23 episodes

Þrír vinir með enga sérfræðiþekkingu ræða samsæriskenningar á vitrænum og glórulausum nótum.

Álhatturinn Álhatturinn

    • Arts
    • 4.8 • 6 Ratings

Þrír vinir með enga sérfræðiþekkingu ræða samsæriskenningar á vitrænum og glórulausum nótum.

    P Diddy er Jeffrey Epstein Hip Hop heimsins

    P Diddy er Jeffrey Epstein Hip Hop heimsins

    Sean Love Combs, betur þekktur sem Puff Daddy eða P. Diddy hefur verið ein skærasta stjarna tónlistar og menningargeirans vestanhafs undanfarna áratugi. Hann hefur unnið með fjöldanum öllum af stórstjörnum eftir að hafa stigið fram á sjónarsviðið á 10.áratugu síðustu aldar. 
    Undanfarnar vikur og mánuði hafa komið fram fjöldin allur af frásögnum frá fólki sem segir farir sínar hreint ekki sléttar af samskiptum sínum við Didday og hafa þó nokkrir aðilar lýst því hvernig Diddy misnotaði þau kynferðislega. 

    Aðrir hafa lýst dýrslegum og svæsnum kynsvöllum heima hjá Diddy og djöfullegum partíum sem gengu langt út fyrir öll velsæmismörk jafnvel hörðustu glæpamanna. Allt saman var þetta svo tekið upp á myndavélar sem hafði verið komið fyrir í hverjum króka og kima í risa stórri höll Diddy. Tugir ef ekki hundruðir myndavéla og myndbandsupptökur fundust við húsleit á heimili Diddy og mögulegt er að hann sé á leið í fangelsi það sem eftir lifir ævi sinnar. 
    Flestar fjalla sögurnar þó um hin svæsnu kynsvöll og djöfullegu teiti sem Diddy hélt í höllum sínum og hafa einhverjir gert að því skóna að þarna hafi Diddy verið að reyna að safna saman vafasömu efni af valdamiklu fólki til þess að eiga höggstað á þetta fólk í framtíðinni og mögulega kúga það til allskyns athafna sem það annars væri ekki til í.  Ekki svo ósvipað öllum viðbjóðnum og því sem fór fram í híbýlum Jeffrey Epstein. 

    Allt þetta og svo margt margt fleira áhugavert í þessum nýjasta þætti af Álhattinum, þar sem Guðjón Heiðar, Haukur Ísbjörn og Ómar Þór ræða þá skemmtilegu samsæriskenningu að Sean Love Combs, betur þekktur sem Puff Daddy eða P. Diddy sé Jeffrey Epstein Hip Hop heimsins. 
    HLEKKIR Á ÍTAREFNI
    JUSTIN BIEBER's 48 HRS with DIDDY!!JUSTIN BIEBER JOINS DIDDY'S DIRTY MONEY CREW!Justin Bieber Gets EMOTIONAL About 'Protecting' Billie Eilish1990 Drew Barrymore interviews (Oprah and Arsenio Hall)Drew Barrymore's Classic First Appearance | Carson Tonight Show2Pac - Hit 'Em Up (Dirty)Gene Deal Reveals List Of HOLLYWOOD MEN Diddy SLEPT WITH (Jamie Foxx, Leo Di Caprio?!)Gene Deal On Diddy Allegedly Having Cameras In Every Room & Blackmailing Celebrities & PoliticiansDMX - Spazzes Out The Industry2005: Diddy & The Lox HEATED Argument On Live radio Over Contract DisputeKatt Williams on Hollywood Drug Use & PartiesDave Chappelle Will Not Wear A Dress . Hence.. Africa!Katt Williams on Martin Lawrence & Big Momma's House 2UM ÁLHATTINN
    Í þessu einstaka hlaðvarpi munu vinirnir og spekúlantarnir Ómar Þór Ómarsson, Haukur Ísbjörn Jóhannsson og Guðjón Heiðar Valgarðsson taka fyrir og fara yfir samsæriskenningar af ýmsum toga og ræða þær fram og til baka.

