65 episodes

Fókus er birtur í hljóði og mynd vikulega á dv.is. Þátturinn er í umsjón Guðrúnar Óskar Guðjónsdóttur.

Fókus DV

  • News
  • 5.0 • 1 Rating

Fókus er birtur í hljóði og mynd vikulega á dv.is. Þátturinn er í umsjón Guðrúnar Óskar Guðjónsdóttur.

  Ísak Morris – Endaði á götunni 18 ára og kynntist morfínefnum

  Ísak Morris – Endaði á götunni 18 ára og kynntist morfínefnum

  Tónlistarmaðurinn Ísak Morris hefur þrisvar sinnum legið við dauðans dyr eftir að hafa tekið of stóran skammt. Hann varð ungur háður fíkniefnum og endaði á götunni þegar hann var átján ára þegar mamma hans flutti úr landi og skildi hann einan eftir. Þar kynntist hann morfínefnum og við tók margra ára barátta við fíknisjúkdóm. Hann náði um tíma sjö ára edrúmennsku, eignaðist fjölskyldu og börn og lifði ósköp venjulegu lífi. Síðan bankaði sjúkdómurinn upp á og tók yfir líf hans. Hann kynntist þá krakki og missti vitið í kjölfarið, bókstaflega. Hann endaði á fíknigeðdeild og fór síðan í sveit til ömmu sinnar sem stappaði í hann stálinu. Ísak segir sögu sína í Fókus.

  • 41 min
  Guðbjörg Ýr – Afmælisferðin breyttist í martröð

  Guðbjörg Ýr – Afmælisferðin breyttist í martröð

  Guðbjörg Ýr Valkyrja Guðbjargardóttir á langa áfallasögu að baki. Hún varð fyrir tengslarofi sem barn og litaði það sambönd hennar á fullorðinsárum.

  Eftir margra ára edrúmennsku byrjaði Guðbjörg með karlmanni sem hún taldi vera besta vin sinn og ástina í lífi sínu. Hún byrjaði að nota aftur og bauð honum til Dalvíkur þegar hún varð fertug. Ferðin breyttist fljótt í martröð þegar hún kom að honum með annarri konu. Sú kona réðst á hana og beit hana út um allt. Guðbjörg þurfti að fara í stífkrampasprautu og var konan kærð og dæmd fyrir árásina. En þarna var martröð Guðbjargar ekki lokið. „Við drógum fyrir og síðan henti hann mér í rúmið og misnotaði mig kynferðislega og sagði síðan: „Ertu ekki glöð að þú fékkst það sem þú vildir?“ Hún segir einlæg sögu sína í þættinum.

  • 34 min
  Kidda Svarfdal – Heppin að vera á lífi eftir heilablæðingu sem læknar héldu að væri vöðvabólga

  Kidda Svarfdal – Heppin að vera á lífi eftir heilablæðingu sem læknar héldu að væri vöðvabólga

  Kidda Svarfdal fékk allt í einu svakalegan hausverk árið 2021 og var send þrisvar sinnum heim af læknavaktinni og bráðamóttöku með sterkjar verkjatöflur. Henni var sagt að þetta væri bara slæm vöðvabólga en þegar hún rankaði við sér meðvitundarlaus í blóðpolli heima hjá sér var hún loksins send í myndatöku. Það kom í ljós að hún væri með heilablæðingu og sama dag fór hún í fyrstu aðgerðina af þremur.Kidda ræðir um þetta tímabil, bataferlið og lífið í nýjasta þætti af Fókus. Hún ræðir einnig um æskuna á Djúpavík, einum afskekktasta stað landsins, þar sem hún þurfti að fara með báti eða vélsleða í skólann.Kidda byrjaði að drekka á unglingsárum og vissi strax að drykkjan passaði ekki við hana. Með árunum versnaði það og var hvert djamm ævintýri, eða martröð, þar sem hún vissi aldrei hvar hún myndi enda. Eftir að hafa orðið fyrir hræðilegri líkamsárás sneri Kidda við blaðinu og hefur nú verið edrú í fjórtán ár.

