11 episodes

Í klefanum þá skoðum við hvernig við náum árangri og komumst nær markmiðunum okkar. Í Klefanum þá talar allt íþróttafólk sama tungumálið! https://klefinn.is/https://www.instagram.com/klefinn.is/

Klefinn með Silju Úlfars Silja Úlfars

    • Sport
    • 5.0 • 5 Ratings

Í klefanum þá skoðum við hvernig við náum árangri og komumst nær markmiðunum okkar. Í Klefanum þá talar allt íþróttafólk sama tungumálið! https://klefinn.is/https://www.instagram.com/klefinn.is/

    Ólympíuhópur staðan 26. apríl

    Ólympíuhópur staðan 26. apríl

    Ólympíuleikarnir í París hefjast 26. júlí, en aðeins einn íþróttamaður hefur náð lágmörkum, en það er sundmaðurinn Anton Sveinn McKee.
    Í Ólympíuhóp ÍSÍ eru 13 íþróttamenn, en það eru þau sem eru að stefna á Ólympíuleikana.

    Í þessum þætti þá ræddi Silja við Baldvin hlaupara, Thelmu fimleikakonu, Guðlaugu Eddu þríþrautakonu og Guðna Val kringlukastara um hvernig gengur að komast á Ólympíuleikana, hvað er framundan og fleira.

    Hvetjum ykkur til að styðja við íþróttafólkið okkar.

    Þátturinn er í boði Heilsuhillunnar, Hafið fiskverslun og GoodGood. 
    Þú finnur okkur á instagram
     @klefinn.is
    @siljaulfars
    @vinnym_99 (Baldvin)
    @thelmaadalsteins
    @eddahannesd (Guðlaug Edda)
    @gudnigudna

    • 36 min
    Logi Geirsson - Silfurverðlaunahafi á Ólympíuleikunum

    Logi Geirsson - Silfurverðlaunahafi á Ólympíuleikunum

    Logi Geirsson er handknattleiksmaður uppalinn í FH, lék með Lemgo í 6 ár, var í silfurliðinu á á Ólympíuleikunum 2008 í Peking og bronz liðinu á EM 2010. 



    Logi ræðir  hvernig hann setti sér markmið og náði þeim, þá ræðir hann hvað hugarfarið skiptir miklu máli hjá íþróttafólki og visualization, hann segir frá því þegar hann tók útihlaupin upp í rúmi. Hvernig á að tækla meiðsli, hvað sjálfstraust er mikilvægt og að þú getur allt sem þú vilt, þú þarft að vita hvert markmiðið er og hefjast handa. 



    Það eru margar leiðir að árangri og hann hvetur íþróttafólk að fókusa á markmiðin og leggja allt í það. 



    Ef þú vilt ná árangri og vantar spark í rassinn, þá er þessi þáttur akkurat sparkið sem þú þarft!



    Þátturinn er í boði Heilsuhillunnar, Hafið fiskverslun og GoodGood. 



    Þú finnur okkur á instagram
     @klefinn.is
    @siljaulfars       
    @logigeirs

    • 52 min
    Kári Steinn Karlsson - hlaupari og Ólympíufari

    Kári Steinn Karlsson - hlaupari og Ólympíufari

    Kári Steinn Karlsson keppti í Maraþoni á Ólympíuleikunum 2012 í London, en það var hans þriðja maraþon frá upphafi. Hann á 17 virk Íslandsmet ennþá í dag, en hefur aldrei orðið Íslandsmeistari í maraþoni.  Kári Steinn er aðeins byrjaður að hlaupa aftur og setti meðal annars brautarmet í hlaupi 2023. 
    Kári fór í háskólann Berkeley í California, en þar var hlaupamenningin öðruvísi. Þá ræðir hann maraþonið á Ólympíuleikunum og undirbúninginn fyrir Ól. 
    Kári Steinn er aðeins 37 ára  í dag, en hlaupa menningin hefur breyst mikið frá því hann var á toppnum og þjálfun er aðeins öðruvísi í dag, ásamt því að hlaupabúnaðurinn hefur tekið miklum breytingum. 
    Þátturinn er í boði Heilsuhillunnar, Hafið fiskverslun og GoodGood. 
    Þú finnur okkur á instagram
    @klefinn.is
    @siljaulfars       
    @karikarlsson