    Í hverjum þætti verður ein fullyrðing rædd og munu þeir gefa einkunn á bilinu 1-10 byggt á því hversu sammála þeir eru fullyrðingunni í upphafi ferlisins. Síðan þegar þættinum er lokið gefa þeir aðra einkunn og þá mun koma í ljós hversu mikið afstaða þeirra hefur breyst.

    • 2 hrs 42 min
    P2: Pýramídarnir í Egyptalandi voru ekki byggðir eins og okkur er kennt í sögubókum | Hluti 2

    P2: Pýramídarnir í Egyptalandi voru ekki byggðir eins og okkur er kennt í sögubókum | Hluti 2

    Pýramídarnir í Egyptalandi hafa löngum verið mörgu fólki hugleiknir og ekki að ósekju. Fá fyrirbæri, ef einhver,  í heiminum þykja jafn mikil verkfræðiundur og byggingarfræðileg afrek og Pýramídarnir og framleiddar hafa verið fjöldinn allur af myndum og sjónvarpsþáttum þar sem mismiklir vitringar og fræðingar í þessum efnum spá og spekúlera hvernig pýramídarnir urðu til og hversvegna. 

    Sumir þessara, oft á tíðum sjálfskipuðu, fræðinga hafa eignað geimverum eða öðrum framandi verum heiðurinn að byggingu pýramídanna en aðrir vilja meina að samfélag manna hafi á öldum áður verið mun háþróaðra og tæknivæddara en fornleifafræðingar og annað fræðifólk telur.

    Eða getur verið að Egyptar hafi notast við einhverskonar hraðþornandi steypu sem þeir helltu í einhverskonar form eða skapalón til að móta steinana jafnóðum og píramídarnir voru byggðir? Eða notuðu þeir kannski einhverja sérstaka tíðni eða bylgjulengd til þess að lyfta steinunum upp? Eða gengu kannski risar um jörðina og þessir risar byggðu píramídana og fóru jafnvel létta með það? 

    Í þessum seinni hluta Álhattarins um píramídana í Egyptalandi ræða þeir Guðjón Heiðar, Haukur Ísbjörn og Ómar Þór áfram um Egyptaland til forna og hvaða aðrar skýringar gætu hugsanlega fræðilega legið að baki byggingu píramídanna. 

    Allt þetta og svo margt margt fleira í þessum nýjasta þætti af Álhattinum.
    HLEKKIR Á ÍTAREFNI
    The Mummy Official Trailer #1 - Brendan Fraser MovieThe Mystery Of The Great Pyramid | Graham HancockAncient Apocalypse | Official Trailer | NetflixAncient Aliens_ Great Pyramid's Shocking Precision (Season 12)  HistoryEgyptian Pyramid Building Technique Reveal By Wally WallingtonWally Wallington lifts 20 Ton Block By Hand?Ancient Aliens_ Egyptian Mysteries Hide Proof of UFOsOld Paintings with UFOsAncient Aliens_ Hidden Chamber Discovered in Great PyramidTESLA KNEW The Secret of the Great Pyramid: Unlimited EnergyMoving Large Pyramid Blocks: Testing the Wet Sand TheoryThe Casing Stones & Pyramidion of The Great PyramidWERE THE GIANTS IN EGYPT THE BUILDERS OF THE PYRAMIDS?The Science of Ancient Acoustic Levitation | How The Pyramids Were Built?Ancient Aliens_ The Great Pyramids Are Power PlantsUM ÁLHATTINN
    Í þessu einstaka hlaðvarpi munu vinirnir og spekúlantarnir Ómar Þór Ómarsson, Haukur Ísbjörn Jóhannsson og Guðjón Heiðar Valgarðsson taka fyrir og fara yfir samsæriskenningar af ýmsum toga og ræða þær fram og til baka.

    Í hverjum þætti verður ein fullyrðing rædd og munu þeir gefa einkunn á bilinu 1-10 byggt á því hversu sammála þeir eru fullyrðingunni í upphafi ferlisins. Síðan þegar þættinum er lokið gefa þeir aðra einkunn og þá mun koma í ljós hversu mikið afstaða þeirra hefur breyst.