  • 1 hr 1 min
  Ólafur Laufdal og Dagur Gunnars – Húðflúrsheimurinn

  Ólafur Laufdal og Dagur Gunnars – Húðflúrsheimurinn

  Ólafur Laufdal og Dagur Gunnarsson eru báðir húðflúrarar en upphaf þeirra í bransanum er gjörólíkt. Á meðan Dagur byrjaði sem lærlingur á stofu, byrjaði Ólafur í bílskúr hjá foreldrum sínum með vél sem hann keypti erlendis.

  Þessi þættur er fyrir alla en sérstaklega fyrir fólk sem hefur áhuga á tattúum. Við förum yfir rauð flögg í fari viðskiptavina og húðflúrara. Hvað skal varast, hvaða tattú er vinsæl í dag og rifjum upp stóra málið í fyrra þegar upp komst um tattúartista sem hafði verið að áreita viðskiptavin.

  • 39 min
  Aníta Ósk - Þurfti að læra lífið upp á nýtt eftir maníu

  Aníta Ósk - Þurfti að læra lífið upp á nýtt eftir maníu

  Aníta Ósk Georgsdóttir er móðir, dóttir, vinkona, eiginkona og svo margt annað. Hún er hárgreiðslumeistari að mennt og starfaði sem leiðbeinandi í grunnskóla áður en hún fór í veikindaleyfi. Í haust fer hún í starfsendurhæfingu hjá Virk og lítur hún björtum augum fram á veginn.

  Aníta er hægt og rólega að læra að lifa upp á nýtt eftir að hafa verið greind með geðhvörf. Hún fékk greininguna eftir að hafa farið í fyrsta sinn í maníu í október 2022. Hún var þá stödd á Ítalíu með samstarfsfélögum sínum og endaði örmagna á sjúkrahúsi.

  Í þættinum fer hún yfir sögu sína. Hún var greind með þunglyndi og kvíða fjórtán ára og lagðist fyrst inn á geðdeild þegar hún var ólétt af eldri dóttur sinni. Hún lýsir aðdragandanum að maníunni og hvernig hún var að trekkjast upp marga daga fyrir. Þó það hafi verið erfitt að ganga í gegnum þetta segist Aníta vera sterkari fyrir vikið og við greininguna hafi hún fundið meiri frið. Hún skilur sjálfa sig betur og líðanin er betri eftir að hafa loksins verið sett á rétt lyf.

  Aníta var tvístíga að koma í viðtalið en ákvað að kýla á það til að sýna fólki að það er ekki dauðadómur að greinast með geðhvörf og að fólk með geðsjúkdóma lítur alls konar út. Hún segir að ef saga hennar geti hjálpað bara einni manneskju þá sé hennar markmiði náð. 

  • 1 hr 20 min
  Katrín Myrra

  Katrín Myrra

  Söngkonan, laga- og textahöfundurinn Katrín Myrra Þrastardóttir er gestur vikunnar í Fókus. Hún fékk fyrsta ofsakvíðakastið sitt árið 2021, en fyrir það hafði hún aldrei glímt við kvíða eða einhvers konar andleg veikindi. Hún var á þeim tíma búin með jógakennaranámið, stundaði núvitund og hafði ferðast ein til fjölda landa. Það var því mikið áfall að vera greind með ofsakvíðaröskun (felmtursröskun) og þurfa að læra að lifa með því.  Katrín Myrra fer einnig yfir ferilinn, að þora að láta slag standa, konur í tónlistarbransanum og segir frá því hvernig líf hennar breyttist eftir að hún fór ein í ferðalag til Taílands, Balí og Víetnam.

  • 29 min

Customer Reviews

5.0 out of 5
1 Rating

1 Rating

Top Podcasts In News

The Daily
The New York Times
Candace
Candace Owens
The Tucker Carlson Show
Tucker Carlson Network
Up First
NPR
Pod Save America
Crooked Media
The Ben Shapiro Show
The Daily Wire

You Might Also Like

Helgaspjallið
Helgi Ómars
Spjallið
Spjallið Podcast
Mömmulífið
Mömmulífið
Podcast með Sölva Tryggva
Sölvi Tryggvason
70 Mínútur
Hugi Halldórsson
Teboðið
Birta Líf og Sunneva Einars