13 episodes

Í vísindahlaðvarpsþáttunum Heilsuhegðun ungra Íslendinga verður fjallað um heilsu, líðan og velferð ungs fólks á Íslandi. Umræðuefni þáttanna tengist langtímarannsókn sem vísindafólk við Menntavísindasvið Háskóla íslands gerði á stöðu ýmissa þátta í heilbrigði ungra Íslendinga. Þar var skoðuð staða og breyting til langframa á hreyfingu, svefni, þreki, kyrrsetu, andlegum þáttum frá sjö til sautján ára aldurs. Viðmælendur í þáttunum eru vísindamenn sem komu að rannsókninni og ræða um niðurstöður sínar á mannamáli við ungt fólk á framhaldsskólaaldri.

Heilsuhegðun ungra Íslendinga Eggert Gunnarsson

    • Education

Í vísindahlaðvarpsþáttunum Heilsuhegðun ungra Íslendinga verður fjallað um heilsu, líðan og velferð ungs fólks á Íslandi. Umræðuefni þáttanna tengist langtímarannsókn sem vísindafólk við Menntavísindasvið Háskóla íslands gerði á stöðu ýmissa þátta í heilbrigði ungra Íslendinga. Þar var skoðuð staða og breyting til langframa á hreyfingu, svefni, þreki, kyrrsetu, andlegum þáttum frá sjö til sautján ára aldurs. Viðmælendur í þáttunum eru vísindamenn sem komu að rannsókninni og ræða um niðurstöður sínar á mannamáli við ungt fólk á framhaldsskólaaldri.

    Skjátíma ungra barna og leiðir til lausna

    Skjátíma ungra barna og leiðir til lausna

    Totoli er sprotafyrirtæki stofnað í Berlín sem vinnur að smáforriti (appi) fyrir börn 2-5 ára. Forritið er þróað með sálfræðingum og sérfræðingum í uppeldisfræðum - byggir á fræðarannsóknum og praktík og er ætlað að hjálpa ungum börnum að mynda heilbrigt samband við skjátíma. Forritið inniheldur fjölbreytt uppbyggilegt efni (mynd-, hljóð-, og leiki) sem er sérvalið og þróað til að ýta undir þroska barna í leik á fjölbreyttum sviðum (s.s. skapandi, vitsmunalegum þroska, tilfinningaskilningi, menningarskilningi og hreyfigetu). Skjátími er rammaður inn í sérþróað flæði sem myndar rútínu og hjálpar börnum að taka mörk skjátíma í sátt og “mýkja” lendingu.

    Fyrsta útgáfa kom út í desember á þýskumælandi markaði (DACH) og vinnur teymið nú að því að þróa vöruna áfram og undirbúa komu á fleiri markaði.

    Í þessum þætti ræðum við um skjátíma ungra barna og leiðir til lausna við þrjá meðlimi Totoli teymisins; Alexöndru Gunnlaugsdóttur, kennara og uppeldisfræðilegan ráðgjafa, Magnús Felix Tryggvason sem vinnur að þróun og forritun þroskaleikja og Steinunni Arnardóttur, tæknistjóra og einn þriggja stofnenda fyrirtækisin

    • 59 min
    Nýstárlegt skólaumhverfi á framhaldsskólastigi

    Nýstárlegt skólaumhverfi á framhaldsskólastigi

    Í þessum þætti ræða þau Lára Stefánsdóttir, skólameistari Menntaskólans á Tröllaskaga, og Sigurbjörn Árni Arngrímsson, skólameistari Framhaldsskólans á Laugum um nýjar leiðir við menntun nemenda á framhaldsskólastiginu. Þau tala meðal margs annars um hvernig framhaldsskólinn hefur breyst með tilkomu snjallvæðingarinnar, hvað skólinn geti gert til að auka námsáhuga í gegnum tæknina og hvernig skólaumhverfið geti haft áhrif á skjánotkun. Þau ræða það hugtak sérstaklega og ekki síst hversu flott kynslóð er að vaxa upp á Íslandi nútímans.

    • 1 hr 5 min
    Nýstárleg skólaumhverfi á grunnskólastigi

    Nýstárleg skólaumhverfi á grunnskólastigi

    Nýstárleg skólaumhverfi á grunnskólastigi
    Hvernig getur skólinn komið til móts við nýjan veruleika barna?
    Hvaða nemendahópar blómstra í þessu nýja umhverfi?
    Nýstárlegar aðferðir við kennslu. Erum við í stakk búin að undirbúa nemendur fyrir störf framtíðarinnar?
    Framtíð skólastarfs í stafrænum heimi.

