195 episodes

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Guðmundur Pálsson.

Samfélagi‪ð‬ RÚV

    • Society & Culture

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Guðmundur Pálsson.

    Friðlýst svæði og þjóðgarðar, fjarkennsla, málfar og vísindaspjall

    Friðlýst svæði og þjóðgarðar, fjarkennsla, málfar og vísindaspjall

    Við ætlum að ræða friðlýst svæði og þjóðgarða, en starfshópur skilaði inn fyrir áramót skýrslu þar sem stöðu þessara svæða og áskorunum er lýst. Árni Finnsson hjá náttúruverndarsamtökum Íslands var formaður starfshópsins, og hann ætlar að ræða við okkur um helstu lykilþætti sem þarna komu fram, meðal annars hvað varðar mögulega fjölgun og stækkun friðlýstra svæða, þanþol svæðanna hvað varðar ágang, skipulag og umsjón - sem og fýsileika gjaldtöku. Svo veltum við fyrir okkur fjarkennslu og möguleikum hennar við Háskóla Íslands. Nú eru boðið upp á nokkur hundruð námskeið í fjarkennslu við skólann og áform um að fjölga þeim. Hólmfríður Árnadóttir, er verkefnisstýra fjarnáms við Háskóla Íslands. Hún ætlar að ræða þessi mál við okkur á eftir. Málfarsmínúta verður á sínum stað og svo kemur Edda Olgudóttir til okkar í sitt reglubundna vísindaspjall.

    • 59 min
    Enduvinnsla á veiðarfærum, eftir krabbamein og umhverfispistill

    Enduvinnsla á veiðarfærum, eftir krabbamein og umhverfispistill

    Við forvitnumst um endurvinnslu á veiðarfærum í Samfélaginu í dag. Hampiðjan sendir árlega nokkur mikið magn af veiðarfærum sem ekki eru lengur ?notkun úr landi í endurvinnslu. Þetta eru að miklu leyti veiðarfæri úr nælonefnum en líka málmar og gúmmí. Georg Haney er, umhverfisstjóri Hampiðjunnar segir okkur betur frá þessu. Þegar krabbameinsmeðferð lýkur gera sjúklingar og aðstandendur oft ráð fyrir að heilsan verði aftur eins og hún var áður en krabbameinið greindist. Það er þó ekki raunin hjá öllum. Margir búa við andlegar og líkamlegar aukaverkanir af völdum krabbameinsins eða meðferðarinnar sem geta haft mikil áhrif á líðan fólks. Krabbameinsfélagið vill taka betur utan um þennan hóp og við ræðum við sérfræðing hjá þeim, Vigdísi Guðmundsdóttur, um áskoranir þessa hóps og hvaða eftirfylgni þau þurfa. Bryndís Marteinsdóttir flytur okkur svo umhverfispistil í lok þáttar.

    • 55 min
    Landamæralausar loftlagsbreytingar, samningatækni, málfar og plöntur

    Landamæralausar loftlagsbreytingar, samningatækni, málfar og plöntur

    Við ætlum að ræða við íslenskan sérfræðing í loftlagsbreytingum þvert á landamæri, Mikael Allan Mikaelsson vinnur hjá alþjóðlegri hugveitu í Stokkhólmi á sviði umhverfismála og rannsókna. Hann skoðar meðal annars hvaða efnahagslegu áhrif loflagsbreytingar hafa á innviði landa og kemur einnig að fyrsta loftlagsáhættumatinu fyrir Evropusambandið Lið nemenda við Háskólann í Reykjavík er komið í undanúrslit alþjóðlegrar keppni í samningatækni sem fer fram í Róm síðar í mánuðinum. Við erum forvitin um þetta - hvað þarf að hafa í huga og hvernig maður æfir sig fyrir slíka keppni í samningatækni? Landsliðið í samningatækni sest hjá okkur á eftir. Liðið er skipað þeim Andra Örvari Baldvinssyni, Halldóri Ægi Halldórssyni og Soffíu Ósk Kristinsdóttur. Málfarsmínúta Endurflutt dýraspjall við Vigdísi Freyju Helmútsdóttur plöntuvistfræðing sem sinnir afar forvitnilegum rannsóknum á því hvernig plöntum líður í hlýnandi heimi.

