32 episodes

Fjallað um lyf og lyfjanotkun frá ýmsum sjónarhóli

Hlaðvarp Lyfjastofnunar Lyfjastofnun

    • Health & Fitness

Fjallað um lyf og lyfjanotkun frá ýmsum sjónarhóli

    32. Lyfjaendurskoðun - Einar Stefán Björnsson

    32. Lyfjaendurskoðun - Einar Stefán Björnsson

    Umfjöllun hlaðvarpsins að þessu sinni tengist málþingi sem fram fór í byrjun októbermánaðar þar sem fjallað var um skynsamlega endurskoðun lyfjameðferða, með sérstaka áherslu á fjöllyfjanotkun. Einn frummælenda á málþinginu var Einar Stefán Björnsson, prófessor við HÍ og lyflæknir á Landspítala. Hann fræðir hér um hvernig slík endurskoðun fer fram, talar um að þessum þætti lækninga mætti sinna í meira mæli, og hver ávinningurinn getur orðið.

    Umsjón: Hanna G. Sigurðardóttir

    • 21 min
    31. Um heiti lyfja - Brynjar Örvarsson

    31. Um heiti lyfja - Brynjar Örvarsson

    Hvernig eru heiti lyfja valin, eru einhver viðmið sem þarf að fara eftir ? Þessum og fleiri spurningum er beint til Brynjars Örvarssonar, lyfjafræðings og sérfræðings hjá Lyfjastofnun. Hann hefur um árabil setið í nefnd hjá Lyfjastofnun Evrópu þar sem fjallað er um tillögur að lyfjaheitum.

    Umsjón: Hanna G. Sigurðardóttir

    • 23 min
    30. Að ferðast með lyf - Viðar Guðjohnsen

    30. Að ferðast með lyf - Viðar Guðjohnsen

    Ákveðnar reglur gilda þegar ferðast er með lyf milli landa. Þær eru að einhverju marki mismunandi eftir löndum og heimssvæðum. Gott er að glöggva sig á þessum reglum áður en haldið er af stað, ferðalangar gætu þurft að gera grein fyrir lyfjunum sem þeir hafa meðferðis ef til tollskoðunar kemur. -Viðar Guðjohnsen lyfjafræðingur og eftirlitsmaður hjá Lyfjastofnun fer yfir helstu reglur sem gilda á þessu sviði.

    Umsjón: Hanna G. Sigurðardóttir

    • 17 min
    29. Lyf við sumartengdu ofnæmi - Erla Hlín Henrysdóttir

    29. Lyf við sumartengdu ofnæmi - Erla Hlín Henrysdóttir

    Í þessum þætti í Hlaðvarpi Lyfjastofnunar er fjallað um lyf við sumartengdu ofnæmi, ofnæmi vegna frjókorna og skordýrabita. Erla Hlín Henrysdóttir, lyfjafræðingur í samskiptadeild Lyfjastofnunar, segir frá því að ýmis lyf sem geta slegið á óþægindi vegna þessa séu í boði, þar á meðal lausasölulyf. Hún hvetur fólk til að afla sér upplýsinga um lyf áður en notkun þeirra hefst. Benda má á lyfjafræðinga og lyfjatækna apótekanna, og fylgiseðla sem finna má á lyf.is. Grein um sumartengt ofnæmi má lesa á vefnum lyfjastofnun.is.

    Umsjón hlaðvarps: Hanna G. Sigurðardóttir

    • 14 min
    28. Að þiggja ódýrari valkost í stað ávísaðs lyfs - Ólöf Þórhallsdóttir

    28. Að þiggja ódýrari valkost í stað ávísaðs lyfs - Ólöf Þórhallsdóttir

    Oft er hægt að draga úr lyfjakostnaði með því að velja ódýrara sambærilegt lyf. Lyfjastofnun raðar lyfjum í svokallaða skiptiskrá og þar eru flokkuð saman sambærileg lyf í sama viðmiðunarverðflokki, sem þó geta verið á mismunandi verði. Þetta er það sem um ræðir þegar sjúklingum er boðið samheitalyf í apóteki, þ.e. sama lyf frá öðrum framleiðanda. Þá er um ódýrari valkost að ræða en lyfið sem læknirinn ávísaði.

    Í hlaðvarpsþættinum fræðir Ólöf Þórhallsdóttir, lyfjafræðingur og sviðsstjóri Umsókna- og samskiptasviðs Lyfjastofnunar, um frumlyf og samheitalyf, hvernig ódýrari valkostur verkar á sama hátt og ávísaða lyfið, og hvernig slíkur valkostur kemur bæði sjúklingnum og samfélaginu til góða.

    Umsjón: Hanna G. Sigurðardóttir

    • 14 min
    27. Lyf fyrir lítil börn í Afríku - Sveinbjörn Gizurarson

    27. Lyf fyrir lítil börn í Afríku - Sveinbjörn Gizurarson

    Sveinbjörn Gizurarson prófessor í lyfjafræði segir frá verkefni sem hann hefur unnið að síðustu sex ár, við að þróa nýtt lyfjaform malaríulyfs, og koma á fót lyfjaverksmiðju í Malaví. -Þessi saga fylgdi óvænt með sem bónus þegar rætt var við Sveinbjörn um líftæknilyfshliðstæður í síðasta hlaðvarpsþætti.

    Umsjón: Hanna G. Sigurðardóttir

    • 15 min

Top Podcasts In Health & Fitness

The School of Greatness
Lewis Howes
Soothing Sleep
OpenMind
Huberman Lab
Scicomm Media
ZOE Science & Nutrition
ZOE
Passion Struck with John R. Miles
John R. Miles
On Purpose with Jay Shetty
iHeartPodcasts