    Viðmælendur: Gísli Rúnar Guðmundsson menntastjóri NÚ og Hallbera Gunnarsdóttir kennari við Bláskógaskóla á Laugarvatni.

    • 53 min
    Tómstundir, hreyfing og mataræði ungs fólks

    Tómstundir, hreyfing og mataræði ungs fólks

    Í vísindahlaðvarpinu Heilsuhegðun ungra Íslendinga er fjallað um heilsu, líðan og velferð ungs fólks á Íslandi. Umræðuefni þáttanna tengist langtímarannsókn sem vísindafólk við Menntavísindasvið HÍ gerði á stöðu ýmissa þátta í heilbrigði ungs fólk. Markmið hlaðvarpsins er að efla vitund og auka þekkingu á heilbrigðu líferni. Í þessari annarri þáttaröð hlaðvarpsins verður sjónum beint að skjánotkun ungmenna, heimilinu og skólaumhverfi. Viðmælendur í þáttunum eru vísindamenn sem gera grein fyrir stöðu þekkingar á mannamáli, læknar, skólastjórnendur, ungmenni og foreldrar. Tómstundir, hreyfing og mataræði ungs fólks Hver eru áhrif skjánotkunar á hreyfingu og matarvenjur? Hvernig getur skjánotkun verið mikilvægur hluti af tómstundum? Er hægt að nýta smáforrit sem hvatningu?

     Viðmælendur: Þuríður Ingvarsdóttir doktorsnemi og Gréta Jakobsdóttir lektor.

    • 49 min
    Skjárinn, foreldrahlutverkið og heilbrigð samskipti

    Skjárinn, foreldrahlutverkið og heilbrigð samskipti

    Í vísindahlaðvarpinu Heilsuhegðun ungra Íslendinga er fjallað um heilsu, líðan og velferð ungs fólks á Íslandi. Umræðuefni þáttanna tengist langtímarannsókn sem vísindafólk við Menntavísindasvið HÍ gerði á stöðu ýmissa þátta í heilbrigði ungs fólk. Markmið hlaðvarpsins er að efla vitund og auka þekkingu á heilbrigðu líferni. Í þessari annarri þáttaröð hlaðvarpsins verður sjónum beint að skjánotkun ungmenna, heimilinu og skólaumhverfi. Viðmælendur í þáttunum eru vísindamenn sem gera grein fyrir stöðu þekkingar á mannamáli, læknar, skólastjórnendur, ungmenni og foreldrar. Skjárinn, foreldrahlutverkið og heilbrigð samskipti Hvernig stuðlum við að heilbrigðri skjánotkun barna okkar? Hvernig setjum við mörk? Eru foreldrar alltaf bestu fyrirmyndirnar? Viðmælendur: Hildur Inga Magnadóttir foreldrafræðari og Eyrún Eggertsdóttir 3ja barna móðir. Báðar hafa lokið grunnámi í sálfræði.

    • 50 min
    Skjánotkun ungmenna og áhrif á heilsu

    Skjánotkun ungmenna og áhrif á heilsu

    Í vísindahlaðvarpinu Heilsuhegðun ungra Íslendinga er fjallað um heilsu, líðan og velferð ungs fólks á Íslandi. Umræðuefni þáttanna tengist langtímarannsókn sem vísindafólk við Menntavísindasvið HÍ gerði á stöðu ýmissa þátta í heilbrigði ungs fólk. Markmið hlaðvarpsins er að efla vitund og auka þekkingu á heilbrigðu líferni. Í þessari annarri þáttaröð hlaðvarpsins verður sjónum beint að skjánotkun ungmenna, heimilinu og skólaumhverfi.

    Viðmælendur í þáttunum eru vísindamenn sem gera grein fyrir stöðu þekkingar á mannamáli, læknar, skólastjórnendur, ungmenni og foreldrar. 

    Skjánotkun ungmenna og áhrif á heilsu 

    Hvenær verður skjánotkun að skjáfíkn? 

    Hver eru einkenni og afleiðingar ofnotkunar? 

    Er kynjamunur á skjánotkun ungmenna? 

    Viðmælendur: Óttar Birgisson doktorsnemi og Bertrand Lauth læknir.

    • 53 min

Top Podcasts In Education

The Mel Robbins Podcast
Mel Robbins
The Jordan B. Peterson Podcast
Dr. Jordan B. Peterson
The Rich Roll Podcast
Rich Roll
Digital Social Hour
Sean Kelly
TED Talks Daily
TED
Do The Work
Do The Work