118 episodes

Hugleikur Dagsson og Sandra Barilli horfa á mikilvægustu myndir allra tíma.
Á hverjum þriðjudegi kemur nýr þáttur sem er tileinkaður einni mynd af ótæmandi lista bíómynda sem Sandra hefur ekki séð áður. Þau skeggræða hverja mynd fyrir sig og allt það sem henni við kemur og það sem þeim dettur í hug líka.

VÍDJ‪Ó‬ Hugleikur Dagsson & Sandra Barilli

    • TV & Film
    • 4.9 • 38 Ratings

Hugleikur Dagsson og Sandra Barilli horfa á mikilvægustu myndir allra tíma.
Á hverjum þriðjudegi kemur nýr þáttur sem er tileinkaður einni mynd af ótæmandi lista bíómynda sem Sandra hefur ekki séð áður. Þau skeggræða hverja mynd fyrir sig og allt það sem henni við kemur og það sem þeim dettur í hug líka.

    Hoppípolla (Singing in the Rain)

    Hoppípolla (Singing in the Rain)

    Ungur áhættuleikari í Hollywood fær stóra tækifærið sitt og verður stjarna á hvíta tjaldinu. Hann og mótleikkona hans þykjast vera í ástarsambandi til að auka á aðsókn á næstu mynd, en það mun hafa lítið að segja því sú mynd mun vera með tali og mótleikkonan er ekki með sérlega fágaða leikkonurödd.

    • 1 hr 16 min
    Hvert þó í hoppandi (Mulholland Drive)

    Hvert þó í hoppandi (Mulholland Drive)

    Ung leikkona kemur til Hollywood til að meika það en gengur ekki betur en svo að hún missir vitið þegar ástkona hennar sem er einnig leikkona hættir með henni fyrir ungan og upprennandi leikstjóra.

    • 1 hr 21 min
    Eiríkur Fjalar (Ed Wood)

    Eiríkur Fjalar (Ed Wood)

    Ed Wood reynir fyrir sér sem kvikmyndaleikstjóri í Hollywood og heldur ótrauður áfram þrátt fyrir margar hindranir og hæfileikaskort. Hann keyrir verkefnin sín áfram á jákvæðni og með hjálp þekkts leikara sem er kominn á aldur og er mikill morfínfíkill en vill þrátt fyrir það taka þátt í myndunum hans Ed.

    • 1 hr 28 min
    Dótadagur 3: Leikfangar (Toy Story 3)

    Dótadagur 3: Leikfangar (Toy Story 3)

    Þegar Andy, eigandi margvíslegra leikfanga, er á leiðinni í háskóla ætlar hann að koma gömlu leikföngunum sínum fyrir uppá háalofti. Þau enda óvart í ruslinu og þurfa svo að koma sér aftur heim, en með stuttri viðkomu á barnadagheimili þar sem bleikur knúsubangsi ræður ríkjum.

    • 1 hr 43 min
    Ná vá 2: Nögun við dögun (Evil Dead 2)

    Ná vá 2: Nögun við dögun (Evil Dead 2)

    Ungt og efnilegt par ákveður að leggja leið sína í lítið sumarhús en þar finna þau forna bók sem býr yfir illsku. Þau komast snögglega að því að illskan lifir í öllu umhverfinu en um leið og illskan klófestir annað þeirra eru góð ráð dýr.

    • 1 hr 19 min
    Babbi segir, Babbi segir (The Godfather II)

    Babbi segir, Babbi segir (The Godfather II)

    Í þessum formála og eftirmála af kvikmyndinni Babbi segir sjáum við upprisu og hnig fjölskylduveldisins sem við kynntumst í fyrstu myndinni. Við fylgjumst með Vito Corleone þegar hann kemur fyrst til Bandaríkjanna og ætlar að koma sér upp góðu orðspori í hverfinu. Einnig sjáum við hvernig syni hans Michael tekst til að sjá um fjölskylduarfinn og halda öllum meðlimum fjölskyldunnar góðum.

    • 1 hr 29 min

Customer Reviews

4.9 out of 5
38 Ratings

38 Ratings

Harnar20 ,

Besta podcastið

Kemur mér alltaf í gott skap, fær mig til að hugsa og líka kunna að meta kvikmyndir enn betur. vonandi kemur meira fljótlega - því þið eruð einfaldlega ómissandi og best!

Birna Lísa ,

Ómissandi podkast.

Ég hef hlustað á alla ykkar þætti líka slaygðu og finnst þeir frábærir.
Ef ég dett niður í þunglyndis hugsanir þá eru ykkar þættir besta meðalið.
Takk kærlega fyrir mig🌻

Halldór Marteins ,

Næsari feitur sá sé slíkur!

Besta bíópodkast norðan Alpafjalla og sunnan Miklubrautar. Dagsson og Barilli eru frábær hlaðvarpsdúett sem geta talað um gjörsamlega hvað sem er á áhugaverðum nótum og finna mjög skemmtilega vinkla á kvikmyndunum sem þau fjalla um. Ég ætla að stinga upp á að VÍDJÓ taki fyrir klassíkina Monty Python and the Holy Grail. Life of Brian til vara. Er annars opið fyrir umsóknir um inngöngu í Hulla og Söndru félagið?

Top Podcasts In TV & Film

Podcast með Sölva Tryggva
Sölvi Tryggvason
HBO Girls Rewatch
Amelia Ritthaler & Evan Lazarus
Ruined with Alison Leiby and Halle Kiefer
Crooked Media, Radio Point
WHAT WENT WRONG
Sad Boom Media
Shrink The Box
Sony Music Entertainment
Boys Watching Buffy
Boys Watching Buffy

You Might Also Like

Í ljósi sögunnar
RÚV
Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars
Helgi Jean Claessen
Þarf alltaf að vera grín?
Þarf alltaf að vera grín?
Ólafssynir í Undralandi
Útvarp 101
FM957
FM957
70 Mínútur
Hugi Halldórsson