4 episodes

Skaftáreldar stóðu yfir á árunum 1783-1784 og hrundu af stað hinum alræmdu móðuharðindum. Í þessari þáttaröð er reynt að ná utan um þennan risastóra atburð. Hvað gerðist eiginlega í þessum verstu hörmungum Íslandssögunnar? Umsjón og dagskrárgerð: Jón Kristinn Einarsson. Ritstjórn og samseting: Gígja Hólmgeirsdóttir. Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir.

Skaftáreldar RÚV

    • Society & Culture
    • 5.0 • 7 Ratings

Skaftáreldar stóðu yfir á árunum 1783-1784 og hrundu af stað hinum alræmdu móðuharðindum. Í þessari þáttaröð er reynt að ná utan um þennan risastóra atburð. Hvað gerðist eiginlega í þessum verstu hörmungum Íslandssögunnar? Umsjón og dagskrárgerð: Jón Kristinn Einarsson. Ritstjórn og samseting: Gígja Hólmgeirsdóttir. Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir.

    Fjórði þáttur

    Fjórði þáttur

    Við reynum að átta okkur á hinu stóra samhengi Skaftárelda. Hvað létust margir á Íslandi? Hver er staða móðuharðindanna í Íslandssögunni? Og hver voru áhrifin erlendis? Er eitthvað til í því að Skaftáreldar hafi hrundið af stað frönsku byltingunni? Viðmælendur í þættinum eru Paul Cheney, Alan Mikhail, Guðmundur Hálfdanarson, Már Jónsson, Ólafur Jón Jónsson og Þorvaldur Þórðarsson. Umsjón og dagskrárgerð: Jón Kristinn Einarsson. Ritstjórn og samsetning: Gígja Hólmgeirsdóttir. Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir. Upplestur; Guðni Tómasson Titillag þáttaraðar: Eldur í flutningi Gabríels Ólafs og Steineyjar Sigurðardóttur. Höfundur lags: Gabríel Ólafs.

    Þriðji þáttur

    Þriðji þáttur

    Sumarið 1784 áttuðu dönsk stjórnvöld sig loksins á umfangi hörmunganna á Íslandi. Þá var reynt að hjálpa Íslendingum en sú hjálp var ómarkviss og barst seint. Mikið mannfall varð og Jón Steingrímsson var sendur fótgangandi með stóra peningasendingu frá Bessastöðum til Vestur-Skaftafellssýslu. Viðmælendur í þættinum eru Anna Agnarsdóttir og Már Jónsson. Umsjón og dagskrárgerð: Jón Kristinn Einarsson. Ritstjórn og samsetning: Gígja Hólmgeirsdóttir. Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir. Upplestur: Guðni Tómasson, Pétur Grétarsson, Þorgeir Ólafsson, Guðmundur Pálsson, Tómas Ævar Ólafsson, Bogi Ágústsson og Björn Þór Sigbjörnsson. Titillag þáttaraðar: Eldur í flutningi Gabríels Ólafs og Steineyjar Sigurðardóttur. Höfundur lags: Gabríel Ólafs.

    Annar þáttur

    Annar þáttur

    Danir fréttu ekki af Skaftáreldum fyrr en þremur mánuðum eftir að þeir hófust. Við könnum hver fyrstu viðbrögð danskra stjórnvalda voru og hvernig ástandið var á Íslandi á meðan embættismenn í Kaupmannahöfn lögðu á ráðin um neyðaraðstoð. Viðmælendur í þættinum eru Illugi Jökulsson, Guðmundur Hálfdanarson, Már Jónsson og Þorvaldur Þórðarson. Umsjón og dagskrárgerð: Jón Kristinn Einarsson. Ritstjórn og samsetning: Gígja Hólmgeirsdóttir. Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir. Upplestur: Guðni Tómasson, Arnhildur Hálfdánardóttir, Kristján Guðjónsson. Titillag þáttaraðar: Eldur í flutningi Gabríels Ólafs og Steineyjar Sigurðardóttur. Höfundur lags: Gabríel Ólafs.

    Fyrsti þáttur

    Fyrsti þáttur

    Eldgos hófst í Lakagígum 8. júní 1783 og stóð fram í febrúar 1784. Þetta voru Skaftáreldar. Í þessum fyrsta þætti fræðumst við um upphaf gossins og hvað gerði Skaftárelda svona skæða, við fjöllum um hvers konar samfélag Ísland var á átjándu öld og kynnumst Jóni Steingrímssyni eldklerki. Viðmælendur í þættinum eru Gísli Halldór Magnússon, Hrefna Róbertsdóttir, Illugi Jökulsson og Þorvaldur Þórðarson. Umsjón og dagskrárgerð: Jón Kristinn Einarsson. Ritstjórn og samsetning: Gígja Hólmgeirsdóttir. Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir. Upplestur: Guðni Tómasson, Arnhildur Hálfdánardóttir og Jóhannes Ólafsson Titillag þáttaraðar: Eldur í flutningi Gabríels Ólafs og Steineyjar Sigurðardóttur. Höfundur lags: Gabríel Ólafs.

Customer Reviews

5.0 out of 5
7 Ratings

7 Ratings

Top Podcasts In Society & Culture

Í ljósi sögunnar
RÚV
Helgaspjallið
Helgi Ómars
Þjóðmál
Þjóðmál
Segðu mér
RÚV
Terribly Famous
Wondery
Frjálsar hendur
RÚV

You Might Also Like

Í ljósi sögunnar
RÚV
Morðcastið
Unnur Borgþórsdóttir
Morðskúrinn
mordskurinn
Þetta helst
RÚV
Frjálsar hendur
RÚV
Segðu mér
RÚV