600 episodes

Róttæk samfélagsumræða.
Við Rauða borðið er rætt um málefni dagsins, hagsmunamál almennings, samfélagið sem við eigum saman og hvernig við getum byggt það upp á grunni réttlætis, mannvirðingar, jöfnuðar og samkenndar.

Rauða borði‪ð‬ Gunnar Smári Egilsson

    • News
    • 4.0 • 1 Rating

Róttæk samfélagsumræða.
Við Rauða borðið er rætt um málefni dagsins, hagsmunamál almennings, samfélagið sem við eigum saman og hvernig við getum byggt það upp á grunni réttlætis, mannvirðingar, jöfnuðar og samkenndar.

    Kosningar, snjóflóð, friður, fátækt og kynjaþing

    Kosningar, snjóflóð, friður, fátækt og kynjaþing

    Mánudagurinn 27. maí
    Kosningar, snjóflóð, friður, fátækt og kynjaþing

    Baldur Héðinsson stærðfræðingur segir okkur frá kosningaspá sinni og Þorkell Helgason stærðfræðingur og Þorvaldur Gylfason hagfræðingur segja okkur frá írsku aðferðinni í kosningum, sem meðal annars kemur í veg fyrir að óvinsæll frambjóðandi nái kjöri með takmarkað fylgi. Fjallið það öskrar er heimildarmynd um snjóflóðið á Súðavík. Hafsteinn Númason eftirlaunamaður, Daníel Bjarnason leikstjóri og Aron Guðmundsson meðframleiðandi og höfundur samnefndra útvarpsþátta koma að Rauða borðinu og ræða myndina og hina hryllilegu atburði. Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi ræðir við okkur um frið og stríðsógn og Ásta Lóa Þórsdóttir þingkona um fátækt. Í lokin koma þær Sonja Þorbergsdóttir formaður BSRB, og Tatjana Latinovic formaður Kvenréttindafélagsins og segja okkar frá kynjaþingi og spá í stöðuna á kvenfrelsisbaráttunni.

    • 3 hr 47 min
    Synir Egils: Pólitíkin og kosningar hér heima og erlendis

    Synir Egils: Pólitíkin og kosningar hér heima og erlendis

    Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Guðmundur Hálfdanarson sagnfræðingur, Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur og Drífa Snædal talskona Stígamóta og ræða forsetakosningar og fleiri fréttir. Þeir bræður taka svo stöðuna á pólitíkinni og fá síðan heita stuðningsmenn fjögurra frambjóðenda: Helga Lára Haarde sálfræðingur er stuðningskona Höllu Hrundar, Margrét Kristmannsdóttir forstjóri Pfaff er stuðningskona Höllu Tómasar, Evert Víglundsson einkaþjálfari er stuðningsmaður Baldurs og Kolbrún Halldórsdóttir formaður BHM er stuðningskona Katrínar.


    Vettvangur dagsins:
    Guðmundur Hálfdanarson sagnfræðingur
    Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur
    Drífa Snædal talskona Stígamóta

    Bræður spjalla

    Forsetakosningar
    Helga Lára Haarde sálfræðingur og stuðningskona Höllu Hrundar
    Margrét Kristmannsdóttir forstjóri Pfaff og stuðningskona Höllu Tómasar
    Evert Víglundsson einkaþjálfari og stuðningsmaður Baldurs
    Kolbrún Halldórsdóttir formaður BHM og stuðningskona Katrínar

    • 2 hr 3 min
    Helgi-spjall: Inga Sæland

    Helgi-spjall: Inga Sæland

    Laugardagurinn 25. maí
    Helgi-spjall: Inga Sæland

    Inga Sæland formaður Flokks fólksins kemur að Rauða borðinu og segir frá ætt sinni og uppruna, æsku og mótunarárum á Ólafsfirði, harðri lífsbaráttu og áföllum, en ræðir líka smá pólitík í lokin.

    • 2 hr 28 min
    Vikuskammtur: Vika 21

    Vikuskammtur: Vika 21

    Föstudagurinn 24. maí
    Vikuskammtur: Vika 21

    Í Vikuskammt við Rauða borðið í dag koma þau Hildigunnur Sverrisdóttir arkitekt, Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri Vísbendingar, Halldóra Geirharðsdóttir leikkona og Lára Zulima Ómarsdóttir almannatengill og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af baráttunni um Bessastaði, stríðum og átökum.

    • 1 hr 51 min
    Forsetakjör, smáríki, húsaleigulög og sinfónía

    Forsetakjör, smáríki, húsaleigulög og sinfónía

    Fimmtudagurinn 23. maí
    Forsetakjör, smáríki, húsaleigulög og sinfónía

    Við ræðum forsetakjör við Rauða borðið. Jakob Bjarnar Grétarsson blaðamaður, Sigtryggur Ari Jóhannsson ljósmyndari og Helga Arnardóttir fjölmiðlakona ræða ýmsar hliðar baráttunnar. Síðan kemur Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi og ræðir um stöðu smáríkis í viðsjárverðum heimi. Steinunn Þóra Árnadóttir formaður velferðarnefndar ræðir frumvarp um húsaleigulög, sem leigjendur segja lítil hænuskref í átt að réttlæti. Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur vakið athygli og verið til umræðu í erlendum fréttamiðlum síðustu vikur. Lára Sóley Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri kemur og segir okkur hvers vegna.

    • 3 hr 44 min
    Fátækt, forsetakjör, fiskar og auðlindir

    Fátækt, forsetakjör, fiskar og auðlindir

    Miðvikudagurinn 22. maí:
    Fátækt, forsetakjör, fiskar og auðlindir

    Við ræðum við tvö forsetaframbjóðendur um mál sem þeir hafa lagt áherslu á. Halla Tómasdóttir segir okkur hvers vegna samfélagið er á villigötum og frá þeirri vakningu sem hún telur nauðsynlega. Halla Hrund Logadóttir segir okkur frá sinni sýn á auðlindir þjóðarinnar og hvers vegna við þurfum að móta stefnu um nýtingu þeirra. Í byrjun þáttar kemur Guðmunda Greta Guðmundsdóttir öryrki að Rauða borðinu, en hún hefur lýst kjörum öryrkja í pistlaskrifum. Útgerðarmenn og sjómenn segja að fiskurinn sé að horast upp. Við fáum Jón Kristjánsson til að segja okkur hvað það merkir. Og Benedikt Sigurðarson kemur við og ræðir auðlindanýtingu, til sjávar og sveita en ekki síst í ferðaþjónustu.

    • 3 hr 31 min

Customer Reviews

4.0 out of 5
1 Rating

1 Rating

Top Podcasts In News

The Daily
The New York Times
The Tucker Carlson Show
Tucker Carlson Network
Up First
NPR
Serial
Serial Productions & The New York Times
Pod Save America
Crooked Media
The Megyn Kelly Show
SiriusXM

You Might Also Like

Samstöðin
Samstöðin
Þjóðmál
Þjóðmál
Spursmál
Ritstjórn Morgunblaðsins
Synir Egils
Gunnar Smári Egilsson, Sigurjón M. Egilsson
Chess After Dark
Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson
Podcast með Sölva Tryggva
Sölvi Tryggvason