    • 2 hrs 45 min
    P1: Pýramídarnir í Egyptalandi voru ekki byggðir eins og okkur er kennt í sögubókum | Hluti 1

    P1: Pýramídarnir í Egyptalandi voru ekki byggðir eins og okkur er kennt í sögubókum | Hluti 1

    Pýramídarnir í Egyptalandi eru að flestra mati eitthvert merkasta byggingar og verkfræði -afrek mannkynssögunnar og eru þeir eina af upphaflegu sjö undrum veraldar sem enn standa í dag. Pýramídarnir í Egyptalandi eru fjölmargir og vissulega mis merkilegir og áhugaverðir en þekktastir og langumtalaðastir eru pýramídarnir 3 í Gísa. Þar sem Pýramídinn mikli í Gísa er langvinsælastur og mikilfenglegastur.

    En hvernig má það vera að Egyptar hafi búið yfir svona gífurlega mikilli verkkunnáttu og skipulagi fyrir svo óralöngu síðan? Hvernig náðu Egyptar að gera Pýramídana svona nákvæmnlega hornrétta og fullkomna? Má það virkilega vera að Egyptar hafi byggt hinn mikla Pýramída í Gísa á einungis 20 árum? Þrátt fyrir að í Pýramídanum mikla séu uþb 2-3 miljónir steina sem eru á bilinu 2-80 tonn hver? Ef það er satt þá hefðu Egyptar þurft að hlaða á bilinu einn stein á  fimm mínútna fresti allan daginn, alla daga í 20 ár samfleytt án þess að stoppa nokkurn tíma.

    Þá hafa ýmsir bent á að Egyptar hefðu einnig þurft að ferja þessa þungu steina rúmlega 800km leið að byggingarsvæðinu sem má ætla að sé heljarinnar verk og krefist bæði gífurlegs mannafls og enn frekari verkfræði kunnáttu. Aðrir hafa einnig bent á að varla séu til nægilega sterkir byggingarkranar í dag til þess að lyfta svo þungum steinum og jafnvel ef þeir kranar væru til þá væru ef til vill ekki til neinir vírar eða kaplar sem réðu við þungann. Hvernig má þá vera að slík tækni og kunnátta hafi verið til fyrir mörg ár þúsundum síðan?

    Getur mögulega verið að sögubækurnar séu einfaldlega að ljúga að okkur?  Og er þá vísvitandi verið að ljúga að okkur í einhverjum annarlegum tilgangi eða hafa sagnfræðingar og fornleifafræðingar einfaldlega rangt fyrir sér af því að þau vita ekki betur?

    Þetta og svo margt, margt fleira í þessum fyrri þætti af tveimur þar sem vinirnir Guðjón Heiðar, Haukur Ísbjörn og Ómar Þór velta því fyrir sér hvort að sögubækurnar séu mögulega að ljúga að okkur um pýramídana í Egyptalandi. 

    Málsmetandi aðili þáttarins er Ólafur Jóhann Sigurðsson séntilmaður, lífskúnstner og „næstum því fornleifafræðingur“. 
    HLEKKIR Á ÍTAREFNI
    Stargate (1994) Official Trailer HQEgypt Pyramid mathAll 3 Giza Pyramids Correspond Directly to 432The Great Pyramid uses simple 11:14 right-angled triangle geometryUnlocking the Secrets of Egypt's Pyramids Building The Great Pyramid of GizaHow did they build the Great Pyramid of Giza?GIZA - The Holy Grail of GeometryGREAT PYRAMID & SACRED GEOMETRYUM ÁLHATTINN
    Í þessu einstaka hlaðvarpi munu vinirnir og spekúlantarnir Ómar Þór Ómarsson, Haukur Ísbjörn Jóhannsson og Guðjón Heiðar Valgarðsson taka fyrir og fara yfir samsæriskenningar af ýmsum toga og ræða þær fram og til baka.

    Í hverjum þætti verður ein fullyrðing rædd og munu þeir gefa einkunn á bilinu 1-10 byggt á því hversu sammála þeir eru fullyrðingunni í upphafi ferlisins. Síðan þegar þættinum er lokið gefa þeir aðra einkunn og þá mun koma í ljós hversu mikið afstaða þeirra hefur breyst.

