150 episodes

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Leifur Hauksson og Þórhildur Ólafsdóttir.

Samfélagið RÚV

  • Society & Culture
  • 3.3, 6 Ratings

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Leifur Hauksson og Þórhildur Ólafsdóttir.

  Matvælasjóður, kaupmaðurinn á horninu, phonograph og snjóþyngsli í Flj

  Matvælasjóður, kaupmaðurinn á horninu, phonograph og snjóþyngsli í Flj

  Gréta María Grét­ars­dótt­ir, formaður Matvælasjóðs: Til að efla nýsköpun og þróun í innlendri matvælaframleiðslu verður settur á fót svokallaður Matvælasjóður og verður 500 milljónum króna úr ríkissjóði varið til stofnunar hans. Kristbjörg Guðmundsdóttir, Ragna Guðmundsdóttir og Vilborg Guðjónsdóttir, hönnuðir: Verslun og kauphegðun neytenda hefur heldur betur tekið breytingum frá því að kaupmaðurinn á horninu var okkar helsti þjónustuaðili. Við höfum séð allskyns keðjur og vöruhús, innlend og erlend, bjóða upp á sífellt meira úrval og oftar en ekki kemur þetta úrval langt að og sömuleiðis við neytendurnir, því verslun hefur færst úr kjarna hverfanna yfir í jaðarinn. Rætt við hönnuði sem vilja breyta þessu og endurvekja kaupmannsstefmningua í hverfunum. Málfarsmínúta um íslenskuna á orðinu phonograph. Stefanía Hjördís Leifsdóttir á Brúnastöðum í Fljótum. Þar er síðasta snjóskaflinn við húsið að hverfa, en veturinn var einstaklega þungur og erfiður, snjóþyngsli mikið og sér víða á.

  Samar, húsbílar, lissköpun og fjöll.

  Samar, húsbílar, lissköpun og fjöll.

  Sölvi Sveinson, fv skolameistari: fjallað um Sama, þennan ævaforna þjóðflokk sem hefur byggt nyrstu héruð Skandinavíu og Rússlands frá ómunatíð. Elín Fanndal, formaður félags húsbílaeigenda: starfsemi félagsins, bílarnir, nöfnin og fólkið Smári Róbertsson og Nína Harra, skálverðir í Emstrum og listafólk: Tengsl listsköpunar og náttúru, fegurð fjallanna og eðli skálavarðarstarfsins.

  Náttúruhamfaratrygging, karlmennskan, skíra og nefna og vistvæn hegðun

  Náttúruhamfaratrygging, karlmennskan, skíra og nefna og vistvæn hegðun

  Hulda Ragnheiður Árnadóttir framkvæmdastjóri náttúruhamfaratrygginga Íslands Þorsteinn V. Einarsson: Fyrir rúmum tveimur árum hrinti Þorsteinn af stað samfélagsmiðlabyltingu undir myllumerkinu #karlmennskan. Tilgangurinn var að uppræta úreltar hugmyndir um karlmennsku og staðalímyndir. Þorsteinn fékk á dögunum 8 milljón króna styrk úr jafnréttissjóði til að halda áfram með verkefnið. Málfarsmínútan fjallar um það að skíra og gefa nafni Emelía Borgþórsdóttir vistvæn hegðun og lausnir

  Ísbjarnasögur, sauðaostar, þrastarhreiður í beinni og bók um kórónavei

  Ísbjarnasögur, sauðaostar, þrastarhreiður í beinni og bók um kórónavei

  Kristinn Schram og Alice Bower þjóðfræðingar ætla í sumar að taka viðtöl við fólk sem hefur séð ísbjörn (lifandi eða ei), talið sig sjá ísbjarnarspor/heyrt bjarndýrsöskur, eða kann sögur, brandarar eða sagnir um slíkt. Anne Marie Schlutz sauðfjárbóndi á Egilsstöðum í Fljótsdal er frumkvöðull í framleiðslu sauðamjólkur hér á landi. Hún fékk nýverið kindamjaltavél frá Tyrklandi og býr til bæði osta og konfekt úr sauðamjólkinni. Heiða Björg Hilmisdóttir og fjölskylda fékk óvænt þrastarhreiður í gluggan hjá sér og gat því fylgst með varpi og uppeldi unganna í miklu návígi. Friðrik Páll Jónsson með pistil um erlendi málefni: Richard Horton, aðalritstjóri breska læknaritsins Lancet, gagnrýnir vestrænar ríkisstjórnir harðlega fyrir að hafa brugðist seint við kórónafaraldrinum, og segir að þær hafi gert gríðarleg mistök, og það hafi kostað marga lífið. Hann hefur nú gefið út bók um faraldurinn og viðbrögðin við honum.

  Áhrif covid á hugmyndir um vistvæna byggð, kattaskortur, metrakerfið o

  Áhrif covid á hugmyndir um vistvæna byggð, kattaskortur, metrakerfið o

  Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir, orku- og umhverfisverkfræðingur og framkvæmdastjóri Grænni byggðar: vistvænn byggingariðnaður og áhrif Covid 19 á hugmyndir okkar um vistvænni byggð og samgöngur. Hanna Evensen, rektstarstjóri Kattholts: kattaskortur á landinu Málfarsmínúta um metrakerfið Edda Olgudóttir í vísindaspjalli um áhrif koffeins og hreyfingar.

  19 júní, GróLind, feminismi og Hornstrandir

  19 júní, GróLind, feminismi og Hornstrandir

  Í dag er Kvenrettindadagur okkar Íslendinga, 19.júni, dagurinn sem íslenskar konur fengu í fyrsta sinn kosningarétt. Rakel Adolphsdóttir, safnstjóri Kvennasögusafns Íslands, sagði frá safninu og þessum merkisdegi. Bryndís Marteinsdóttir verkefnastjóri GróLindar: GróLind er ný kortavefsjá sem sýnir ástand landsins og áhrif sauðfjárbeitar á gróður. Málfarsmínúta um feminisma Kristín Ósk Jónasdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun: Hornstrandir og ferðalangarnir sem þangað sækja

Customer Reviews

3.3 out of 5
6 Ratings

6 Ratings

Top Podcasts In Society & Culture

Listeners Also Subscribed To