600 Folgen

Róttæk samfélagsumræða.
Við Rauða borðið er rætt um málefni dagsins, hagsmunamál almennings, samfélagið sem við eigum saman og hvernig við getum byggt það upp á grunni réttlætis, mannvirðingar, jöfnuðar og samkenndar.

Rauða borði‪ð‬ Gunnar Smári Egilsson

    • Nachrichten

Róttæk samfélagsumræða.
Við Rauða borðið er rætt um málefni dagsins, hagsmunamál almennings, samfélagið sem við eigum saman og hvernig við getum byggt það upp á grunni réttlætis, mannvirðingar, jöfnuðar og samkenndar.

    Synir Egils: Vaxtaokur, forsetakjör, pólitík og völd

    Synir Egils: Vaxtaokur, forsetakjör, pólitík og völd

    Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessu sinni koma þau Helga Jónsdóttir bæjarfulltrúi í Kópavogi, Sunna Sæmundardóttir fréttakona og Viðar Eggertsson leikstjóri og ræða vexti, forseta, söngvakeppni, pólitík og samfélagsmál. Þeir bræður munu taka stöðuna á pólitíkinni og fá síðan Ragnhildi Helgadóttur rektor í spjall um valdsvið forsetans og hversu mikið megi teygja það og toga.

    • 2 Std 21 Min.
    Helgi-spjall: Fida

    Helgi-spjall: Fida

    Laugardagurinn 11. maí
    Helgi-spjall: Fida

    Fida Abu Libdeh er frumkvöðull, palestínskur Íslendingur, sem ólst upp í Jerúsalem en kom hingað ung kona. Hún segir okkur frá ætt sinni og uppruna, æsku og mótun, reynslu hennar sem innflytjandi á Íslandi og hvernig henni tókst að yfirvinna margvíslega erfiðleika.

    • 2 Std 17 Min.
    Vikuskammtur 10. maí

    Vikuskammtur 10. maí

    Í Vikuskammt við Rauða borðið í dag koma þau Anna Kristín Blöndal Jóhannesdóttir hjúkrunarfræðingur, Lóa Björk Björnsdóttir útvarpskona, Margrét Hugrún Gústavsdóttir Björnsson verkefnastjóri við HÍ og Þórarinn Hjartarson hlaðvarpsstjóri og ræða fréttir vikunnar sem voru markaðar af baráttunni um Bessastaði, af þjóðarmorði á Gaza, háum vöxtum og deilum um frammistöðu fjölmiðla og stjórnmálafólks.

    • 1 Std. 42 Min.
    Vextir, kynlaust mál og samfélagsmál við eldhúsborðið

    Vextir, kynlaust mál og samfélagsmál við eldhúsborðið

    Miðvikudagurinn 8. maí:
    Vextir, kynlaust mál og samfélagsmál við eldhúsborðið

    Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins er agndofa yfir að Seðlabankinn lækkar ekki vexti. Hann hvetur til fjöldamótmæla við Seðlabankann. Við fáum Völu Hafstað, umtalaðasta greinahöfund dagsins, til okkar en hún hafnar kynhlutleysi íslenskunnar. Í lokin fáum við hjónin Helgu Völu Helgadóttur og Grím Atlason og dóttur þeirra, Ástu Júlíu Grímsdóttur körfuboltakonu, til að segja okkur frá hvernig rætt er um samfélagsmál við eldhúsborðið á þeirra heimili, til dæmis hvernig þar er nú rætt um forsetakosningar.

    • 2 Std 31 Min.
    Ráðherra, ópera, góðverk, kynslóðir og forseti

    Ráðherra, ópera, góðverk, kynslóðir og forseti

    Þriðjudagurinn 7. maí
    Ráðherra, ópera, góðverk, kynslóðir og forseti

    Guðmundur Ingi Guðbrandsson formaður Vg og félagsmálaráðherra kemur að Rauða borðinu og ræðir um breytingar á almannatryggingum og eilítið um pólitík. Þórunn Gréta Sigurðardóttir tónskáld, Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir leikstjóri og Herdís Anna Jónasdóttir sópran ræða við okkur um Óperuna hundrað þúsund og Jóhanna Engilráð Hrafnsdóttir, Salvör Árnadóttir og Vésteinn Gunnarsson nemendur í Hagaskóla um samfélagslega ábyrgð. Einar Lövdahl Gunnlaugsson skrifaði bókina Gegnumtrekkur sem Hallgrímur Helgason las. Þeir koma til okkar og ræða bókina, kynslóðir, karlmennsku og margt annað. Í lokin segir Viktor Traustason okkur frá forsetaframboði sínu.

    • 3 Std 52 Min.
    Átök í þinginu, auðlindir, Gaza og maður í framboði

    Átök í þinginu, auðlindir, Gaza og maður í framboði

    Mánudagurinn 6. maí
    Átök í þinginu, auðlindir, Gaza og maður í framboði

    Björn Þorláks fær fjóra þingmenn og einn varaþingmann til að ræða málin í Þinginu, þar sem einn þingmaður ásakar annan um að vera eitrið sem hafi átt að uppræta. Þingmennirnir Jódís Skúladóttir frá Vg, Andrés Ingi Jónsson frá Pírötum, Dagbjört Hákonardóttir úr Samfylkingunni og Ingibjörg Isaksen frá Framsókn og Brynjar Níelsson varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins takast á. Þorvaldur Gylfason prófessor gagnrýnir frumvarp um lagareldi af ákefð og ekki síður tilraunir Katrínar Jakobsdóttur til að breyta stjórnarskránni. Fida Abu Libdeh orkuumhverfistæknifræðingur og frumkvöðull er íslenskur Palestínumaður og ræðir við okkur um ástandið á Gaza og afstöðu íslenskra stjórnvalda. Í lokin fáum við forsetaframbjóðanda að Rauða borðinu. Eiríkur Ingi Jóhannsson rafvirki segir okkur hvers vegna hann vill verða forseti.

    • 3 Std 36 Min.

Top‑Podcasts in Nachrichten

LANZ & PRECHT
ZDF, Markus Lanz & Richard David Precht
Politik mit Anne Will
Anne Will
Apokalypse & Filterkaffee
Micky Beisenherz & Studio Bummens
Lage der Nation - der Politik-Podcast aus Berlin
Philip Banse & Ulf Buermeyer
Was jetzt?
ZEIT ONLINE
Das Politikteil
ZEIT ONLINE

Das gefällt dir vielleicht auch

Þjóðmál
Þjóðmál
Samstöðin
Samstöðin
Podcast með Sölva Tryggva
Sölvi Tryggvason
Synir Egils
Gunnar Smári Egilsson, Sigurjón M. Egilsson
Chess After Dark
Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson
Í ljósi sögunnar
RÚV