33 episodes

Í Dótakassanum er fjallað um ýmislegt sem tengist ungu fólki og hvernig hægt er að hafa uppbyggileg áhrif á eigin líðan og heilsu. Umsjónarmaður hlaðvarpsins Bóas Valdórsson er sálfræðingur í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Netfang: dotakassinnhladvarp@gmail.com.

Dótakassinn Dótakassinn

  • Health & Fitness
  • 5.0 • 1 Rating

Í Dótakassanum er fjallað um ýmislegt sem tengist ungu fólki og hvernig hægt er að hafa uppbyggileg áhrif á eigin líðan og heilsu. Umsjónarmaður hlaðvarpsins Bóas Valdórsson er sálfræðingur í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Netfang: dotakassinnhladvarp@gmail.com.

  Að taka stöðuna

  Að taka stöðuna

  Í þættinum í dag er fjallað um að taka stöðuna á sjálfu sér og verkefnunum sem við erum að takast á við. Horfum inn í veturinn. Hvað viljum við gera öðruvísi í vetur en í fyrra og hvernig byrjum við á því að skipuleggja taktíkina hjá okkur og setja okkur í stellingar til að ná þeim markmiðum og áföngum sem við stefnum að. 

  • 20 min
  Fimm leiðir að vellíðan - Að halda áfram að læra

  Fimm leiðir að vellíðan - Að halda áfram að læra

  Þessi þáttur  er fjórði þátturinn af fimm um fimm leiðir að vellíðan. 

  Í þættinum í dag er farið yfir hvers vegna það er góð hugmynd að leyfa sér að læra eitthvað nýtt út lífið. Að vera forvitin og læra eitthvað nýtt hefur margskyns jákvæð áhrif á heilsu og líðan og flestir hafa áhuga á að prófa eitthvað nýtt eða læra eitthvað sem þeir hafa ekki haft tök á að læra hingað til. 

  https://5leidir.blogspot.com/

  • 5 min
  Fimm leiðir að vellíðan - Að taka eftir

  Fimm leiðir að vellíðan - Að taka eftir

  Þessi þáttur er þriðji þátturinn af fimm um fimm leiðir að vellíðan. 

  Í þessum  þætti er fjallað um hversu gott það getur verið að veita allskonar hlutum athygli. Hvernig við getum æft okkur í því að taka eftir jákvæðum og uppbyggilegum hlutum í kringum okkur og rætt um hvaða áhrif það getur haft á lífið okkar og það hvernig okkur líður.  

  Verkefni tengd þættinum má finna hér: https://5leidir.blogspot.com/    

  • 11 min
  Fimm leiðir að vellíðan - Að gefa af sér

  Fimm leiðir að vellíðan - Að gefa af sér

  Þessi þáttur er loka þátturinn af fimm um fimm leiðir að vellíðan.  

  Í þættinum í dag er farið yfir það hvernig við getum gefið af okkur til annara og til samfélgsins. Að gefa af sér hefur margvísleg jákvæð áhrif á okkur sjálf og á aðra og margt sem kemur til greina. 

  Verkefni tengd þættinum má finna hér: https://5leidir.blogspot.com/    

  • 11 min
  Fimm leiðir að vellíðan - Hreyfing

  Fimm leiðir að vellíðan - Hreyfing

  Þessi þáttur er annar þátturinn af fimm um fimm leiðir að vellíðan. 

  Í þessum hluta er fjallað um mikilvægi hreyfingar. Rætt um hvaða hreyfing er góð og reynum að komast að því hvaða hreyfing hentar best.    

  Verkefni tengd þættinum má finna hér: https://5leidir.blogspot.com/     

  • 9 min
  Fimm leiðir að vellíðan - Að tengjast öðrum

  Fimm leiðir að vellíðan - Að tengjast öðrum

  Þessi þáttur er fyrsti þátturinn af fimm um fimm leiðir að vellíðan. 

  Í þættinum í dag verður fjallað um mikilvægi þess að tengjast öðrum en allar manneskjur eru félagsverur og það er okkur öllum mikilvægt að eiga í góðum og nærandi tengslum við fjölskyldu okkar og vini. Í þættinum er fjallað um hvers vegna þetta er mikilvægt og hvernig við getum haft áhrif á okkur sjálf og samskipti okkar við aðra.  

  Verkefni tengd þættinum má finna hér: https://5leidir.blogspot.com/     

  • 9 min

Customer Reviews

5.0 out of 5
1 Rating

1 Rating

Top Podcasts In Health & Fitness

Listeners Also Subscribed To