    • 2 hrs 16 min
    Samráð milli plötufyrirtækja & einkarekinna fangelsa í BNA ýtti vísvitandi undir vinsældir bófarapps (e. Gangsta Rap)

    Samráð milli plötufyrirtækja & einkarekinna fangelsa í BNA ýtti vísvitandi undir vinsældir bófarapps (e. Gangsta Rap)

    Bófarapp (e. Gangsta Rap) naut mikilla vinsælda á 10.áratug síðustu aldar og þá sér í lagi undir lok áratugarins. Menn einsog 2pac, Biggie Smalls og Coolio nutu mikilla vinsælda og sveitir á borð við Wu Tang Clan og Cypress Hill ómuðu á öldum ljósvakans. 

    Líf og lífstíll glæponsins sem síslaði með ýmis eiturlyf og aðra glæpi og hreykti sér svo af því í textum sínum þótti eftirsóknarvert og kvikmyndir og sjónvarpsefni sem lofsamaði þennan lífsstíl voru framleiddar í hrönnum og víðar buxur, gullkeðjur og aðrar vörur sem tengdar eru við gengja lífsstíl seldust eins og heitar lummur.
    En hvað olli þessum skyndilegu og óvæntu vinsældum bófarappsins? Hversvegna fóru plötufyrirtæki allt í einu og að því er virðist upp úr þurru að leggja höfuðáherslu á tónlist og dægurmenningu sem lofsamar eiturlyfjasölu, morð og aðra glæpi? Hvað hefur þetta allt saman með menningarstríð austurstrandarinnar og vesturstrandarinnar að gera og hvers vegna var annað tónlistarfólk í öðrum geirum ekki jafn iðið við glæpastarfsemi? 
    Hvað hvatti þessar stóru útgáfur til þess að ýta undir samfélagsmein eins og morð og fíkniefnaneyslu? Getur verið að plötuútgefendur hafi mögulega haft hagsmuni af því að halda glæpatíðni hárri? Hvað hefur þetta með einkarekin fangelsi að gera og getur verið að eigendur fangelsanna tengist eigendum plötufyrirtækja á einhvern hátt?
    Þetta, stríðið gegn fíkniefnum, deilurnar milli oasis og blur, nýjustu vendingar í rappstríðinu í Chicago og svo margt, margt fleira áhugavert í nýjasta þættinum af Álhattinum. 

    Þar sem Guðjón Heiðar, Haukur Ísbjörn og Ómar Þór ræða þá áhugaverðu kenningu að eigendur plötufyrirtækja og einkarekinna fangelsa í Bandaríkjunum hafi vísvitandi ýtt undir vinsældir bófarapps á 10.áratug síðustu aldar til þess að fylla fangelsin. 
     HLEKKIR Á ÍTAREFNI:
    Ice Cube Admits 90's Gangster Rap was a Government PsyopÁTRÚNAÐARGOÐIN - TungumálararBlondie - RaptureCoolio - Gangsta's ParadiseChief Keef - I Don't Like f/ Lil ReeseScapegoatFbg Duck - Dead Bitches Official VideoKing Von "Crazy Story" UM ÁLHATTINN
    Í þessu einstaka hlaðvarpi munu vinirnir og spekúlantarnir Ómar Þór Ómarsson, Haukur Ísbjörn Jóhannsson og Guðjón Heiðar Valgarðsson taka fyrir og fara yfir samsæriskenningar af ýmsum toga og ræða þær fram og til baka.

    Í hverjum þætti verður ein fullyrðing rædd og munu þeir gefa einkunn á bilinu 1-10 byggt á því hversu sammála þeir eru fullyrðingunni í upphafi ferlisins. Síðan þegar þættinum er lokið gefa þeir aðra einkunn og þá mun koma í ljós hversu mikið afstaða þeirra hefur breyst.

    • 1 hr 59 min
    Aaron Swartz stofnanda Reddit var komið fyrir kattarnef af andstæðingum málfrelsis

    Aaron Swartz stofnanda Reddit var komið fyrir kattarnef af andstæðingum málfrelsis

    Aaron Swartz einn stofnanda Reddit var sínum tíma, af mörgum talinn, einn fremsti forritari og hugsjónamaður heims, sem barðist af fullum þunga fyrir auknu tjáningarfrelsi, frjálsara interneti og betri veröld.