    • 51 min
    Tinna Jökulsdóttir - Sjúkraþjálfari - Fókus Þjálfun

    Tinna Jökulsdóttir - Sjúkraþjálfari - Fókus Þjálfun

    Tinna Jökulsdóttir er sjúkraþjálfari í Sporthúsinu og eigandi Fókus þjálfunar. Tinna kemur úr handboltanum og er meðal annars sjúkraþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta. 
    Hvað er fókus þjálfun? Þetta eru æfingar sem snúa að meiðslafyrirbyggjandi þáttum ásamt því að auka við færni hvers og eins leikmanns. Lögð er áhersla á liðkun, hreyfiteygjur, líkamsbeytingu, snerpu og samhæfingar þjálfun. Einnig er farið í jafnvægis- og styrktaræfingar þar sem unnið er með stöðugleikakerfið.
    Við hvetjum ykkur til að hlusta og læra, kannski fáið þið hugmyndir. Í þættinum má finna ráð fyrir íþróttafólk, þjálfara, foreldra og aðra sem hafa áhuga á íþróttum.

    Tinna starfar sem sjúkraþjálfari í Sporthúsinu. Fljótlega opnar heimasíðan http://fokusthjalfun.is/
    Þátturinn er í boði Heilsuhillunnar, Hafið fiskverslun og GoodGood. 
    Þú finnur okkur á instagram
    @klefinn.is
    @siljaulfars       
    @fokusthjalfun 

    • 45 min
    Helgi Valur Pálsson - Íþróttasálfræðingur

    Helgi Valur Pálsson - Íþróttasálfræðingur

    Helgi Valur Pálsson er íþróttasálfræðingur og deilir með okkur leiðum til að fá sem mest út úr íþróttunum (og lífinu). Helgi Valur æfði knattspyrnu á sínum yngri árum en glímdi við meiðsli sem hafði áhrif á hans feril. Helgi Valur ákvað að snúa sér að íþróttasálfræði þar sem hann vildi aðstoðað annað íþróttafólk í sínum meiðslum. 
    Helgi Valur fer um víðan völl og talar meðal annars um sjálfstraust, meiðsli, kvíða, hugarþjálfun, að setja sér markmið, skynmyndarþjálfun, spennustjórnun, einbeitingu, sjálfstal,  fyrirbyggjandi aðgerðir, stress og fleira.
     
    Við hvetjum ykkur til að hlusta og læra, hér má finna ráð fyrir íþróttafólk, þjálfara, foreldra og aðra sem hafa áhuga á íþróttum.

    Helgi Valur starfar sem íþróttasálfræðingur hjá Hæfi Endurhæfingarstöð. 
    Þátturinn er í boði Heilsuhillunnar, Hafið fiskverslun og GoodGood. 
    Þú finnur okkur á instagram
    @klefinn.is
    @siljaulfars       

    • 1 hr 26 min
    Dwight Phillips - 2/2 - World- and Olympic Champion - the Coach

    Dwight Phillips - 2/2 - World- and Olympic Champion - the Coach

    Dwight Phillips er fyrrum Ólympíu- og Heimsmeistari í langstökki. 

    Dwight sigraði Ólympíuleikana 2024 í Athens, þá hefur hann fimm sinnum orðið Heimsmeistari í langstökki. Þetta er seinni þátturinn af tveimur, en í fyrri þættinum ræddu þau feril hans, öll stórmótin, sigrana og allt sem fylgir því. 

    Dwight ræðir hvað einkennir góðan þjálfara, hvernig hann þjálfar afreksfólkið og unga íþróttafólkið, þau ræða hraðaþjálfun,  framfarir í frjálsum íþróttum og fleira.
    Við hvetjum ykkur til að hlusta, við erum viss að þið lærið eitthvað af þessum meistara. 
    Þátturinn er í boði Heilsuhillunnar, Hafið fiskverslun og GoodGood. 
    Þú finnur okkur á instagram
    @klefinn.is
    @siljaulfars       
    @dwightdagreat

    • 33 min

Customer Reviews

5.0 out of 5
5 Ratings

5 Ratings

Top Podcasts In Sport

Dr. Football Podcast
Hjörvar Hafliðason
Þungavigtin
Tal
Gula Spjaldið
Gula Spjaldið
Steve Dagskrá
Steve Dagskrá
Fotbolti.net
Fotbolti.net
Út að hlaupa
Marteinn Urbancic og Þorsteinn Roy Jóhannsson

You Might Also Like

Eftirmál
Tal
Undirmannaðar
Undirmannaðar
Helgaspjallið
Helgi Ómars
Mömmulífið
Mömmulífið
Spjallið
Spjallið Podcast
Chess After Dark
Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson