66 avsnitt

Hér finnur þú allt sem snýr að bættri heilsu, bættum árangri og betri líðan. Hlustaðu á viðtöl við allskyns sérfræðinga á sviði líkamsræktar og heilsu til að fá nýjustu upplýsingar og vísindi beint í æð.

360 Heilsa Rafn Franklin Johnson

  • Hälsa och motion
  • 5,0 • 1 betyg

Hér finnur þú allt sem snýr að bættri heilsu, bættum árangri og betri líðan. Hlustaðu á viðtöl við allskyns sérfræðinga á sviði líkamsræktar og heilsu til að fá nýjustu upplýsingar og vísindi beint í æð.

  Þarmaflóran, functional medicine, heildræn heilsa og fleira með Dr. Jens Guðmunds

  Þarmaflóran, functional medicine, heildræn heilsa og fleira með Dr. Jens Guðmunds

  Skráðu þig í áskrift til að hlusta á þennan þátt í heild sinni og fá aðgengi að öllum þáttum 360 Heilsu - www.patreon.com/360heilsa
  Jens K. Guðmundsson er læknir með sérmenntun í háls, nef og eyrnalækningum. Hann hefur yfir 15 ára reynslu í læknageiranum og vann um tíma í (HNE) skurðlækningum og á bráðadeild. 
  Jens hefur á síðastliðnum árum fært sig meira yfir í functional medicine og sótti nám í þeim fræðum hjá Kresser Institute í bandaríkjunum. Hann lærði einnig heildræn heilsufræði hjá CHEK institute í bretlandi og hefur nýtt það samhliða functional medicine nálgun á sína skjólstæðinga.
  Í dag starfar hann hjá Nordic Clinic - nordicclinic.is

  • 53 min
  9 ástæður þess að þú ert ekki að komast í þitt draumaform

  9 ástæður þess að þú ert ekki að komast í þitt draumaform

  Skráðu þig í áskrift til að hlusta á þennan þátt í heild sinni og fá aðgengi að öllum þáttum 360 Heilsu - www.patreon.com/360heilsa
  Í þessum þætti fer ég yfir 9 atriði sem gætu verið ástæða þess að þú ert ekki að ná markmiðum þínum þegar kemur að fitutapi.

  Sumir vilja meina að þeir hafi látið á allt reyna en geti ekki losnað við aukakílóin. Oftar en ekki eru þó ákveðin atriði sem eru í blindblett eða "blindspot" hjá okkur sem koma í veg fyrir að við náum þeim árangri sem við teljum okkur eiga skilið.
  Þessi þáttur er unninn í samstarfi við:
  www.lopidraumur.is - 10% afsláttur í netverslun með kóða "360heilsa"

  • 12 min
  Áhrif hugleiðslu á heilann, streitu, vellíðan og heilsu með Ingvari H. Ólafs og Laufey Steindórs

  Áhrif hugleiðslu á heilann, streitu, vellíðan og heilsu með Ingvari H. Ólafs og Laufey Steindórs

  Skráðu þig í áskrift til að hlusta á þennan þátt í heild sinni og fá aðgengi að öllum þáttum 360 Heilsu - www.patreon.com/360heilsa
  Gestir þáttarins eru hjónin Ingvar hákon Ólafsson, heila- og taugaskurðlæknir og Laufey steindórs, gjörgæsluhjúkrunafræðingur og jóga- og hugleiðslukennari. Eftir að Laufey lenti í andlegu og líkamlegu hruni árið 2013 fóru þau hjón að kynna sér betur fræði og vísindi núvitundar og hugleiðslu og áhrif þess á heilann, streitu, vellíðan og heilsu. Í þættinum ræðum við þessi mál og fleira. 
  Sjá www.kyrrdarjoga.is fyrir 3 fríar hugleiðslur

  • 44 min
  Lífsstíll, heilsa og meðferðir við offitu og ofþyngd með Erlu Gerði Sveins