    Ungur að árum vakti hann athygli fyrir gífurlegar gáfur og forritunar hæfileika og sem dæmi má nefna að strax á unglingsaldri átti hann þátt í að þróa RSS staðalinn og seinna var hann m.a hluti af teyminu sem kom á Creative Commons.

    Þekktastur er hann þó eflaust fyrir baráttu sína gegn frumvörpunum SOPA og PIPA sem voru frumvörp sem hefðu takmarkað verulega athafnar og tjáningarfrelsi fólks á netinu. En þökk sé baráttu Aaron og fleiri þá tókst almenningi að stöðva frumvörpin ógurlegu.

    Auk þess að brjótast inn í MIT háskólann og fela þar fartölvu sem hann hafði forritað sérstaklega til þess að stela gífurlegu magni af gögnum á ógnarhraða.
    Fyrir þetta sóttu Bandarísk yfirvöld fast á hælar honum og hugðust draga Aaron fyrir alríkisdóm og skella honum í margra áratuga fangelsi. En á meðan Aaron beið réttarhalda sinna fremur hann öllum á óvörum sjálfvíg í búð sinni. Eða svo segir amk opinbera sagan sem yfirvöld vilja að við trúum.

    En ekki eru allir sem kaupa þessa sögu yfirvalda og telja afar ólíklegt að Aaron hafi fallið fyrir eigin hendi. Getur kannski verið að Aaron hafi fundið eða séð eitthvað af gögnum sem ekki máttu líta dagsins ljós eða komast í hendur almennings?  Hvernig tengist þetta hinum títtnefndu og margumræddu hulduöflum og hvað í veröldinni hefur Epstein góðvinur þáttarins með málið að gera?

    Hversvegna valdi Aaron að brjótast inn í MIT en ekki einhvern annan háskóla og hvernig tengist þetta hinum gífurlega metnaðarfullu "góðgerðarverkefni" One Laptop Per Child?

    Þetta, Julian Assange, Alexei Navalny og svo margt margt fleira í þessum nýjasta þætti af Álhattinum.

     HLEKKIR Á ÍTAREFNI:
    The Internet's Own Boy: The Story of Aaron Swartz | full movie (2014)'The Murder of Aaron Swartz' - RumbleDad_ The govt. killed my son, Reddit co-founderPresident Joe Biden Boasted About Using A Billion-Dollar Loan Agreement With Ukraine As LeverageAaron Swartz_ How We Stopped SOPAWhat Is Reddit_ How Reddit became the front page of the internetHunter Biden on _Beautiful Things_ and his struggles with substance abuseHow Downloading Too Much Destroyed Reddit's Founder One Laptop Per ChildTop MIT Official Resigns Over Epstein DonationsCornyn Questions Holder Over Death of Aaron SwartzUM ÁLHATTINN
    Í þessu einstaka hlaðvarpi munu vinirnir og spekúlantarnir Ómar Þór Ómarsson, Haukur Ísbjörn Jóhannsson og Guðjón Heiðar Valgarðsson taka fyrir og fara yfir samsæriskenningar af ýmsum toga og ræða þær fram og til baka.

    Í hverjum þætti verður ein fullyrðing rædd og munu þeir gefa einkunn á bilinu 1-10 byggt á því hversu sammála þeir eru fullyrðingunni í upphafi ferlisins. Síðan þegar þættinum er lokið gefa þeir aðra einkunn og þá mun koma í ljós hversu mikið afstaða þeirra hefur breyst.

    • 2 hrs 1 min
    Tæknin til að klóna fólk er raunveruleg og stjörnum & stjórnmálafólki hefur verið skipt út

    Tæknin til að klóna fólk er raunveruleg og stjörnum & stjórnmálafólki hefur verið skipt út

