600 episodi

Róttæk samfélagsumræða.
Við Rauða borðið er rætt um málefni dagsins, hagsmunamál almennings, samfélagið sem við eigum saman og hvernig við getum byggt það upp á grunni réttlætis, mannvirðingar, jöfnuðar og samkenndar.

Rauða borði‪ð‬ Gunnar Smári Egilsson

    • News

Róttæk samfélagsumræða.
Við Rauða borðið er rætt um málefni dagsins, hagsmunamál almennings, samfélagið sem við eigum saman og hvernig við getum byggt það upp á grunni réttlætis, mannvirðingar, jöfnuðar og samkenndar.

    Bein útsending af forsetafundi

    Bein útsending af forsetafundi

    Þriðjudagurinn 28. maí
    Upptaka af fundi frambjóðenda í Kolaportinu

    Forsetaframbjóðendurnir Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon, Helga Þórisdóttir, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Viktor Þórisson, sem kalla sig Meistaradeildina, halda sameiginlegan framboðsfund og kvöldvöku í Kolaportinu. Samstöðin sendir beint út frá fundinum á venjulegum útsendingartíma Rauða borðsins. Fundarstjóri er Margrét Örnólfsdóttir.

    • 1h 53 min
    Forsetakjör, Nató og kolefnalosun

    Forsetakjör, Nató og kolefnalosun

    Miðvikudagurinn 29. maí:
    Forsetakjör, Nató og kolefnalosun

    Við byrjum á umræðu um forsetakosningar og elítuna: Hallgrímur Helgason rithöfundur og málari, Oddný Eir Ævarsdóttir heimspekingur og rithöfundur, Magnús Scheving höfundur, leikstjóri og framleiðandi og Ester Bíbí Ásgeirsdóttir tónlistarkona ræða átökin í kringum kosningarnar, sem herðast og herðast. Við ræðum öryggisstefnu íslands í háskalegum heimi við Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóra félagssviðs Eflingar, Tjörvi Schiöth doktorsnema og Andrés Ingi Jónsson þingmann Pírata. Og í lokin kemur Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands og fjallar um afleiðingar þess að ekkert plan sé í gangi hjá íslenskum stjórnvöldum hvað varðar losun gróðurhúsalofttegunda.

    • 3 ore 16 min
    Kosningar, snjóflóð, friður, fátækt og kynjaþing

    Kosningar, snjóflóð, friður, fátækt og kynjaþing

    Mánudagurinn 27. maí
    Kosningar, snjóflóð, friður, fátækt og kynjaþing

    Baldur Héðinsson stærðfræðingur segir okkur frá kosningaspá sinni og Þorkell Helgason stærðfræðingur og Þorvaldur Gylfason hagfræðingur segja okkur frá írsku aðferðinni í kosningum, sem meðal annars kemur í veg fyrir að óvinsæll frambjóðandi nái kjöri með takmarkað fylgi. Fjallið það öskrar er heimildarmynd um snjóflóðið á Súðavík. Hafsteinn Númason eftirlaunamaður, Daníel Bjarnason leikstjóri og Aron Guðmundsson meðframleiðandi og höfundur samnefndra útvarpsþátta koma að Rauða borðinu og ræða myndina og hina hryllilegu atburði. Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi ræðir við okkur um frið og stríðsógn og Ásta Lóa Þórsdóttir þingkona um fátækt. Í lokin koma þær Sonja Þorbergsdóttir formaður BSRB, og Tatjana Latinovic formaður Kvenréttindafélagsins og segja okkar frá kynjaþingi og spá í stöðuna á kvenfrelsisbaráttunni.

    • 3 ore 47 min
    Synir Egils: Pólitíkin og kosningar hér heima og erlendis

    Synir Egils: Pólitíkin og kosningar hér heima og erlendis

    Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Guðmundur Hálfdanarson sagnfræðingur, Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur og Drífa Snædal talskona Stígamóta og ræða forsetakosningar og fleiri fréttir. Þeir bræður taka svo stöðuna á pólitíkinni og fá síðan heita stuðningsmenn fjögurra frambjóðenda: Helga Lára Haarde sálfræðingur er stuðningskona Höllu Hrundar, Margrét Kristmannsdóttir forstjóri Pfaff er stuðningskona Höllu Tómasar, Evert Víglundsson einkaþjálfari er stuðningsmaður Baldurs og Kolbrún Halldórsdóttir formaður BHM er stuðningskona Katrínar.


    Vettvangur dagsins:
    Guðmundur Hálfdanarson sagnfræðingur
    Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur
    Drífa Snædal talskona Stígamóta

    Bræður spjalla

    Forsetakosningar
    Helga Lára Haarde sálfræðingur og stuðningskona Höllu Hrundar
    Margrét Kristmannsdóttir forstjóri Pfaff og stuðningskona Höllu Tómasar
    Evert Víglundsson einkaþjálfari og stuðningsmaður Baldurs
    Kolbrún Halldórsdóttir formaður BHM og stuðningskona Katrínar

    • 2 ore 3 min
    Helgi-spjall: Inga Sæland

    Helgi-spjall: Inga Sæland

    Laugardagurinn 25. maí
    Helgi-spjall: Inga Sæland

    Inga Sæland formaður Flokks fólksins kemur að Rauða borðinu og segir frá ætt sinni og uppruna, æsku og mótunarárum á Ólafsfirði, harðri lífsbaráttu og áföllum, en ræðir líka smá pólitík í lokin.

    • 2 ore 28 min
    Vikuskammtur: Vika 21

    Vikuskammtur: Vika 21

    Föstudagurinn 24. maí
    Vikuskammtur: Vika 21

    Í Vikuskammt við Rauða borðið í dag koma þau Hildigunnur Sverrisdóttir arkitekt, Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri Vísbendingar, Halldóra Geirharðsdóttir leikkona og Lára Zulima Ómarsdóttir almannatengill og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af baráttunni um Bessastaði, stríðum og átökum.

    • 1h 51 min

Top podcast nella categoria News

La Zanzara
Radio 24
Non hanno un amico
Luca Bizzarri – Chora Media
Il Mondo
Internazionale
Stories
Cecilia Sala – Chora Media
The Essential
Will Media - Mia Ceran
Closer
Will Media

Potrebbero piacerti anche…

Samstöðin
Samstöðin
Þjóðmál
Þjóðmál
Spursmál
Ritstjórn Morgunblaðsins
Synir Egils
Gunnar Smári Egilsson, Sigurjón M. Egilsson
Podcast með Sölva Tryggva
Sölvi Tryggvason
Chess After Dark
Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson