17 episodes

Kennsluvarpið upplýsir kennara um stefnur og strauma á sviði kennslufræðinnar en er ekki síst ætlað að veita innblástur fyrir mismunandi kennsluaðferðir - bæði nýjar sem gamlar.

Markmið kennsluvarpsins er að deila kennslufræðilegri þekkingu við Háskóla Íslands með opnum umræðum við kennara frá ýmsum deildum innan háskólans.

Kennsluvarpið er framleitt af Kennslumiðstöð Háskóla Íslands.

Kennsluvarpi‪ð‬ Kennslumiðstöð Háskóla Íslands

    • Education
    • 5.0 • 1 Rating

Kennsluvarpið upplýsir kennara um stefnur og strauma á sviði kennslufræðinnar en er ekki síst ætlað að veita innblástur fyrir mismunandi kennsluaðferðir - bæði nýjar sem gamlar.

Markmið kennsluvarpsins er að deila kennslufræðilegri þekkingu við Háskóla Íslands með opnum umræðum við kennara frá ýmsum deildum innan háskólans.

Kennsluvarpið er framleitt af Kennslumiðstöð Háskóla Íslands.

    Með Aleksöndru Kojic verkefnisstjóra Kennsluakademíu opinberu háskólanna

    Með Aleksöndru Kojic verkefnisstjóra Kennsluakademíu opinberu háskólanna

    Aleksandra Kojic verkefnisstjóri Kennsluakademíunnar ræðir um það sem er efst á baugi. Kennsludagar, inntaka nýrra kennara og fleira.

    • 15 min
    Guðrún Dröfn Whitehead ræðir um fjarnám í safnafræði

    Guðrún Dröfn Whitehead ræðir um fjarnám í safnafræði

    Guðrún Dröfn lektor í safnafræði við HÍ hefur verið að gera fjölmarga spennandi hluti þegar kemur að kennslu. Hér ræðum við meðal annars um safnafræðina sjálfa og hvað það er sem heillaði Guðrúnu við hana. Guðrún hefur meira og meira verið að færa námskeiðin sín yfir í fjarnám og tekist það vel. Hún hefur útbúið fjöldan allan af faglegum kennslumyndböndum sem nýtast vel í kennslunni og kappkostað að skipuleggja námskeiðin á afar nemendamiðaðan hátt.

     

    • 27 min
    Fjarnám með Hólmfríði Árnadóttur

    Fjarnám með Hólmfríði Árnadóttur

    Hólmfríður Árnadóttir deildarstjóri Kennslumiðstöðvar leiðir okkur í allan sannleikann um fjarnám við Háskóla Íslands.

    • 20 min
    Ígrundun (critical reflection) nemenda til að tengja praktík og fræðin ásamt leiðsögn nemenda í gegnum lokaverkefni með Evu Marín Hlynsdóttur

    Ígrundun (critical reflection) nemenda til að tengja praktík og fræðin ásamt leiðsögn nemenda í gegnum lokaverkefni með Evu Marín Hlynsdóttur

    Eva Marín Hlynsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir frá því hvernig hún hvetur nemendur til ígrundunar í námi sínu, svokallað critical reflection. Ígrundun ýtir undir að nemendur nýti sér fyrri þekkingu til að skapa nýja og að yfirfæra þekkingu úr fræðunum yfir í hið hagnýta og praktíska á vettvangi og öfugt. Eva Marín talar einnig um mikilvægi þess að styðja og leiðsegja nemendum við vinnu á lokaverkefnum en alltof margir nemendur hætta námi þegar þeir eiga aðeins lokaverkefnið eftir. Með því að bjóða upp á opna tíma, setja vörður, bjóða upp á samtal nemenda á milli þannig að þau upplifi sig ekki ein, næst mun betri árangur og mun fleiri nemendur ná að skila lokaverkefnum sínum og ljúka þar með námi.