    Árið 1996 var kindin Dolly klónuð fyrst allra dýra. Í kjölfarið vöknuðu allskyns siðferðis og álita spurningar um klónanir og afskipti og íhlutanir mannsins af náttúrunni almennt. Stuttu síðar var klónun manna bönnuð í Bandaríkjunum og í kjölfarið fylgdu flestar aðrar þjóðir heims í fóstbor þeirra. 
    En getur verið að þrátt fyrir blátt bann við klónun manna hafi fólk samt verið klónað? Hvað ef að frægum og valdamiklum einstaklingum hefur jafnvel verið skipt út fyrir klóna, sem láta auðveldlega af stjórn, og gera allt sem þeim er sagt þegjandi og hljóðalaust, líkt og strengjabrúður? Ef svo er, hvar eru þessir klónar geymdir á meðan þeir alast upp og vaxa úr grasi eða fæðast þeir kannski fullvaxta? Hver er það sem er að klóna þessa einstaklinga, hvernig og hversvegna? Hverra hagur er að það að skipta þessum aðillum út? 
    Í þessum nýjasta þætti af Álhattinum velta þeir Guðjón Heiðar, Haukur Ísbjörn og Ómar Þór því fyrir sér hvort það sé mögulega búið að klóna fólk og þagað sé yfir því og skoða strákarnir líka hvort frægum og áhrifamiklum einstaklingum hafi jafnvel verið skipt út fyrir undirgefna klóna sem fylgja fyrirskipunum að ofan í blindni. 
    Strákarnir kynna sér líka hvað í veröldinni hönnunarbörn(e: designer babies) séu og hvernig yfirstéttarfólk á vesturlöndum sækir í auknu mæli í glasafrjóvganir í Kína og öðrum löndum, hvar þau geta “hannað sín eigin börn” með því að velja t.d hárlit, augnlit og önnur útlitseinkenni algjörlega eftir eigin höfði og smekk. 
    Gæti yfirstéttin og hulduöflin gert sjálf sig að ofurmanneskjum sem eru ónæm fyrir allskyns sjúkdómum sem munu herja á almenning í framtíðini? Verða krabbamein sykursýki og aðrir kvillar eingöngu áhyggjuefni okkar pöpulsins í framtíðinni á meðan valdaklíkan og fína fólkið lifir áhyggjulausu lífi laust við alla erfðagalla og hættulega sjúkdóma?
    Þetta og svo margt margt fleira áhugavert í nýjasta þættinum Álhattinum.
     HLEKKIR Á ÍTAREFNI:
    Rappers Who Have Been CLONED (Kodak Black, Eminem, Gucci Mane And MORE!)Actor Jamie Foxx speaks out about his mysterious medical issue that landed him in the hospitalDesigner BabiesSouth Korea’s Dog Cloning IndustryKid Buu Exposes Clone TheoryClonaid Claims First Cloned Human Baby (2002)Doctor Claims He Cloned Human EmbryosEminem ESPN Interview - Notre Dame vs. Michigan Halftime 2013 MMLP2Britney Spears glitchGene Editing: How CRISPR Will Change EVERYTHING & Create Designer BabiesAnderson Cooper mocks Al Roker's frozen pose10 Famous People Who Look EXACTLY The SameUM ÁLHATTINN
    Í þessu einstaka hlaðvarpi munu vinirnir og spekúlantarnir Ómar Þór Ómarsson, Haukur Ísbjörn Jóhannsson og Guðjón Heiðar Valgarðsson taka fyrir og fara yfir samsæriskenningar af ýmsum toga og ræða þær fram og til baka.

    Í hverjum þætti verður ein fullyrðing rædd og munu þeir gefa einkunn á bilinu 1-10 byggt á því hversu sammála þeir eru fullyrðingunni í upphafi ferlisins. Síðan þegar þættinum er lokið gefa þeir aðra einkunn og þá mun koma í ljós hversu mikið afstaða þeirra hefur breyst.

    • 1 hr 34 min

Customer Reviews

4.8 out of 5
6 Ratings

6 Ratings

Top Podcasts In Arts

Eftirmál
Tal
Bragðheimar
Bragðheimar
Table Manners with Jessie and Lennie Ware
Jessie Ware
Nothing To Wear
Mamamia Podcasts
Joe Grimson: Saga af svikum
RÚV
The Moth
The Moth

You Might Also Like

Í ljósi sögunnar
RÚV
Ólafssynir í Undralandi
Útvarp 101
70 Mínútur
Hugi Halldórsson
Beint í bílinn
Sveppalingur1977
Chess After Dark
Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson
Morðskúrinn
mordskurinn