    • 55 min
    Vistmorð, hjúkrunarfræðingar mótmæla, málfar, snakkpokar og konungur

    Vistmorð, hjúkrunarfræðingar mótmæla, málfar, snakkpokar og konungur

    Íslandsdeild samtakanna stöðvum vistmorð standa frammi fyrir málþingi síðar í dag og vonast til þess að vekja athygli leiðtogafundar evrópuráðsins á mikilvægi þess að skilgreina vistmorð og setja í alþjóðalög, þau benda á að Úkraínustríðinu fylgi meðal annars mikil eyðilegging vistkerfa sem hafi áhrif í nútíð og framtíð á velferð bæði heimamanna sem og heimsbyggðarinnar allrar - fyrir það eigi að vera hægt að sækja Rússa til saka fyrir - við ræðum við tvo fulltrúa samtakanna hér á eftir, þau heita Kristín Vala Ragnarsdóttir prófessor í sjálfbærnivísindum við Háskóla Íslands og Magnús Hallur Jónsson landvörður. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga samþykkti ályktun á aðalfundi sínum fyrir helgi þar sem félagið lýsir þungum áhyggjum af hópi hjúkrunarfræðinga sem leita til annarra starfa vegna aukins álags og skorar á stjórnvöld að bæta starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga með því að tryggja mönnunarviðmið, bæta vinnuaðstöðu og öryggi á vinnustað. Halla Eiríksdóttir er varaformaður félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Við heyrum í henni á eftir. Málfarsmínútan verður á sínum stað, líka ruslarabbið og svo kemur til okkar Helga Lára Þorsteinsdóttir safnstjóri RÚV. Hún ætlar að rifja upp heimsókn Svíakonungs hingað til lands árið 1957.

    • 55 min
    Leiðtogafundurinn, skjátími og myndbreytingar bannaðar

    Leiðtogafundurinn, skjátími og myndbreytingar bannaðar

    Það hefur varla farið framhjá hlustendum að leiðtogafundur Evrópuráðsins fer fram í Reykjavík í dag og á morgun. Viðbúnaðurinn er mikill og hingað mæta á fimmta tug þjóðarleiðtoga Evrópu. Leiðtogarnir funda í dag og á morgun fara fram allskyns viðræður og málefnastarf sem lýkur með blaðamannafundi síðdegis. En hvað gerir Evrópuráðið og hvert er hlutverk þess? Og hvaða þýðingu hefur fundur af þessu tagi? Eiríkur Bergmann Einarsson prófessor við Háskólann á Bifröst ætlar að ræða það við okkur á eftir. Málfarsráðunautur RÚV Anna Sigríður Þráinsdóttir kemur svo til okkar og fjallar um málfar tengdu þessu máli málanna, leiðtogafundi Evrópuráðsins. VIð ætlum líka að heyra af nýrri rannsókn um hvernig börn upplifa þegar foreldrar þeirra og forráðafólk eru að skerða skjátíma þeirra, en þetta er barátta margra heimila. Freyja Ósk Þórisdóttir og Unnur Elva Reynisdóttir hjúkrunarfræðinemar koma og segja okkur af því. Við heyrum svo í ritstjóra neytendablaðsins og fræðumst um nýjar reglur í Noregi sem banna auglýsendum að myndbreyta fólki, eða fótósjoppa það. Eins og við þekkjum þá er hægt að nota allskonar forrit til að breyta fólki þannig að það er ekkert raunverulegt eða raunhæft við útlit þeirra. Það má semsagt ekki lengur í Noregi, ætti að banna það líka hér?

    • 57 min
    Árhringir trjáa, stúdendaíbúðir, málfar og heilraðgreining á DNA

    Árhringir trjáa, stúdendaíbúðir, málfar og heilraðgreining á DNA

    Árhringjafræði er ákveðin undirgrein í skógarfræði, allsérstök fræðigrein en í miklum vexti. Úr árhringjum trjáa og gróðurs má lesa svo margt, langt aftur í tímann. Ólafur Eggertsson hjá Skógræktinni er nýkomin heim af evrópskri árhringjaráðstefnu í Portúgal og því ærið tilefni til að þinga hann um helstu atriði sem þar komu fram og hvað árhringir íslenskra plantna eru að segja okkur. Hótel Saga hefur fengið nýtt hlutverk þar sem meira en hundrað íbúðir fyrir stúdenta hafa verið innréttaðar. Það er Félagsstofnun stúdenta sem stóð í þessum stórræðum fyrir Stúdentagarðana sem stofnunin rekur. Við kíkjum í heimsókn á Sögu, fáum að skoða nýju íbúðirnar og ræðum við Heiði Önnu Helgadóttur þjónustustjóra Stúdentagarða. Við heyrum eina málfarsmínútu og svo kemur Edda Olgudóttir til okkar í vísindaspjall í lok þáttar. Hún ætlar að spjalla við okkur um heilraðgreiningu á mannaerfðaefni.

    • 58 min

Top Podcasts In Society & Culture

Miss Me?
BBC Sounds
Life with Nat
Keep It Light Media
The Louis Theroux Podcast
Spotify Studios
A Muslim & A Jew Go There
Instinct Productions
Modern Wisdom
Chris Williamson
Sit With Us
Dom and Ella

You Might Also Like

Í ljósi sögunnar
RÚV
Þjóðmál
Þjóðmál
Þarf alltaf að vera grín?
Þarf alltaf að vera grín?
Steve Dagskrá
Steve Dagskrá
Dr. Football Podcast
Hjörvar Hafliðason
Spegillinn
RÚV