600 episodes

Róttæk samfélagsumræða.
Við Rauða borðið er rætt um málefni dagsins, hagsmunamál almennings, samfélagið sem við eigum saman og hvernig við getum byggt það upp á grunni réttlætis, mannvirðingar, jöfnuðar og samkenndar.

Rauða borði‪ð‬ Gunnar Smári Egilsson

    • News
    • 4.0 • 9 Ratings

Róttæk samfélagsumræða.
Við Rauða borðið er rætt um málefni dagsins, hagsmunamál almennings, samfélagið sem við eigum saman og hvernig við getum byggt það upp á grunni réttlætis, mannvirðingar, jöfnuðar og samkenndar.

    Þingið, stjórnmálin, forsetinn og bíó

    Þingið, stjórnmálin, forsetinn og bíó

    Miðvikudagurinn 24. apríl
    Þingið, stjórnmálin, forsetinn og bíó

    Björn Þorláks fær nokkra þingmenn til að fara yfir þingveturinn og það sem er fram undan: Sigmar Guðmundsson. Guðmundur Ingi Kristjánsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir mæta að Rauða borðinu. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur kemur síðan og ræðir um stjórnmálaástandið. Og í lokin mætir Grímar Jónsson kvikmyndaframleiðandi og ræðir um bíó.

    • 2 hrs 51 min
    Grindavík, spilling, morð og kvennaverkföll

    Grindavík, spilling, morð og kvennaverkföll

    Okkur langar að endurskapa kjaftaklúbba við Rauða borðið á næstunni, hópa þar sem fólk hittist á kaffihúsum, kaffistofum, heitum pottum, í saumaklúbbum og víðar og byrjum á Olís í Grindavík þar sem fólk, mest karlar, hittust á morgnanna fyrir jarðhræringarnar. Sigurbjörn Dagbjartsson blaðamaður, Hörður Guðbrandsson formaður Verkalýðsfélagsins, Einar Hannes Harðarson sjómaður og formaður Sjómannafélagsins og Páll Valur Björnsson kennari koma og ræða málefni Grindavíkur hispurslaust og af krafti. Hlökk Theodórsdóttir skipulagsfræðingur gerði rannsókn á skipulagsvandi sveitarfélaganna og spurði meðal annars um spillingu. Niðurstöðurnar eru sláandi. Hlökk segir okkur frá þeim. Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur ræði síðan manndrápsmál og hnífaburð og í lokin kemur Valgerður Þ. Pálmadóttir nýdoktor í hugmyndasögu og spjallar við okkur um kvennaverkföll fyrr og nú.

    • 2 hrs 46 min
    Aum stjórnsýsla, sjókvíaeldi, öryrkjar og Vg

    Aum stjórnsýsla, sjókvíaeldi, öryrkjar og Vg

    Mánudagurinn 22. apríl
    Aum stjórnsýsla, sjókvíaeldi, öryrkjar og Vg

    Mikil umræða hefur orðið um eldmessu Katrínar Oddsdóttur lögmanns um sjókvíaeldi í þættinum Synir Egils á Samstöðinni í gær. Björg Eva Erlendsdóttir hjá Landvernd og Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur greina stöðuna. Er ástandið jafn hrikalegt og Katrín segir? Alma Ýr Ingólfsdóttir formaður ÖBÍ bregst við fjármálaáætlun, þar sem segir að öryrkjar verði látnir borga fyrir kjarapakka stjórnvalda vegna samninga á almennum markaði. Í lokin kemur Pétur Hrafn Árnason sagnfræðingur og höfundur ævisögu Vg, Hreyfingin rauð og græn, og segir okkur frá sögu þessa flokks sem nú er sannarlega í vanda.

    • 2 hrs 48 min
    Synir Egils: Flokkar, forseti, stjórnmál og hryllingurinn á Gaza

    Synir Egils: Flokkar, forseti, stjórnmál og hryllingurinn á Gaza

    Sunnudagurinn 21 . apríl
    Synir Egils: Flokkar, forseti, stjórnmál og hryllingurinn á Gaza

    Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Árelía Eydís Guðmundsdóttir borgarfulltrúi Framsóknar, Katrín Oddsdóttir lögmaður og Vilhjálmur Þorsteinsson forritari og ræða helstu fréttir og stöðu samfélags og stjórnmála. Þá munu bræðurnir taka stöðunni á pólitíkinni og síðan kemur Sveinn Rúnar Hauksson læknir og baráttumaður fyrir frelsi Palestínu í tilefni af því að í vikunni verður hálft ár frá innrás Ísraelshers á Gaza sem þróast hefur í þjóðarmorð.

    • 3 hrs 7 min
    Helgi-spjall: Kristín Vala

    Helgi-spjall: Kristín Vala

    Laugardagurinn 20. apríl
    Helgi-spjall: Kristín Vala

    Kristín Vala Ragnarsdóttir prófessor í jarðfræði og baráttukona gegn umhverfisvá kemur í Helgi-spjall og leyfi okkur að kynnast sér, segir frá ætt sinni og uppruna, æsku og mótun, hvernig eitt samtal getur fenguð fólk til að breyta lífsstefnu sinni og hversu áríðandi það er að við rísum upp og berjumst, til að bjarga samfélaginu og jörðinni.

    • 2 hrs 26 min
    Vikuskammtur: Vika 16

    Vikuskammtur: Vika 16

    Í Vikuskammti við Rauða borðið í dag koma þau Gagga Jónsdóttir kvikmyndagerðarkona, Garpur Ingason Elísabetarson kvikmyndagerðarmaður, Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur og Úlfur Karlsson myndlistarmaður og ræða fréttir vikunnar, sem einkenndust af pólitískum átökum, vantrausti og spennu, háum vöxtum og verðbólgu, loftárásum, biskups- og forsetakjöri.

    • 1 hr 38 min

Customer Reviews

4.0 out of 5
9 Ratings

9 Ratings

Top Podcasts In News

Heimildin - Hlaðvörp
Heimildin
Teboðið
Birta Líf og Sunneva Einars
Þetta helst
RÚV
Spjallið
Spjallið Podcast
Spursmál
Ritstjórn Morgunblaðsins
The Daily
The New York Times

You Might Also Like

Samstöðin
Samstöðin
Þjóðmál
Þjóðmál
Synir Egils
Gunnar Smári Egilsson, Sigurjón M. Egilsson
Chess After Dark
Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson
Í ljósi sögunnar
RÚV
Eftirmál
Tal