hún sérsaumar líka brúðarkjóla. Hún segir okkur frá sínum bakgrunni, ferlinu við sérsaum á kjólum og ýmislegt fleira fróðlegt ásamt því að gefa góð ráð. 

    • 29 min
    Albert Eiríksson - alberteldar.is

    Albert Eiríksson - alberteldar.is

    Albert er þaulreyndur veisluhaldari og hefur í nokkur ár haldið námskeið ásamt manni sínum Bergþóri Pálssyni þar sem þeir fara til dæmis yfir borðsiði, hvernig á að taka á móti gestum og hvernig maður á að haga sér sem gestur svo eitthvað sé nefnt.
    Í þessum þætti spjöllum við Albert um margt sem snýr að giftinga veislum, eins og hvað þarf að hafa í huga í undirbúningnum, gestalistann ógurlega, gjafir, veitingar, klæðnað, veislustjóra og svona mætti lengi telja.
    Ég mæli með að fylgja Albert á instagram og facebook og svo er lítið mál að finna fróðleik eða eitthvað gómsætt til að elda eða baka á heimasíðunni hans alberteldar.is 

    • 41 min
    Blómaskreytirinn Tinna Bjarnadóttir

    Blómaskreytirinn Tinna Bjarnadóttir

    Tinna Bjarnadóttir er þriðji gestur minn í hlaðvarpinu. Hún er blómaskreytir með mikla reynslu af því að vinna með brúðhjónum og enn meiri ástríðu fyrir blómum sem leynir sér ekki í þessum rúmlega klukkustunda langa þætti. 
    Í upphafi ræðum við um Tinnu sjálfa, hvernig hún komst á þann stað sem hún er á í dag og um blómaskreytinganámið í Landbúnaðarháskólanum. 
    Þá gefur hún tilvonandi brúðhjónum góð ráð um það sem gott er að hafa í huga þegar kemur að blómahluta brúðkaupsundirbúningsins og eins hvað þarf að passa þegar um viltan gróður er að ræða. Við ræðum um tískustrauma í blómabransanum og að lokum segir hún frá ýmsum verkefnum sem hún hefur fengist við og þar á meðal ævintýranlegri ferð til Finnlands þar sem hún vann fyrir áströlsk hjón sem voru að gifta sig.
    Tjekkið á Tinnu á instagram og facebook

    • 1 hr 6 min
    Íris hjá versluninni Brúðhjónum

    Íris hjá versluninni Brúðhjónum

    Íris og mamma hennar Þórunn eiga verslunina Brúðhjón sem áður hét Brúðarkjólasala Katrínar. Þær eru algjörir snillingar í að taka á móti konum og hjálpa þeim að finna rétta kjólinn auk þess sem þær eru með föt fyrir herrana og ýmislegt fleira. Í þessum þætti förum við yfir hvað konur þurfa að hafa í huga þegar þær leggja af stað í þá vegferð að finna rétta kjólinn, spjöllum um okkar uppáhalds hönnuði, ræðum um ferlið í átt að brúðarkjólnum og fleira. Við Íris deilum mikilli kjólaástríðu og ég vona að þið hrífist með okkur! 

    • 56 min
    Salka Sól

    Salka Sól

    Salka Sól og Arnar giftu sig í lok júlí 2019. Hún segir hér svo skemmtilega frá öllum undirbúningnum, brúðkaupsdeginum og deilir með hlustendum mikilvægum atriðum sem þarf að hafa í huga þegar kemur að því að undirbúa brúðkaup. 

    • 37 min

Top Podcasts In Society & Culture

Á vettvangi
Heimildin
Í ljósi sögunnar
RÚV
Einkalífið
einkalifid
Frjálsar hendur
RÚV
Segðu mér
RÚV
Þjóðmál
Þjóðmál

You Might Also Like