Guðjón Friðriksson sagnfræðingur segir sögu götunnar, gengið frá Vesturgötu að Öldugötu. Eldeyjar-Hjalti bjó á númer 8. Sveinn rak flottasta bakarí í bænum á nr. 1 og Jón Sím bakaði á númer 16. Tvö forlög eru við götuna, Forlagið og Bjartur, einnig er útgerðarfélagið Brim við götuna. Brauð, bækur og fiskur. Rætt við Jóhann Pál Valdimarsson sem hefur rekið sínar bókaútgáfur á tveimur stöðum við götuna á nr. 16 og nú nr. 7, en hann býr einnig í húsinu og Bræðró er hans staður í lífinu,. Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brim sem nú er á nr. 16 gerði húsið upp frá grunni, en mun senn flytja á Fiskislóð. Rætt við hann um skipulag, virðingu fyrir því gamla og gróna og fl.
Information
- Show
- FrequencySeries
- Published27 February 2016 at 15:00 UTC
- Length49 min
- Episode4
- RatingClean