Í þessum þætti af Gagnarök fjalla Ómar, Arnar og Alicja um nýjasta útspilið frá OpenAI.
Alicja Lei er sérfræðingur í skilaboðum og efnisgerð hjá Digido ásamt því að vera einn mesti reynslubolti landsins í B2B sölu- og markaðsmálum. Alicja kemur frá Bandaríkjunum og er þátturinn að þessu sinni á ensku - í fyrsta sinn!
Flest þekkjum við ChatGPT og notum jafnvel daglega til að svara spurningum um allt milli himins og jarðar. Mörg okkar nota einnig DALL-E 2 sem getur breytt texta í myndir.
Saman hefur þessi virkni hjálpað markaðsfólki með fjölmarga hluti, svo sem hugmyndavinnu, textasmíði, laga texta, rannsóknarvinnu, búa til myndefni ofl.
Nú í febrúar kynnti OpenAi nýjungina - SORA - og er tilgangurinn með þessari nýju virkni að gera notendum kleift að breyta texta í myndband - markaðsfólki til mikillar ánægju.
Í þættinum köfum við ofan í:
- Hvað er Sora?
- Hvernig er það öðruvísi en ChatGPT og Dall-E 2?
- Hvernig mun Sora virka?
- Hvernig verður hægt að nota Sora?
- Hvað ber framtíðin í skauti sér?
UM HLAÐVARPIÐ
Gagnarök er brakandi ferskt hlaðvarp á vegum gagnadrifnu markaðsstofunnar Digido. Í hlaðvarpinu skiptast fjölskyldumeðlimir Digido á að afhjúpa sinn innri nörd í lifandi umræðum um markaðsmál framtíðar, fortíðar og líðandi stundar.
Hlustendur hlýða á umræður um þau tól, tæki og strategíur sem stuðla að árangursríkum markaðsaðgerðum og eins og góðu hlaðvarpi sæmir mun skrjáfa í froðu-snakkpokanum endrum og eins.
Myndbrot úr þáttunum finnur þú hér:
https://www.linkedin.com/company/digidomarketing
https://www.instagram.com/digidomarketing
https://www.facebook.com/digidomarketing
Informações
- Podcast
- FrequênciaSemanal
- Publicado16 de abril de 2024 10:00 UTC
- Duração47min
- ClassificaçãoLivre