132 episodes

Flosi Þorgeirsson fræðir Baldur Ragnarsson um áhugaverða liðna atburði.

Draugar fortíðar Hljóðkirkjan

    • History
    • 4.9 • 566 Ratings

Flosi Þorgeirsson fræðir Baldur Ragnarsson um áhugaverða liðna atburði.

    #195 Berlínarmúrinn

    #195 Berlínarmúrinn

    Þáttur dagsins fjallar um eitt alræmdasta tákn kalda stríðsins og "Járntjaldið" illræmda sem aðskildi Evrópu í marga áratugi. Vestur-Berlín hafði algjörlega sérstöðu. Borgin tilheyrði Vestur-Evrópu en var stödd mitt í kommúnistaríkinu sem var Alþýðulýðveldið Þýskaland, einatt kallað Austur-Þýskaland. Árið 1961 hófu yfirvöld í Austur-Berlín að byggja múr sem aðskildi borgarhlutana í tæpa þrjá áratugi. En af hverju var þessi múr reistur og hvaða afleiðingar hafði það? Við reynum að svara þeim spurningum í þessum þætti.
    Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon

    Vefverslun Drauganna


    Tónlistin úr þáttunumUmræðuhópur Drauganna á Facebook

    • 2 hrs 19 min
    #190 „Brjálaði Svíinn“: Stutt en viðburðarík ævi Göran Kropp

    #190 „Brjálaði Svíinn“: Stutt en viðburðarík ævi Göran Kropp

    Sumir lifa lengi en ævi þeirra er róleg og viðburðalítil. Svo var ekki hvað Göran Kropp varðaði. Hans drifkraftur var ást á fjallaklifri. Hann varð brátt vel þekktur í þeim heimi vegna mikillar útgeislunar en einnig sérvisku. Kropp var ekki hrifinn af því að fara auðveldustu leiðina. Hann leitaðist sífellt eftir nýjum og krefjandi áskorunum.Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon

    Vefverslun Drauganna


    Tónlistin úr þáttunumUmræðuhópur Drauganna á Facebook

    • 1 hr 54 min
    #186 Carlos Kaiser: Fótboltamaðurinn sem forðaðist fótbolta

    #186 Carlos Kaiser: Fótboltamaðurinn sem forðaðist fótbolta

    Svikahrappar og svindlarar hafa ætíð vakið sérstaka athygli og jafnvel aðdáun meðal almennings. Stundum er ekki annað hægt en að dáðst að hugkvæmni þeirra sem nýta sér persónutöfra og samskiptahæfni til að koma sér áfram í lífinu. Vissulega eru til svindlarar sem engin ástæða er til að dást að. Fólk sem markvisst nýtir sér jafnvel neyð annarra og hagnast á því. Carlos Henrique Raposo fellur ekki í þann flokk hreinræktaðra illmenna en svikahrappur var hann vissulega og er í dag fyrstur til að viðurkenna það. Carlos fékk viðurnefnið Kaiser því hann þótti líkjast Frans Beckenbauer sem var einatt kallaður "Keisarinn". Eins og margir ungir drengir í Brasilíu dreymdi Carlos um að verða frægur fótboltamaður. Hann hafði útlitið og stæltan líkama. Þó var eitt mikilvægt sem Carlos vantaði: Hann var vita hæfileikalaus í fótbolta. Carlos var þó ákveðinn í að láta það ekki stoppa sig.Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon

    Vefverslun Drauganna


    Tónlistin úr þáttunumUmræðuhópur Drauganna á Facebook

    • 1 hr 32 min
    #182 Norður-Kórea 1. þáttur: Járnhæll Japans, Kóreustríðið og Kim Il Sung

    #182 Norður-Kórea 1. þáttur: Járnhæll Japans, Kóreustríðið og Kim Il Sung

    Styrktaraðilar á Patreon fá í hverjum mánuði að velja á milli þriggja málefna. Að þessu sinni var stuðst við lýðræðisvísitölu breska tímaritsins The Economist. Valið stóð á milli þriggja ríkja sem reglulega verma botnsætið á þeim lista, teljast ein þau ólýðræðislegustu í heimi. Það voru Túrkmenistan, Sýrland og Norður-Kórea. Síðastnefnda ríkið varð hlutskarpast. Við beinum því nú sjónum að einu lokaðasta og ólýðræðislegasta ríki veraldar. Efnið er yfirgripsmikið og ótrúlegt svo það var ákveðið að taka þetta í tveimur þáttum. Þessi þáttur tekur fyrir stofnun Alþýðulýðveldisins Norður-Kóreu, Kóreustríðið og stjórnartíð Kim Il Sung. Söfnun Solaris: solaris.help/palestinaViltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon

