Hera Gísladóttir - Hvernig stjörnuspeki getur haft áhrif á líf þitt 

Fókus

Heilsumarkþjálfinn og stjörnuspekingurinn Hera Gísladóttir fer um víðan völl. Hún skaust fram á sjónarsviðið fyrir áratug þegar hún og athafnamaðurinn Ásgeir Kolbeins byrjuðu saman. Hera er sterkur karakter með bein í nefinu og lét ekki slúðursögurnar hafa áhrif á sig, sérstaklega ekki orðróminn um að hún hafi látið fjarlægja rifbein til að grennast. 

Nú eru tíu ár liðin, þau eiga saman son og hafa staðið saman í fyrirtækjarekstri um árabil en hún segir lykilinn vera samskipti og deilir nokkrum góðum sambandsráðum.

Fyrir nokkrum árum fékk hún mikinn áhuga á stjörnuspeki, fyndið að segja frá því að þetta byrjaði allt þegar hún dró Ásgeir með sér í ræktina og reyndi að kenna honum ævintýralegar æfingar. Nú er hún með Orkugreiningu, ásamt unnustanum og stjörnuspekingnum Gunnlaugi Guðmundssyni. Hún segir það ótrúlegt hvað það geti hjálpað fólki mikið að fá stjörnukort sitt - eða orkugreiningakort - og það geti verið tól í að betrumbæta líðan og hámarka árangur. Allt þetta og svo margt meira í nýjasta þætti af Fókus.

To listen to explicit episodes, sign in.

Stay up to date with this show

Sign in or sign up to follow shows, save episodes, and get the latest updates.

Select a country or region

Africa, Middle East, and India

Asia Pacific

Europe

Latin America and the Caribbean

The United States and Canada