  Lífsstíll, heilsa og meðferðir við offitu og ofþyngd með Erlu Gerði Sveins

  Skráðu þig í áskrift til að hlusta á þennan þátt í heild sinni og fá aðgengi að öllum þáttum 360 Heilsu - www.patreon.com/360heilsa
  Gestur þessa þáttar er Erla Gerður sveinsdóttir heimilislæknir og lýðheilsufræðingur. Erla sérhæfir sig í offitumeðferð og hefur eytt síðastliðnum áratug í að aðstoða fólk í offitu og fræða fólk um þennan sjúkdóm sem fer vaxandi hér á landi og víðar í heiminum. Erla leggur áherslu á heildræna nálgun í meðferð sinni og segir ótalmarga þætti spila hlutverk þegar kemur að offitu, hlutir eins og erfðir, hormón, svefn, líkamsklukkan, þarmaflóran, uppeldisáhrif, venjur og fleira.

  • 42 min
  Skömm, sjálfsmat, andleg heilsa o.fl. með Guðbrandi Á. Ísberg

  Skömm, sjálfsmat, andleg heilsa o.fl. með Guðbrandi Á. Ísberg

  Guðbrandur er sálfræðingur og sérfræðingur í klínískri sálfræði. Guðbrandur lauk embættisprófi í sálarfræði frá Árósarháskóla árið 1999 og seinna framhaldsnámi í hugrænni atferlismeðferð og ársnámi í taugavísindum mannlegra tengsla, auk fjölda námskeiða hér heima og erlendis meðal annars í handleiðslufræðum.
  Í Danmörku starfaði Guðbrandur á meðferðarstofnun fyrir traumatíserað flóttafólk og seinna á fjölskyldumeðferðarstofnun.
  Síðustu ár hefur Guðbrandur lagt aðaláherslu á vinnu með sálræn áföll, sorgarúrvinnslu, afleiðingar skilnaðar og ýmsan tilvistarlegan vanda.
  Vorið 2019 kom út önnur bók Guðbrandar "Skömmin - úr vanmætti í sjálfsöryggi" um skammartilfinningar, birtingarmyndir þeirra og meðferðarúrræði. Sjá nánar HÉR
  Fyrsta bók Guðbrandar “Í nándinni – innlifun og umhyggja” kom út árið 2013. Sjá nánar HÉR
  Skráðu þig í áskrift til að hlusta á þennan þátt í heild sinni og fá aðgengi að öllum þáttum 360 Heilsu - www.patreon.com/360heilsa

  • 43 min
  Meðvirkni, streita, kulnun, samskipti o.fl með Gyðu Dröfn og Kristínu Sigurðar

  Meðvirkni, streita, kulnun, samskipti o.fl með Gyðu Dröfn og Kristínu Sigurðar

  Gyða Dröfn Tryggvadóttir starfar sem meðferðararaðili í áfalla-og uppeldisfræðum (PIT Therapy) sem daglega er kallað meðvirkni, kennari og fyrirlesari á sviði meðvirkni og núvitundar.
  Kristín Sigurðardóttir er slysa- og bráðalæknir. Hún kennir við læknadeild Háskóla Íslands og er formaður Fræðslustofnunar Læknafélags Íslands.
  Til að kynnast betur því sem Gyða og Kristín eru að gera:
  https://www.facebook.com/aheildinalitid
  https://www.facebook.com/heillheimur 
  Skráðu þig í áskrift til að hlusta á þennan þátt í heild sinni og fá aðgengi að öllum þáttum 360 Heilsu: www.patreon.com/360heilsa

  • 43 min

Kundrecensioner

5,0 av 5
1 betyg

1 betyg

Mest populära podcaster inom Hälsa och motion

Johannes Hansen
Perfect Day Media
Scicomm Media
Perfect Day Media
Acast
Acast | Linn Asterby

Du kanske också gillar

Beggi Ólafs
Snorri Björns
normidpodcast
Helgi Ómars
Ásgrímur Geir Logason
Ási