26 episodi

Spursmál er nýr og beinskeyttur umræðuþáttur á mbl.is

Þar eru stóru mál samfélagsins krufin með afdráttarlausum hætti undir stjórn Stefáns Einars Stefáns­sonar sem fær til sín valinkunna gesti í settið alla föstudaga kl. 14.

Fylgstu með lifandi, fjölbreyttri og kraftmikilli umræðu í Spursmálum
á mbl.is.

Spursmál Ritstjórn Morgunblaðsins

    • News

Spursmál er nýr og beinskeyttur umræðuþáttur á mbl.is

Þar eru stóru mál samfélagsins krufin með afdráttarlausum hætti undir stjórn Stefáns Einars Stefáns­sonar sem fær til sín valinkunna gesti í settið alla föstudaga kl. 14.

Fylgstu með lifandi, fjölbreyttri og kraftmikilli umræðu í Spursmálum
á mbl.is.

    #24. - Hverju svarar Halla T.

    #24. - Hverju svarar Halla T.

    Halla Tóm­as­dótt­ir for­setafram­bjóðandi sit­ur fyr­ir svör­um í nýj­asta þætti Spurs­mála und­ir stjórn Stef­áns Ein­ars Stef­áns­son­ar.

    Líkt og í fyrri þátt­um verður Höllu gert að svara krefj­andi spurn­ing­um. Beint verður að henni spurn­ing­um sem snúa að skyld­um for­set­ans og því sem kem­ur í hlut­skipti hans út frá bak­grunni henn­ar sem for­stjóri alþjóðlegu sjálf­seign­ar­stofn­un­ar­inn­ar B Team.

    Fyr­ir­tækið B Team er vett­vang­ur stjórn­mála-, viðskipta- og áhrifa­fólks víðs veg­ar um heim með höfuðstöðvar í New York. Stofn­andi B Team, Rich­ard Bran­son, hef­ur verið um­deild­ur í gegn­um tíðina og hlotið gagn­rýni fyr­ir tví­mæli í stefnu sinni um lofts­lags­mál. Þá hef­ur hann einnig verið sakaður um skattsvik.


    Berg­lind Ósk Guðmunds­dótt­ir þing­kona Sjálf­stæðis­flokks­ins í Norðaust­ur­kjör­dæmi og sr. Grét­ar Hall­dór Gunn­ars­son prest­ur í Kópa­vogs­kirkju mæta í settið til að fara yfir þær frétt­ir sem komust í há­mæli í vik­unni sem er að líða.

    • 1h 8 min
    #23. - Jón Gnarr krafinn svara

    #23. - Jón Gnarr krafinn svara

    Jón Gnarr svarar krefj­andi spurn­ing­um er varða fortíð hans og bak­grunn sem einn vin­sæl­asti grín­isti lands­ins í sam­hengi við fram­boð hans til embætt­is for­seta Íslands.

    Einnig var knúið á um svör hvers kon­ar hug­sjón­ir Jón hef­ur á for­seta­embætt­inu og með hvaða hætti hann kem­ur til með að beita sér í því verði hann kjör­inn.

    Fjöl­miðlamaður­inn Frosti Loga­son og Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir borg­ar­full­trúi Sósí­al­ista­flokks­ins mættu í settið til að fara yfir stærstu frétta­mál­in sem upp komu í vik­unni.

    • 1h 6 min
    #22. - Halla Hrund situr fyrir svörum

    #22. - Halla Hrund situr fyrir svörum

    Lagðar eru krefj­andi spurn­ing­ar fyr­ir Höllu Hrund í þætt­in­um er tengj­ast valdsviði for­set­ans og knúið á um svör hvers kon­ar for­seti hún hyggst verða nái hún kjöri. Þar verða mál­skots­rétt­ur­inn, stjórn­ar­skrá­in, tungu­málið og margt annað sem kem­ur í hlut­skipti for­set­ans til umræðu. 

    Vafi hef­ur leikið á tengsl­um Orku­stofn­un­ar við verk­taka sem starfa nú í kosn­ingat­eymi Höllu Hrund­ar.

    Þykir mörg­um spurn­ing­um ósvarað hvað tengsl­in varðar og hug­mynd­ir uppi um að þau séu af óvenju­leg­um toga sé tekið mið af nán­um tengsl­um henn­ar við Orku­stofn­un þar sem hún hef­ur verið hæ­stráðandi fram til þessa.