    Vefverslun Drauganna


    Tónlistin úr þáttunumUmræðuhópur Drauganna á Facebook

    • 1 hr 58 min
    #178 Hægri umferð

    #178 Hægri umferð

    Sú var tíðin að sagnfræði fjallaði aðallega um hin „stóru efni“. Viðfangsefnin voru konungar, keisarar og heimsveldi. Eins og aðrar fræðigreinar hefur hún þróast og í dag má heyra talað um allskonar sögurannsóknir. Það er nefnilega oft áhugaverð saga á bakvið ýmislegt sem í fyrstu virðist ekki sérlega merkilegt. Hægri umferð var tekin upp á Íslandi þann. 26. maí 1968 á hinum svokallaða H-degi. Landsmenn voru spenntur fyrir þessu og undirbúningur var til mikillar fyrirmyndar. Ísland var eitt af seinustu löndum Evrópu til að gera þessa skiptingu. Í þættinum segjum við aðeins frá hvernig þetta fór fram hér á landi. Við skoðum einnig hvað olli því að vinstri umferð var eitt sinn algengari og hvernig það á rætur að rekja til stríðsreksturs og heimsvaldastefnu.Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon

    Vefverslun Drauganna


    Tónlistin úr þáttunumUmræðuhópur Drauganna á Facebook

    • 1 hr 38 min
    #173 Óvinkonur Guðs - Sérstakur gestur: Dr. Yngvi Leifsson

    #173 Óvinkonur Guðs - Sérstakur gestur: Dr. Yngvi Leifsson

    Við höfum áður minnst á ólíkar nálgunaraðferðir sagnfræðinnar. Ein þeirra er einsagan. Þar skoða sagnfræðingar samfélagið og söguna frá einstaklingum. Oft er ekki um að ræða þjóðarleiðtoga eða ráðamenn. Frekar er það almenningur eða jafnvel fólk sem taldist vera neðarlega í goggunarröð samfélagsins. Í þessum þætti fáum við góðan gest í heimsókn en það er sagnfræðingurinn Yngvi Leifsson. Hann hefur lengi dvalist í borginni Salamanca á Spáni og stundað sínar rannsóknir þar. Salamanca var á sínum tíma talin einhverskonar "höfuðborg vændis" í Evrópu. Yngvi hefur rannsakað sögur þeirra kvenna og sérstaklega eitt ákveðið hús sem kallað var "Galeiðan". Það var hugsað sem einskonar betrunarheimili fyrir þær konur sem þóttu hafa glatað trausti drottins með sínu "ósiðlega" líferni. Þetta er afar áhugaverð saga sem varpar sérstöku ljósi á aðstæður almennings á Spáni á síðari hluta átjándu aldar.
    Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon

    Vefverslun Drauganna


    Tónlistin úr þáttunumUmræðuhópur Drauganna á Facebook

    • 1 hr 18 min

Customer Reviews

4.9 out of 5
566 Ratings

566 Ratings

Arnrun ,

Eðall🤌

Fyrir þau sem ekki eru búin að fatta þetta eðal hlaðvarp og hafa ekkert að gera í sumarfríinu eða langar í félagsskap í göngutúrum, matseld, màlun eða arfa reiti....þá eru þetta feel good snillingar með fræðandi, skemmtandi og öðruvísi umfjöllun um oft sjaldnefnda sögulega atburði, hluti og persónur í bland við hressandi spjall um ömurleika tilverunnar, fegurð lífsins og kjaftæðið í veröldinni. Mæli eindregið með 👌 Mínir uppáhalds þættir hingað til eru: Nr.4 sjóveikir breskir drengir hernema Ísland 1940 Nr.10 Stelpur í stríði. Nr.104 Harmsaga ævinni minnar. Nr.113 Hin djöfullega skelfing. Og margir, margir fleiri....

EG R ,

Gott dúó

Takk! Baldur og Flosi hafa náð að búa til einstakt dúó sem ná að gera nánast allt áhugavert - frá stórum atburðum til hinna smæstu. Það er virkilega þakkarvert að eiga þessa þætti á handraðanum, suma aftur og aftur.

HanniLalli ,

Larry

Skemmtileg umræða um hin ótrúlegustu málefni með dass af þunglyndi og athyglisbrest. Áhugaverð blanda sem má ekki missa af.

Top Podcasts In History

Eldflaugaförin
RÚV Hlaðvörp
Legacy
Wondery
Dan Snow's History Hit
History Hit
You're Wrong About
Sarah Marshall
D-Day: The Tide Turns
NOISER
Myrka Ísland
Sigrún Elíasdóttir

You Might Also Like

Í ljósi sögunnar
RÚV
Morðcastið
Unnur Borgþórsdóttir
70 Mínútur
Hugi Halldórsson
Morðskúrinn
mordskurinn
Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars
Helgi Jean Claessen
Podcast með Sölva Tryggva
Sölvi Tryggvason