    • 36 min
    Að kveikja áhuga nemenda - með Sean Michael Scully

    Að kveikja áhuga nemenda - með Sean Michael Scully

    Sean Michael Scully, aðjúnkt við Háskólann á Akureyri á viðskipta- og raunvísindasviði, spjallar um leiðir til að vekja áhuga nemenda á námsefninu og notar til þess fjölbreyttar aðferðir.  Sean lítur á sjálfan sig sem eins konar leiðsögumann frekar en kennara. „Ég hef ekki öll svörin heldur vil ég að nemendur rannsaki og uppgötvi sjálfir,“ segir Sean sem lýsir sér sem einlægum, heiðarlegum og vingjarnlegum kennara og bætir við að kennsla sé frábær afsökun fyrir því að læra áhugaverða hluti. Hann leggur áherslu á að tengja námsefnið við raunveruleikann og áhugasvið nemenda og færa þannig  raunveruleikann inn í kennslustofuna. Hann reynir að finna leiðir þar sem nemendur fá tækifæri til að uppgötva í gegnum tilraunir. Sean reynir að búa til tækifæri til að eiga samtöl við nemendur til að skilja hvar áhugi þeirra liggur og einnig til að veita þeim endurgjöf. Hann hefur mikla ástríðu fyrir kennslu og að fá nemendur til að kafa dýpra í námsefnið til að þjálfa gagnrýna hugsun. Sean tekur dæmi úr eigin kennslu og einnig úr námi sínu í Bandaríkjunum þar sem hann vandist því að háskólar tengdust samfélaginu með ýmsum verkefnum. Sean situr í stjórn Kennsluakademíu opinberu háskólanna þar sem hann tekur þátt í því að ýta undir aukið samtal um kennslu. Þar sem Sean er bandarískur fer spjallið fram á ensku að þessu sinni.

    • 37 min
    Kennsluakademían með Margréti Sigrúnu Sigurðardóttur og Róberti H. Haraldssyni

    Kennsluakademían með Margréti Sigrúnu Sigurðardóttur og Róberti H. Haraldssyni

    Margrét Sigrún Sigurðardóttir, dósent í Viðskiptafræðideild og stjórnarmeðlimur í Kennsluakademíu opinberu háskólanna og Róbert H. Haraldsson, Sviðsstjóri kennslumála spjalla um Kennsluakademíuna, hvað hún er, fyrir hverja og hvernig er hægt að sækja um. Háskóli Íslands tók forystu um stofnun Kennsluakademíunnar 2021 en ásamt honum standa Landbúnaðarháskóli Íslands, Háskólinn á Hólum og Háskólinn á Akureyri að Kennsluakademíunni sem styrkt er af stjórnvöldum.  Fyrstu meðlimir Kennsluakademíunnar voru teknir inn í nóvember 2021 og samanstendur fyrsti hópurinn af 11 kennurum sem eiga nú sæti í Kennsluakademíunni.

    Margrét Sigrún átti þátt í samtali um stofnun Kennsluakademíu frá upphafi en kúplaði sig út úr því samtali um leið og hún ákvað að sækja um í Kennsluakademíuna vorið 2021. Hún lýsir umsóknarferlinu, hvaða skref þarf að taka og hver ávinningurinn er fyrir kennara að gerast meðlimir í Kennsluakademíunni.

    Kennsluakademían er vettvangur að norrænni fyrirmynd sem ætlað er að stuðla að kennsluþróun. Meginmarkmið með Kennsluakademíunni er að efla samtal um kennslu og kennsluþróun innan og milli háskóla og lýsir Róbert þeim viðmiðum sem kennarar þurfa að uppfylla ef þeir hafa hug á að sækja um. Hann segir frá því hvernig sæti í Kennsluakademíunni er ætlað að umbuna þeim kennurum sem nú þegar draga vagninn í kennslu. 

    Hugmyndarfræði Kennsluakademíu opinberu háskólanna byggist á alþjóðlegri áherslu á fræðimennsku í kennslu (Scholarship of teaching and learning eða SoTL).

    Með Kennsluakademíunni er þeim kennurum sem hafa lagt sérstaka alúð við kennslu , haft nám nemenda að leiðarljósi og unnið markvisst að kennsluþróun veitt viðurkenning fyrir sín störf.

    Kennarar sem hafa hug á að fræðast um Kennsluakademíu opinberu háskólanna og jafnvel sækja um hafa mikinn ávinning af því að hlusta á þennan þátt.

    Nánari upplýsingar á :https://kennsluakademia.hi.is/

    • 35 min

Customer Reviews

5.0 out of 5
1 Rating

1 Rating

Top Podcasts In Education

The Mel Robbins Podcast
Mel Robbins
The Jordan B. Peterson Podcast
Dr. Jordan B. Peterson
Mick Unplugged
Mick Hunt
School Business Insider
John Brucato
Do The Work
Do The Work
TED Talks Daily
TED