Jóna Margrét skaust fram á stjörnusviðið í vetur þegar hún lenti í öðru sæti í Idolinu. Hressi persónuleiki hennar var smitandi í gegnum skjáinn en á bak við brosið hefur Jóna gengið í gegnum margt. Þegar hún var í kringum átta ára gömul fékk hún taugaáfall sem sneri veröld hennar á hvolf. Hún varð hrædd við allt og alla, fór ekki í bíl í sjö mánuði og þorði varla út fyrir hússins dyr. Það tók hana mörg ár að vinna úr áfallinu og þakkar hún fjölskyldu sinni fyrir að hafa komist í gegnum þetta. Í dag er hún á betri stað en viðurkennir að hún sé ekki hundrað prósent hún sjálf ennþá, hún á erfitt með að tjá tilfinningar en þar kemur tónlistin sterk inn. Hún finnur mikla svörun í tónlist og er það hennar sálfræðitími.
Information
- Show
- FrequencyUpdated Weekly
- PublishedMarch 14, 2024 at 9:25 AM UTC
- Length32 min
- RatingClean