Bakherbergið

Þórhallur Gunnarsson og Andrés Jónsson
Bakherbergið

Bakherbergið er nýtt hlaðvarp um stjórnmál. Þórhallur Gunnarsson og Andrés Jónsson hleypa ljósi inn í bakherbergi landsins, fjalla um það sem gerist að tjaldabaki og setja umfjöllun fjölmiðla í samhengi - allt með aðstoð góðra gesta.

  1. JAN 23

    #30 Er Áslaug Arna með pálmann í höndunum?

    Bakherbergið: Er Áslaug Arna með pálmann í höndunum? Við fengum Erlu Ósk Ásgeirsdóttur, fv. varaþingmann Sjálfstæðisflokksins í þáttinn til að ræða tilkynningu Þórdísar Kolbrúnar og áhrif hennar á kjör nýrrar forystu á landsfundi XD. Svo virðist sem að Áslaug Arna sé komin með forskot í slagnum og sé jafnvel með pálmann í höndunum. Instagram færsla Þórdísar Kolbrúnar bendir til að varaformaðurinn fráfarandi styðji stallsystur sína til formennsku. Einnig er farið yfir borgarmálin, yfirstandandi leiftursókn Heiðu Bjargar í oddvitaslag Samfylkingarinnar, stöðu Evrópusambandsumsóknarinnar, skipan hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar, viðbrögð Helgu Þórisdóttur og FFR við bréfi Kristrúnar og Daða, félagaform stjórnmálaflokka og einn gír Ingu Sæland. Þá gripið niður í ágrip af ævi nýrra og eldri þingmanna eins og henni er varpað fram á vef Alþingis. Þá er starfsframahornið á sínum stað en þar var tilraun gerð til að svara því hvernig fólk geti fundið kröftum sínum farveg innan stjórna fyrirtækja. Einnig var EM-stofunni hrósað og álitsgjafar um handbolta sagðir góðar fyrirmyndir um hvernig stjórnendur eigi að veita undirmönnum sínum endurgjöf. Samstarfsaðilar þáttarins: 👷🏻‍♀️Sjóvá 🍺Bruggsmiðjan Kaldi 🎧 Storytel - story.tel/bakherbergid —— 📋 Prósent Stef: Gold On The Ceiling - The Black Keyes Tenglar á hluti sem komu til umræðu í þættinum: https://facebook.com/hjortur.j.gudmundsson/posts/pfbid032DpucJGX5Pocf48yEu6WEgXcavKuWnJQboyzjizSRaVBXQmQngbf2Cn5HeFHXTAyl https://www.visir.is/g/20252676177d/fe-lag-for-stodu-manna-fundar-um-bref-rad-herra-um-hag-raedingu https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/01/14/listi_thess_sem_ma_fara_betur_i_samfelaginu_er_lang/ https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/01/18/aettum_ekki_ad_thurfa_ad_eiga_thetta_samtal/ https://www.visir.is/g/20252678328d/enn-ekkert-ad-fretta-a-skrif-stofu-rikis-sak-soknara https://www.visir.is/g/20252677884d/leggur-strax-fram-laga-breytingar-frum-varp-vegna-hvamms-virkjunar https://www.ruv.is/utvarp/spila/samfelagid/23617/b7188e

    1h 38m
  2. 12/29/2024

    #27 Sigurvegarar og taparar ársins

    Sigurvegarar og taparar ársins. Allt það besta og versta í pólitíkinni. Gestir þáttarins voru Þórdís Valsdóttir, Bergsteinn Sigurðsson og Gylfi Ólafsson. Bakherbergið gerði upp árið í pólitíkinni í alvöru maraþonþætti. Bestu og verstu stjórnmálamennirnir, ræða/grein/status/tíst ársins, sjónvarpsframmistaða ársins og álitsgjafi ársins voru meðal flokka sem verðlaunað var fyrir. Það komu ansi margir til greina en fólk var í þættinum nokkuð sammála um hvaðan helstu sigurvegararnir og tapararnir komu. Við ræddum einnig landsfundar- og forystukrísu Sjálfstæðisflokksins, lyklaskipti og spuna í kringum nýmyndaða ríkisstjórn, drama í tengslum við þingflokksformennskuna í Samfylkingunni, pólitíska framtíð Lilju Alfreðsdóttur og forystumálin í Framsóknarflokknum, hálf-óþarfa afsökunarbeiðni Einars Þorsteinssonar til forstjóra Icelandair og raunverulegan árangur af starfi stýrihóps um endurskoðun á þjónustuhandbók vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar. Þá var rætt um hvenær þing geti komið saman, hvort hægt verði að kjósa til Alþingis að vori neitt á næstunni eða erum við dæmd til haustkosninga um ómunatíð í ljósi þess að næst verða einnig forsetakosningar. Farið er yfir útkomuna í ánægjuvoginni á Klörubar og það hvort Bergsteinn haldi áfram að svæfa fólk (að eigin sögn) kl.22:20 á mánudagskvöldum í Silfrinu eða hvort nýr sýningartími Silfursins kl.21:00 sé kominn til að vera. Sérstakur seinni uppgjörsþáttur Bakherbergisins fer svo í loftið 3. jan þar sem við ætlum að gera upp alla stóru uppgjörsþættina og uppgjörsávörpin sem eru framundan s.s. ávarp forsætisráðherra og ávarp forseta. Já og auðvitað áramótaskaupið og Kryddsíldina. Samstarfsaðilar þáttarins: 🚗 Hyundai á Íslandi 🎧 Storytel - story.tel/bakherbergid 👷🏻‍♀️Sjóvá 🍺Bruggsmiðjan Kaldi 💼 Gott fólk —— 📋 Prósent Stef: Gold On The Ceiling - The Black Keyes Tenglar á hluti sem komu til umræðu í þættinum: https://www.visir.is/g/20242668832d/vedurstofa-sjalfstaedisflokksins-frestar-fundi https://www.visir.is/g/20242666870d/einar-badst-fyrir-gefningar https://is.wikipedia.org/wiki/Fer%C3%B0askrifstofan_Sunna https://skemman.is/bitstream/1946/39808/1/Fj%C3%A1rhagsleg%20endurskipulagning%20Icelandair%20Group%20hf..pdf

    2h 27m

Ratings & Reviews

2.5
out of 5
2 Ratings

About

Bakherbergið er nýtt hlaðvarp um stjórnmál. Þórhallur Gunnarsson og Andrés Jónsson hleypa ljósi inn í bakherbergi landsins, fjalla um það sem gerist að tjaldabaki og setja umfjöllun fjölmiðla í samhengi - allt með aðstoð góðra gesta.

You Might Also Like

To listen to explicit episodes, sign in.

Stay up to date with this show

Sign in or sign up to follow shows, save episodes, and get the latest updates.

Select a country or region

Africa, Middle East, and India

Asia Pacific

Europe

Latin America and the Caribbean

The United States and Canada