    Yf­ir­ferð á frétt­um vik­unn­ar verður í góðum hönd­um í þætt­in­um. Eva Dögg Davíðsdótt­ir nýr þingmaður Vinstri Grænna mæt­ir í settið ásamt Guðmundi Árna Stef­áns­syni vara­for­manni Sam­fylk­ing­ar­inn­ar til að ræða það sem bar hæst á góma í vik­unni sem senn er á enda.

    • 1h 9 min
    #21. - Baldur svarar erfiðum spurningum

    #21. - Baldur svarar erfiðum spurningum

    Bald­ur Þór­halls­son for­setafram­bjóðandi sit­ur fyr­ir svör­um í Spurs­mál­um. Krefj­andi spurn­ing­um verður beint að Baldri og fram­boði hans til embætt­is for­seta Íslands.


    Auk Bald­urs mæta þau Hall­dór Hall­dórs­son, for­stjóri Íslenska kalkþör­unga­fé­lags­ins, og Stef­an­ía Óskars­dótt­ir, lektor í stjórn­mála­fræði, í settið til að fara yfir helstu frétt­ir líðandi viku. 

    • 1h 12 min
    #20. - Fyrsta stóra viðtal Katrínar í forsetaframboði

    #20. - Fyrsta stóra viðtal Katrínar í forsetaframboði

    Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóðandi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra, sit­ur fyr­ir svör­um í nýj­asta þætti Spurs­mála.

    Er þetta fyrsta stóra viðtalið sem Katrín veit­ir eft­ir að hún ákvað að gefa kost á sér til embætt­is for­seta Íslands.

    Auk Katrín­ar mæta þau Börk­ur Gunn­ars­son, kvik­mynda­gerðarmaður og fyrr­ver­andi upp­lýs­inga­full­trúi hjá NATO, og Ásdís Kristjáns­dótt­ir, bæj­ar­stjóri Kópa­vogs, í settið og rýna helstu frétt­ir líðandi viku.

    Bú­ast má við að upp­lýs­andi umræða skap­ist um átök­in sem eiga sér stað fyr­ir botni Miðjarðar­hafs. Fregn­ir af árás­um Írans og Ísra­el í báðar átt­ir eru mikið áhyggju­efni fyr­ir heims­byggðina og vekja upp ýms­ar spurn­ing­ar hér á landi sem og ann­ars staðar. 

    Þá hef­ur þróun rík­is­fjár­mál­anna einnig skotið upp koll­in­um í vik­unni sem verður komið inn á í þætt­in­um. Fjár­mál rík­is­ins brenna oft­ar en ekki á land­an­um enda um eitt stærsta hags­muna­mál þjóðar­inn­ar að ræða og margt sem þykir bet­ur mega fara í þeim efn­um.





     

    • 1h 8 min
    # 19. - Ný ríkisstjórn tifandi tímasprengja og 12 stig Brynjars

    # 19. - Ný ríkisstjórn tifandi tímasprengja og 12 stig Brynjars

    Staðan í póli­tík­inni og ný­myndað stjórn­ar­sam­starf er í brenni­depli í Spurs­mál­um. Þau Hanna Katrín Friðriks­son, þing­flokks­formaður Viðreisn­ar, og Elliði Vign­is­son, bæj­ar­stjóri Ölfuss, mæta í settið og ræða ný­myndað rík­is­stjórn­ar­sam­starf sem hlotið hef­ur tölu­verða gagn­rýni síðustu daga. 

    Brynj­ar Ní­els­son, lögmaður og fyrr­um þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, mæt­ir í settið ásamt Kol­brúnu Bergþórs­dótt­ur, blaðamanni og bóka­gagn­rýn­anda til að rýna helstu frétt­ir í liðinni viku. Mörgum þykir Brynjar vænlegur í að lýsa Eurovision-keppninni í ár í fjarveru Gísla Marteins Baldurssonar og í þættinum mun hann máta sig við hlutverkið.

    • 1h 4 min

Top podcast nella categoria News

La Zanzara
Radio 24
Non hanno un amico
Luca Bizzarri – Chora Media
CoffeeNews
Francesca Milano - Chora Media
Il Mondo
Internazionale
Stories
Cecilia Sala – Chora Media
The Essential
Will Media - Mia Ceran

Potrebbero piacerti anche…

Þjóðmál
Þjóðmál
Chess After Dark
Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson
Eftirmál
Tal
70 Mínútur
Hugi Halldórsson
Í ljósi sögunnar
RÚV
Podcast með Sölva Tryggva
Sölvi Tryggvason